Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 JKttrgtniÞIafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Samstaða í NATO stefna utanríkis- ráðherra Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, lýsir ein- dregnum stuðningi við stefnu Atlantshafsbandalagsins í af- vopnunarmálum hér í Morgun- blaðinu í gær. Jafnframt tekur hann undir það meginsjónarmið, að samstaða bandalagsríkjanna 16 hafí leitt til þess, að Banda- ríkjamenn og Sovétmenn hafa nú gert samning um uppræt- ingu skammdrægra og meðal- drægra eldflauga á landi. í yfirlýsingu, sem gefin var út að loknum ráðherrafundi NATO-ríkja í Brussel í síðustu viku, er meðal annars vísað til Harmel-skýrslunnar svonefndu frá 1967 og sagt, að ráðherram- ir séu sannfærðir um, að árangurinn í afvopnunarmálum megi rekja til þess, að Atlants- hafsbandalagið hafí haldið fast við þá grundvallarstefnu, sem þar er mótuð. I stuttu máli felst í henni, að samhliða því sem leitast verði við að bæta sam- skiptin við ríkin í Austur-Evr- ópu gæti vestræn ríki þess að slaka ekki á eigin öryggisgæslu; samningaviðræður um afvopn- un og varðstaða með Öflugum vopnum, þar með kjarnorku- vopnum, séu ekki andstæður heldur greinar á sama meiði. I Morgunblaðssamtali í gær segir Steingrímur Hermannsson meðal annars: „Eg held að menn telji almennt að þessi fýrsti áfangi sem náðst hefur í samn- ingum stórveldanna sé ekki síst því að þakka að aðildarríki NATO hafa staðið saman. Ríkin hafa mætt hemaðaruppbygg- ingu Sovétríkjanna með eigin uppbyggingu svipaðra vopna. Þar með hefur Sovétríkjunum og fleirum orðið ljóst að þessi braut hervæðingar var ekki fær lengur." Með hliðsjón af þeim umræðum, sem orðið hafa um utanríkisstefnu íslands eftir að Steingrímur Hermannsson varð utanríkisráðherra er ánægjulegt að sjá hann taka jafn afdráttar- laust af skarið um stuðning við meginstefnu Atlantshafsbanda- lagsins og fram kemur í þessum orðum. Hlýtur þessi skorinorða afstaða að setja svip sinn á af- stöðu íslands á öðrum vettvangi en í Atlantshafsbandalaginu, svo sem á allsheijarþingi Sam- einuðu þjóðanna í New York. Er mikilvægt að samræmi sé milli orða og athafna í þessum viðkvæma málaflokki. Á fundi sínum í Brussel nú ítrekuðu utanríkisráðherrar að- ildarlanda Atlantshafsbanda- lagsins einnig nauðsyn þess, að vörnum bandalagsins yrði hald- ið uppi bæði með kjarnorku- vopnum og venjulegum vopnum. Þeir lýstu jafnframt stuðningi sínum við fælingar- kenninguna svonefndu, það er að í kjamorkuvörnum felist trygging fyrir því, að hugsan- legur árásaraðili þori ekki að láta til skarar skríða af ótta við gífurlegt eigið tjón. í Morgun- blaðssamtalinu segist Steingrímur Hermannsson hafa haft sínar efasemdir um þessa kenningu en bætir við: „Eg er hins vegar sammála því að sam- staða ríkjanna innan vébanda NATO hefur alltaf verið styrkur þeirra.“ Þessi skýru og ótvíræðu ummæli utanríkisráðherra Is- lands eru mikils virði fyrir þá, sem vilja til dæmis átta sig á afstöðu utanríkisráðherra til hugmyndanna um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd- unum. Efasemdir utanríkisráð- herra um fælingarkenninguna víkja fyrir ósk hans um að sam- staða NATO-ríkjanna rofni ekki. Því ber að fagna, að Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, hefur tekið af skarið með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst. Þátttaka Is- lands í Atlantshafsbandalaginu er besta leið okkar fámennu þjóðar til þess í .senn að gæta öryggis okkar og stuðla að sátt- um og samningum í alþjóðlegu samstarfi. Þetta hefur verið meginstoð íslenskrar utanríkis- stefnu í tæp 40 ár. Hún er jafn mikilvæg núna, þegar rofar til í samskiptum austurs og vest- urs, og á tímum spennu og óvissu. Utanríkisráðherrar NATO- ríkjanna styðja heilshugar þann samning, sem ritað var undir í Washington í síðustu viku. Ráð- herramir em jafnframt þeirrar skoðunar að þrátt fyrir grund- vallarágreining milli austurs og vesturs eigi að leita allra raun- hæfra leiða til að gera frekari samninga um afvopnun og tak- mörkun vígbúnaðar. Þeir ætla að ganga þessa leið saman og utanríkisráðherra íslands hefur fyrirvaralaust slegist í þann hóp. Beztu skilyrði til fisk- eldis við Óxarfjörð og í uppsveitum Suðurlands - segir Einar Tjörvi um nýjar rannsóknir Orkustofnunar „Þessar rannsóknir Orkustofn- unar, sem nú eru vel á veg komnar, beinast fyrst og fremst að því hvernig við Islendingar getum bezt nýtt okkur þá orku sem jarðhitinn er, en eins og menn vita er mikið af heitu vatni sem þó er ekki nógu heitt til húsahitunar eða framleiðslu ra- forku. Þetta vatn þurfum við helzt að nýta okkur og ein leiðin sem þar kemur til greina er fisk- eldi. Því var ákveðið að rannsaka orkulindir með tilliti til fiskeldis um landið allt og í upphafi var ráðgert að ljúka grunnrannsókn- um á tveimur árum, þannig að þær hæfust á árinu 1987 og lyki 1988. Enda þótt sú áætlun hafi breytzt, m.a. af fjárhagsástæð- um, þannig að við ætlum okkur nú þijú ár til þessara grunnrann- sókna sem þá á að Ijúka 1989, hafa þær þegar borið þann árangur að við fullyrðum að ákjósanlegustu staðir til fiskeldis hér á landi séu við Oxarfjörð og í uppsveitum Suðurlands. Þetta virðast vera langbeztu svæðin en þó fer því fjarri að þar með séu ákjósanlegir staðir upptaldir. Auk Öxarfjarðar og uppsveit- anna syðra höfum við komizt að raun um það að nánast hringinn í kringum landið, að Austfjörðum undanskildum, séu landkostir slikir að fiskeldi sé einmitt ágæt leið til að nýta þá orku sem til er,“ segir Einar Tjörvi Elíasson yfirverkefnastjóri jarðhitadeild- ar Orkustofnunar sem hefur haft umsjón með rannsóknunum. „En hvaða aðstæður eru það sem gera það að verkum að fisk- eldi er vænlegra á einum stað en öðrum?“ „I aðalatriðum er það þrennt sem þarf að fara saman: Jarðhiti, nóg af ferskvatni og nálægð við sjó. I þessu sambandi er ástæða til að benda á þann mun sem er á fisk- Einar Tjörvi Elíasson eldi og fiskirækt. Þótt Austfirðirnir séu ekki til fiskeldis fallnir mætti hugsanlega stunda þar fiskirækt. Fiskorækt beinist m.a.að því að koma upp seiðum sem síðan er sleppt svo þau geti spjarað sig sjálf en fiskeldi er í því fólgið að ala fisk- inn þannig að hann verði hæfur til matar. Þessar rannsóknir okkar, sem við erum nú í þann veginn að skila áfangaskýrslu um, miðast við skilyrði til seiðaeldis og við höfum að mestu takmarkað þær við lax- fiska, þ.e. lax og silung.“ „Nú er víðast hvar nóg af vatni, fersku* og heitu, á íslandi. Hvernig þarf það vatn að vera sem hentar til fiskeldis? „Það þarf fyrst og fremst að vera hreint og ómengað, og slíkt vatn er bezt sé það tekið úr bor- holum. Þá er tryggt að jarðlögin eru búin að sía úr því óhreinindi og þá mengunarvalda sem geta spillt fyrir árangri. Það gildir um allt fiskeldi að allt vatn, hvort sem það er ferskvatn eða sjór, verður að vera laust við óhreinindi. í nám- unda við það má hvergi vera gróðrastía gerla eða þörunga og til þess að tryggja hámarksgæði fram- leiðslunnar verður staðurinn að vera laus við mengun. Það eru einmitt þessi atriði sem gera það að verkum að við íslendingar erum betur í stakk búnir en nágrannaþjóðirnar til að stunda fiskeldi með góðum árangri. Þær þjóðir sem hingað til hafa stundað fískeldi með hvað beztum árangri eru Norðmenn, Irar og Skotar, en á hjtt er að líta að það er dýrt fyrir þá að stunda fisk- eldi, miklu dýrara en fyrir okkur Islendinga af því að hjá okkur eru aðstæðurnar svo miklu betri. Það er ástæða til að ætla að það yrðu ekki sízt þessar þjóðir sem mundu sækjast eftir því að kaupa af okkur seiði til að ala síðan þar til þau eru orðin að neyzlufiski. „Hvaða svæði eru það önnur en Öxarfjörður og uppsveitir Suðurlands sem ákjósanleg eru talin samkvæmt þeim niðurstöð- um sem þegar eru fengnar?“ „Svo við förum hringinn í kring- um landið og byijum þá nyrzt og austast, á Oxarfirði þar sem öll frumskilyrði eru fyrir hendi og auk þess ágæt skilyrði til að sleppa fiski á hafbeit, er næst að telja Vestur- Skaftafellssýslu þar sem við leituð- um að ferskvatni og jarðhita. Á þessum slóðum virðist jarðhiti nokkur, víða um 20 gráður, en hins vegar er þar erfitt um ferksvatn- söflun sem í þessu sambandi má ekki vera háð sveiflum. Þegar á heildina er litið voru niðurstöður ekki sem beztar, en þó væri hægt að koma upp fiskeldisstöðvum sumsstaðar á þessu svæði vestan- verðu, t.d. á Snæbýli og þar í grennd. Þá er að líta á Suðurland þar sem jarðhiti er víða mjög mikill. Þótt sjálf hitasvæðin liggi ekki að sjó er hann ekki svo langt undan að erfitt sé um samgöngur, sízt eftir að Óseyrabrúin kemur og Þorláks- Leopardi og Islendingar Mikið var gaman að loksins skyldi einhver Islendingur láta sér annt um minningu skáldjöfursins Giacomo Leopardi, Jónas Hallgrímsson þeirra ítala, eins og Sveinn Einarsson gerir í blaðagrein í Morgunblaðinu þann 13. desember sl. En Leopardi þykir einhver mesti lýríker ítala, að slepptum þeim Dante og Petrarka, auk þess sem hann var merkur hugsuður. Sveinn harmar, að íslendingar skuli hvorki hafa gert sér far um að kynnast ljóðum Leopardis, né að snúa þeim á íslenska tungu, og tek ég auðvitað undir það. En í leiðinni er ekki úr vegi að geta þess, að Leopardi þekkti vel til Islands, sennilega af ferðabók- um, og er hann þurfti á dramtískri persónu að halda til að eiga orð- ræðu við náttúruöflin, dubbaði hann íslending upp í það hlutverk, sjá, eina af „smádæmisögum" hans (Operette Morale) frá 1824, sem ber heitir „Dialogo della Nature e di un Islandese" eða „Samtal ís- lendings við náttúruna". Að vísu endar þetta samtal með ósköpum, því tvö glorhungruð ljón (sic) éta íslendinginn. En Leopardi vill hafa vaðið fyrir neðan sig, því hann bætir við: „Sumir bera brigður á þessa frásögn og halda því fram að brostið hafi á með ofsaroki með- an íslendingurinn mælti sín síðustu orð, vindhviðumar hafi fellt hann og sópað að honum og yfir hann mikið grafhýsi úr sandi, og undir því fargi hafi hann þomað upp og orðið að ágætri múmíu. Síðan fundu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.