Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 26

Morgunblaðið - 16.12.1987, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Eina aðferðin við að tala um ekkert Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson SAMUEL BECKETT. Sögrir, leik- rit, ljóð. Arni Ibsen þýddi. Svart á hvítu 1987. Það sem ástæða er til að byija á í sambandi við þessa bók: Samuel Beckett. Sögur, leikrit, ljóð er að takaofan. En enginn er hatturinn. í löngum inngangi, prýðilega skrifuðum og ítarlegum, vegur Árni Ibsen að því opinbera mati að Samu- el Beckett sé fáránleikahöfundur. Hann telur að engin ástæða sé til að spyrða saman þá Beckett og Ion- esco eins og svo oft hefur verið gert. Beckett er húmoristi að mati Ama og laus við „trúðslega og fár- ánlega menntaskólafyndni" Ionesc- os. Ami tekur upp eftir Beckett yfírlýsingu: „Ég er að fjalla um getuieysi.“ Í framhaldi af því skrifar Ami: „Og getuleysið er reyndar það meginstef sem gengur í gegnum öll verkin hans, hvort heldur eru skáld- sögur, leikrit eða ljóð. Þarna er ekki aðeíns átt við kynferðislegt getuleýsi, heldur og getuleysi til að' tjá sig, til að átta sig á samhengi hlutanna í tilverunni, til að halda reisn. Hann er með öðrum orðum að Qalla um málleysi, skilningsleysi og bjargarleysi. Og þrátt fyrir allt andstreymið og oftar en ekki nær algera andlega og líkamlega örbirgð er manninum lýst fagurlega og með miklum húmor". Það má kannski eftir þessa skarp- legu athugun vitna til Becketts sjálfs: „Því eina aðferðin við að tala um ekkert er að tala um það eins og það væri eitthvað." Békmenntir JennaJensdóttir Lars-Henrik Olsen Ferð Eiriks til Ásgarðs. Guðlaug Richter þýddi. Erik Hjort Nielsen myndskreytti. Mál og menning. Reykjavík, 1987. Efniviður í skáldsögu þessa er sóttur í norræna goðafræði. Höfund- ur leiðir söguhetjuna Eirík inn í hinn ævafoma heim goða og jötna með mögnuðum hamförum náttúrunnar. Regnþrunginn himinn rákaður eld- blossum leiðir athygli piltsins að því að óvenju sterk náttúruöfl eru leyst úr læðingi. Einn heima (tæplega 14 ára) og allsendis óhræddur við þrumur og eldingar gerir Eiríkur sér grein fyrir því að eitthvað skelfílegt er á ferð- inni — eitthvað sem getur valdið tortímingu og dauða. í hræðslu- blöndnu hugarflugi Eiríks og svita skelfingar lítur hann út um gluggann er hann skynjar æ meiri nálægð vold- ugra hamfaranna. Hugur hans nemur staðar við litla húsið við skóg- aijaðarinn. Þar búa hjón sem eru öðru-vísi en aðrir og leggja hendur yfir fólk. Nomahús kalla Eiríkur og félagar hans húsið þeirra. Þrásækin samsvörun hamfaranna við eitthvað sem hann veit — hefur heyrt — beinir hugsun hans að því sem mennimir hafa enga stjóm á — eitthvað goðkynjað, einhvern stríðsguð sem ók vagni sínum um himinhvolfíð í þmmuveðri — átti stóran hamar og framleiddi þrumur og eldingar. — „Hann hét Þór.“ Og þegar þmmuveðrinu slotar stendur þama stór mannvera, ein- kennilega klædd, hjá gömlUm stríðsvagni með tveim geithöfrum spenntum fyrir. „Hver ert þú? spurði Eiríkur. „Þór, svaraði maðurinn". Samuel Beckett. Sögur, leikrit, ljóð birtir leikritin Beðið eftir God- ot, Allir þeir er við falli er búið, Endatafl, Komið og farið, Ekki ég, Svefnþulu og Ohio Impromptu. Sög- umar em Fyrsta ástin, Sá burtrekni, Nóg komið, Andagift dauð endemi, Ég gafst upp fyrir fæðingu og Fé- lagsskapur. Ljóð em íjórtán. Ónefndar em Athugasemdir og skýringar, Helstu æviatriði og Aðrar þýðingar úr verkum Becketts. Eins og Ámi Ibsen bendir á sæk- ir Samuel Beckett margt til annarra höfunda. Godot á til dæmis hlið- stæðu í Helvíti Dantes og er þar fiðlusmiður frá Flórens. Þetta leiðir hugann að því sem oft hefur hvarfl- að að undirrituðum við lestur verka Becketts að hann sé meistari í því að færa hugmyndir og orð annarra í nýjan búning. Að þessu leyti er Beckett eins konar túlkandi líkt og snjall leikari. Beckett stendur vissu- lega ekki einn að þessu leyti því að allir miklir höfundar nýta sér og umskapa með sínum hætti það sem aðrir hafa skrifað. Mér kemur að þessu leyti Jorge Luis Borges í hug þótt hann sé að öðm leyti ólíkur Samuel Beckett. Eins og flestir meiriháttar leik- ritahöfundar stendur Beckett nálægt ljóðinu, leikrit hans má tíðum lesa líkt og ljóð. Þetta kemur fram í Beðið eftir Godot og enn skýrar í Svefnþulu og Ohio Im- promptu sem em fyrst og fremst leikljóð. Ljóð Becketts em sterk og auðug og byggja mjög á bókmenntum og minningum, vísunum í senn til skáidverka og atvika úr lífi Beck- etts sjálfs. Það er ekki svo auðvelt Þannig hefst sagan um Eirík og ferð hans með Þór til Ásgarðs — í vagninum sem geysist af miklum hraða beint til himins. Á leiðinni seg- ir Þór Eiríki sköpunarsögu ásatrúar. „í upphafi var alls ekkert. Að minnsta kosti éngin jorð.“ Þór rekur tilkomu jötna og guða og hvemig fyrstu æsimir, bræðumir Óðinn, Vilji og Vé, sköpuðu jörðina og fyrstu mennina Emblu og Ask. Hann heldur áfram með sköpunar- söguna á milli þess sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir því hvemig komið sé fyrir ásum. „Það er eitthvað rotið í Ásgarði." Og Þór kennir það hinum gamla, eineygða yflrguð, Óðni, sem einu sinni var vitrari en allir aðrir. „Upplausn og rotnun, þannig er Valhöll nú og stór hluti af Ásgarði." Jafnvel guðinn Heimdallur er orðinn bulluskjóða eins og allir hinir. Og nú fær Eiríkur að vita hvers vegna Þór hefur sótt hann til jarðarinnar er Þór segir: „Þú ert sá eini, held ég, sem getur bjargað okkur frá yfir- vofandi ragnarrökum." Skemmtilegar sögur Þórs um æsi og jötna, óeiningu þeirra og bar- daga, eru ekkert í samanburði við það sem Eiríkur sér og heyrir er hann kemst í kynni við æsina sjálfa og líf þeirra. Á leið þeirra stútar Þór nokkrum jötnum með hamrinum sínum, sem eldfljótt þýtur úr hendi Þórs í höfuð jötnanna og eins og örskot er hann í hendi Þórs á riý. Á sléttunni við Valhöll horfir Eirík- ur á leika sem vekja hjá honum viðbjóð og ógleði. Menn beijast með spjótum og höf- uð ásamt öðrum líkamshlutum fjúka af. Eiríki verður hugarhægra þegar Þór segir honum að valkyijumar sjái um að menn verði heilir sára sinna að kvöldi og gangi svo til orrustu að morgni næsta dags og svo koll af kolli. Samuel Beckett að lýsa þessum ljóðum, enda eru þau ekki öll eins. Löngu ljóðin eru til dæmis leikræn, gætu verið drög að leikritum. Stuttu ljóðin eru ein- föld og líka margræð. I þeim er nógu mikið af dul hversdagsleikans til að þau orka stundum á lesandann eins og söngur eða slitur úr söng. Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímanns- son Arnór Hannibalsson: Sögu- speki, Reykjavík 1987. Söguspeki eða heimspeki sagn- fræðinnar fjallar um ýmsar ráðgátur, sem spretta upp við lýsingar og skýr- ingar sögulegra atburða. Dæmi um slíkar spurningar eru: Er markmið eða tilgangur í sögunni? Má rekja staðhæfingar um heilan hóp manna til staðhæfinga um hegðun einstakl- inga innan hans? Geta lýsingar og skýringar í sagnfræði verið hlutlæg- Ekki verður Eiríki minna um þcg- ar Þór slátrar geithöfrunum sínum þá er þeir eru með stjúpsyni Þórs, Ulli. Þeir sjóða hafrana og éta, en hinn næsta morgun raðar Þór bein- um þeirra saman, holdfyllir þau og lífgar og haframir draga vagn Þórs á ný. Ullur er afrendur ás og hjá honum skyldi Eiríkur dvelja til að auka afl sitt og áræði, áður en hann tekst á hendur fyrsta verk sitt að leita Iðunnar og gersemi hennar meðal jötna en hún er nú horfin öðru sinni og Loki ekki valdur að því nú. Þrúður dóttir Þórs er gædd mann- legum eiginleikum mildi og ástúðar. Það yijar Eiríki er hún vekur máls á útliti hans með sömu orðum og móðir hans hafl gert. Saman eiga þau Þrúður að ferðast til jötna, þar sem Eiríkur á að reka erindi ásanna. Ég hefi verið lítið eitt efins í hvem- ig best væri að gefa nokkra innsýn í þessa vel gerðu sögu. Ásatrúarsaga sögð af ritleikni undir sterkum áhrif- um frá norrænni goðatrú. Höfundur hefur kynnt sér vel sögu æsa og jötna svo engin spjöll em unnin á fmmatr- iðum þar með þversögnum þótt ævintýralegt skáldsöguformið — með ívafí nútímans — ráði ríkjum. Frásögnin er afar vönduð og þýð- andi hefur verið höfundi mjög trúr í sinni vinnu. Hér er aðeins um fyrri hluta sög-' unnar að ræða og ekki undmnarefni þótt höfundur hafi þegar unnið til verðlauna fyrir hann. Gaman að fá söguna í kilju. Það gerir fleirum kleift að eignast hana. Myndir samsvara stórbrotinni sögu. Árni Ibsen Hvað um til að mynda Ég vil að ástin mín deyi: ég vil að ástin mín deyi og regninu rigni á kirlgugarðinn og á mig að ganga götumar að syrgja hana sem hélt sig elska mig ar í sama skilningi og lýsingar og skýringar í náttúruvísindum? Er einn atburður merkilegri en annar í sög- unni? Til að skýra betur, hvað átt er við með hverri spumingu, þyrfti að fjalla nokkuð um sum þau hug- tök, sem koma fyrir í spumingunum. En þetta verður að nægja. Amór Hannibalsson, lektor við Háskóla íslands, hefur ritað litla bók úm söguspeki. í henni er lýst nokkr- um helztu kenningum fræðimanna gegnum aldimar um þetta efni. Hann byijar á kristinni söguspeki. í henni er lýst nokkmm helztu kenningum fræðimanna gegnum aidimar um þetta efni. Hann byijar á kristinni söguspeki, rekur gnostisma og kenn- ingar heilags Ágústínusar um söguna og tímann, en það má segja að kristin söguspeki rísi hæst í verk- um hans. Því næst er vikið að kenningum Vico, Kants, Hegels, Marz, Collingwood og Carls Hempels um eðli sagnfræðinnar. Nú segir nafnalisti af þessu tæi lítið um inni- hald bókarinnar og ólíklegt að lesendur Morgunblaðsins kannist við þessi nöfn nema nöfn heilags Ágústínusar og Karls Marx. Það er ástæða að taka eftir því að í þessa bók vantar greinargerðir fyr- ir skoðunum Grikkja til foma á þróun sögunnar og fræðimanna á miðöld- um. Vico er uppi á 17. og fram á 18. öld og heilagur Ágústínus fram á 5. öld eftir Krist. í fyrstu köflum bókarinnar leitast Amór við að lýsa hvemig kristnir hugsuðir reyndu að fella kristna kenningu saman við hugsunarhefð Grikkja. Eitt merkasta framlag kristninnar til sögu og sagnaritunar var að líta svo á að í sögunni væri markmið, sem allt stefndi að. Ef þetta er rétt, er sagan atburðarás með upphafí og endi og það virðist líka felast í þessum að sögulegir atburðir séu í marktækum skilningi einstæðir. Fom-Grikkir litu ekki svo á að hægt væri að líta á sögulega atburðarás þannig, að hún væri einstæð með upphafi og endi heldur að einhvers konar stórfelld hringrás væri að verki og af því leið- ir að sömu atburðir gerast oftar en einu sinni { sögunni. Ég held að óhætt sé að segja, að hin kristna skoðun sé orðin okkur Vesturlandabúum svo í blóð borin, að það sé okkur nokkurt átak að hugsa um sögulega atburðarás með öðrum hætti en hinum kristna. En fyrir hina fyrstu fræðimenn kristn- innar var þetta mikill vandi, því að Grikkir voru þá, eins og þeir eru kannski enn, merkustu hugsuðir, er höfðu ritað og hugsað. Það er ýmislegt fróðlegt í þessum hluta bókarinnar, en sérkennilega tekið til orða á stöku stað. Á einum stað greinir Amór frá tvíhyggju gnosta og segir að við henni hafí ekki verið nema tvö svör. Annars vegar meinlætalifnaður og hins veg- ar fijálshyggja, sem í þessum samhengi merkir: „Haga sér í sam- ræmi við þá reglu að allt er leyfilegt." Nú er þetta sérkennileg merking Fyrir skáld sem telja sig kannski of staðbundin og þess vegna ekki nógu alþjóðleg er það huggun að Beckett yrkir víða um Dublin, fæð- ingarborg sína, samanber Enueg 1 og 11. Sögur Beckettts em tómar ein- ræður og minna mjög á suma kafla í skáldsögum James Joyce. En þær hafa líka viss ljóðræn einkenni. Þessar sögur hefur Beckett látið prenta sér þótt þær séu yfírleitt ekki lengri en venjulegar smásögur. En þær em þannig gerðar að þær em í raun smáskáldsögur. I þessum sögum er óvenjulega sterk líkamleg nálægð og þær em síður en svo leiðinlegar heldur lifandi í kmfningu sinni á hinu mannlega og umhverf- inusem er ekki alltaf nefnt á nafn. Árni Ibsen, þýðandi Beckett- bókar, hefur lagt sig fram við að skila okkur Beekett á íslensku og tekist það vel. Uni smekksatriði má deila, einkum hvað varðar þýðingu ljóðanna, orðalag þeirra mætti að mínum dómi vera íslenskulegra. En Ámi á heiður skilinn fyrir þessa ríkulegu kynningu Becketts og nú væntum við þess að hann láti ekki staðar numið við að miðla okkur enskum bókmenntum. Arnór Hannibalsson orðsins, en það sem er merkilegast, er að gnostar skuli ekki hafa lesið Aristóteles. Hefðu þeir gert það, hefði þeim átt að vera ljóst að þetta er röng ályktun og kolrangur skiln- ingur á mannlegu samlífi. En Ar- istóeles varð ekki kennivald innan kirlq'unnar fyrr en á seinni hluta miðalda. í lýsingum Amórs komafyrir aft- ur og aftur tvenn hugðarefni hans. Annars vegar að sagan sé annað og meira en röð orsakatengdra atburða og hins vegar að ekki sé mögulegt að uppgötva lögmál um söguna í sama skilningi og um náttúruna. Það fyrra er rök fyrir hinu seinna. Fyrra atriðið styðst við þau rök að sagan er samsafn mannlegra verka og þau eru þannig, að baki þeim býr að öllu jöfnu ásetningur eða fyrirætlun. Menn hafa ástæður til verka, en það er ekki sama og orsakir. Þessi rök eru mjög umdeilanleg. Af hveiju er það útilokað að ástæðu- skýringar séu ein tegund orsakaskýr- inga? Ef orsakaskýringar eru mögulegar á verknaði, virðist líka .mega segja það sama um sögu. Að þessu er vikið á nokkmm stöðum í bókinni. En það á við um það eins og fleira að það er aldrei skipulega rætt til neinnar hlítar. Ég held til dæmis að Amór hefði mátt ræða vandlega samsvaranir marxískrar kenningar um sögulega þróun og kristinnar, en hann víkur að þessu á nokkrumk stöðum. Þær samsvaranir rista mjög djúpt og eru merkilegar. Þessi bók er ekki mikið meira en endursagnir á kenningunum,- sem leitazt er við að gera grein fyrir. Það hefði bætt bókina mikið, ef höfundur hefði reynt að fjalla svolítið um þær ráðgátur, sem þessir kenningasmiðir voru að glíma við. Það er mjög lítið um röklega orðræðu um þær, sem er alvarlegur galli á heimspekilegu verki. Einnig hefðu beinar tilvísanir mátt vera ítarlegri. Mér er ekki ljóst fyrir hveija- þessi bók er gefin út, því að almenningur getur varla notið hennar, því hún krefst þess að les- endur séu sæmilega handgengnir hugmyndunum, sem lýst er. Saga af goðum ogjötnum EÐLISAGNFRÆÐINNAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.