Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 87

Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 87
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 87 KNATTSPYRNA / U 21 „Við ætlum að óska eftir því að vera í öðmm riðli“ - segir Eliert B. Schram, formaður KSÍ. Endanleg niðurröðun í EM U 21 ferfram 12. janúar „Við munum senda bréf til Knattspyrnusambands Ev- rópu og óska eftir því að 21 árs landsliðið okkar verði ekki í riðli með Sovétmönnum, Tyrkjum, A-Þjóðverjum og Austurríkismönnum t Evrópu- keppni U 21 landsliða," sagði Eliert B. Schram, formaður KSÍ. Uert sagði að það væri yfír- tótt þannig, að sðmu þjóðir sem leika í riðlum undankeppni Evrópu- keppni landsliða eða HM, leiki einnig saman í riðli I Evrópu- keppni U 21. „Þar sem Ítalía var ekki með í HM-drættinum, þarf að endurskipuleggja 21 árs riðlana og búa til nýja riðla. Þar sem Ijóst er að ferðakosnaður okkar verður geysilegur, þá mun- um við óska eftir því að okkar lið verði sett i annan riðil. Við þurfum að senda bréf um ósk okkar til UEFA fyrir áramót. Endanleg niðurrððun fer fram í V-Þvskalandi 12. janúar, eða sama dag og dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliðs sem fer fram í V-Þýska- íandi næsta sumar,“ sagði EUert. • HANDBOLTI S-Kóreumenn eru komnir Islenska landsliðið í handknattleik leikur tvo landsleiki gegn S- Kóreumönnum 21. og 22. desember í LaugardalshöllinnL S-Kóreumenn koma hingað með 21 manna hóp og kom helmingur hópsins til Reykjavíkur í gærkvöldi. Hinn helmingurinn kemur á fimmtudag- inn. Miklar líkur eru á því að S-Kóreu- menn leiki æfingaleiki gegn íslensk- um félagsliðum fyrir landsleikina. KNATTSPYRNA Flestir vedja á Ítalíu m Iveðbönkum í London veðja flest- ir á að Ítalía verði heimsmeistari í knattspymu 1990. ítalar leika þá á heimavelli og eru þeir þvi óneitan- lega sigurstranglegir. Morgunblaðiö/BAR {þróttasamband íslands og íþróttablaðiA halðruðu íþróttamenn f hófl f gserkvöldi. Útnefndur var íþróttamaður árslns hjá hverju sórsambandl innan ÍSÍ. Hér á myndinnl sjást nokkrir íþróttamann- ana. Nánar verður sagt frá útnefnlngunnl á morgun. Veðmálin standa 9-2. Argentína og Brasilía koma næst á blaði með 5-1, V-Þýskaland 6-1 og England 8-1. Landsliðið ekki í Adidas- búningum? Eins og kom fram hér á síðunni í gær, þá ræddu þeir Ellert B. Schram, formaður KSI og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri sambandsins, við menn frá Adidas í Ziirich. Ekki náðust samningar á milli Adidas og KSÍ í þeim viðræð- um. Eins og málin standa nú þá getur farið svo að íslensku landslið- in í knattspymu leiki ekki í búning- um frá Adidas næsta keppnistí- mabil. KNATTSPYRNA Maradona fær ekki á sig yfirfrakka Argentínumenn og V-Þjóð- verjar leika vináttulandsleik í knattspymu i Buenos Aires í Argentínu í kvöld. Eins og menn muna þá léku þeir til úrslita f HM i Mexikó og lauk leiknum með sigri Argentínumanna, 3:2. Frans Beckenbauer, þjálfari V-Þýska- lands, sagði í gærkvöldi að hann myndi ekki Játa leikmann eita Diego Maradona út um allan völl. „Þetta er ekki úrslitaleikur í HM, heldur vináttuleikur, sem við not- um til að læra á. Við munum aftur á móti hafa góðar gætur á Mara- dona,“ sagði Beckenbauer. Það verður hlutverk Wolfgang Rolff að hafa gætur á Maradona þegar Argentínumenn eru í sókn. . Þess má geta að það er óvíst hvort að Eike Immel, markvörður Stuttgart, leiki í markinu. Hann fékk klaufalegt mark á sig gegn Brasilíumönnum um sl. helgi, sem kostaði V-Þýskaland jafntefli, 1:1, í lélegum leik. Hinn ungi Bodo Illgener hjá Köln, mun veija markið, ef Immel leíkur ekki. KNATTSPYRNA / ENGLAND KNATTSPYRNA Dregið í EM 21 árs liða ÍZ iirich í dag verður dregið um það í Zurich i Sviss - hvaða þjóðir leika saman í átta liða úrslitum Evrópukeppni landsliðs skip- uðum leikmönnum undir 21 árs aldri. Atta mjög sterk landslið eru eftir í keppninni. Spánn, Ítalía, England, Frakkland, Grikkland, Tékkóslóvakía, Skotlahd og Holl- and. Þess má geta til gamans að Grikk- ir eiga mjög skemmtilegt landslið. Þeir tafla fram 21 árs landsliðinu sínu í dag gegn Hollendingum í Evrópukeppnilandsliða. Karl-Heinz Rummenlgge náði að skora í Sviss. FOLK ■ GRIKKIR ætla að tefla fram táningaliði gegn Hollendingum í Evrópukeppni landsliða í dag. Leik- urinn, sem hefur enga þýðingu í EM, þar sem Hollendingar hafa tryggt sér farseðilinn til V-Þýska- lands, fer fram á Rhodos. Grikkiri vilja gefa ungum leikmönnum tæki- færi til að spreyta sig. ■ KARL-HEINZ Rummenigge skoraði sitt fyrsta mark fyrir Xam- ax í Sviss um sl. helgi, í sigurleik, 2:1. „Þetta er mikill léttir fyrir mig. Eg hafði ekki náð að skora i fjórum leikjum," sagði Riunmen- igge. ■ FRANCO Tancredi mark- vörður ítalska félagsins Roma, tilkynnti í gær að hann myndi ekki leika framar knattspymu. Eins og við sögðum frá í gær, varð hann fyrir óskemmtilegri lífsreynslu í leik gegn AC Mflanó. Áhorfendur vörp- uðu þá hvellhettu að honum, þannig að hann missti meðvitund - hjarta hans hætti að slá og þurfti að hnoða hann og blása súrefni í hann. ■ CHARLIE Nicholas lék með varaliði Arsenal um sl. helgi. Það voru ekki margir sem fögnuðu þess- um kunna kappa, því að fáir áhorfendur voru á leiknum. ■ SÓLVEIG Pálsdóttir, leik- maður með kvennaliði Hauka í körfuknattleik, skoraði körfu árs- ins í leik gegn Grindavik. Þegar staðan var 45:42 fyrir Grindavík og fáar sek. til leiksloka, fékk Sól-i veig knöttinn. Þá var hrópað til hennar: „Skjóttu, það er aðeins ein sek. eftir." Sólveig, sem var stödd á eigin vallarhelmingi - skaut og knötturinn hafnaði ofan í körfunni. Annar dómarinn dæmdi körfuna góða, en hinn dómarinn sagði Nei, og við það sat. Dómarinn sagði að tíminn hafi verið útrunninn þegar Sólveig skaut. ■ JOZEF Venglos, sem stjóm- aði landsliði Tékka í knattspymu í HM á Spáni 1982, var í gær endur- ráðinn þjálfari landsliðsins. Hann tekur við af Josef Masopust, sem sagði starfí sínu lausu á dögunum. Venglos mun einnig aðstoða Milos Kvacek, þjálfara OL-liðs Tékka. Norwich keypti O’Neill Steve Bruce fer þá væntanlega til Man. Utd. Norwich festi kaup á vamar- leikmanninum John O’Neill frá QPR í gærkvöldi á 100 þús. sterlingspund. O’Neill, sem er 29 ára, gekk til liðs við FráBob QPR sl. sumar - Hennessyí eftir að hafa leikið Englandi níxx ár hjá Leicester. Hann er n-írskur landsliðsmaður. Norwich mun væntanlega kaupa annan leikmann nú í vikunni og selja síðan Steve Bmce til Manc- hester United, sem hefur boðið 900 þús. í Bruee. Í sl. viku sögðu for- ráðamenn Norwich að þeir myndu ekki láta Bmce fara til United fyrr en þeir væm búnir að fá leikmann eða leikmenn í hans stað. Skoska félagið Morton, sem er á botninum í Skotlandi — hefur feng- ið á sig 57 mörk í 24 leikjum, hefur ákveðið að fá þijá danska leikmenn til að leika með félaginu út þetta keppnistímabil. Hinn 19 árs Thom- as Jakobsen, sem hefur leikið með B 1909, mun leika með Morton gegn Dundee í kvöld. Seinna í vik- unni koma svo þeir Lars Christen- sen og Kastern Magard til liðs við Morton frá Danmörku. Danskir leikmenn hafa oft leikið með Morton og einnig íslenskir leik- menn. Guðgeir Leifsson og Atli Þór Héðinsson léku á ámm áður með Morton. Rangers og Dunfermline gerðu jafntefli, 2:2, í Skotlandi í gær- kvöldi. Tveir leikir vom leiknir í ensku 3. deildarkeppninni: Bristol City - Fulham, 4:0 og Tranmere lagði Bolton að velli, 2:0. ÍSLENSKAR GETRAUNIR Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún ■ 104 Reykjavik Island • Slmi 84590 GETRAUNAVINNINGAR! 16. leikvika - 12. desember 1987 Vinningsröð: X1 1-X1X-221-1X2 1. vinningur 12 réttir, kr. 4.796.355,- 227086(9/11) 2. vinningur 11 réttir kr. 24.469,' 4087 42551 48505+ 51770 232218 235752 8074 42755 49419 95912 234252 236012+ 8826 46959 49466 96236 234878+ 594528 10075 48037 51068 125580 234935+ 598189 41287 48330 51076 128175 235232 T00682 Kærufrestur er til mánudagsins 4. janúar 1988 kl. 12.00 á hádegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.