Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 68 Afmæliskveðja: Engilbert Guðmunds- son á Hallsstöðum ísafjarðardjúp var oft nefnt „Gullkistan" hér áður.fyrr. Var það m.a. vegna þess, hve vel Djúpið gaf af sér til matar fyrir fólk, bæði físk, fugl og sel. — Sagnir frá 18. öld herma, að við ísafjarðardjúp hafí fólk komist bærilega af meðan mannfellir var víða annars staðar um landið. Það þætti ekki góður kostur í dag fyrir ungt fólk, að koma sér fyrir á lítilli eyri við ósa jökulár, með kalda tungu Drangajökuls laf- andi niður í Kaldalón. Þama var þó oft hlýtt yfír sumartímann og sjóbleikjan læddi sér fram ipeð eyr- inni, inn í Mórillu og þverár hennar. Byggð hefur verið á Lónseyri um aldir þó nú sé komið í eyði fyrir nokkru og fram á þennan dag í eigu sömu ættar á þriðju öld ... Það þótti því sjálfsagður hlutur árið 1890, þegar Guðmundur Engil- bertsson tók við búi af föður sínum, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Jens- dóttur. Hún átti fyrir 2 böm, en fyrri manninn missti hún í sjóinn. Þau Guðmundur og Sigríður eign- uðust 11 böm. Ellefta og síðasta bam þeirra fæddist á Lónseyri þann 16. desember 1912. Það var dreng- ur og hlaut hann nafnið Engilbert. Engilbert Guðmundsson sleit bamsskónum á Lónseyri. Hann hef- ur trúlega snemma lært að umgangast margbfeytilega náttúm Kaldalóns, hina hlýju og litríku ásjónu þess að sumarlagi og síðan kuldalegt yfírbragð vetrarins. Um- gengni hans síðar á æfinni við öll dýr, hvort sem villt vom eða hús- dýr, merkti ýmsa þá uppeldisþætti sem í heiðri hafa verið hafðir á Lónseyri. — Ég minnist þess oft, er ég hafði nú fengið bflpróf og kom akandi heim að Hallsstöðum; skýrði ég þessum veiðimanni og skyttu frá því að ég hefðj nærri náð að aka yfír tófu inni í Isafirði. Hann þagði við en sagði svo: „Gylfí minn, þú mátt aldrei reyna að aka yfír nokkra skepnu, tófan á sinn tilvemrétt og ljótur hlutur að skaða hana með þessum hætti." Trúlegt er að oft hafí verið þröngur kosturinn á Lónseyri, mörg bömin og allir að- drættir með versta móti. Fólkið á eyrinni varð að sníða sér stakk eft- ir vexti, vinna margt heima sem ékki var hægt að borga fyrir ann- ars staðar. Peningamir ultu nú ekki ofan úr hlíðinni. — Snemma bar á að Engilbert var verklaginn og fór vel með byssu. Eldri systkini hans hlutu sína skólagöngu að þeirra tíma hætti í héraði eða vom send á námskeið á Isafjörð. Á fyrri hluta fjórða áratugarins varð mikil bylting í menntunarmál- um við ísafjarðardjúp, er Héraðs- skólinn í Reykjanesi var stofnsettur. — Ráðist var í að' senda Engilbert á þennan skóla. Það kostaði meirí peninga en heimilið hafði jafnvel ráð á, en hann var verklaginn og greindur. Það vom hans eldri systk- ini einnig, en þau áttu ekki kost á þessum skóla þá. Jens á Lónseyri mun hafa stutt þessa skólagöngu bróður síns með ráðum og dáð. Skólaár hans vom árin 1936 og 1937, þrír mánuðir hvom vetur. Sagt er að menntun hans hafí verið með ólíkindum eftir þessa skóla- göngu. Eftir 1940 hóf Engilbert búskap á Lónseyri, móti Jens bróður sínum. Áður hafði hann stundað sjóróðra og einnig verið um tíma að Auðnum á Vatnsleysuströnd hjá Kolbeini Guðmundssyni bróður sínum. Sennilega hefur þeim Lónseyrar- bræðmm Jens og Engilbert orðið fljótlega ljóst, að þessi litla eyri mundi ekki bera tvo þess athafna- menn um framtíð, enda um það leyti miklar breytingar i landbúnaði og lifnaðarháttum fólks, frá því sem áður var. Engilbert leitaði eftir öðm jarðnæði og festi kaup á jörðinni Hallsstöðum í Nauteyrarhreppi, innar við ísafjarðardjúp. Síðar fékk Jens jarðnæði í Bæjum á Snæfjalla- strönd, keypti þá jörð og situr hana enn. Þá lagðist Lónseyri í eyði, en hvert fótmál þar á langa sögu gegn um aldir. Þeir Lónseyrarbræður gáfu hvor öðmm stuðning og gera enn. Þann 20. júní 1945 rann upp fögur morgunstund við ísafjarðar- djúp. Það var blankalogn og sól skein í heiði. Þennan dag hafði Engilbert á Lónseyri vaiið til að flytjast búferlum að Hallsstöðum. Að vanda hafði hann íhugað málin vel, undirbúið ferðina af kostgæfni og skipulagt alla þætti málsins. Hann hafði fengið Kjartan Hall- dórsson frá Bæjum til Lónseyrar með trillu og á henni var öll búslóð- in flutt að Hallsstöðum. Hannhafði einnig ráðið systur sína, Ólafíu Guðmundsdóttur, til að standa fyrir búi á Hallsstöðum um sinn. Þennan sama dag lagði hún upp frá Lóns- eyri á hestum og hafði sér til aðstoðar ungan pilt, Ragnar Sig- urðsson að nafni. Hennar hlutverk var að koma tveimur kúm þeirra Engilberts að Hallsstöðum frá Lónseyri. Á þeim tíma var langur vegur frá Lónseyri að Hallsstöðum. Hún rak kýmar inn Kaldalón og jrfír leimmar trúlega á fjöm. Lónið skartaði sínu fegursta í júnísólinni ogjafnvel jökultungan hefur brosað sínu fegursta til ungu konunnar, er hún reið yfír Kaldalón með drenginn og kýmar. Það hefur ver- ið söknuður hjá kúnum að yfírgefa Lónseyrina sína og fara á vit hins ókunna, en enginn veit hvað unga konan hugs,aði, sem bar ábyrgð á þessum flutningi frá æskustöðvun- um á vit hins ókunna. — Trúlega hefur hún áð í Kaldalóni, síðan fór hún framhjá Armúla, Melgraseyri, Hamri og þegar hún kom með drenginn og kýmar inn af Vatna- hjallanum sá hún yfír bæinn við voginn. Bærinn var tvflyft timbur- hús, byggt af Höskuldi Jónssyni bónda á Hallsstöðum, yfírsmiður var Valdimar. Húsið var orðið gam- alt og lúið, en bar sig vel. Flagg- stöng var á norðurkvisti og þar var flaggað, er Sveinn Bjömsson for- seti Islands heimsótti Isafjarðardjúp á skipi. Utihús vom úr torfí og timbri, gömul og illa á sig komin. Túnið lítið en afgirt, fegurð og frið- ur hvfldi yfír umhverfinu. Er Olafía kom heim að bænum með sitt föm- neyti, tók á móti henni ungur drengur, Rafn Vigfússon að nafni. Hann hafði dvalið hjá hálfsystur sinni, Emilíu Vigfúsdóttur, og Jak- ob Jónssyni á Hallsstöðum um árabil. Þau seldu Engilbert jörðina. Þama hitti Ólafía fyrir fyrsta drenginn sem hún ól upp. Þeir urðu þrír, sem hún og Engilbert gengu í foreldrastað, fyrir utan tugi bama sem hjá þeim hafa verið um skemmri og lengri tíma. Ólafía yfírgaf aldrei Hallsstaði. Engilbert heyjaði um sumarið og allt slegið með orfi og ljá. Um haustið var féð rekið frá Lónseyri inn að Hallsstöðum. Seint um haus- tið datt niður þakið á fjárhúsum inni á hól. Hann lagaði þakið, en þetta var fyrirboði til hans hver hans verkefni yrðu um framtíð. Næsta sumar fékk hann sé hesta- sláttuvél. Síðan hófust verkefnin, hvert á fætur öðm. Tún vom stækk- uð, öll útihús byggð að nýju og flutt í nýtt íbúðarhús fyrir jólin 1963. Hann var yfirsmiður að öllum sínum byggingum. Hann lagði víða hönd á plóginn við húsasmíði í sínu hér- aði gegnum árin, m.a. yfirsmiður að íbúðarhúsinu á Hamri og lagði hönd að bryggjusmíði á Amgerðar- eyri. Árið 1948 um vorið ákváðu þau Ólafía og Engilbert að taka í upp- fóstur annan dreng. Þau hafa trúlega fundið að aðstaða þeirra og umhverfí kynni að gefa ekki síðri uppvaxtarskilyrði en annars staðar. — Svanfríður, amma mín, valdi mér þennan stað til að vera á. Ég var fjögurra ára gamall er ég fór um borð í Fagranesið á Isafírði. Hann Láki kokkur passaði mig á leiðinni inn í Djúp. Það var kallað að fara til vandalausra. Ég man enn veðrið, er djúpbáturinn kom að Hallsstöð- um. Það var sól, en árabáturinn valt svolítið sem kom frá landi. Þeir settu mjólkurbrúsa upp i Fagranesið og aðra niður í árabát- inn. Svo var mér lyft upp út fyrir borðstokkinn. Ég fann traustar hendur taka við mér úr árabátnum og ég var settur aftur í skut. Þetta voru hendur Engilberts á Hallsstöð- um. Er í land kom tók ég vörubflinn minn og dró hann upp tröðina heim að bænum. Þama fann ég fljótt til öryggiskenndar og hefí haldið henni síðan. Ég óx úr grasi og fylgdist grannt með breytingum í búrekstrinum. Eitt sumarið hætti hann að nota hesta fyrir hestasláttuvélina og það kom gömul Ford dráttarvél frá hon- um Kolbeini á Auðnum að Halls- stöðum. Hún var í fínu lagi og dró hestasláttuvélina með einhvem sumarstrák á sláttuvélinni, en Eng- ilbert stjómaði dráttarvélinni. Svo fékk hann sér jeppa og það var keypt sérfín sláttuvél við hann. Svo kom Massey Ferguson og hann fékk viðeigandi sláttubúnað við hliðina á sér. Síðan kom stór Ford dráttarvél með húsi, þurrku og miðstöð og aftan í hana eitthvað það alfínasta sem gildir enn þann dag í dag, ein- hver þyrla. Ég man, að hann var alla tíð að lagfæra og gera við tækin sín. Hann fylgdist greinilega vel með framþróun í sínum rekstri, en ætl- aði sér aldrei um of. Búið var aldrei stórt, en það var hagkvæmt og vel rekið. Árið 1960 í september kom enn einn drengur að Hallsstöðum. Hann var þriggja mánaða gamall, í fylgd með honum var móðir hans og hún Mumma hans Jens í Bæjum. — Hann varð eftir í umsjá Ólafíu og Engilberts. Hann heitir Reynir Hveragerði: Smíðar barna- leikföng og selur Hveragferði. Leikfangaverslunin Barnagull var nýlega opnuð á Lyngheiði 12 í Hveragerði. Eigandi verslun- arinnar er Auður Oddgeirsdóttir húsgagnasmiður, sem smíðar flest leikföngin sjálf úr ýmsum viðartegundum. Auður er borin og barnfæddur Hvergerðingur, ein af mörgum bömum þeirra hjóna, Geirlaugar og Oddgeirs Ottesen. Fréttaritari leit inn til Auðar í nýju búðina og spurði hana hvort hún hefði lengi fengist við smíðar? „Ég fór í húsasmíðanám og einnig lærði ég húsgagnasmíði og lauk sveinsprófí árið 1984. Síðan fór ég í læri til Halldórs Bachmann húsa- meistara og hef unnið við húsasmíð- ar síðan,“ sagði Auður. „Fyrir ijórum árum byijaði ég að smíða dúkkurúm, aðallega fyrir bama- heimili. Síðan hef ég verið að bæta við fleiri gerðum af leikföngum og hef nú til sölu tvær gerðir af dúkku- rúmum í þrem stærðum með rúmfötum, litríka vörubíla með hreyfanlegum palli og þann stærri er hægt að draga á eftir sér. Einn- ig er ég með fallega brúðuvagna í umboðssölu. Allt eru þetta sterk leikföng unnin úr tré og þola mikið hnjask." Fréttaritari spurði Auði því næst hvor hún hefði hugsað sér að leggja þessa framleiðslu fyrir sig í framtíð- inni? „Já, hvern dreymir ekki um að gefa bami sinu endingargóð og vönduð leikföng. Markmið mitt er að láta þann draum rætast. Ég mun bæta við fleiri gerðum og reyna að hafa eitthvað við sem flestra hæfí. Þess vegna opnaði ég nú fyrir jólin smáverslun á heimili mínu á Lyng- heiði 12, til að gefa fólki tækifæri til að sjá og nálgast þessa fram- Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Auður Oddgeirsdóttir húsgagnasmiður heldur hér á leikfangabíl sem hún hefur smíðað. ! hillunum má sjá hluta þeirra leikfanga sem hún hefur smíðað og selur í verslun sinni. leiðslu mína,“ sagði Auður að lokum. Auður verður á markaðstorginu í Austurstræti í Reykjavík dagana 18.-22. desember nk. til að gefa Reykvíkingum möguleika á að sjá smíðisgripina. — Sigrún Snædal Magnússon. Þetta var þriðji drengurinn, sem þau tóku til fóst- urs og hann er enn í foreldrahúsum. Það er mikil vandaverk að taka að sér uppeldi bama, ekki síst þeg- ar um annarra böm er að ræða. Hallsstaðaheimilið hefur tekið að sér þetta hlutverk í ríkum mæli, bæði til skemmri og lengri tíma. Það mætti vera umhugsunarefni ýmsum, sem ekki sjá fram fyrir nefíð á sér. Á þeim tímamótum, er mönnum verður ljóst að þeir eiga 75 ár að baki, er eðlilegt að þeir rifji upp allar sínar athafnir og gjörðir á æfíferlinum. Engilbert Guðmunds- son á Hallsstöðum stendur frammi fyrir því, að eiga fjölda vina í þeim strákum sem hann hefur verið sam- ferða við Djúpið. Hann hefur haldið jörð sinni vel við, í hans umsjá hefur jörðin orðið að dýrgrip. Sumir aðrir gera jarðir sínar að engu. Það var harkalegt, er hann síðastliðið vor missti fjóra fíngur af hægri hendi í slysi. Hann átti það ekki skilið, og enginn skildi hvers vegna slysið varð. Hann held- ur áfram búskap, en kýrnar varð að leiða úr fjósinu, sennilega í fyrsta sinn í sögu Hallsstaða um margra alda skeið. Ein kýr er þó eftir og mjólkar vel. Engilbert Guðmundsson hefur verið í hreppsnefnd Nauteyrar- hrepps í 16 ár. Hann gaf ekki kost á sér við síðustu kosningar. Hann hafði áhuga á að fískeldi mætti komast á legg í hans landareign og eru tilraunir í þá átt komnar vel á veg. Tómstundir hans hafa oft og tíðum verið landsiagsmálun og ljóðagerð. Á jmgri árum málaði hann, en á efrí árum yrkir hann. Hann hafði einnig gaman af að spila, en það fór með hægri hönd- inni. Vísnagerðina tekur enginn af honum og hann vélritar vísurnar upp með vinstri hönd. Hann hefur harðbannað mér að birta sínar vísur á prenti, en ég tek mér bessaleyjí. Árið 1985 orti hann um alla bæi í Nauteyrarhreppi sem í byggð voru. Síðan tók hann fyrir eyðibæina. Mér fínnst við hæfí að iaumast ofurlítið í þennan brunn hans og hnupla hér visu sem skráð er í „Bæjartali" varðandi hans eigin bæ. Hallsstaðir fyrr í öilu falii fengu nafn af Landnáms-Halli en Þórhallur því staðinn kailar þama svo, að landi hailar. Fyrir hönd okkar þriggja, fóstur- sona þinna, 'Engilbert, sendi ég kveðjur og hamingjuóskir á þessum merka æfiáfanga er þú verður 75 ára í dag. — Meðfram okkar óskum koma kveðjur frá öllu því unga fólki sem hefur verið ykkur Lóu sam- vista gegn um tíðina á Hallsstöðum. Mosfellssveit í desember 1987, Gylfi Guðjónsson. Ævisaga Karenar Blixen ÍSAFOLD hefur gefið út bók- ina Karen Blixen ævisaga eftir Parmeniu Migel í þýðingu Arn- heiðar Sigurðardóttur og Eyglóar Guðmundsdóttur. I kynningu útgefanda segir, að bókin fjalli um líf skáldkonunnar, gleði og sorgir, og byggir á við- tölum við skáldkonuna sjálfa og samferðarmenn hennar, en Parm- enia Migel hafi verið góð vinkona Karenar Blixen. ísafold hefur áður gefið út tvær bækur Karenar Blixen, Vetraræv- intýr og síðustu sögur og koma þær nú út að nýju í kiljuformi. Karen Blixen ævísaga er inn- bundin og 302 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.