Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987
51
I fremstu
víglínu
— Nýskáldsaga
eftir Sven Hassel
SKJALDBORG/Ægisútgáfa
hafa gefið út nýja skáldsögn eft-
ir Sven Hassel og nefnist hún „í
fremstu víglínu".
Sem fyrr segir Hassel frá við-
burðum í síðustu heimsstyrjöldinni
og gerist þessi saga í Kákasus í
Rússlandi. „Hersveit hinna for-
dæmdu“, sem áður hefur komið
fram í bókum höfundar, er falið að
njósna um óvininn að baki
víglínunnar.
Sven Hassel þekkir hörmungar
styrjalda af eigin raun, því hann
gekk í þýska herinn 1937 og barð-
ist í síðari heimsstyijöld.
Bodil Begtrup látin
BODIL Begtrup, fyrrverándi
sendiherra, er látin í Kaup-
mannahöfn 84 ára að aldri. Hún
var sendiherra Danmerkur á ís-
landi frá 1949 til 1956 og stuðlaði
að því að endurnýja tengsl land-
anna eftir síðari heimsstyijöld-
ina og stofnun íslenska lýðveldis-
ins. Þegar hún kom til
Reykjavíkur varð hún fyrsta
konan til að gegna embætti
sendiherra í dönsku utanríkis-
þjónustunni.
Aður en Bodil Begtiup hóf störf
í utanríkisráðuneytinu átti hún frá
1929 sæti í stjórn Danske Kvinders
Nationalrád og frá 1946 var hún
formaður þess. Hún varð eand.polit
1929 og var gerð að heiðursdoktor
í lögum við Smith College í Massac-
husetts í Bandaríkjunum 1949.
Eftir dvölina hér á landi var Bodil
Begtrup sendiherra lands síns í
Sviss og Austurríki. Hún lauk emb-
ættisferli sínum sem sendiherra í
Lissabon árið 1973. Hún sat oftar
en einu sinni þing Sameinuðu þjóð-
anna fyrir land sitt og 1947 var
hún formaður nefndar á vegum
samtakanna, er ræddi um stöðu
kvenna í samféiaginu.
Danska blaðið Berlingske Tid-
ende segir, að í störfum sínum hafi
Bodil Begtrup lagt áherslu á „að
vera sölumaður fyrir fyrirtækið
Danmörku og að segja sannleikann
með þeim hætti, að það særði eng-
an.“ Þá segja dönsku blöðin, að hún
hafi skynjað vel vanda íslendinga
og viðhorf þau sjö ár, sem hún
dvaldist í Reykjavík. Morgunblaðið
tekur undir þau orð. Hún ræktaði
vináttu við ísland og íslendinga til
hinsta dags og ritaði meðal annars
greinar hér í blaðið.
Vegna mistaka féll niður kafli
úr þessari frétt blaðsins í gær
og er hún því endurbirt.
flö PiOIMEER
HUÓMTÆKI
iDorÖstofiiborÖ og stólar
Stök borð - stakir stólar eða samstætt -
Spurningin er bara hvað þú vilt?
Þetta er sýnishorn af úrvalinu. Sumt er til - sumt er
á leiðinni, svo getur líka þurft að panta eitthvað.
ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM.
- OG GÓÐUM GREIÐSLUSKILMÁLUM.
Sérverslun með listræna húsmuni
Borgartúni 29 Sími 20640
—