Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 77, Kveðjuorð: Bergsteinn Guðjóns- son bifreiðarsljóri Fæddur4.júlí 1909 Dáinn 4. desember 1987 Margar minningar leita á hugann þegar ég kveð Bergstein Guðjóns- son. Allar eru þær tengdar hlýju, gæsku og gleði, sem stundum var blandin svolítilli stríðni. Bergsteinn hefur verið vinur minn frá því ég fæddist og þótt fyrir kæmi að skugga bæri á vinátt- una um stundarsakir, af því að við stelpurnar hefðum gert eitthvað af okkur, var hann fljótur að fyrirgefa og við sáttunum fegnar. Og af því að hann var afi einnar okkar kölluð- um við hann allar afa, stelpurnar í hverfinu: Og hann kallaði okkur trítlurnar sínar. Þótt okkur finnist það kannski skrítið nú fannst okkur þá, fyrir 20—25 árum, sjálfsagt að fara með afa, hvort sem hanr. var að heim- sækja mágkonu sína í Grindavík eða fósturdóttur austur í Hreppa. Og aldrei lét hann okkur vinkonurn- ar finna annað en sér væri það sérstök ánægja að hafa okkur með. Við vorum ófáir krakkarnir í hverfinu sem vorum fastagestir hjá Bergsteini hér áður fyrr. Og þegar hann hélt upp á stórafmæli sitt hélt hann okkur sérstaka veislu með síst minni viðhöfn en fullorðna fólk- inu. Sú veisla verður lengi í minnum höfð. Ekki var nóg með að bornar væru fram dýrlegar krásir fyrir magann og flutt heimatilbúin skemmtiatriði heldur fékk Berg- steinn vinsælasta skemmtikraft landsins, sjálfan Omar Ragnarsson, til að skemmta okkur veislugestum. Þetta var fyrir meira en tuttugu árum síðan og varla hefur verið haldin fjörugri veisla í Bústaða- hverfinu. Á sumrin borgaði hann okkur kaup fyrir að hjálpa sér stöku sinn- um að slá blettinn, sem ég sé núna að ekki var burðug hjálp. Sömuleið- is launaði hann okkur að fara út í búð, þess vegna að kaupa veitingar handa sjálfum okkur, ef við höfðum daginn áður verið full frek á góð- gætið hans. Þannig lét hann okkur krakkana alltaf halda virðingu okk- ar °K jók sjálfsöryggi okkar. Hann hafði einstakt lag á að láta okkur finna að við værum menn, ekkert síður en þeir fullorðnu. Hann talaði líka við okkur um menn og málefni eins og við værum menn með mönnum, hvort sem um var að ræða stjórnmál og ör.nur dægurmál eða þá eilífðarmálin, en Bergsteinn átti vissu um eilíft líf mannsins. Og alltaf var hann tilbú- inn að hlusta á vandamál okkar og leggja gott til málanna. Seinna, þegar ég hafði sjálf eign- ast litla trítlu, sá ég að ennþá sóttu börnin til Bergsteins og ennþá áttu þau hollvin í honum. í sambandi þeirra Halldóru dóttur minnar sá ég samband okkar Bergsteins end- urspeglast. Hún naut sömu hlýjunn- ar, gæskunnar og gleðinnar hjá honum og ég áður fyrr. Þannig breyttist Bergsteinn ekki, enn leyfði hann biirnunum að koma til • sín. Hann varðveitti barnið í sálu sinni alla ævi og núna eni börnin vísast farin að flykkjast til hans, þótt annars staðar sé. Svo máttu vera viss upp á, vilji þér dauðinn granda, sála þín mætir miskunn þá millum guðs föður handa. (Hallgrímur Pétursson) Á þessum tímamótum þökkum við mæðgur Bergsteini samfylgdina og biðjum honum blessunar. Ragnhildur Richter t Móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG THORARENSEN, andaðist í hjúkrunardeild Hrafnistu laugardaginn 12. desember. Jarðsett verður frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. desember kl. 15.00. Ebba Thorarensen, Ebenezer Þ. Ásgeirsson, Pétur Hamar Thorarensen, Sigrún Thorarensen, Anna Ragnheiður Thorarensen, Sigurður Hallgrímsson, Bjarni Páll Thorarensen. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJON JÓNSSON, Bragagötu 16, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 17. desem- ber kl. 13.30. Kristin Guðjónsdóttir, Karl Sigurbjörnsson, Guðjón Guðjónsson, Siv Guðjónsson Jón Adolf Guðjónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, og barnabörn. t Fóstra mín, STEINUNN EIRÍKSDÓTTIR frá Berghyl, Langeyrarvegi 14, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. desember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Bára Kjartansdóttir. Minning: Klara Magnúsdóttir frá Háteigi Fædd 16. október 1931 Dáin 6. desember 1987 Langt veikindastríð er á enda, lausn er fengin. Kona á miðjum aldri er hnigin í valinn. Góðu dags- verki er .lokið. Hvenær er starf eiginkonu og móður ofmetið? Kona sú sem hér er minnst vann ævi- starf sitt innan veggja heimilis síns. Hún helgaði starfsorku sína manni og börnum fyrst og fremst. Klara hét hún og fæddist hinn 16. dag októbermánaðar 1931 í Vestmannaeyjum. Þar bjuggu for- eldrar hennar, Magnús Þórðarson og Gíslína Jónsdóttir. Þau eignuð- ust allmörg börn. Þrjár systurnar giftust til Þykkvabæjar í Rangár- þingi. Auk Klöru voru það þær Halldóra Guðleif, sem giftist Sigur- bjarti Guðjónssyni, oddvita í Hávarðarkoti, og Sigríður, er giftist Yngva Markússyni, bónda í Odds- parti. Klara giftist svo ungum bóndasyni í Þykkvabæ árið 1954, Hákoni Hafliðasyni frá Búð. Reistu þau bú á nýbýli út úr Búðarlandi, er þau nefndu Háteig. Þar bjuggu þau í tvo ártugi, að flutt var til höfuðstaðarins. Eg leyfi mér að kenna Klöru við Háteig, því að þar dvaldi hún besta hluta ævinnar og Blóma- og yj) skreytingaþjónusta C/ *' hvertsemtilefniðer. '* GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 kom börnum sínum á legg. Þau eru fjögur, talin í aldui'sröð: Guðrún Birta, gift Trausta Valssyni, sál- fræðingi; Magnús Óskar, í sambúð; Gíslína, í sambúð; og Guðfinna, er enn dvelur heima. Mannvænlegur hópur, sem geymir Ijúfar minningar um góða móður. Ég kynntist Klöiu að sjálfsiigðu er ég dvaldist í Þykkvabænum. Kona mín sáluga og Klara voru miklar vinkonur. Gaman var að blanda geði við Klöru, því að hún var létt í lund og laus við víl, þrátt fyrir slaka heilsu lengst af. Fyrir tæpum átján árum gekkst hún und- ir miklar aðgerð vegna meinsemdar í brjósti. Virtist þá sem komist hefði verið fyrir sjúkdóminn og hann lét ekki á sér bera næstu árin. En smátt og smátt tók þessi lævísi sjúkdómur að sá sér út og rúmföst var svo Klara, vinkona okkar, frá því í maí sl. Um tíma var hún að vísu til hressingar í Hveragerði í sumar sem leið. Var Hákon þá með hénni þar til halds og trausts. Klara var manneskja, sem öllum þótti vænt um, öllum vildi vel. Hún var hlédræg, í góðri merkingu þess orðs. Hún var ekki að sýnast. Að lokum er samúðarkveðja til Hákonar og barnanna frá okkur hjónum. Minningu Klöru frá Háteigi geyma margir í þakklátum huga, það er ég viss um. Við þökkum samfylgdina, hún var ánægjuleg. Auðunn Bragi Sveinsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og-skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með tvöföldu línubili. t Sambýlismaöur minn og bróöir okkar, SIGURÐUR K. ÞORSTEINSSON ' frá Dvergasteini v/Lágholtsveg, veröur jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. desember klukkan 10.30. Guömunda Jóhannsdóttir, Kristjana Russell, Elín Þorsteinsdóttir, Einar Þorsteinsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu okkur samúö og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföö- ur, afa og langafa, KARLS BJARNASONAR, Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og hjúkrunarfólki á Landakotsspítala. Anna Guðjónsdóttir, Geirlaug Karlsdóttir, Hörður Sófusson, Guðjón B. Karlsson, Dagný Karlsdóttir, Erling Bang, Auðunn Karlsson, Friður Jónsdóttir, Sigurður Karlsson, Hallfriður Jónsdóttir, Anna Karlsdóttir, Erlendur Erlendsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug á einn eða annan hátt viö andlát og útför eiginmanns míns, HERMANNS ÁGÚSTSSONAR, Heiðarvegi 18, Reyðarfirði. Guö blessi ykkur öll. Sigríður Stefánsdóttir. t Þökkum innilega hlýhug og samúö við andlát og útför föður okk- ar, tengdafööur, afa og langafa. GUÐMUNDAR EGILSSONAR loftskeytamanns. Sérstakar þakkir færum viö eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur, Þorvaldi Steingrimssyni, fiöluleikara og Helga Bragasyni, orgelleikara. Ágústa, Egill, Böðvar og Einar, tengdabörn, barnabörn og langafabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.