Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 íslendingakórinn í Lundúnum söng við góðar undirtektir undir stjóm Nínu M. Grímsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Jóhanna Þórhallsdóttir söng af mikilli innlifun nokkur lög við ljóð eftir Halldór Laxness. Af fullveldisfagnaði Islendinga í Lundúnum Lundúnum. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni fréttaritara Morgunbladsins. í hléi gæddu gestir sér á rammíslensku ljúfmeti, kleinum, flatkökum með hangikjöti og pönnukökum með rjóma. íslendingafélagið í Lundúnum lét ekki hjá líða fremur en venjulega að halda hátíðlegan fullveldisdag íslensku þjóðarinnar, 1. desember. Félagið tók að vísu forskot á sæl- una og hélt hinn árlega fullveldis- fagnað sinn sunnudaginn 29. nóvember síðastliðinn, enda er 1. desember eins og hver annar virkur dagur í Bretlandi. Fullveldisfagnaðurinn var eins og undanfarin ár haldinn í einum af sölum hinnar glæsilegu menning- armiðstöðvar á suðurbakka Thamesár, Royal Festival Hall. Þar söfnuðust saman á þriðja hundrað manns og var það fjölskrúðugur hópur. Þama voru Islendingar sem búið hafa í Bretlandi, sumir um áratuga skeið, fólk sem grípur feg- ins hendi hvert tækifæri til að heilsa upp á landa sína. Þama voru íslenskir námsmenn, sem láta ekki fullveldisdaginn fram hjá sér fara, og þama mátti sjá fólk, sem komið ^ hafði gagngert frá íslandi til að eiga góða stund með löndum sínum í erlendri stórborg. Vafalaust voru margir gestanna á fullveldisfagnaðinum í Lundúnum framar öðm komnir til að heilsa upp á landann, rækta kynni við fólk, sem dags daglega er víðs fjarri. Að auki fékk þetta fólk tæki- færi til að fylgjast með ijölbreyttri dagskrá, sem var allt í senn, skemmtileg, fræðandi og menning- arleg. Kynnir á fullveldisfagnaðinum var Magnús Magnússon, sá víðkunni sjónvarpsmaður og rithöf- undur, sem aldrei lætur sig vanta á þessa árlegu 1. desember sam- komu í Lundúnum. Mönnum leist því ekki á blikuna í upphafí sam- komunnar er Mangús var ekki enn farinn að láta sjá. Var þar um að kenna seinkun sem orðið hafði á flugi vegna illvígrar þoku á Heat- hrow og annars staðar í Englandi þennan svala sunnudag. Þegar Magnús loks mætti til leiks skýrði hann raunar seinkunina með því að segja að sér hefði yfirsést að tala í tíma við vin sinn Þór, seni að öllu jöfnu væri sér haukur í horni varðandi veður og vinda. Magnús Magnússon var sem sagt enn ókominn er Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Lundúnum, bauð gesti velkomna. Hófst síðan dagskráin með söng Simonar Vaugh, sem flutti tvö íslensk lög við undirleik Dagpiýjar Björgvins- dóttur. Að því búnu kom Sverrir Hólmarsson til skjalanna og flutti býsna skemmtilegt og fræðandi erindi um stöðu íslenskra bók- mennta og þróun íslenskrar skáld- sagnagerðar undanfarna áratugi. Var þetta erindi góður inngangur að svokallaðri „Sagnaskemmtun“, viðamiklum og vönduðum upplestri úr fjölmörgum íslenskum bók- menntaverkum. Atti Maureen Thomas veg og vanda að undirbún- ingi þessarar dagskrár, sem naut einnig góðs af vel heppnuðum upp- lestri þeirra Bjargar Árnadóttur, Brendan Donnison og Judy Liebert. Að loknum sagnalestrinum steig Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona á svið og flutti þrjú lög við ljóð eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness, við undirleik Dagnýjar Björgvinsdótt- ur. Var síðan gert hlé, sem gestir notuðu til að gæða sér á rammís- lensku góðgæti, pönnukökum með ijóma, flatkökum með hangikjöti og kleinum. Var hér á ferðinni mik- ið Ijúfmeti, sem valkytjur úr íslend- ingafélaginu höfðu útbúið af stakri snilld. Gæddu gestir sér á þessu á milli þess sem þeir spjölluðu við náungann. Var glatt á hjalla og léku menn á als oddi. Að loknu hléi var að nýju tekið til við hina formlegu dagskrá.. Á svið steig Islendingakórinn í Lund- únum og söng nokkur lög undir stjóm Nínu M. Grímsdóttur. Kór þessi ber vitni um merkilegan þátt í félagslífi íslendinga í Lundúnum. Er hann aðallega skipaður íslensk- um námsmönnum þótt fleiri komi við sögu, til dæmis íslensku prests- hjónin í Lundúnaborg. Frammi- staða kórsins á fullveldisfagnaðin- um þótti afburðagóð, kröftugur söngur og vel útfærður. Þegar Islendingakórinn hafði skilað hlutverki sínu með miklum sóma gafst gestum kostur á að spyija spjörunum úr þijá góða gesti, sem komið höfðu gagngert frá íslandi til að taka þátt í fullveld- isfagnaðinum. Þetta voru rithöf- undarnir Sigurður A. Magnússon og Steinunn Sigurðardóttir, auk Sverris Hólmarssonar, sem þekkir meira til íslenskra bókmennta og þróunar þeiira en flestir aðrir. Stjórnaði Magnús Magnússon þess- um umræðum af alkunnri snilld og spunnust hinar ijörugustu umræður um ýmislegt sem lýtur að íslenskri skáldsagnagerð undanfarinna ára. Var raunar greinilegt að umræður þessar hefðu getað staðið langt fram éftir kvöldi en ákveðið var að halda í heiðri máltækið sem segir að hætta skuli leik þá hæst hann standi. Lokaatriði fullveldisfagnaðarins var söngur Simonar Vaugh, sem flutti tvö íslensk lög við undirleik Dagnýjar Björgvinsdóttur. Var þá langri og afar vel heppnaðri dag- skrá lokið og gestir fóru ánægðir á brott. Úti beið svöl kvöldkyrrð Lundúnaborgar en efst í hugum flestra var sú alíslenska dagskrá, sem flutt hafði verið í tilefni af fullveldisdegi íslensku þjóðarinnar, 1-. desember. Morpinblaðið/Þorkell Eigendur Art, Elín Jónsdóttir og Ragnheiður Guðjohnsen. Ný hárgreiðslustofa Stokkhólmur: Islenskt jólaboð í kvennaklúbbi Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morirunblaðsins. ART heitir hársnyrtistofa sem nýverið opnaði í Gnoðarvogi 44-46 Reykjavík. Eigendur stof- unnar eru hárgreiðslumeistar- arnir Elín Jónsdóttir og Ragnheiður Guðjohnsen . Auk hárgreiðslu og -snyrtingar eru til sölu hársnyrtivörur á staðn- um. ALÞJÓÐLEGI kvennaklúbbur- inn í Stokkhólmi hélt. árlegt jólaboð sitt 8. desember sl. og kom það nú í fyrsta sinn í hlut Islendinga eða öllu heldur Islend- ingsins að standa fyrir því. Að viðstöddum prinsessunum Lilian og Christina bauð Berglind Ás- geirsdóttir sendiráðunautur gesti velkomna og bað þá að gera sér gott af veitingunum, sem voru eingöngu íslenskur matur. í Alþjóðlega kvennaklúbbnum í Stokkhólmi eru 500 félagar frá 57 löndum en aðeins ein íslensk kona, Sigr’un Jónsdóttir. Bar hún hita og þunga dagsins að þessu sinni. Fékk hún til liðs við sig 50 landa sína í Svíþjóð og settu þeir upp leikþátt um íslensku jólasveinana og seldu happdrættismiða. Gáfu íslensk fyr- irtæki vinningana en ágóðinn rennur til fslenskra barna, sem beitt hafa verið ofljeldi. Áður hafa stórþjóðir á borð við Spánveija og Frakka séð um jóla- boðið og því lék mörgum forvitni á að vita hvernig smáþjóðin stæði sig. Var það niðurstaðan, að Island hefði leyst þetta verk af hendi með miklum sóma. Á matseðlinum var ijúpa og lambasteik ásamt moltubeijasultu með ijóma og að sjálfsögðu „svarti dauðinn", sem íslcnska sendiráðið lagði til. Forseti klúbbsins, Hanne- lore Rönnquist frá Vestur-Þýska- landi, þakkaði að síðustu íslending- unum fyrir ánægjulegt boð. öbbvlgJUO|NAB IsPU-ABAB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.