Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Sjónleikarfélagið 1 Þórshöfn: Islenskur leiksljóri æfir afmælisleikritið Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaösins. HAVNAR Sjónleikarfelag í Þórs- höfn verður 70 ára 10. febrúar næstkomandi. í tilefni af því æfa nú leikarar félagsins nýtt leikrit eftir Minu Reinert fra Norðra- dali, undir stjórn Brynju Bene- diktsdóttur, leikstjóra. Afmælisdagsskráin er þannig fram sett að hún sýni sögu félagsins frá upphafi og til dagsins í dag en einnig þótti viðeigandi að sýna nýtt leikrit af þessu tilefni. Því var Mina fengin til að skrifa þetta leikrit sem hún kallar Stjömubarnið. Það verður frumsýnt seinni hlutann í febrúar. Mina Reinert hefur áður skrifað mörg út'varpsleikrit en þetta er fyrsta verk hennar sem skrifað er meðleikhús í huga. Brynja Bened- iktsdóttir var svo fengin til að leikstýra verkinu og nýtur hún að- stoðar Elinar Mouritsen. Æfingar hófust í síðustu viku með þátttöku 10-12 leikara. Auk þessa æfir nú leikfélagsfólk sérstakt jólaverkefni sem kallast Leikhúsjól, þar sem er sungið, dans- að og sprellað í tilefni jólanna. Það er því greinilega engin ellimörk að finna á starfi þessa 70 ára leikfélags. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. * Skipholt 1 -38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Fornaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd SELTJNES Hrólfsskálavör UTHVERFI Kirkjuteigur MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur 4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. Morfrunblaðið/Bjaml Almenna bókafélagið hefur hafið útgáfu á hljóðsnældum með íslensku efni. Efst til vinstri má sjá þær þijár snældur sem þegar eru komnar út: Afasögur, Afburðaþjónusta og Slakaðu á. Njála er svo væntan- leg á tíu snældum. Neðst til hægri má sjá örlítið brot af hljóðsnældum með erlendu efni, sem er á boðstólum í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Almenna bókafélagið: Njála gefin út á snældum ALMENNA bókafélagið hefur nú hafið útgáfu á hljóðsnældum tii viðbótar hinni hefðbundnu bókaútgáfu félagsins. Tii að byrja með verður útgáfan miðuð við fjóra efnisflokka: skáldsögur, barnaefni, viðskiptaefni og sjálfshjálparnámskeið af ýmsu tagi. í flokki skáldsagna verður riðið á vaðið með útgáfu á Njáiu og geyma hljóðsnældurnar þessa bókmenntaperlu i upplestri Ein- ars Ólafs Sveinssonar prófess- ors. Upptakan var gerð af Ríkisútvarpinu árið 1973. Kristján Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Almenna bókafélags- ins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að ákveðið hefði verið að ráðast í skipulagða útgáfu af þessu tagi með hliðsjón af þeim góðu við- tökum sem sambærilegt efni frá Bandaríkjunum hefði hlotið meðal fólks. „Við tókum eftir því fyrir nokkrum árum að það var farið að fjalla mikið um hljóðsnældur sem sterka hliðargrein við bókaútgáfu og útgáfa á hvers konar efni á snældum var í örum vexti í Banda- ríkjunum. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar ákvað þá að bjóða upp á fjölbreytt úi-val af banda- rískum snældum og það kom strax í ljós að viðbrögðin hér heima voru mjög sterk og sala á þessum inn- fluttu snældum hefur gengið mjög vel. Þetta leiddi til þess að við fórum hugsa um hvort ekki væri tímabært að hefja skipulagða útgáfu á íslensku efni og niðurstaðan varð sú að ákveðið var að býija á þessurrí fjórum flokkum," sagði Kristján. Hann sagði að í ljósi reynslunnar af erlendu snældunum hefði verið ákveðið að miða útgáfuna við þessa fjóra efnisflokka, það er skáldsög- ur, barnaefni og einskonar nám- skeið, sem tengjast viðskiptalífinu annars vegar og svokallaðri sjálfs- hjálp hins vegar. Fýrsta snældan úr síðastnefnda flokknum inniheld- ur leiðbeiningar um slökun í umsjón dr. Eiríks Arnar Arnarsonar, sál- fræðings. Viðskiptasnældan ber heitið „Afburðaþjónusta", í saman- tekt Bjarna Sigtryggssonar og á barnasnældunni „Afasögur" fara sex (slenskir afar með uppáhalds- söguna sína, en þeir eru Eiríkur Hreinn Finnbogason, Gunnlaugur Þórðarson, Ólafur Skúlason, Róbert Amfinnsson, Valur Arnþórsson og Þórarinn Guðnason. Á næstu dög- um er svo von á Njálu, sem verður gefin út á tíu hljóðsnældum í sér- stökum pakka. „Ástæðurnar fyrir því að sala á hljóðsnældum hefur orðið svona góð í bókaverslunum held ég að séu einkym tvær," sagði Kristján enn- fremur. „í fyrsta lagi er það stóraukin almenningseign á kasettutækjum og má í því sam- bandi benda á að nú er ekki framleitt útvarpstæki í bíla nema með slíkum útbúnaði. í öðru lagi þykir mönnum þægilegt að geta valið sér sitt eigið útvarpsefni og hlustað á það nánast hvar og hve- nær sem er.“ Mun fleiri ferða- menn en í fyrra ALLS komu 257.404 farþegar 20.000 fleiri en í fyrra, en það til íslands með skipum og flug- . er 16% aukning. véium frá áramótum til nóvemb- „Ástæðan fyrir þessarri aukn- erloka í ár, en það er um 50.000 ingu er að stórum hluta sú kynn- fleiri en á sama tíma í fyrra. ingar- og sölustarfsemi sem Þar af voru íslendingar rúm ferðaskrifstofur og flugfélögin 132.000, eða um 30.000 fleiri en hafa stundað," sagði Kjartan Lár- í fyrra, sem er tæplega 23% usson, forstjóri Ferðaskrifstofu aukning. Um 125.000 útlending- ríkisins. Kjartan nefndi sérstak- ar komu til landsins, sem er lega stofnun upplýsingamiðstöðvar Heybruni á Bakka í Ölfusi Hveragerði. SLÖKKVILIÐ Hveragerðis var kvatt út á laugardag um kl. 14 vegna heybruna á Bakka í Ölf- usi. Að sögn Bjama Eyvindssonar slökkviliðsstjóra var mikill reykur í hlöðunni þegar slökkviliðið kom á staðinn. Reykkafarar könnuðu eldinn. Kom í ljós að ijúfa þurfti nokkur göt á þekju hlöðunnar til að komast að eldinum. Gekk greiðlega að ráða niður- lögum eldsins og koma út brunnu heyi. Taldi Bjarni að ekki hefði orðið mikið tjón og að eldsupptök væru sennilega út frá rafmagns- lampa. Bóndi á Bakka er Engilbert Hannesson hreppstjóri, — Sigrún fyrir Evrópu fyrir 1 og V2 ári síðan. Hann sagði að ísland væri í aukn- um mæli talið áhugavert ferða- mannaland, og leiðtogafundurinn réði þar eflaust miklu um. Kjartan sagði að það væri erfitt að spá um þróun mála á næsta ári, en svo virtist sem tvö atriði myndu skipta meginmáli í nánustu framtíð. Annarsvegar væru sífellt fleiri ferðaskrifstofur erlendis sem byðu upp á íslandsferðir, en á móti kæmi að fastgengisstefnan gerði hið háa verðlag hér á landi enn hærra. Hann sagði að vegna lækkunar Bandaríkjadals yrðu vör- ur hér á landi líklega um 25-30% dýrari næsta sumar en nú í sum- ar, í dollurum reiknað. Slkt gæti haft mikil áhrif á ferðamanna- strauminn, þar sem fleiri ferða- inenn kæmu frá Bandaríkjunum en nokkru öðru landi, eða álíka margir og frá öllum Norðurlöndun- um til samans. ftö PIOIMEER ÚTVÖRP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.