Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 félk í fréttum ÞYRLUFLU GM ANN SPRÓF Sarah skákar bónda sínum Sarah Ferguson er ekki kunn að öðru en að standa við það sem hún lofar. Það kom því fáum á óvart þegar hún efndi heit það sem hún vann að kvöldi brúð- kaupsdags síns að hún skyldi læra að fljúga. Á mánudag hlaut hún flugmannspróf sitt og er þar með fyrsti meðlimur bresku konungs- fjölskyldunnar til að verða einka - þyrluflugmaður en aðrir flug- menn í fjölskyldunni eru herflug- menn. Sarah stóð sig með stakri prýði og lauk prófinu á helmingi skemmri tíma en eiginmaður hennar. Hann er afar stoltur af konu sinni og segir engan vafa leika á því hver muni fljúga þyrl- unni ef þau hjónin langi til að skreppa í örstutt útsýnisflug. En Sarah sjálf er ekki síður ánægð með frammistöðu eiginmannsins sem fór með í prófflugið, „hann stóð sig eins og hetja og þurfti ekki einu sinni á uppsöluskjóðu að halda.“ :>$: ALE 1 CAREFULLADY DRIVER CONTACT AfR HANSON Örvæntingarfull tilraun Söru til að hylja skiltið þar sem þyrlan er aug- lýst til sölu fer út um þúfur. Andrew prins nælir þyrluvængjunum í eigin- konu sína sem heldur sem fastast í nýfengið skírteinið. Reuter BLESSUÐ JÓLIN Reuter Hamborgari eða jólasveinn? Þessi bráðlaglegi og nýstárlegi jólasveinn prýðir götur Hamborgar nú á jólaföstunni og hefur hann vakið allnokkra athygli vegfa- renda. Hefur þeim orðið starsýnt á hina líflegu sitjandi sömbu sem hann dansar og hafa gárungamir sagt galsaskapinn stafa af ungum aldri jólasveinsins, en eins og sjá má er skegg hans enn ekki orðið hvítt. Það er aftur á móti nokkru síðara en menn eiga að venjast og hefur því sveinki brugðið á það ráð að vefja þvi um háls sér. Hann verður vart kvefaður um þessi jól, blessaður. Brúðhjónin ungu horfast ásthrifin i augu. Reuter GIFTING Indversk hjónasæla að telst ævinlega til tíðinda þegar hefðarfólk lætur pússa sig saman og því er ekki nema sjálf- sagt að greina frá því að krónprins- inn af Kasmír, Vikramadikya Singh, hefur loks siglt inn í lygna höfn hjónabaridsins. Sú lukkutega er pinsessan fagra, Chitrangada Raje Scindia, dóttir Maharajahsins af Gwalior. Fór Athöfnin fram um helgina í Jai Vilas höllinni í Gwalior borg á Indlandi að viðstöddu fjöl- menni. TOM CRUISE Hrist en ekki hrærð hanastél Tom Cruise er metnaðarfullur ungur leikari og leggur stundum býsna hart að sér til að öðlast innsýn í þau hlutverk sem hann tekur að sér. í sinni nýjustu mynd „Hanastél" leikur hann barþjón og til að skilja tilfínningar mannsins á bak við bar- borðið sem best, tók hann sér stöðu á bak við það, klæddur í þjónsgall- ann. Þar hristi hann hanastél ásamt meðleikara sínum, hinum ástralska Bryan Brown (Þyrnifuglarnir). Bry- an sagði Tom vera „skolli góðan feikara sem veit vel hvað hann er að gera þrátt fyrir ungan aldur.“ Fyrsta hanastél Toms var ekki ómerkari drykkur en þurr martíní „hristur en ekki hrærður" að hætti James Bond og tókst Tom býsna vel upp með tilbúninginn. Hann gladdist vitanlega yfir ágætri frammistöðu sinni og sagði: „I þetta sinn hef ég að minnsta kosti lært eitthvað nýti- legt. Þetta getur komið sér vel ef ég verð einhvem tíma hlutverka- laus.“ Ekki alls fyrir löngu var vininum Tom neitað um afgreiðslu á áfengu öli sökum ungæðislegs útlits. Tom hefur nú snúið á alla illgjarna barþjóna með því að gerast sjálfur barþjónn. Um stundarsakir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.