Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 87
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 87 KNATTSPYRNA / U 21 „Við ætlum að óska eftir því að vera í öðmm riðli“ - segir Eliert B. Schram, formaður KSÍ. Endanleg niðurröðun í EM U 21 ferfram 12. janúar „Við munum senda bréf til Knattspyrnusambands Ev- rópu og óska eftir því að 21 árs landsliðið okkar verði ekki í riðli með Sovétmönnum, Tyrkjum, A-Þjóðverjum og Austurríkismönnum t Evrópu- keppni U 21 landsliða," sagði Eliert B. Schram, formaður KSÍ. Uert sagði að það væri yfír- tótt þannig, að sðmu þjóðir sem leika í riðlum undankeppni Evrópu- keppni landsliða eða HM, leiki einnig saman í riðli I Evrópu- keppni U 21. „Þar sem Ítalía var ekki með í HM-drættinum, þarf að endurskipuleggja 21 árs riðlana og búa til nýja riðla. Þar sem Ijóst er að ferðakosnaður okkar verður geysilegur, þá mun- um við óska eftir því að okkar lið verði sett i annan riðil. Við þurfum að senda bréf um ósk okkar til UEFA fyrir áramót. Endanleg niðurrððun fer fram í V-Þvskalandi 12. janúar, eða sama dag og dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliðs sem fer fram í V-Þýska- íandi næsta sumar,“ sagði EUert. • HANDBOLTI S-Kóreumenn eru komnir Islenska landsliðið í handknattleik leikur tvo landsleiki gegn S- Kóreumönnum 21. og 22. desember í LaugardalshöllinnL S-Kóreumenn koma hingað með 21 manna hóp og kom helmingur hópsins til Reykjavíkur í gærkvöldi. Hinn helmingurinn kemur á fimmtudag- inn. Miklar líkur eru á því að S-Kóreu- menn leiki æfingaleiki gegn íslensk- um félagsliðum fyrir landsleikina. KNATTSPYRNA Flestir vedja á Ítalíu m Iveðbönkum í London veðja flest- ir á að Ítalía verði heimsmeistari í knattspymu 1990. ítalar leika þá á heimavelli og eru þeir þvi óneitan- lega sigurstranglegir. Morgunblaðiö/BAR {þróttasamband íslands og íþróttablaðiA halðruðu íþróttamenn f hófl f gserkvöldi. Útnefndur var íþróttamaður árslns hjá hverju sórsambandl innan ÍSÍ. Hér á myndinnl sjást nokkrir íþróttamann- ana. Nánar verður sagt frá útnefnlngunnl á morgun. Veðmálin standa 9-2. Argentína og Brasilía koma næst á blaði með 5-1, V-Þýskaland 6-1 og England 8-1. Landsliðið ekki í Adidas- búningum? Eins og kom fram hér á síðunni í gær, þá ræddu þeir Ellert B. Schram, formaður KSI og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri sambandsins, við menn frá Adidas í Ziirich. Ekki náðust samningar á milli Adidas og KSÍ í þeim viðræð- um. Eins og málin standa nú þá getur farið svo að íslensku landslið- in í knattspymu leiki ekki í búning- um frá Adidas næsta keppnistí- mabil. KNATTSPYRNA Maradona fær ekki á sig yfirfrakka Argentínumenn og V-Þjóð- verjar leika vináttulandsleik í knattspymu i Buenos Aires í Argentínu í kvöld. Eins og menn muna þá léku þeir til úrslita f HM i Mexikó og lauk leiknum með sigri Argentínumanna, 3:2. Frans Beckenbauer, þjálfari V-Þýska- lands, sagði í gærkvöldi að hann myndi ekki Játa leikmann eita Diego Maradona út um allan völl. „Þetta er ekki úrslitaleikur í HM, heldur vináttuleikur, sem við not- um til að læra á. Við munum aftur á móti hafa góðar gætur á Mara- dona,“ sagði Beckenbauer. Það verður hlutverk Wolfgang Rolff að hafa gætur á Maradona þegar Argentínumenn eru í sókn. . Þess má geta að það er óvíst hvort að Eike Immel, markvörður Stuttgart, leiki í markinu. Hann fékk klaufalegt mark á sig gegn Brasilíumönnum um sl. helgi, sem kostaði V-Þýskaland jafntefli, 1:1, í lélegum leik. Hinn ungi Bodo Illgener hjá Köln, mun veija markið, ef Immel leíkur ekki. KNATTSPYRNA / ENGLAND KNATTSPYRNA Dregið í EM 21 árs liða ÍZ iirich í dag verður dregið um það í Zurich i Sviss - hvaða þjóðir leika saman í átta liða úrslitum Evrópukeppni landsliðs skip- uðum leikmönnum undir 21 árs aldri. Atta mjög sterk landslið eru eftir í keppninni. Spánn, Ítalía, England, Frakkland, Grikkland, Tékkóslóvakía, Skotlahd og Holl- and. Þess má geta til gamans að Grikk- ir eiga mjög skemmtilegt landslið. Þeir tafla fram 21 árs landsliðinu sínu í dag gegn Hollendingum í Evrópukeppnilandsliða. Karl-Heinz Rummenlgge náði að skora í Sviss. FOLK ■ GRIKKIR ætla að tefla fram táningaliði gegn Hollendingum í Evrópukeppni landsliða í dag. Leik- urinn, sem hefur enga þýðingu í EM, þar sem Hollendingar hafa tryggt sér farseðilinn til V-Þýska- lands, fer fram á Rhodos. Grikkiri vilja gefa ungum leikmönnum tæki- færi til að spreyta sig. ■ KARL-HEINZ Rummenigge skoraði sitt fyrsta mark fyrir Xam- ax í Sviss um sl. helgi, í sigurleik, 2:1. „Þetta er mikill léttir fyrir mig. Eg hafði ekki náð að skora i fjórum leikjum," sagði Riunmen- igge. ■ FRANCO Tancredi mark- vörður ítalska félagsins Roma, tilkynnti í gær að hann myndi ekki leika framar knattspymu. Eins og við sögðum frá í gær, varð hann fyrir óskemmtilegri lífsreynslu í leik gegn AC Mflanó. Áhorfendur vörp- uðu þá hvellhettu að honum, þannig að hann missti meðvitund - hjarta hans hætti að slá og þurfti að hnoða hann og blása súrefni í hann. ■ CHARLIE Nicholas lék með varaliði Arsenal um sl. helgi. Það voru ekki margir sem fögnuðu þess- um kunna kappa, því að fáir áhorfendur voru á leiknum. ■ SÓLVEIG Pálsdóttir, leik- maður með kvennaliði Hauka í körfuknattleik, skoraði körfu árs- ins í leik gegn Grindavik. Þegar staðan var 45:42 fyrir Grindavík og fáar sek. til leiksloka, fékk Sól-i veig knöttinn. Þá var hrópað til hennar: „Skjóttu, það er aðeins ein sek. eftir." Sólveig, sem var stödd á eigin vallarhelmingi - skaut og knötturinn hafnaði ofan í körfunni. Annar dómarinn dæmdi körfuna góða, en hinn dómarinn sagði Nei, og við það sat. Dómarinn sagði að tíminn hafi verið útrunninn þegar Sólveig skaut. ■ JOZEF Venglos, sem stjóm- aði landsliði Tékka í knattspymu í HM á Spáni 1982, var í gær endur- ráðinn þjálfari landsliðsins. Hann tekur við af Josef Masopust, sem sagði starfí sínu lausu á dögunum. Venglos mun einnig aðstoða Milos Kvacek, þjálfara OL-liðs Tékka. Norwich keypti O’Neill Steve Bruce fer þá væntanlega til Man. Utd. Norwich festi kaup á vamar- leikmanninum John O’Neill frá QPR í gærkvöldi á 100 þús. sterlingspund. O’Neill, sem er 29 ára, gekk til liðs við FráBob QPR sl. sumar - Hennessyí eftir að hafa leikið Englandi níxx ár hjá Leicester. Hann er n-írskur landsliðsmaður. Norwich mun væntanlega kaupa annan leikmann nú í vikunni og selja síðan Steve Bmce til Manc- hester United, sem hefur boðið 900 þús. í Bruee. Í sl. viku sögðu for- ráðamenn Norwich að þeir myndu ekki láta Bmce fara til United fyrr en þeir væm búnir að fá leikmann eða leikmenn í hans stað. Skoska félagið Morton, sem er á botninum í Skotlandi — hefur feng- ið á sig 57 mörk í 24 leikjum, hefur ákveðið að fá þijá danska leikmenn til að leika með félaginu út þetta keppnistímabil. Hinn 19 árs Thom- as Jakobsen, sem hefur leikið með B 1909, mun leika með Morton gegn Dundee í kvöld. Seinna í vik- unni koma svo þeir Lars Christen- sen og Kastern Magard til liðs við Morton frá Danmörku. Danskir leikmenn hafa oft leikið með Morton og einnig íslenskir leik- menn. Guðgeir Leifsson og Atli Þór Héðinsson léku á ámm áður með Morton. Rangers og Dunfermline gerðu jafntefli, 2:2, í Skotlandi í gær- kvöldi. Tveir leikir vom leiknir í ensku 3. deildarkeppninni: Bristol City - Fulham, 4:0 og Tranmere lagði Bolton að velli, 2:0. ÍSLENSKAR GETRAUNIR Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún ■ 104 Reykjavik Island • Slmi 84590 GETRAUNAVINNINGAR! 16. leikvika - 12. desember 1987 Vinningsröð: X1 1-X1X-221-1X2 1. vinningur 12 réttir, kr. 4.796.355,- 227086(9/11) 2. vinningur 11 réttir kr. 24.469,' 4087 42551 48505+ 51770 232218 235752 8074 42755 49419 95912 234252 236012+ 8826 46959 49466 96236 234878+ 594528 10075 48037 51068 125580 234935+ 598189 41287 48330 51076 128175 235232 T00682 Kærufrestur er til mánudagsins 4. janúar 1988 kl. 12.00 á hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.