Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 75 Maður með lambhúshettu Jólaskreytingar voru komnar í búðirnar Þeir voru hranalegir í viðmóti og það virtist fremur vekja grunsemd- ir en hitt, ef maður missti ekki stjórn á skapi sínu. Eins og Arabar fyrirlíta þó útlendinga sem láta reiði sína í ljósi. Við vorum orðin tvö eftir, ég og Lars danski, en hann og Yassin Sýrlendingur koma' þama þó með reglulegu millibili. Sýrlendingurinn hafði sloppið snar- lega í gegn. . En þetta hafðist að lokum. Þá var bara liðinn svo langur tími frá því vélin lenti, að það var búið að læsa töskurnar mínar inni í geymslu. Mér var sagt að maðurinn með lykilinn væri farinn heim að borða, ég gæti kannski komið á morgun og athugað málið. Eg taldi nokkrum sinnum upp að tíu. Svo sagðist ég þurfa að tala eitt orð við stjórann í flugstöðv- arbyggingunni. Eg held ég hafi reynt að brosa líka. Stjórinn var vant við látinn. En af einhvetjum óskýranlegum ástæðum náðist nú í manninn með lykilinn og út rogað- ist ég með töskurnar mínar, að vísu eftir að leitað hafði verið í þeim vel og vandlega. Og þar sem maður er svo fljót- ur að komast aftur í sólskinsskapið, glaðnaði yfir mér þegar ég sá að hótelið hafði staðið við órð sín og sent bílstjóra eftir mér og hann beið enn. Það fannst mér til fyrir- myndar. Kuwaitar væru kannski ekki svo afleitir. Ég bauð þeim Yassin og Lars keyrslu til hótelsins og síðan fórum við í fiskikvöldverð og seven up. Og horfðum yfir til ljósanna í Basra. Og ég komst á þá skoðun á næstu dögum, að Kuwaitar eru hið vingjarnlegasta fólk. Oft þegar ég var á röltinu og vék mér að ein- hveijum að spyija til vegar, voru þeir elskulegheitin sjálf. Gengu með mér langar leiðir til að sýna mér rétta átt. Buðu upp á sítrón- uté í litlum sjoppum, þangað til mér fannst næstum teið vera farið að standa út úr eyrunum á mér. Spurðu frétta þegar þeir heyrðu, hvaðan ég var. Að sönnu gat maður ekki farið allra sinna ferða, vegna ástandsins. Skriffinnska er meiri en ég hef áður kynnzt og er þá töluvert upp í sig tekið. Það var ógerningur að komast að olíuskipahöfninni og það kostaði ærna snúninga að fá að fara dagsferð út úr borginni. En þetta var allt bara blávatn. Og þótt ég væri að vísu gripin eins og glæpon þegar ég var að taka mynd- ir af þinghúsinu, endaði það allt í góðu og ég var hvorki skotin né filman mín tekin af mér. „Við búum ekki við það frelsi sem „fjölskyldan" lofaði okkur. Við lifum í stöðugri ógn og vitum ekki hvaðan óvinurinn kemur. Hvort hann er í næsta nágrenni eða kem- ur sem- eldflaugasprengja frá íran. Þetta er ekki eðlilegt líf og þótt hér sé engum fjár vant, mætti vera minna af peningum og meira ör- yggi,“ sagði einn kuwaitskur kunningi minn. Víst finnur maður óttann hvar- vetna. En sem betur fer er lífið í Kuwait samt meira en ótti og ör- yggisleysi. Það sá ég daginn sem ég fór að skoða Tuma Kuwait, og sá krakkana í skautahöllinni. Að ég nú ekki tali um gosbrunnana sem sungu. Og við skulum líta þar við í seinni grein. Krakki að leik BORGARSPÍTALINN Svæfingalæknir Staða sérfræðings í svæfingalæknisfræði við svæfinga- og gjör- gæsludeild Borgarspítálans er laus til umsóknar. Kennsluskylda fylgir ráðningu. Umsækjandi geri grein fyrir menntunar- og starfsferli, vísinda- og ritstörfum, kennslu- og félagsstörfum. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1988. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. mars 1988. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar í síma 696600. Umsóknir sendist í tvíriti til stjórnar sjúkrastofn- anna Reykjavíkurborgar, Borgarspítalanum. n Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI JEEP CHEROKEE Pioneer árg. 1987, ekinn 8.000 km, 6 cyl., sjálfskiptur, selec-trac., rafm. rúður og læsing- ar, útvarp/kassetta, veltistýri, álfelgur, toppgrind. Verð kr. 1.440.000,- JEEP CHEROKEE Pioneer árg. 1987, ekinn 14.000 km., 6 cyl., sjálfskiptur, selec trac, rafm. rúður og læs- ingar, fjarstýrður hurðaopnari, toppgrind. Verð kr. 1.360.000,- JEEP CHEROKEE Pioneer árg. 1987,6 cyl., sjálfskipt- ur, command-trac, útvarp. Verð kr. 1.300.000 - Bilar þessir eru allir 4ra dyra. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 — 77202 ^Uandínu RABÆRT ÚRVAL AF DÚKKUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.