Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Málverk — eða skugga- mynd í fjarska? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hring- sól. Skáldsaga. Útg. Mál og menning 1987. Fyrir utan það, að bækur eftir konur skipa mjög veglegan sess í bókaútgáfunni nú, er íhyglivert, hversu hugleikinn tíminn er sumum þessara höfunda. Tíminn sem er lið- inn, settur í samhengi við tímann, sem er. Það þarf óumdeilanlega leikni til að þau áhrif náist fram, sem fyrir höfundum vakir. Ella getur orðið úr einhver hræringur, sem hvorki skilar tilgangi né áhrif- um. Álfrún Gunnlaugsdóttir er einnig að velta fyrir sér tímanum. Titill bókarinnar er, ef ég mætti leyfa mér að orða það svo, kæruleysis- legri en efni sögunnar. En Álfrún er ekki aðeins að vinna sögu sína í tímanum. Hún reynir fyrir sér með nýjan stíl í sögunni. í fyrri bókum hennar gætti þessar- ar tilhneigingar. Þessi stíll er knappur, allt að því símskeytalegur á stundum. Reynt að nota sem allra fæst orð, en beita þeim fáu, sem notuð eru af þess meiri krafti; orð- in eru þanin til hins ítrasta. Álfrún gerir sömuleiðis tilraun með að sleppa sögnum, og raðar orðum upp á nokkuð nýjan máta. Þetta í sjálfu sér er vert allrar forvitni/virðingar, en svo að áhrifin verði í réttu hlutfalli þarf lesandi að hafa á tilfinningunni, að höfund- ur hafi vald yfir stílnum. Helzt svo áreynslulaust, að lesandi taki ekki eftir. Hér hefur það ekki tekizt, stíllinn verður of meðvitaður, hann truflar. Svo meðvitaður, að það skyggir á söguna. Og efnið hlýtur, hvað sem iiðru líður að vera aðalat- riðið. Stíllinn á kostnað sögunnar er ekki eins og það á að vera. Kannski einstöku höfundar geti ráðið við þetta. Kannski Álfrún geti það síðar. En hér er teflt á tæpasta vað. Sagan er um stúlkuna sem er Morgunblaðið/Sverrir Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld, Sigurður Pálsson, skáld, Gunnar Örn Gunnarsson, myndlistarmað- ur og Kristján Jóhannsson, óperusöngvari. íslenska hljómsveitin Tónlist Jón Ásgeirsson Það hefur lítið heyrst til ís- lensku hljómsveitarinnar undan- farið, en sl. sunnudag efndu forráðamenn hennar til sérstæðra tónleika í Hallgrímskirkju undir yfirskriftinni „Námur“. Efni tón- leikanna átti að vera umfjöllun „um tiltekin brot úr íslandssög- unni“ og var ætlunin m.a. að nota „þjóðararfinn" sem námu og vinna þar úr þjóðleg listaverk. Fyrstu tvö verkin á tónleikun- um voru að vísu ekki í þessum nýþjóðlega anda, en báru aftur á móti merki „sterkra erlendra menningaráhrifa“ hvað snertir forskipan og stfl. Fyrra verkið heitir Októ-Nóvember eftir Áskel Másson, og er það einstaklega hægferðugt og viðburðalítið en hljómfallegt og var vel leikið af íslensku hljómsveitinni. Seinna verkið, Konsert fyrir fiðlu og litla hljómsveit eftir Hilmar Þórðarson, var einnig ágætlega flutt. Einleik- arinn, Laufey Sigurðardóttir, lék verkið vel, en mikil enduróman í Hallgrímskirkju hafði þau áhrif að á köflum var erfitt að greina einleikinn sem rann oft illa saman við sterka hljóman hljómsveitar- innar. Það sem þó kom í ljós var að verkið, sem er fyrsta hljóm- sveitarverk höfundar, er áheyri- legt og vel unnið. Seinni hluti tónieikanna var með þeim óvenjulega hætti að fyrst var upplestur og þar næst afhjúpað myndverk, en tónleikun- um lauk með því að flutt var tónverk eftir Þorkel Sigurbjöms- son við Landnámsljóð eftir Sigurð Pálsson. Kristján Jóhannsson, óperusöngvari, flutti þetta sörig- verk af mikilli reisn. Ef það hefur verið ætlunin að „nema þjóðararf- inn líkt og málm úr jörðu“ hefur það eitthvað skolast til várðandi tónlistina, sem var úr einhverri annarri námu en þar sem þjóðar- arfurinn er fólginn, þó verkið væri að öðru leyti ágætlega hljóm- andi. Þetta með þjóðlega menningar- arfinn er mikið til umljöllunar í mjög sérkennilegi'i efnisskrá og sé það rétt að leita skuli aftur til fortíðarinnar, var það að þessu sinni ekki meira en sem nam inn- taki Landnámsljóðsins eftir Sigurð Pálsson. Sú list, sem sköp- uð er í dag, er framlag samtímans til þeirrar safnstofnunar sem nefnist „íslensk menning“ og verður, er tímar líða, grunnur þeirrar myndar sem óbornar kyn- slóðir munu gera sér um þáver- andi löngu gengna samtíð okkar. Hvernig svo sem menn skilja þjóð- lega menningu, er það til vitnis um grósku tónmenntar í landinu að frumflutt eru tvö íslensk tón- verk á einum og sömu tónleikun- um, fiðlukonsert og einsöngsverk, sem voru ágætlega flutt undir stjóm Guðmundar Emilssonar. Kvöldlokkur á jólaföstu Blásarakvintett Reykjavíkur hefur í nokkur ár staðið fyrir tón- leikuni einhveija vikuna fyrir jól, undir nafninu Kvöldlokkur á jóla- föstu. í ár voru tónleikamir haldir í Kristskirkju og aðeins eitt verk á efnisskránni, nefnilega Seren- aða í B-dúr, K. 361, eftir Mozart. Þetta er feikna löng og meistara- lega samin serenaða fyrír þrettán hljóðfæraleikara, en var að þessu sinni flutt af Qortán, þ.e. auk þrettán blásara, einum kontra- bassaleikara. Hljóðfæraskipan verksins er sérkennileg; fjögur horn, kontrafagott og kontrabassi leika sömu röddina og síðan tvö af hvetju eftirtalinna hljóðfæra, óbó, klarinett, bassethorn og fag- ott. Hljóðfæraleikaramir eru flestir starfandi í Sinfóníuhljóm- sveitinni, en tvö ný nöfn mátti sjá í nafnalistanum, nefnilega Önnu Sigurbjörnsdóttur, er lék á horn, og Jógvan Zachariassen er lék á kontrafagott. Leikur þeirra félaga var mjög góður, enda valinn maður í hveiju rúmi. Þrátt fyrir að samstillingin í heild væri sérlega góð var ein tónhending einkar yndislega út- færð, en það var líðandi línan í seinna tríóinu í 4. þættinum. Líklega er það þó Mozart, sem ávallt er fallegur, en á það stund- um til að slá á þá strengi, rétt svona óvart, er tekur svo uridur sárt til hjartans. Mozart þrumar ekki um sorg sína, hún liggur dulin í undursamlegri fegurð tón- anna og í dýpstu sorg sinni og umkomuleysi syngur hann blíðast. Álfrún Gunnlaugsdóttir send að heiman í nýtt umhverfi, hvernig hún lifir þar, fullorðnast, verður fyrir nokkuð fjölþættri lífsreynslu, eignast. barn, missir það, giftist, eldist og er komin á leiðarenda. Stúlkan, Bogga/Eilla og líf henn- ar er nægur efniviður. Þegar hún er að alast upp í ríkishúsinu við Tjörnina, gengur í Kvennaskólann, kynnist ástinni er hún fer að vera með giftum manni, seinna í Kanan- um á stríðsárunum. Giftist svo frændanum sem hafði farið og reynt margt í stríðinu, sem skilur eftir sig ör í sál hans. Þetta er mikil einföldun á fló- kinni sögu, því að auk þess að glíma við þennan nýja stíl, er það þó fyrst og fremst tenging tímans, aftur og fram, sem stýrir gjörðum höfundar- ins. En einhvern veginn situr lesandi uppi með þetta og er ekki sáttur. Höfundur heldur persónunum í ein- hvers konar fjarlægð frá sér, gefur sér ekki lausari taum. Fyrir þá sök verður erfitt fyrir sögupersónurnar að rísa-upp og öðlast líf, þær eru beittar full sterkri ögun. Þær verða eins og skuggamynd í fjarska. Nú er fjarri mér að vera þeirrar meiningar, að höfundar eigi að segja allt. Ég hef enda dáðzt að bókum Álfrúnar fyrir það, hversu hljótt er talað, og margt verður að lesa milli línanna. Þó getur höfund- ur ekki hlíft sjálfum sér né pérsón- um sínum of mikið. Hann verður að gefa persónum sínum svigrútn til að lifna. Og til að lifa. Til að finna og finna til. Og þegar ég segi að höfundur eigi hvorki að hlífa sér né persónunum sínum á ég til dæm- is við, að þeir kaflar í bókinni, þar sem er tæpt á málum, sem gætu valdið sársauka, fer höfundur und- an í flæmingi. Ást stúlkunnar til Knúts verður varla raunveruleg, af þessum ástæðum. Sama gildir um afdrif barnsins sem hún missti. Þó svo, að kannski eigi það alltaf að vera sví>, að það sem fer frá okkur öðlist Ijóma umfram það, sem er. Þó að ég sé þeirrar skoðunar, að Álfrún ráði ekki við þann stíl og skrifmáta sem hún setur sér með þessari bók, er sagan- hvort sem maóur er dús við hana eða ekki- unnin af mikilli vandvirkni. Ég get að sumu leyti tekið undir orð útgefanda á kápusíðu, að líkja megi henni við mósaíkmynd. Unnin af ótrúlegri nosturssemi. En það vantaði, að ég skildi persónurnar eða skynjaði þær. Það vantar að þær skipti mann máli. Frá liðnum dögnm Bókmenntir Erlendur Jónsson Hermann Ragnar Stefánsson: ÉG MAN ÞÁ TIÐ. Frásagnir og viðtöl. 172 bls. Setberg. 1987 Hermann Ragnar Stefánsson bytjar bók þessa á formálsorðum. Kveðst hann hafa ráðist í verkið að annarra áeggjan. Hann segist »vona fyrst og fremst að hér sé einn hlekkur í sögu alþýðufólks á íslandi skráður á einfaldan, en sannan hátt sem vert er að geyma, en ekki gleyma.« Þakkar hann góðu fólki hjálp við sig, »viðvaninginn«. Átta eru viðmælendur Hermanns Ragnars. Þeir eru á mismunandi aldri og úr ýmsum áttum. Þarna er Ásta grasakona. Bók um hana kemur út nú svo þáttur Hermanns Ragnars er annaðhvort of seint eða snemma á ferð. Annars hefst Ég man þá tíð á frásögn Valbjargar Kristmundsdóttur á Akranesi. Hún segir meðal annars frá bernsku sinni fyrir vestan. Foreldrar hennar slitu samvistir þegar hún var á öðru ári og gat þá hvorugt þeirra séð fyrir henni. Fyrst vildi enginn taka við henni svo sveitarstjórnin sam- þykkti að jafna henni niður á hreppsbúa, hálfan mánuð á heimili í senn! Þá varð góð kona, níu barna móðir með meira, til að taka hana á arma sína, þótti þetta óforsvaran- leg meðferð á smábarni. »Ýmislegt varð mér til angurs,« segir Val- björg, »sérstaklega að vera alin upp á sveit . . . Ef krakkarnir þóttust eiga mér grátt að gjalda létu þau dynja á mér sveitarómaganafn sem ekki Þótti neinn heiðurstitill í þá daga. Fannst mér þetta mikil van- virða og hugsaði ekki hlýtt til foreldra minna sem ég taldi eiga sök á því að ég hefði hlotið þessi örlög.« Elísabet Helgadóttir frá Grund- arfirði segir frá í þætti sem nefnist Séð og heyrt í heimum tveim. Eins og heitið ber með sér greinir Efísa- bet frá dulrænum fyrirbærum. Þess háttar vekur jafnan áhuga og for- vitni nokkuð margra. Hygg ég að þeir láti frásagnir Elísabetar ekki framhjá sér fara. Hermann Ragnar Stefánsson Ólafur Magnússon frá Mosfelli rekur minningar sínar í þættinum »Ég lít í anda liðna tíð«. Ólafur hefur margs að minnast frá lífsbar- áttunni í æsku sinni, meðal annars frá bústörfum í Viðey, en þar bjó þá stórbúi Eggert Briem og sá Reykvíkingum fyrir mjólk. Verðugt væri að rannsaka hvers vegna bú- seta skyldi leggjast niður í Viðey, svo mikil sem umsvifin voru þar á fyrri hluta aldarinnar. Á morgni 20. aldar í litlu sam- félagi er yfirskrift þáttar með Jóni Kr. Kristjánssyni á Víðivöllum í Fnjóskadal, þáttur er af Sigríði Gunnarsdóttur á Eyrarbakka, Und- ir sama þaki í 60 ár, Ingibjörg Þórðardóttir Waage segir frá bernsku og æskuárum í Reykjavík á fyrstu árum aldarinnar. Og Hann- es Bjarnason frá Vestmannaeyjum, sem er ekki nema rösklega fertug- ur, rekur ævintýr frá öðrum löndum. Allir kunna viðmælendur þessir að vera af handahófi valdir. Ég man þá tíð er dæmigerð »jóla- bók«. Fátt er þarna sem ekki hefur komið fram áður í ótal endurminn- ingum fyrr og síðar. Minni ég í því sambandi á þættina í Aldnir hafa orðið svo nokkuð sé nefnt. Mest eru þetta hversdagsfrásagnir. Vissu- lega getur þess háttar lesning stytt stundir í skammdeginu. Og þá er tilganginum náð, eða er ekki svo?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.