Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Starfsfólk Prentsmiðju Suðurlands. Prentsmiðja Suðurlands 30 ára Selfossi. FYRR á þessu ári, í júlílok, voru liðin 30 ár frá því Prentsmiðja Suðurlands hóf starfsemi á Selfossi, jafnframt 302 ár síðan fyrst var sett upp prentsmiðja í Arnessýslu. Nýlega var formlega gengið frá afhendingu skuldabréfa og eigendaskiptum á fyrirtækinu sem verið hefur hornsteinn ritaðs máls hjá Sunnlendingum. Prentsmjðja Suðurlands er starf- rækt á Eyravegi 21 og hefur húsakostur hennar byggst upp smám saman eftir því sem rekstrin- um óx fiskur um hrygg. Það var 1957 sem tveir prentarar úr Reykjavík, Haraldur Hafsteinn Pét- ursson og Klemenz Guðmundsson, hófu starfsemi á Eyravegi 21 við smáprent ýmiskonar, við einfaldar aðstæður. 20. febrúar 1958 var Prentsmiðja Suðurlands hf. stofnuð. Stofnendur voru sex, þeir Haraldur Hafsteinn og Klemenz ásamt fjöl- skyldum auk Gísla Bjarnasonar og Bjöms Sigurbjamarsonar. 17. des- ember sama ár komu inn nýir hluthafar, Kaupfélag Árnesiríga, S.Ó. Ólafsson og co. hf., Kf. Þór og Vigfús Jónsson á Eyrarbakka. Þá vom kjörnir í stjórn: Gísli Bjarnason, Haraldur Hafsteinn Pét- ursson og Gunnar Vigfússon fyrir hönd KÁ. Egill Thorarensen og Sig- urður Óli Ólafsson voru kjörnir endurskoðendur. Þá var húsnæðið á Eyravegi 21 keypt og vélar úr prentsmiðju Jóns Helgasonar í Reykjavík. Það var rússnesk letur- setningarvél og aðalpressa sem handlagt var í. Hjá Prentsmiðju Suðurlands hafa héraðsblöðin verið prentuð, blaðið Suðurland lengst af frá 4. apríl 1959 og Þjóðólfur. Nú eru tvö blöð prentuð í prentsmiðjunni, Suður- land og Dagskráin á Selfossi. Þá hefur prentsmiðjan prentað bækur, þar á meðal eftir Guðmund Daníels- son rithöfund sem lengi var ritstjóri Suðurlands. Hinn 7. mars á þessu ári var skipuð ný stjórn í hlutafélagi prent- smiðjunnar eftir að breytingar höfðu orðið á hlutabréfaeign. í nýju stjóminni eiga sæti: Guðmundur Sigurðson formaður, Gunnar Á Jónsson ritari, og Grétar Símonar- son meðstjórnandi. Endurskoðend- ur voru kjörnir Jón G. Jóhannsson og Guðmundur Geir Ólafsson. Örn Grétarsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri í stað Haraldar Hafsteins Péturssonar sem fór til annarra starfa í Reykjavík. Prentsmiðjan er búin góðum tækjakosti, nýjum að hluta, og fyr- irhugað er að bæta við vélum á næstunni. Ekki hefur þó öllum gömlu tækjunum verið hent út því í einu horni prentsmiðjunnar eru gömlu tækin og- duga vel til síns brúks. Má nefna ■ að nýjasta bók Jóns R. Hjálmarssonar var sett á gömlu blýsetningarvélina að hans ósk. Þegar blýsetningarvélin kom til landsins 1940 var Björgvin Ól- afsson setjari fyrstur til að starfa við vélina í ísafoldarprentsmiðju sem þá prentaði Morgunblaðið. Nú Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Om Grétarsson framkvæmda- stjóri starfar Björgvin í Prentsmiðju Suð- urlands og vinnur meðal annars við setningu á vélinni góðu. Starfsmenn prentsmiðjunnar gerðu sér glaðan dag síðsumars og nutu samverustundar yfir góðum mat og drykk. Þar voru mönnum færðar gjafir fyrir dyggan trúnað og vel unnin störf á 30 ára ferli fyrirtækisins. „Við gerum það sem við getum til að halda sem mestu prentverki hér austan Hellisheiðar. Liður í því er að kaupa nýjar vélar. Við eigum von á nýjum tölvustýrðum Húsnæði Prentsmiðju Suðurlands á Eyravegi 21. Björgvin Ólafsson setjari við gömlu setningarvélina. Frá afhendingu hlutabréfa fyrir skömmu. Frá vinstri Bjarni Jóns- son, Haraldur Hafsteinn Pétursson, Gísli Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson stjórnarformaður, Arnold Pétursson og Grétar Símonar- son. pappírshníf og nýrri Heidelberg, breyttari verkefni en áður,“ sagði prentvél. Þessar nýju vélar gera Örn Grétarsson framkvæmdastjóri. okkur kleift að takast á hendur fjöl- — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Barnakór grunnskólans söng, Bergþóra Árnadóttir lék á gítar ásamt foreldrum sínum, Árna og Aðalbjörgu Margréti, sem tóku lagið með þeim og léku á gítar og munnhörpu. Jólafundur eldri borgara í Hveragerði Hveragerði. JÓLAFUNDUR Félags eldri borgara í Hveragerði var haldinn í Hótel Ljósbrá þ. 4. des. sl. Boð- ið ,var' til kaffidrykkju og skemmtikraftar komu fram með- an setið var til borðs. Harmón- ikkuklúbbur Hveragerðis lék fyrir dansi. Þátttaka var góð og enginn ellibragur á gestunum, sem skemmtu sér hið besta. Hófið hófst með helgistund með séra Tómasi Guðmundssyni sóknar- presti. Síðan las Helga Baldurs- dóttir sálminn „Nóttin var sú ágæt ein“ og Kristján Ólafsson lék með á trompet. Þá voru bomar fram veitingar. Næst flutti Inga Bjarna- dóttir kvæði. Barnakór grunnskól- ans kom og söng undir stjórn Margrétar Gunnarsdóttur. Berg- þóra Árnadóttir söngkona siing og lék á gítar, eigin lög og annarra, og foreldrar hennar, þau Árni og Aðalbjörg Margrét, tóku lagið með henni og barnakórnum og léku á gítar og munnhörpu. Var gerður góður rómur að öllum þessum flytj- endum. Svo voru borð upp tekin og boð- ið upp í dans, undir stjórn Gústafs Óskarssonar, við dynjandi hljómfall frá félögum í Harmónikkuklúbbi Hveragerðis, en þeir hafa oft áður komið til liðs við félag aldraðra. Umsjón með öllu gamninu höfðu þær Alda Andrésdóttir og Laufey Vald.marsdóttir, sem eru báðar búnar að vinna mikið í þágu aldr- aðra hér í bæ og eiga skildar miklar þakkir fyrir fórnfús störf.—.Sigrún Selfoss: Félagsmið- stöð var opnuð fyrir unglinga Selfossi. NÝ félagsmiðstöð fyrir unglinga var formlega opnuð í kjallara Gagnfræðaskólans á Selfossi á laugardag. Félagsstarf unglinga, sem rekið er af bæjarfélagíhu, hefur j" vetur verið starfrækt í Tryggvaskála en verður nú í hinu nýja húsnæði. Það var forseti bæjarstjórnar sem lýsti húsnæðið formlega tekið í notkun. Síðar um daginn gafst fólki kostur á að skoða húsnæðið og um kvöldið fögnuðu unglingarn- ir með dansi eftir tónlist úr nýjum hljómflutningstækjum. — Sig Jón. &TDK HUÓMUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.