Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987
Ráðhúsið og
íslenski stíllimi
Bærinn í Hriflu í Þingeyjarsýslu 1896.
eftir Þórð Kristínsson
Enda þótt ekki þurfi að bera í
bakkafullan lækinn þá verður það
nú samt gert til að vera með. Auðvit-
að er það fyrirhuguð bygging
ráðhúss Reykjavíkurborgar sem um
er að ræða, eins og kemur fram í
fyrirsögn. En samt virðist sem fólki
sé ókunnugt um að smíði ráðhúss
hefur lengi verið í deiglu og því eng-
in undur að meirihlutinn í borgar-
stjóm samþykki húsbygginguna í
Tjörninni. Þess er einnig að geta,
að ráðhúsbygging hefur áður verið
samþykkt — og þá samhljóða; en
menn urðu svo hissa eftir atkvæða-
greiðsluna að hætt var við áformin.
En fyrst búið er að samþykkja aftur
þá er kominn tími til að stofna fé-
lög, mótmæla og reyna að fá
ráðagerðinni breytt. Slíka röð atvika
má reyndar vel kalla íslenskan stíl,
þótt hann sé ekki til umræðu hér.
Islenski stíllinn sem hér er vakin
athygli á er af öðmm toga, en varð-
ar samt líka ráðhúsið, m.a. vegna
þess að hús hafa þann agnúa að þau
Þrösturj. Karisson
SVAÐILFÖRIN
Ævíníýrí
Þórður Kristinsson
em reist á ákveðnum stað með
ákveðinni lögun og er þau em byggð
verða þau fyrir augum okkar upp frá
„Afkomandi hins eigin-
lega moldarkofa, hinn
íslenski burstabær, er
grunnhugmyndin.
Danska bárujárnshúsið
sem er íslenskt að þegn-
rétti kemur fram í
háum hliðarveggjum.
Og hvolflaga þakið,
sem á sér nærtækasta
fyrirmynd í hermanna-
bröggum stríðsáranna,
hefur sömuleiðis öðlast
íslenskan þegnrétt,
enda ófáar skemmurn-
ar víðsvegar um landið
með þessu lagi. Tjörnin
sjálf er svo fulltrúi
náttúrunnar, ásamt
neðanj arðarbí lastæð-
inu, sem túlkar hella
landsins, gjótur þess og
gíga.“
því. í umræðu um ráðhúsið hefur
ósætti um staðinn helst verið í önd-
vegi; segja sumir að það sem nú er
fallegt verði ljótt ef húsið rís á þess-
um stað. En auk fegurðarinnar, sem
til álita kemur, eru einnig uppi kenn-
ingar um að staðurinn sjálfur, burt
séð frá þessu tiltekna húsi, sé óhent-
ugur til húsbygginga; telja hinir
svæsnustu Tjörnina jafnvel ónýta
sem dýrabústað, verði húsið reist;
allt kvikt muni drepast.
En ein er þó sú hlið þessa merkis-
máls, sem menn hafa enn varla beint
spjótum sínum að, en er þó býsna
mikilvæg út frá sögulegu sjónarmiði
— eða fremur menningarsögulegu
svo við notumst við viðurkennt orða-
lag. Sætir það nokkurri furðu með
því að við Islendingar eru mikil
menningarþjóð að okkar eigin mati
og fýlgjumst í senn vel með erlendum
menningarstraumum jafnframt því
sem við erum fljótir til að grípa upp
það besta sem heimsmenningin býð-
ur. Svo vill nefnilega til að ráðhús-
teikningin er löngu orðin heimsfræg
í Bretlandi, þar sem sett hefur verið
fram sú óhrekjanlega kenning að
loksins hafi komið fram íslenskur
byggingarstíll. Var það nú reyndar
ekki seinna vænna, því nokkur ár
eru liðin síðan við skriðum út úr
moldarkofunum og inn í dönsku
bárujárnshúsin sem mjög svo hefur
verið barist um í seinni tíð. Enda
þótt kenning þessi um íslenska stílinn
sé einungis fullyrðing enn sem kom-
ið er, þá ætti hún ein og sér auðvitað
að vera nægileg ástæða til að byggja
ráðhúsið og helst mörg önnur í þess-
um stíl hingað og þangað þar sem
vatn liggur vel við frosti. En í hinum
íslenska stíl verður lögun húss og
staðsetning — í vatni eða nálægt
vatni — nauðsynlega að fara saman.
Akureyringar hljóta þannig að sjá í
hendi sér að engir eru þeir eftirbátar
Reykvíkinga og geta vel snarað sér
Stjómarskrá?
Hvað er það?
(Spurt fyrir þingmenn)
eftír Asgeir Jakobsson
Kóngurinn okkar sæli, sem ég vildi
á sínum tíma hafa áfram fýrir þjóð-
höfðingja af því að hann skildi ekki
íslenzku, lét okkur eftir ágæta stjóm-
arskrá, sem við höfum síðan notað
með breyttum formerkjum um þjóð-
höfðingja titil og eitthvað eru
númerin önnur. Það var mikið til
þessarar stjómarskrár vitnað hér á
árum áður í sambandi við stjómarat-
hafnir og náttúrlega þá framsóknar-
menn við stjómvölinn, en þeir hafa
alltaf þótt hallari undir stjómarskrá
síns eigin ríkis við Sölvhólsgötuna
en stjómarskrá íslenzka ríkisins.
Þar hefur svo komið sögunni, að
ríkisafskipti af þegnunum urðu svo
yfirþyrmandi, að það var komið upp
úr á mönnum að spyija hvort eitt-
hvað af þeirri ráðsmennsku passaði
við stjómarskrár-ákvæðin, en í því
plaggi eiga að vera greinar um alla
meginþætti þjóðlífsins og það hlaut
því að verða með vaxandi afskiptum
ríkisins af framferði þegnanna að
það gæti orkað tvímælis á stundum,
hvort þau afskipti öll pössuðu við sum
ákvæði stjómarskrárinnar. Hún var
því lögð einhvers staðar á botninn
undir öllum lagabálkum þings og
stjómar. Menn hættu að kíkja í
stjómarskrána, enda reyndist hún
hið mesta gatasigti, ef með hana var
farið í dómsali til að hnekkja verkum
stjómvalda. Þannig eiga líklega
stjómarskrár að vera útbúnar, svo
að þær þvælist ekki fyrir stjóm-
völdum og þegnar að hlaupa í þær
með alls kyns klögumál sín á ríkis-
valdið.
Ég ólst upp á íslandi sem eitt sinn
var og það situr í mér að virða stjóm-
arskrána, eða að minnsta kosti man
ég að hún er einhvers staðar til, en
það er meira en nú verður sagt um
margan. Það gengur nú ekkert
minna á fýrir mér en það, að ég vil
að einhver framtakssamur „sæ-
greifí", sem meiningin er að setja á
hausinn, af því útlit er fýrir að hann
geti borgað skuldir sínar, leiti uppi
stjómarskrána og fari með hana fýr-
ir dómstóla og bendi þar á tvö ákvæði
hennar, sem Þymirósu (sem ekki
reyndist þymirósa heldur Lína lang-
sokkur, kem að því síðar,) kunni að
hafa yfirsézt.
Það er eiður sær að nokkur þing-
maður hafí vitnað þegar þetta er
ritað til stjómarskrárinnar í umræð-
um um stjórnun fískveiða, og þá er
að minna þingmenn á það, að það
var uppi á einni tíð hæstaréttarlög-
maður og þingmaður, sem þótti vita
sínu viti í lögum, Lárus Jóhannesson,
sem vildi höfða mál á ríkið vegna
laga, sem voru í allan máta hliðstæð
þeim sem hafa verið í gangi undan-
farin ár og á nú að herða um
sjávarútveginn.
Láms hélt ræðu á verzlunarþingi
1936, þar sem hann hvatti kaupmenn
til að láta reyna á stjómarskrána
fýrir dómstólum, þegar framsóknar-
menn voru að skammta kaupmönn-
um hlutinn eftir Sölvhólsskránni.
Láms vitnaði til 62. gr. og 64.
greinar í stjómarskrá kóngsins en
nú em þær greinar nr. 67 og 69 í
Lýðveldisskránni. I 67. greininni seg-
ir svo: „Eignaréttur er friðhelgur,
Engan má skylda til að láta af hendi
eign sína nema almenningsheill
krefli. Þarf til þess lagafyrirmæli og
komi fullt verð fyrir.“
Og í 69. greininni segir: „Engin
bönd má leggja á atvinnufrelsi
manna, nema almenningsheill krefji,
enda þarf lagaboð til.“
Láms skýrði í þessu sambandi
hugtakið „eignaréttur“ svo að það
tæki ekki einungis til eignar í
þrengstu merkingu, heldur fjárrétt-
inda yfirleitt og þar með atvinnurétt-
inda.
Ekki þarf að taka fram, að álíka
skýringar er að fínna í bókum ýmissa
lögspekinga, þótt hér sé vitnað í
þennan merka lögmann, þar sem
hann greip til stjómarskrárákvæð-
anna í sambandi við mál, hliðstætt
kvótakerfí skipstjóranna.
Láms kvaðst þess fullviss, að
kaupmenn ættu rétt á skaðabótum,
þegar teknar væm af þeim með vald-
boði verzlunarvömr, sem þeir hefðu
lengi verzlað með. Hann nefndi og
dæmi um skaðabætur, sem kaup-
menn í nágrannalöndunum hefðu
fengið við samskonar aðgerðir
stjómvalda þar í löndum og hér vom
að gerast.
Nú er í daglátum þjóðarinnar hið
sama að gerast í landbúnaði og sjáv-
arútvegi og á tíma Lámsar í verzlun.
Bændur hafa verið látnir draga stór-
lega úr framleiðslu sinni og skerða
búrekstur sinn að stjórnarvaldboði
en þeir hafa hlotið bætur fyrir. Svo
sýnist að allt hið sama eigi að gilda
um skaðabótarétt í fiskveiðunum.
Orðið almenningsheill er voða-
legt orð í höndum vondra stjórnvalda,
og vandséð tíðum hvar það á sér
takmörk.
I fiskveiðum gæti það eflaust talizt
til almenningsheilla að stjórnvöld
ákvæðu hámarksafla, sem héti þá til
vemdar fiskistofnum. Einnig gæti
talizt til almenningsheilla í fiskveið-
um að takmarka veiðisvæði og yrði
þá að koma til skaðabætur til þeirra,
sém mesta ættu atvinnu sína og
eignaverðmæti undir sókn á þau
mið, sem lokað væri. Ég hef aldrei
skilið af hveiju Grindvíkingar fóm
ekki í skaðabótamál, þegar tekin var
af þeim bezta slóðin (Frímerkið) á
Selvogsbanka, þótt mjög líklega
gætu stjórnvöld túlkað það undir al-
menningsheill, þá átti plássið skaða-
bótarétt.
Hins vegar þegar kemur að því
að skipta hámarksafla settum til
almenningsheilla, milli þegnanna,
sem allir eiga sama þegnréttinn eftir
stjómarskránni til nýtingar landsins
gæða og ekki em í annarra eign en
þjóðarinnar, um það þarf enga lög-
festingu. Þessi þarflausa lögfesting
býður upp á að stjórnvöld, sem þann-
ig em sinnuð, geti þjóðnýtt sjávarút-
veginn fyrirhafnarlaust. Það hefur
enginn nokkurn tímann eignað sér
óveiddan físk. Það em stjómvöld,
sem með kvótakerfinu hafa gert
óveiddan fisk að eign einstaklinga
og eru nú að verða sér úti um lög-
festingu á því athæfí. Það eru hins
vegar atvinnuréttindi fólgin í sókn-
inni í fiskinn og til þeirra eiga allir
að hafa sama rétt. Það hlýtur að
vera ósamrýmanlegt ákvæðum
stjómarskrárinnar að banna hluta
þegnanna að sækja í þessa apðlind,
en skammta öðmm misjafnan hlut-
inn.
Kvótakerfí það sem í gangi er og
meining er að magna, er eitt alls-
heijar stjómarskrárbrot, bæði á
eignar- og atvinnuréttindaákvæðum
stjómarskrárinnar. Var ekki einhver
þingmaður að tala um að „þróa“ sig
út úr kerfí? Hvenær hefur slíkt gerzt?
Það er jafnan haldið áfram að þróa
kerfí með endurbótum, bætt, stagað
og rimpað þar til að flíkin heldur
ekki bót né stagi, og ekkert að gera
nema að fleygja henni og kerfíð þá
búið að valda miklu tjóni.
Undir kvótakerfí hefur það gerst
að jörð sem ekkert búmark hefur og
skip sem engan kvóta hefur em verð-
lausar eignir. Allar tilfærslur stjóm-
valda á kvóta, frá ári til árs milli
skipa, em því annaðhvort eignaupp-
Ásgeir Jakobsson
„Það er eiður sær að
nokkur þingmaður haf i
vitnað þegar þetta er
ritað til stjórnarskrár-
innar í umræðum um
stjórnun fiskveiða, og
þá er að minna þing-
menn á það, að það var
uppi á einni tíð hæsta-
réttarlögmaður og
þingmaður, sem þótti
vita sínu viti í lögum,
Lárus Jóhannesson,
sem vildi höfða mál á
ríkið vegna laga, sem
voru í allan máta hlið-
stæð þeim sem hafa
verið í gangi undanfar-
in ár og á nú að herða
um sjávarútveginn.“
taka eða eignaaukning og einnig
taka slíkar tilfærslur til atvinnurétt-
inda. í mörgum tilvikum hlýtur
bótaskylda að vera ótvíræð sam-
kvæmt stjómarskránni.
í upphafí kvótaskiptingarinnar
ákvað ríkisvaldið upp á sitt eindæmi
verðmæti skipa svo hressilega, að
sum nýjustu skipin urðu verðminni
en elztu skipin. Síðan hafa stjómvöld
verið að auka eða minnka verðmæti
skipa eftir geðþótta sínum, því að
auðvitað getur það með engu móti
heyrt undir almenningsheill, (þjóðar-
heill), hvort páli er leyft að veiða en
ekki pétri og ekki heyrir hún undir
vemd fiskistofna þessi skipting milli
einstaklinga. Það gildir hið sama oft
á tíðum um byggðarlög undir kvóta-
kerfínu og einstaklinga, að kvóta-
skipting leiðir ýmist til þess að eignir
manna rýma — atvinna minnkar í
einu byggðarlagi en eykst í öðm, og
sveitarstjórnum, þar sem um al-
menna eignarýmun og atvinnutap
er að ræða, er skylt að athuga hvort
stjórnarskráin sé þeim engin vörn.
Margt á ég ósagt um efnið, en ef
þessar línur koma í engan stað niður
kemur fyrir jafnlítið að hafa þær
fleiri.
Nú fór í verra
í íslenzkri gerð Þyrnirósuævint-
ýrsins, sem ég birti á dögunum í
Morgunblaðinu, fór prinsinn upp í
til Þyrnirósu í stað þess að stökkva
með hana út úr gerðinu og utan
þymigerðisins vom menn að beija
það með amboðinu og reyna að
eyðileggja það til bjargar Þyrnirósu.
Nú hef ég sannfrétt, að „björgunar-
mennimir" séu allir komnir inn í
gerðið til Þyrnirósu og prinsins en
gerðið sé óhreyft. Hin sofandi meyja
var nefnilega alls ekki Þymirós
heldur Lína langsokkur, sem hafði
kippt upp í til sín prinsinum, því
að Lína var römm að afli eins og
alþjóð veit.
Línu varð hávaðinn og fyrirgang-
urinn utan við gerðið leiðigjam og
hún brá sér framúr, stökk út yfir
gerðið og fleygði öllum „björgunar-
mönnunum" innyfir gerðið. Þeir
fóm í loftköstum án þess að snerta
þyrnana, en sumir komu illa niður
og vönkuðust, muna ekki lengur
hvað þeir heita. Lína er nú inni í
gerðinu að stinga upp í „björgunar-
mennina“ tuggum eftir því hvað
þeir jarma hátt: „Kibba, kibba,
komið þið greyin, kibba, kibba,
græn eru heyin.“
Hrærekur kóngnr
Af hveiju flýgur mér í hug, rétt
sem ég skrifa þessar línur hér að
ofan, Hrærekur kóngur á Heið-
mörk, sem Ólafur digri blindaði á
báðum augum og leiddur var örvasa
af tveimur griðkonum til hvílu
sinnar í örreytiskoti til að andast.
Var ég að hugsa um tiltekinn flokk,
sem ég kaus til að gæta einstakl-
ingsfrelsis og framtaks í atvinnulíf-
inu?
Höfundur er rithöfundur.