Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 61 Rauða kross-húsið hjálparstöð fyrir börn og ungmenni Rauða kross-húsið við Tjarnargötu. eftir Önnu Þrúði Þorkelsdóttur Rauða kross-húsið, hjálparstöð fyrir böm og unglinga, á tveggja ára starfsafmæli um þessar mundir. A aðalfundi Rauða kross Islands vorið 1985 var samþykkt að taka sérstaklega til athugunar með hvaða móti Rauði krossinn gæti orðið að liði í baráttunni gegn fíkniefna- neyslu ungmenna og komið þeim til hjálpar sem þegar hefðu ánetjast, einnig aðstandendum þeirra, og hefja þegar þær aðgerðir sem teld- ust brýnastar, enda stendur í 3. grein í stefnuskrá RKÍ að stuðla skuli að bættum uppeldis- og þroskaskilyrð- um barna og unglinga. í framhaldi af þessu var myndað- ur vinnuhópur sem fulltnáar 8 deilda á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni skipuðu að viðbættum fulltrúa frá aðalskrifstofu og stjórn RKÍ. Á fyrsta fundi vinnuhópsins var kosin fjögurra manna framkvæmda- nefnd sem þegar í stað hafði samband við fjölmarga aðila og full- trúa stofnana og hélt fundi með þeim sem þegar unnu að slíkum málum til þess að fá sem gleggsta mynd af því sem gert var og hvar væri mest þörf úrbóta. Tvö stór verkefni töldust einkum standa eftir, enda hvorki ódýr eða auðveld, það voru neyðarathvarf, hjálparstöð eins og ( var ráðist og langtíma enduruppeldisheimili fyrir tiltölulega fáa en illa fama unga vímuefnaneytendur sem vegna æsku sinnar töldust ekki eiga samleið í meðferð með fullorðnum. Rauði krossinn varð til á vígvelli þegar reynt var að stöðva blæðingar og bjarga lífi særðra hermanna án þess að nafn þeirra eða þjóðerni skipti máli. Þannig ákváðu hinar 8 deildir Rauða kross íslands að vinna á sama hátt á vígvelli nútímans, áfengis- og vímuefnaofneyslu sem margt ungmennið hefur hlotið sár af, nokkur aðeíns skrámur, önnur svöðusár og enn þau sem til ólífis hafa særst. Ákveðið var að snerta kviku vandamála þessara ungmenna, láta sér ekki nægja að ræða um vand- ann, halda ráðstefnur eða senda út ályktanir, t.d. um að ofneysla áfeng- is og annarra vímuefna væri talin óholl, ofbeldi, flækingur og heimilis- leysi ekki talið vsðnlegt til góðrar framtíðar. Mannúðarstefna Rauða krossins er rauði þráðurinn í þessu starfi sem og öðru hjá félaginu. Þann 14. des. 1985 var opnuð Hjálparstöð RKÍ sem nú gengur undir nafninu Rauða kross-húsið á Tjarnargötu 35, í hús- næði sem Reykjavíkurborg góðfús- lega leigir félaginu gegn lágri greiðslu. Rauða kross-húsið er opið allan sólarhringinn alla daga fyrir böm og unglinga að 18 ára aldri. Þangað geta þau komið að eigin frumkvæði eða eftir ábendingum án fyrirvara. Þar fá ungmennin aðhlynningu, mat, aðstöðu til hreinlætis og svefns og verða að skilgreina vanda sinn og vilja til úrbóta. Þeim er bent á þær leiðir sem til eru og studd til sjálfshjálpar. Gestir eru nákvæm- lega skráðir svo sem aldur, kyn, ástæða fyrir komu, neysla vímuefna, fjölskylduaðstæður, skóli, vjnna, en án riafns. Úttekt á starfi Rauða krosshúss- ins hefur verið gerð af sálfræðinem- um í Háskóla Islands undir stjóm dr. Eiríks Amar Amarsonar og tölvufærð. Fyrsta starfsárið var hugsað sem könnun á þörf slikrar hjálparstöðvar en það leiddi í ljós að hún var svo mikil að ákveðið var að halda rekstrinum áfram og bæta við sérstakri símaþjónustu fyrir börn í vanda. Stjóm Rauða kross-hússins er í höndum sjálfboðaliða en for- stöðumaður og annað starfsfólk er launað. . í bamasímann svara vel menntað- ir sjálfboðaliðar sem auk þess eru á stuttu námskeiði áður en þeir heíja starf. Um 260 gestir hafa gist hjálpar- stöðina um lengri eða skemmri tíma frá upphafi starfsins, auk þess hafa margir komið aðeins i stuttar heim- sóknir til ráðgjafar. 400 símtöl éru skráð frá börnum síðan barnasíminn var opnaður fyrir rúmum 9 mán. Nú spyr e.t.v. einhver, hvað kostar svona rekstur og hver borgar? Sam- starfsdeildirnar 8 hafa greitt rekstur Rauða kross-hússins með styrk úr ríkissjóði 1987, einnig hafa ótal ein- staklingar og félagasamtök lagt okkur lið með matar- og húsbúnað- argjöfum, má þá fyrir utan einstakl- inga t.d. nefna Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Raucfe krossins, Hvítabandskonur, Soroptimista, Lio- nessur og nú síðast Thorvaldsen- konur. Þökk sé þeim öllum. Starfsfólk, sem flest er kennarar eða uppeldisráðgjafar, er í lág- marki, aðeins einn á vakt, en gestim- ir sjálfir og'sjálfboðaliðar RKÍ veita aðstoð. Kostnaður af rekstri hjálpar- stöðvarinnar svarar u.þ.b. til einu og hálfu rúmi á sjúkrahúsi í árs- rekstri. Á tímamótum, tveggja ára af- mæli, er horft um öxl. Höfum við gengið til góðs? Það er einnig horft fram á við. Eigum við að halda áfram? Hvað getum við gert betur? Hvemig getum við tryggt áfram- haldandi rekstur þessarar sérstæðu hjálparstöðvar sem vakið hefur at- hygli utan lands sem innan. Það er gott að vita til þess að enginn ungl- ingur þarf að liggja úti eða hnupla sér fyrir mat ef verulega kreppir að og það er gott að vita að þeir sem búa við ofbeldi og vonlausar heimil- isástæður geta flúið til okkar og þeir sem eru á valdi vímuefnaneyslu og öllu sem þvi fylgir geta fengið hvatningu og styrk til að leita úr- Anna Þrúður Þorkelsdóttir „Við Rauða kross-fólk getum því miður ekki bjargað öllum ung- mennum í vanda en áreiðanlega einhverj- um, mörgum hjálpað til sjálfshjálpar, en sýnt öllum sem til okkar leita mannúð í anda Rauða krossins og kær- leika sem margir okkar gesta hafa haft lítil kynni af ræða og þeir sem hafa engan fullorð- inn ættingja eða vin til að tala við í einlægni og leita ráða hjá geta r hringt eða komið til okkar. Ungmenni eru tilfinningarík og bráðlát og vandann ber ekki ætíð að höndum milli kl. níu og fimm, þess vegna erum við ætíð til viðtals. Við Rauða kross-fólk getum þvf miður ekki bjargað öllum ungmenn- um í vanda en áreiðanlega einhveij- um, mörgum hjálpað til sjálfshjálpar, en sýnt öllum sem til okkar leita mannúð í anda Rauða krossins og^ kærleika sem margir okkar gesta hafa haft lítil kynni af. Höfundur er deildarstjóri ífélaga- starfialdraðra l\já Reykjavikur- borg, formaður stjórnar Rauða kross-hússins og varaformaður Rauða kross íslands. j v> teV8t ' m ■atv ys»' Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-71 200 - er birgðamiðstöðin ykkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.