Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Minning: Óla Óladóttir Fædd 26. september 1931 Dáin 9. desember 1987 Hún Óla vinkona mín er dáin. Það dauðastríð var stutt og snöggt um hana. Þess vegna erum við vin- ir hennar lengur að meðtaka það og skilja og harmi slegin, en orð eru lítils megnug þegar örlög eru ráðin svo snöggt. Ólu og Gunnari, eftirlifandi eigin- manni hennar, varð ekki barna auðið en þau voru mjög bamgóð og voru frænkur Ólu í miklu eftir- læti hjá þeim. Óla var sérlega góður vinnukraft- ur og voru þau hjónin búin að byggja sér elskulegt heimili á Bú- staðaveginum, enda bæði sérlega dugleg og maður hennar með af- brigðum laghentur og ekki kom maður í smáinnlit að ekki væri dreg- ið fram það besta sem til var. Við Óla unnum samán í nokkur ár á erilsömum vinnustað og við gátum eins átt von á að vera kallaðar í vinnu að nóttu til, og var mannskap- urinn þá oft þungur en Óla kom fjöri í liðið og þá brást ekki að dagrenningin var bjartari. Ola var ættuð frá Eskifirði, var hún yngst af mörgum systkinum og var skírð við kistu föður síns. Eftirlifandi systkini hennar eru Heiga, Óskar og hálfsystir þeirra, Kolbrún, sem búsett eru í Reykjavík. Ég þakka Ólu fyrir góð kynni, hún var einlæg og sönn. Ég votta Gunnari, eiginmanni hennar, systk- inum og öðrum vandamönnum samúð mína. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins svo hann geti risið upp í mætti sínum og óptraður leitað á fund síns guðs? (Úr Spámanninum, Kahlil Gibran) Hvíli.hún í friði. Benný Það er erfitt að lýsa þeim tilfinn- ingum, sem hrærast í bijósti manns, þegar náinn vinur deyr. Við söknuð- inn blandast sjálfsgagnrýni. Það er svo margt sem maður hefði viljað gera betur til að rækta vináttuna, en nú er það um seinan. Minnin- garnar hrannast upp. Jafnvel löngu liðin smáatvik verða Ijóslifandi. Enn er maður minntur á smæð okkar gagnvart æðri máttarviildum. Eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Er ég reiðubúinn? Ég veit það ekki. Það er aðventa. Daginn styttir og jólin nálgast. Á heimilum landsins fer tími gleði í hönd. Sumir eiga erfið jól. Við skulum biðja fyrir þeim. Óla, vinkona mín, var fædd á Eskifirði 26. september 1931. Faðir hennar var Óli, smiður og skipstjóri á Eyri við Eskifjörð, Þorleifssonar bónda þar. Móðir Ólu var Jóhanna Lára Guðjónsdóttir Vopnfjörð. Kona Guðjóns var Þorbjörg Þor- láksdóttir, sem rak gistiheimili á Norðfirði og síðan sjúkrahús á Eski- firði. Óli og Jóhanna áttu átta böm. Tvíburana Jóhönnu og Þorleif, sem dóu ung, Erlu, Björgvin og Hörð, sem nú eru dáin, Óskar og Helgu, sem enn eru á lífi og Ólu, sem var yngst. _ Faðir Ólu dó um svipað leyti og hún fæddist og fluttist móðir henn- ar skömmu síðar með bömin til Reykjavíkur. Hún setti þar upp mötuneyti til að framfæra hópinn og giftist síðar Óskari Jóhannssyni, og áttu þau eitt bam, Kolbrúnu. Jóhanna, móðir Ólu, dó árið 1960. Hefur hér verið stiklað á stóru, en geta má nærri að mikil saga er ósögð um uppvaxtarár Ólu og þann dugnað og ósérhlífni, sem móðir hennar sýndi við framfærslu barna sinna, að ógleymdri þeirri stoð sem hún síðar naut frá seinni manni sínum, Óskari. Árið 1956 urðu þáttaskil í lífí Ólu, en þá kynntist hún lífsfömnaut sínum, Gunnari Ragnarssyni. Það var um verslunarmannahelgina og ást við fyrstu sýn. Gunnar ólst upp á Akureyri, sonur Ragnars, verka- manns þar Pálssonar, sjómanns, Garðarssonar. Ragnar fluttist síðar til Reykjavíkur. Hann var mikill hestamaður og var síðustu tuttugu árin gæslumaður á vegum sauð- fjárveikivarna. Hann dó fyrir tiu ámm. Móðir Gunnars var Svava Benediktsdóttir Magnússonar frá Vallá á Kjalamesi. Hún dó þegar Gunnar var um tvítugt. Mikill hamingjudagur var í lífi Ólu og Gunnars fyrir fimm ámm, eða 27. nóvember 1982, erþau gift- ust, en ári áður höfðu þau eignast sína fyrstu íbúð. Náið samband var ævinlega milli Ólu og systur henn- ar, Helgu, sem hefur átt við vanheilsu að stríða mörg undanfar- in ár. Guðríður mágkona hennar var henni einnig einkar kær svo og vinkona hennar frá bernsku, Inga Ólafsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SK. GUÐLAUGSSON fyrrv. forstjóri, Hvassaleiti 8, Reykjavik, andaðist i Landspítalanum þann 14. desember. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Björn Johnsen, Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur Sk. Johnsen, Sturla B. Johnsen, Guðríður Edda Johnsen. t Faðir og fósturfaðir, EMILB. JÓNASSON fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma, frá Seyðisfirði, andaðist í Landakotsspítala 1 1. desember. Hann verður jarðsettur föstudaginn 18. desember frá Fossvogs- kirkju kl. 13.30. Anna Katrin Emilsdóttir, Halldóra Jóna Stefánsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR ERLA EIRÍKSDÓTTIR, andaðist í Landspitalanum mánudaginn 14. desember. Hlöðver Örn Ólason, . Óli Örn Hlöðversson, Eirikur Kristinn Hlöðversson. óblíðu örlaga, sem grimmúðlegur sjúkdómur spinnur allt of mörgum. Við leiðarlok þökkum við kærum vini allt sem hún var okkur öllum. Við þökkum henni tryggð hennar við okkur og elskulegheitin öll. Við biðjum Gunnari, vini okkar, blessunar og sendum honum og aðstandendum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu góðrar konu. Guðrún og Már Egilsson. í dag kveðjum við sanna heiðurs- könu, Ólu Oladóttur. Óla kvaddi þetta líf fyrir nokkrum dögum og heldur nú, ef til vill, á vit nýrra ævintýra og reynslu. Við bræðumir horfum á eftir með söknuði en minningarnar um þessa sérstöku konu geymum við innra með okkur og þar lifir hún áfram. — Við kynnt- umst Ólu fyrir um það bil fimmtán árum. Hún kom þá til að hjálpa foreldrum okkar að halda erilsömu heimili hreinu og gangandi. Fljót- lega eftir að við kynntumst henni mynduðust.á milli okkar sterk vin- áttubönd. Hún var hlý en um leið ákaflega ákveðin kona og við fund- um að þessari konu gátum við treyst fyrir okkar framtíðardraumum, gleði og sorg. Óla hafði mikla lífsreynslu að baki, en hún var samt alltaf reiðubúin að ræða við okkur sem jafningja, bæði þegar við vor- um börn og seinna unglingar. Fráfall hennar snertir okkur djúpt, en við trúum því að hún sé horfin inn í annan heim þar sem lífið byijar á nýjan leik. Gunnari, eftirlifandi eiginmanni hennar, vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum æðri máttarvöld að styrkja hann í sorg sinni. Steingrímur Másson, Egill Másson, Már Másson. Kveðjuorð: Karl Bjarnason frá ísafirði Ég kynntist Ólu fyrir fimmtán árum, þegar hún tók að sér aðstoð á heimili okkar. Smám saman myndaðist óvenju kærleiksríkt sam- band milli hennar, konu minnar og barna. Ég minnist ótal atvika þar sem hún sýndi vináttu og elsku sem er langt umfram það sem búast má við frá vandalausum. Ástúð hennar og gjafmildi gagnvart börn- um okkar og barnabörnum er ógleymanleg. Ekki mun ég tíunda þetta nánar, en með Ólu er farin óvenju góð og stórbrotin kona, sem við fáum aldrei fullþakkað. Þegar Ólu er minnst er Gunnar ætíð nálægur svo einstaklega sam- rýmd voru þau og nátengd til allra hluta. Hlýleiki og ástúð streymdi ætíð frá þeim og aldrei heyrðist styggðaryrði um nokkurn mann. Mætti margur þar af læra. Hugur- inn dvelst nú hjá Gunnari, sem misst hefur svo mikið. Megi Guð blessa hann og veita honum huggun í sorg hans. Einnig ættingjum henn- ar og vinum. Að leiðarlokum þökkum við Ólu ástúð hennar og umhyggju og biðj- um henni blessunar um alla framtíð. Guð varðveiti minningu Ólu Óladóttur. Guðmundur Óskarsson Við, sem þessi örfáu kveðjuorð sendum, söknum nú vinar í stað. í sautján ár höfum við verið nær daglega samvistum við hana, hún var alla tíð sem ein af fjölskyldu okkar. Synir okkar og þeirra fólk allt leit ávallt til hennar sem náinn- ar frænku, sem þeir elskuðu og virtu að verðleikum. Heilsteypt manneskja er nú gengin langt um aldur fram, fórnarlamb þeirra Fæddur 13. desember 1913 Dáinn 30. nóvember 1987 Þriðjudagjnn 8. desember sl. var gerð útför Karls Bjarnasonar, en hann lést 30. nóvember í Landa- kotsspítalanum eftir þungbær veikindi. Það eru nú um 2 áratugir síðan leiðir okkar Karls lágu sam- an, en hann festi kaup á raðhúsi í Sæviðarsundi 2. Var það í fokheldu ástandi og hófst hann þegar handa við að ljúka smíði þess, en öll verk léku í höndum Karls og fyrr en varði flutti fjölskyldan inn. Ekki leið á löngu þar til hann hvatti okkur sameignarmenn sína að taka til hendinni að Ijúka jarðvinnu um- hverfis húsin, skipulagði verkið og stjórnaði því. Er mér ekki grun- laust um að áhugi Karls að prýða og snyrta húsin og kringum þau hafi haft sitt að segja að Sæviðar- sundið var á sínum tíma kosin fegursta gata Reykjavíkur. Karl haslaði sér völl í sjávarút- vegi. Hann var ísfirðingur og kynntist ungur þeim atvinnuvegi. Hann starfaði um árabil hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, var það mjög annasamt starf og útheimti mikil ferðalög jafnt innanlands sem utan. Síðustu starfsárin starfaði hann hjá Framkvæmdastofnun og tók þá meðal annars að sér stjórn á Norðurstjömunni í Hafnarfirði. Öll þessi störf rækti Karl af miklum dugnaði og árvekni. Hafa menn sagt mér að fáir menn hefðu jafn- mikla þekkingu á málefnum hrað- frystiiðnaðarins og Karl hafði. Öllum sem kynntust Karli varð hann eftirminnilegur og þá fyrst og fremst fyrir mannkosti sína. Hann var frekar lágur maður vexti, vel vaxinn og lengst af léttur á fæti. Var auðséð að þar fór gamall íþróttamaður, andlitið var svipmikið og röddin djúp og karlmannleg. Bar hann með sér að hann var maður ákvarðana, en gagnvari Qölskyldu sinni og vinum var hann sérlega mildur og greiðvikinn og einstak- lega skemmtilegur. Eftirað Karl lét af störfum hjá því opinbera vann hann að ráðgjöf í sambandi við frystiiðnaðinn, en hann naut þess ekki lengi því heilsan bilaði. Kom þá að því að honum fannst hann ekki hafa þrek til að halda eign sinni í því horfi sem hann óskaði. Seldi hann því húsið og flutti í sam- býlishús að Tjarnarbóli 14. Þar undi hann og Anna hag sinum vel. Nú að lejðarlokum er margs að minnast. Ég minnist þeirra stunda er við á fögrum sumarkvöldum hitt- umst fyrir utan húsin okkar, spjöll- uðum saman og hoi-fðum yfir Sundin til Esjunnar, sem blasir við sjónum okkar síbreytileg og fögur. Öft á vetrarkvöldum leit ég inn til Önnu og Karls. Þangað var gott að koma, hlýlegt og fallegt heimili og gestrisnin niikil. Karl var mjög heimakær og mikill fjölskyldumað- ur, sem vakti stöðugt yfir velferð Qölskyldunnar. Nú að leiðarlokum kveðjum við Dadda vin okkar með miklum sökn- uði og sendum eiginkonu hans, Önnu Guðjónsdóttur og ástvinum hennar okkar dýpstu samúðar- kveðjur. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KARLOTTA KARLSDÓTTIR, Hvassaleiti 56, (áður Nökkvavogi 54), verður jarðsungin fimmtudaginn 17. desember frá Dómkirkjunni í Reykjavik kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vilja minnast hinn- ar látnu, láti liknarstofnanir njóta þess. Einar Ásgeirsson, Ásgeir Einarsson, Elín Elíasardóttir, Sigurveig Einarsdóttir, Þórir Gunnlaugsson, Guðrún Einarsdóttir, Sölvi Egilsson, EinarK. Einarsson, Hólmfríður Jónsdóttir, Magnús St. Einarsson, Dana Lind Lúthersdóttir og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL JÚLÍUSSON bóndi i Hitarnesi, sem andaðist 9. desember verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaða- kirkju laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Jarðsett verður i heimagrafreit. Kristbjörg Þórarinsdóttir, Kristín J. Pálsdóttir, Þórunn K. Skúladóttir, Aðalheiður Pálsdóttir, Þórður K. Skúlason, Halldór J. Pálsson, G. Jósep Skúlason, Stefán H. Pálsson, Kristbjörg Skúladóttir, Július Pálsson, Skúli L. Skúlason, Ingi Þ. Skúlason, tengdabörn og barnabörn. Jakob Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.