Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 29

Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 29 öin«arsta&u*\>tÓÖRt casvm öiium ísiendingum nýjan iykii aö fortiö þjóóarinnar LANDIÐ, SAGAN OG SÖGURNAR er nýstárleg og stórskemmtileg bók eftir Magnús Magnússon, þar sem nýju og einstaklega lifandi ljósi er varpað á fyrstu aldir byggðar á íslandi. Hér er fléttað saman sögulegum fróðleík, efni íslendingasagna, sögnum um íslenska sögustaði og fólkið sem mótaði söguna. Frásagnargleði og stíll Magnúsar gerir landið, þjóðarsöguna, bók- menntimar og líf þjóðarinnar í landinu að einni órofa heild. Á annað hundrað litmyndir, kort og teikningar gefa efninu aukna vídd og bókinni glæstan svip. FORSETIÍSLANDS, VIGDÍS FINNBOG ADÓITIR, ritar inngangsorð bókarinnar og segir þar m.a.: „Með þessari bók hefur Magnús Magnússon fært þjóð sinni góða gjöf sem vonandi á eftir að tendra forvitni í hugum yngri sem eldri til að lesa meira og kynnast enn betur hvaðan við erum komin og hvemig til komin, sjálfstæð þjóð meðal þjóða á síðari hluta 20. aldarinnar, - því fortíð okkar allra er homsteinn þjóðarinnar og vegvísir til framtíðar gulli betri hveija stund sem líður.“ HELGAFELL Ci^a/tí/ó úfijÁfa' Magnús Magnússon erfæddur í Reykjavík áriö 1929. Hann er íslenskur ríkisborgari þrátt fyrir búsetu í Skotlandi frá níu mánaða aldri. Þessi víðkunni rithöfundur og sjónvarpsmaður nýtur ekki síst virðingar fyrirfrábæra þætti og ritverk á sviði sagnfræði og fornleifafræði. Hann hefur skrifað tólf bækur og verið afkastamikill þýðandi íslenskra bókmennta. Fyrstu drög aö efni þessarar bókar mótuðust þau sex sumur sem hann var leiðsögumaður breskra ferðamanna um íslenskar söguslóðir, en frá árinu 1984 hefur Magnús unnið að ritun bókarinnar í samstarfi við Vöku-Helgafell.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.