Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987
Framleiðum eftir máli
Afgreiðslutími aðeins 1—2 dagar.
DÍltl
m gluggatjöld Suðurlandsbraut 6, Sími: 91 - 8 32 15.
TILVALIN JÓLAGJÖF
Betri lysmg
Falleg hörmun • Framtíðareign
Sovétmaður biðst hælis í Noregi:
Gekk óséður yfir landamærin
Kirkenes. Reuter.
SOVÉZKUR strætisvagnabíl-
stjóri gekk yfir landamæri
Sovétríkjanna og Noregs í Norð-
ASTRALIR gefa út 10 dollara
seðil úr plasti og verður hann
þannig úr garði gerður að hann
getur skipt litum.
Að sögn talsmanns seðlabanka
Astralíu er seðilinn gefinn út í til-
efni þess að á næsta ári eru
tvöhundruð ár liðin frá landnámi
ur-Noregi og bað um pólitískt
hæli þar í landi, að sögn norsku
landamæralögreglunnar.
vestrænna manna. Á annarri hlið
seðilsins verður mynd af fangaskip-
inu, sem flutti fyrstu landnemana
til Ástralíu og hinni teikning eftir
frumbyggja landsins.
Peningurinn verður þannig úr
garði gerður að litur hans breytist
eftir því hvernig á hann er horft,
hvort sjónhornið er stórt eða lítið.
Bílstjórinn er 35 ára að aldri og
var búsettur í Murmansk. Skildi
hann konu sína og börn eftir heima,
ók að landamærunum og gekk yfir
til Noregs á frosinni Pasvik-ánni.
Barði hann að dyrum á norsku
heimili á miðnætti á föstudags-
kvöld, að sögn Inge Torhaug,
yfirmanns norsku landamæralög-
reglunnar í Norður-Noregi.
Torhaug sagði mál flóttamanns-
ins til meðferðar hjá yfirvöldum.
Sagðist hann hafa gefið sovézkum
starfsbróður sínum á landamærun-
um skýrslu. „Hann varð mjög
æstur,“ sagði Torhaug. „Flóttinn
getur átt eftir að hafa alvarlegar
afleiðingar fyrir hann“.
Síðast tókst Sovétmanni að flýja
yfir landamærin í Norðri árið 1979.
Astralía:
Dollaraseðill úr plasti
Sydney. Reuter.
Friðartákn í kosningabaráttu
Kosningar fara fram í Suður-Kóreu í dag. Á
myndinni sést Kim Dae-jung, annar forseta-
frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, sleppa
friðardúfu á kosningafundi í fyrradag. Harka
hefur færst í kosningabaráttuna undanförna
daga og hafa frambjóðendur orðið fyrir aðk-
asti og hótunum. Öryggisgæsla hefur verið
hert í landinu og munu hermenn gæta fram-
bjóðenda og vera við kjörstaði.
BJARNI GUÐNASON
! SÓLSTAFIR
Skáldsaga eftir Bjarna Guðnason prófessor
Sólstafir Bjarna Guönasonar prófessors er stór-
skemmtileg miöaldarsaga og snýst um ástir, auð
og völd. Ungur piltur strýkur að heiman til þess að
hefja ævintýralega og hættulega leit að því sem
allir vilja finna - en'fáum tekst.
Sagan gerist á ólgutímum þegar alþýða manna
bjó við ofurvald klerka og annarra valdsmanna.
Þetta er fyrsta skáldsaga Bjarna Guðnasonar pró-
fessors.
^vortáftvítu
Madrid:
Greiðslu-
kortafals-
arar teknir
Madrid. Reuter.
SPÆNSKA og franska lögreglan
hafa komið upp um alþjóðlegan
glæpahring, sem á þessu ári að-
eins hefur svikið út 25 milljónir
dollara i Frakklandi með fölsuð-
um greiðslukortum.
í yfirlýsingu spænsku lögreglunn-
ar sagði, að rúmlega 40 manns hefðu
verið handteknir um síðustu helgi í
samræmdum aðgerðum lögregluyfir-
valda í Frakklandi og Spáni. „Einn
mesti glæpahringur í Evrópu hefur
verið brotinn á bak aftur,“ sagði í
yfirlýsingunni.
Aðgerðimar hófust í Madrid sl.
fostudag með handtöku Frakkans
Jean Claude Casteror, „Plastkóngs-
ins“, sem svo er kallaður, og fimm
annarra manna og á sama tíma lét
franska lögreglan til skarar skríða í
París, Marseille og Perpignan. Voru
höfuðstöðvar glæpaflokksins í
Madrid og þar fundust prentvélar og
alls konar búnaður auk 1.000 fals-
aðra korta.