Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 74
n i MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16..DESEMBER 1987 Kuwait: „Við búum við stöðuga ógn, en vit- um ekki hvaðan óvinurinn kemur“ Eftir Jóhönnu Kristfónsdóttur „Stundum er þetta eins og flug- eldasýning til að sjá“ sögðu þeir Lars danski og Yassin Sýrlend- ingur, þegar við vorum að fá okkur snarl á efstu hæðinni á Sheratonhótelinu og horfðum yfir til Basra. Þessarar borgar, sem hefur verið barizt um af tryllingi árum saman. Og ýmist írakar eða Iranir haft betur. Það var yfir þessari nánd einhver óraunveruleiki. Skemmra en upp á Akranes. Nayef ritsljóri Blöð í Kuwait eru ritskoðuð og hefur svo verið fyrir alvöru í nokkra mánuði og hélzt svona- nokkum veginn í hendur við það, þegar emírinn Jabir al-Ahmed al Sabah leysti upp þingið. Það er ekki nokkrum vafa undirorpið, að kuwa- itskir blaðamenn eru mjög ósáttir við þetta ástand og það kom skýrt fram hjá ritstjóra A1 Watan að honum fyndist hreint óþolandi að una við þetta.„Blaðamenn eru alls staðar eins,“ sagði hann. „Þeir vilja fá að skýra frá á opinskáan og hlutlausan hátt. Þetta er okkur nú meinað og það þarf ekkert að fjasa um að auðvitað hefur þetta nei- kvæð áhrif á vinnumóralinn." ar þeir ræða um, að þeir hafi ekkert á móti gyðingum í sjálfu sér. Stundum stend ég mig að því að trúa þeim. Ég skal viðurkenna fúslega að eftir að hafa verið í Óman, fannst mér Kuwait til að byrja með erfitt land. Það hófst strax við komuna á flugvöllinn. Þó var ég með vega- bréfsáritunina í lagi og allt átti að vera pottþétt. En það var engu líkara en flugvallargengið hefði sérstaka unun af því að stríða okk- ur sem þurftum að fara í meiri yfirheyrslur en Kuwaitar sem voru bara að koma heim til sín. Það var hlaupið milli bása og borin saman ráð sín, í leiðinni fengu þeir sér kaffi og ég hefði ekkert orðið hissa þótt þeir gripu í spil inn á milli. há t i Það var ekki barizt um Basra þessa nóvemberdaga, sem ég var í Kuwait. En úti á Flóanum héldu árásir á skip áfram. Og eins og hefur komið fram í grein frá Kuwa- it þurfti maður ekki að vera mjög næmur til að finna ókyrrðina í fólk- inu. Öryggisvarzlan við stjórnar- byggingar, söfn, að ekki sé nú minnst á akstursleiðir út úr borg- inni var mikil. „En lífíð verður að ganga sinn gang, þrátt fyrir allt,“ sagði Nayef Abdullah A1 Rukabi, ritstjóri blaðs- ins Dar A1 Watan, þegar ég hitti hann á skrifstofunni hans.„Við vit- um ekki um það, frekar en aðrir, hvaða þýðingu afstöðubreyting Sýrlendinga á Amman-fundinum hefur í för með sér. Við vitum ekki heldur, hvort er hægt að treysta þeim. En ef þeir skipa sér með írök- um gæti það haft veigamikil áhrif á framvinduna í Flóastríðinu.“ í Kuwait eru gefín út fímm dag- blöð, tvö á ensku. Á A1 Watan eru um 60 blaðamenn, þar af eru að- eins 6 konur. Þær fást yfírleitt ekki við fréttaskrif, eru meira í að sinna alls konar sérblöðum sem fylgja A1 Watan nokkrum sinnum í viku. Þó eru þær að færa sig upp á skaptið. Og sömu laun sagði rit- stjórinn að væru greidd fyrir sömu vinnu. Hvarvetna eru myndir af einhveijum elskuðum meðlimi„FjölskyIdunnar,“ Hér krónprinsinn Saad skemmdarverk á olíuvinnslustöðv- um. Saklausir borgarar hafa látið lífíð. „Það er þetta sem mér fínnst sárara en allt annað“ sagði Wafa A1 Rasheed við mig, þegar hún hafði gefizt upp á að fræða mig um starfssemi Kauphallarinnar og við snerum okkur að öðrum mál- um.„ Ég get ekki gert neitt varðandi stríðið milli íraka og ír- ana. Hver getur það. En við Kuwaitar, bæði við sem erum ekta Kuwaitar og aðrir sem hafa fengið að búa í landinu og við velmegun, við getum staðið saman og eigum að gera það. Það nístir mann óneit- anlega, þegar landar manns eru að kljást innbyrðis, þegar saklaus börn verða fyrir barðinu á ofbeldis- mönnum, sem nota hvaða leiðir sem er til að ná einhveijum markmið- um,- sem ég er þar á ofan ekki sátt við.“ Óneitanlega var það Kuwaitum mikið áfall, þegar emírinn ákvað að ryðja þinghúsið og senda hina kjörnu fulltrúa heim síðast liðið sumar. Kuwaitar höfðu verið mjög stoltir af því að vera eina þjóðin í þessum heimshluta sem leyfði kosningar. Að vísu var kosninga- rétturinn takmarkaður mjög, aðeins innfæddir Kuwaitar yfir 21 árs fengu að kjósa og eru þá kon- urnar ekki meðtaldar. Svo að þeir sem völdu fulltrúa á þingið voru um 15-20 prósent þjóðarinnar og kannski ekki það. En þeir voru komnir með þing og þeir höfðu reist glæsilega þing- húsbyggingu. Húsið stendur við ströndina, arkitektinum var uppá- lagt að það væri formað eins og bedúínatjald. Einn Kúwaiti sagði við mig að mistökin, sem þing- mennirnir gerðu frá upphafi hafi verið að vanmeta ættbálkahugsun- arhátt „Fjölskyldunnar." Það sem stjórnaríjölskyldan hafi viljað hafí verið þægt þing og eftirlátt skipað fulltrúum sem væru ekki einlægt að spytja óþægilegra spuminga eða koma með gagnrýni á fjölskyldu birt var samtal við hér í blaðinu, hafði raunar komizt svo að orði við mig, að á þessum örlagatímum væri það til trafala að láta þing- menn vera að tala um alls konar smáatriði og þrasa út af engu. Þýtt yfír á venjulegt mál, kemur þessi yfírlýsing Al-Shaheens raun- ar alveg heim við ofangreint. Málefni Palestínumanna eru ofarlega á baugi í Kuwait af ástæð- um, sem vikið hefur verið að hér að ofan. Ekki hefur borið á jafn- miklum óróa meðal þeirra í Kuwait og sums staðar annars staðar, enda njóta þeir betri aðstöðu þar að mörgu leyti. Óhætt er að segja að það er grunnt á neikvæðum hug í garð „sionistanna í ísrael." Því að Kuwaitar hafa tileinkað sér það sem einmitt er að gerast í mörgum Arabalöndum, að leggja áherzlu á að skilsmunur sé milli Gyðinga og ísraelskra sionista. Það er alveg með ólíkindum, hvað Arabar geta orðið guðsenglalegir í framan, þeg- Samt er það nú svo, að þrátt fyrir stríðið sem geisar á næstu grösum, ritskoðun blaða og alls konar takmarkanir, sem borgar- amir búa við, fannst mér menn tala opinskátt - af Aröbum að vera - um allt mögulegt. Ein meginá- stæða þess, að Jaber emír lét leysa upp þingið var ekki Flóastríðið, heldur og ókyrrð innanlands. Kuwaitar em mjög hræddir við þessa innanlandsólgu. Í landinu eru 40 prósent íbúa Kuwaitar, aðrir em Palestínumenn, Indveijar, Pakist- anar og Sri Lankar og svo fjöldi íbúa frá ýmsum Flóaríkjum, sem vinnur í olíunni. Mikill fjöldi Kuwai- tanna em shitar, þótt sunnimúham- meðstrúarmenn séu í meirihluta. En shitamir fylgja vitanlega írön- um og þeir hafa látið að sér kveða á ýmsan hátt. Sprengjum hefur ______________________ verið komið fyrir og reynt að vinna Frá Kuwait-borg emírsins. Blaðamaður sem bað mig að hafa ekki nafnið sitt ef ég vitn- aði í orð hans, sagði að það væm margir mánuðir síðan emírinn hefði tekið ákvörðun um að reka þingið heim.„Eftir kosningarnar í febrúar sáu emírinn og krónprinsinn, að þingið gæti farið að verða of áhrif- amikið. Þá höfðu náð kosningu ýmsir fulltrúar shita sem hafa ge- rólíkar hugmyndirog fellu alls ekki í kramið. En það var beðið með að gera neitt í nokkra mánuði, þeim hefði varla verið stætt á að grípa til aðgerða strax að kosning- um loknum, eftir allar yfirlýsing- amar sem fjölskyldan hafði gefið.“ Aðstoðamtanríkisráðherra Kuwait, Sulaiman al- Shaheen, sem ég ræddi við meðan ég var þar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.