Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 21 Af stúlkunni Ayla Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jean M. Auel: Dalur hestanna. Skáldsaga um bðrn jarðar Útg. Vaka Helgafelli 1987 Þýð. Asgeir Ingólfsson og Bjarni Gunnarsson Hér tekur við að segja sögu stúlk- unnar Ayly, sem hafði orðið viðskila við ættstofn sinn og elst upp hjá Þjóð bjamarins mikla. Hún hefur verið rekin á braut þar eð hún brýt- ur ÖU lög, skráð sem óskráð. Einfaldlega með því að vera öðruví- si. Þroski hennar er annar, þegar þeir staðna og komast ekki lengra á sinni braut, heldur hún áfram að þroskast. Og því er hún eiginlega dáin og verður að leggja af stað og það vakir fyrir henni að fara að ráðum fóstm sinnar og reyna að komast aftur til síns ættstofns, sem hún af einhverjum ástæðum skildist frá nokkurra ára gömul. Ayla heldur af stað, litla soninn sinn hefur hún orðið að.skilja eftir, en þrautseigja hennar og útsjónar- semi hjálpar henni. Á ferðinni lendir hún í að kljást við margs konar vandamál, til þess eins að lifa af, og Jean M. Auel lýsir því mjög skemmtilega, en þótt maðurinn verði að takast á við erfíðleika til að yfírstíga þá og læra eitthvað nýtt, lá nú við mér fyndist Ayla vera einum of snjöll. Loks kemst hún í Dal hestanna og ákveður að vera þar hríð. Hún veiðir sér til matar, en einmitt það hafði meðal annars átt þátt í að hún var gerð brottræk frá þjóð bjamarins. Hún tekur að sér lítið folald og seinna ljónsunga, og það er fróðlegt að lesa um það, hvemig hún lærir smátt og smátt að nota hestinn, sem hún hafí ekki kynnzt áður. Bæði til að láta hann draga birgðar og fara á honum á veiðam- ar. En einsemdin nagar hana, ljóns- ungi og hross koma ekki í staðinn fyrir samneyti við mennskar vemr. Þó slær hún einlægt á frest brott- för sinni úr dalnum. Víðs ijarri Dal hestanna em bræðumir Jondalar og Thonolan á Ferðalaginu. Þeir em af sama ætt- stofni og Ayla. Jondalar er greini- Jean M. Auel lega kvennagullið á heimaslóðum sem annars staðar, en hann hefur aldrei orðið ástfanginn og er hann þó flestum öðmm snjallari að gefa konum sælugjöfína. Þær bræður ferðast lengi og lenda vitanlega í ýmsum mannraunum. Þeir kynnast til að mynda flathöfðunum eða Neanderdalsmanninum, sem þeirra ættbálkur hefur á óskipta fyrirlitn- ingu og lítur á sem dýr. En eftir að Thonolan hefur misst konu sína, sem hann gengur að eiga í ferðinni, ákveða þeir bræður að snúa heim á leið. En þeir verða fyrir árás ljóns Aylu og Thonolan deyr, en stúlkunni tekst að koma Jondalar heim í helli sinn og hjúkra honum, en hún hafði lært heilmikið um lækningar hjá þjóð bjamarins. Það er öldungis út í bláinn að rekja söguþráðinn í þessari stóm bók, sem er yfír 500 blaðsíður. Hún er uppfull af læsilegum fróðleik og heldur áhuga manns föngnum. Mér fannst frásögnin af vem Aylu í Dal hestanna of langdregin, jafnvel þótt Auel skyti inn kafla og kafla úr ferðalagi bræðranna. Niðurlag- skaflarnir um þau Aylu og Jondalar, og erfiðleikana sem koma upp milli þeirra varðandi tjáskiptin og öll al- menn skipti vom oft fallegir, en lopinn teygður um of. Ég hef ekki lesið bókina á fmm- málinu, en þýðing Ásgeirs Ingólfs- sonar og Bjama Gunnarssonar er vel gerð og á þjálu og auðugu máli.EP HALLIOG RÚNA Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Marinó L. Stefánsson. Káputeikning og myndir: Krist- inn G. Jóhannsson. Prentverk: Dagsprent hf. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg. Marinó er einn þessara hlýju höfunda, höndinni sem um pennann heldur er stýrt af huga barmafullum af lotningu og þökk til lífsins fyrir bömin sem fæðast, og af löngun til þess að verða þeim að liði í klifi upp móti þroska. Efnivið í sögur sínar sækir hann því í það sem göfgar og bætir. Hann veit, að lífið er gert úr ljósi og skuggum, því leynir ekki bami, lætur þetta tvennt takast á, og ljósið sigrar. Hér segir frá systkinum tveim, Sigrúnu og Halldóri, Rúnu og Halla. Þau em bæjarbörn, sem bæði hafa kynnst hættum umferðarinnar, hún gleymt sér við strætisvagn, hann á hlaupum eftir bolta. Foreldramir bregða á það ráð að flytjast upp í sveit, að Fjalli. Þar bíða barnanna fyrst sæludagar í faðmi náttúmnn- ar, frelsi og unaður, sem þau þekktu ekki fyrr. En þar bíður þeirra líka sorgin, foreldrar þeirra, blessuð, farast í snjóflóði. Móti bömunum breiða hjónin á Gili, þau Lauga og Óli, kærleiksfaðma, og hjá þeim ná bömin gleði sinni á ný, reynast myndarböm bæði á heimili og í skóla. En ekki geta þau búið börnin, og fjárhaldsmaður þeirra telur rétt- Marinó L. Stefánsson ast að selja arf þeirra, þau gerist bæjarböm á ný. Víst er bömunum þetta sárt í fyrstu, en í bænum bíður frændfólk í varpa, sem líka kann að elska, eins og þau Óli og Lauga. Á vetmm skulu bömin njóta skóla bæjarins, á summm sælu sveitar- innar. Marinó varar lesendur sína við nautnalyfjum, bendir á gleði þeirra sem leggja- sig fram við nám og vinnu. Stíllinn er agaður stíll kennar- ans, málið tært og fagurt. Myndir Kristins em meistaralega gerðar, og því mikil bókarprýði. Próförk vel lesin, varla dregur ein villa, á síðu 12, úr þeim dómi. Hafi útgáfan því þökk fyrir hugljúfa bók. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík Jólabarnaskemmtun Jólabarnaskemmtunsjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldin sunnudaginn 20. desember nk. í Sjálfstæðishúsinu Valhöllki. 15.00-17.00. Hljómsveit Ólafs Gauks skemmtir og jólasveinar koma í heimsókn. Kaffiveitingar og smákökur. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að Qölmenna með bömin. Miðaverð kr. 400,- fyrir fullorðna, en frítt fyrir böm. Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík. Nú ersviti ekkert vandamál lengur! einkaumboðáíslandi: La^xmann frá MENNEN SKÚLAGÖTU 32-34 - SlMI: 2 25 55 - PÓSTHÓLF 834 - 121 REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.