Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987
Islendingasögur
Svarts á hvítu:
14 þús-
und eintök
seldátveim-
ur árum
BÓKAÚTGÁFAN Svart á hvítu
hefur nú selt 14 þúsund eintök
af heildarútgáfu sinni á íslend-
ingasögunum. Útgáfan, sem er
með nútíma stafsetningu, kom
út á árunum*1985 og 1986. Þá
hefur forlagið gefið út skólaút-
gáfu i tveimur bindum með
nokkrum sögum og þáttum og
sérstakri skýringabók, þar sem
er að finna almennar skýringar,
ættartölur og kort af sögustöð-
um. Skólaútgáfan er nú notuð
við kennslu í flestum framhalds-
skólum landsins, að sögn Björns
Jónassonar, framkvæmdastjóra
Svarts á hvitu.
Að sögn Bjöms er ekkert lát á
eftirspurn eftir íslendingasögunum
og er salan jöfn og stöðug. Þegar
hafa verið gerðar fimm prentanir
af sögunum. Bækumar voru fyrst
gefnar út í tveimur bindum, en
síðastliðið sumar var sögunum skipt
í þijú bindi, þar sem sú stærð bók-
anna þótti hentugri en hin stærri.
Jafnframt sendi útgáfan frá sér
Sögukort, íslandskort, þar sem, í
stað venjulegra ömefna á slíkum
kortum, er lögð áhersla á ömefni
er snerta íslendingasögumar. Bjöm
segir að útgáfa Svarts á hvítu sé
stærsta heildarútgáfa íslendinga-
sagna, sem út hefur komið með
nútíma stafsetningu . Verð á rit-
safninu er um það bil 12-13 þúsund
krónur. >
Fyrsta bindi skólaútgáfu Svarts
á hvítu á Islendingasögum kom út
á síðasta ári og eru nú komin út
tvö bindi. Sérstakar skýringabækur
fylgja útgáfunum, þar sem, auk
almennra skýringa, er að finna
ættartölur og kort af sögustöðum.
í dag
Hvað er í blaðinu?
BLAD £'
Sinfónían í fimm flokkum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sinfóníuhljómsveit íslands heimsækir þessa dagana 24 stofnanir
og sjúkrahús í Reykjavík og nágrenni. Til þess að þetta sé
unnt er hljómsveitinni skipt í fimm flokka, tvær strengjasveitir,
tvær málmblásarasveitir og eina tréblásarasveit. Þessi mynd var
tekin, þegar önnur strengjasveitin lék fyrir fólkið í Tjaldanesi.
í gær var spilað á þremur stöðum öðrum, 11 á mánudag og í
dag spila flokkamir á sjö stöðum og enda á tveimur stöðum á
fimmtudag.
Samþykki beggja ráðuneytanna
þarf fyrir lántökuheimildinni
- segir Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra
ER TILLAGA Óla Þ. Guðbjartssonar alþingismanns um 6 milljóna
króna framlagsaukningu vegna D-álmu sjúkrahússins í Keflavik var
borin undir atkvæði á Alþingi í gær, fór Ragnhildur Helgadóttir
fram á nafnakall. Er hún gerði grein fyrir atkvæði sínu mótmælti
hún umfjöllun Alþýðublaðsins í gær um afgreiðslu hennar, er hún
var heilbrigðisráðherra, á umsókn sjúkrahússins í Keflavík til 30
milljóna króna lántökuheimildar tU að flýta fyrir byggingu D-álmu
sjúkrahússins.
Grein sú sem Ragnhildur mót-
mælir er á forsíðu Alþýðublaðsins
í gær undir yfirskriftinni: „Sjúkra-
hús Keflavíkur sótti um lánsheim-
ild. Ragnhildur gaf út „gúmmílof-
orð“.“
Ragnhildur Helgadóttir sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
umfjöllun Alþýðublaðsins væri bæði
röng og fram úr hófí ósmekkleg.
Hún hefði með bréfi til stjómar
sjúkrahússins, dagsettu 15. apríl
síðastliðinn, heimilað 30 milljóna
króna lántöku fyrir sitt leyti.
„í því bréfí kom fram afstaða
ráðuneytisins og ekki annað og
meira," sagði Ragnhildur. „Auðvit-
að þurfti líka heimild fjármálaráðu-
neytisins. En menn vita það, meðal
annars Ólafur Bjömsson, formaður
sjúkrahússtjómar, sem er fyrrver-
andi alþingismaður, að það þarf
samþykki beggja ráðuneytanna fyr-
ir slíkri lántöku."
Ragnhildur sagði að hún hefði
þá verið búin að skrifa fjármála-
ráðuneytinu og óska eftir afstöðu
þess. Það samþykkti hins vegar
ekki lántökuna. Samstarfsnefnd um
opinberar framkvæmdir fjallaði um
málið og taldi að þar sem Alþingi
hefði tekið afstöðu á sínum tíma
um 3 milljóna króna ^árveitingu
og ekki samþykkt sérstaka láns-
heimild væri málið afgreitt í bili.
„Það var hins vegar mikið lagt
upp úr því, bæði af hálfu stjómar
sjúkrahússins og þingmanna kjör-
dæmisins, að stefna heilbrigðis-
ráðuneytisins kæmi fram því stjóm
sjúkrahússins taldi sig eiga kost á
peningum frá einkaaðilum. Til þess
að slíkt gengi betur myndi yfirlýs-
ing heilbrigðisráðuneytisins hjálpa
þeim. Hún lá fyrir í vor og var ítrek-
uð af hálfu eftirmanns míns nýlega.
Það hefur því ekkert breyst í
þessu máli að öðru leyti en því að
þær vonir, sem bundnar vom við
að jjármálaráðherra kæmi fram
með tillögu um þetta nú við af-
greiðslu fjárlaga, hafa ekki ræst
ennþá. Ég get ekki betur séð en
að fjármálaráðherra hafi nú tæki-
færi til að gera það.“
Ragnhildur greiddi atkvæði gegn
tillögu Óla Þ. Guðbjartssonar.
Sagðist hún hafa gert það í trausti
þess að flokksbræður ráðherra á
þingi og Alþýðublaðið leiti stuðn-
ings við lánsheimild til sjúkrahúss-
ins. Tillaga Óla var felld með 39
atkvæðum gegn 19.
Sauðfjárbændur fengu ekki
greitt fyrir afurðir í gær
SÍÐASTA greiðsla fyrir sauð-
fjárafurðir ársins barst
bændum ekki í gær, 15. desem-
ber, eins og lög segja til um.
Ólafur Sverrisson, formaður
Landssambands sláturleyfis-
hafa, segir ástæðuna vera þá
að ríkissjóður hafi ekki staðið
skil á greiðslum vegna vaxta
og geymslugjalds, bæði fyrir
þetta ár og fyrir árið 1986. Þá
sé sláturleyfishöfum gert að
greiða upp afurðalán af göml-
um birgðum frá í fyrra.
Samtals eigi sláturleyfishafar
útistandandi hjá ríkissjóði um
400 milljónir og þeir geti ekki
gert upp við bændur fyrr en
frá því hafi verið gengið.
Um er að ræða síðasta ijórðung
greiðslna fyrir sauðfjárafurðir og
er Qárhæðin rúmur milljarður sem
skiptist á milli 3-4.000 heimila.
Jóhannes Kristjánsson, formaður
Félags sauðfjárbænda, sagðist í
samtali við Morgunblaðið gera ráð
fyrir að sauðfjárbændur myndu
leita réttar síns af krafti og m.a.
Tillaga á þingi um úrsögn úr NATÓ:
Þingmenn Borg-
araflokks sátu hjá
„Samkomulag innan stjórnarand-
stöðunnar“ segir Júlíus Sólnes
ÞINGMENN Borgaraflokksins sátu hjá í gær í atkvæða-
greiðslu við fjárlagaumræðu í sameinuðu þingi um þá tillögu
að hætta að greiða aðildargjöld til Atlantshafsbandalagsins.
krefjast þess að greiddir yrðu
dráttarvextir af þessari skuld því 0
það væri álit lögfræðinga að þess- Skftkl
ar afurðagreiðslur lúti sömu
lögmálum og almennar greiðslur.
Ólafur Sverrisson sagði að rætt
hefði verið við landbúnaðarráðu-
neytið og ráðherra vegna þessa
máls og sagðist hann vonast til
þess að það leystist á næstu dög-
um. Þetta væri slæmt ástand og
bændur treystu væntanlega á að
fá þessa peninga nú fyrir jólin.
Steingrímur J. Sigfússon
formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins kom fram með þá
breytingartillögu við fjárlögin á
fundi í sameinuðu þingi síðastlið-
inn mánudag, við aðra umræðu,
að framlag Islands til Atlants-
hafsbandalagsins yrði minnkað
úr 13,5 milljónum í eittþúsund
krónur. Skýrði Steingrímur þessa
upphæð sem sendingarkostnað
þeirra gagna til Atlantshafs-
bandalagsins, sem tilkynntu
úrsögn Islands úr bandalaginu.
Það vakti nokkra athygli í
þingsölum, að við atkvæða-
greiðslu um þessa tillögu sátu
þingmenn Borgaraflokksins hjá,
en tillagan var felld með 36 at-
kvæðum gegn 8. Aðspurður sagði
Júlíus Sólnes, formaður þing-
flokks Borgaraflokksins, að
hjáseta þessi þýddi ekki breytta
stefnu flokksins gagnvart aðild
að Atlantshafsbandalaginu, held-
ur hefði þetta verið samkomu-
lagsatriði við hina stjómarand-
stöðuflokkana.
Þröstur á Evrópumót unglinga
ÞRÖSTUR Þórhallsson mun
keppa fyrir íslands hönd á Evr-
ópumóti unglinga í skák sem
hefst í Araheim í Hollandi 19.
desember næstkomandi. 24 kepp-
endur verða á mótinu sem lýkur
2. janúar.
Helstu keppinautar Þrastar á
mótinu verða væntanlega
maðurinn Vasselij Ivantsjuk,
er að veija titil sinn frá síé
móti, landi hans Boris Gelfam
danski alþjóðameistarinn Lar:
Hansen.
Alls verða tefldar 13 umfen
mótinu eftir monradkerfi.