Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Óskir um breytingar á kaupskrárnefnd: Iðnsveinafélag Suðumesja ætlar sjálft að skrifa ASI Keflavfk. STJÓRNARFUNDUR hjá Iðnsveinafélagi Suðurnesja í gærkvöldi samþykkti að skrifa ekki undir bréf það, sem fjölmennur hópur starfs- manna á Keflavíkurflugvelli ætlar að senda miðstjórn Al- þýðusambands íslands um að breytingar verði gerðar á kaupskrárnefnd. Halldór Gunnlaugsson formaður Iðn- sveinafélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í, gærkvöldi að félagið ætiaði sjálft að leita til ASÍ um úr- bætur í þessum málum og væntanleg yrði erindi þeirra í svipuðum dúr og bréf það sem starfsmenn á Keflavíkur- flugvelli samþykktu á mánudag að senda til ASI. Fjölmcnnur fundur trúnaðar- manna, launþega og fulltrúar stéttarfélaga starfsmanna vamar- liðsins á Keflavíkurflugvelli samþykktu á fundi á mánudaginn að senda miðstjóm ASÍ erindi þar sem farið er fram á að beytingar verði gerðar á kaupskrámefnd. Starfsmólkið lýsti yfir óánæju sinni með störf nefndarinnar sem fjallar um launakröfur og ágrein- ingsmál. í nefndinni sitja þrír menn, frá VSÍ, ASÍ og fulltrúi stjónvalda sem er oddamaður. Fulltrúar 9 stéttarfélaga sem hafa að baki sér um 700 manns hafa undirritað bréf það sem starf- semnn á Keflavíkurflugvelli ætla að senda ASÍ, tvö félög Iðnsveina- félagið og Verkalýðs og Sjó- mannafélag Keflavíkur vildu ekki standa að samþykktinni. Félögin sem hafa undirritað bréfið eru: Verkakvennafélagið, Verslunar- mannafélag Suðumesja, Verka- lýðs og Sjómannafélagið í Garði, Verkalýðs og Sjómannafélag Mið- neshrepps, Bifreiðastjórafélagið Keilir, Félag Rafeindavirkja, Verkalýðs og Sjómannafélag Grindavíkur, Félag Slökkviliðs- manna Keflavíkurflugvelli og Matsveinar. Trúnaðarmenn þeirra starfsmanna á Keflavíkurflugvelli sem eru í Iðnsveinafélaginu og Verkalýðs og Sjómannafélagi Keflavíkur undirrituðu bréfið. BB Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Við jólatréð í Borgarnesi Hugmyndir ASÍ: Kaupskrámefnd verði skipuð fimm fulltrúum „Ég skrifaði ekki undir vegna þess að við vorum áður búnir að senda Alþýðusambandi íslands bréf, þar sem við óskuðum eftir að breytingar yrðu gerðar á kaupskrárnefnd og ég vissi að svarbréf var á leiðinni," sagði Guðmundur Finnsson, starfs- maður verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, aðspurður um ástæður þess að hann, ásamt full- trúa Iðnsveinafélags Suðumesja, skrifaði ekki undir erindi í fimm liðum um breytingar á kaup- skráraefnd, sem ákveðið var að senda miðstóra ASÍ á fundi trún- aðarmanna, launþega og starfs- manna stéttarfélaga starfs- manna varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur sagðist hafa fengið svarbréf ASÍ í hendurnar í lok fund- arins og lesið það þar upp. í bréfinu er varpað fram hugmyndum um að kaupskrárnefnd verði skipuð fimm fulltrúum í stað þriggja nú. Einn sé skipaður af ráðherra án tilnefn- ingar og sé hann formaður nefndar- innar. Tveir fulltrúar séu tilnefndir af VSÍ og tveir af ASÍ og sé annar fulltrúi miðstjórnar ASI, en hinn fulltrúi verkalýðsfélaganna á Suð- umesjum. Auk þess verði jafnan viðstaddir á fundum nefndarinnar fulltrúi starfsmannahalds Vamar- liðsins og trúnaðarmaður viðkom- andi félags. Guðmundur sagðist hafa talið það eðlilegt að í framhaldi af þessu bréfi hefði fundurinn vísað málinu til stjórna verkalýðsfélagana á svæðinu og að þær tillögur sem fundurinn hafði samþykkt, hefðu orðið innlegg í væntanlegar viðræð- ur um breytingar á kaupskrárnefnd. Nýir skattar ríkissljórnarinnar nema 5,14 milljörðum á næsta ári Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sundurliðaðar eru þær skattbreytingar sem orðið hafa í tíð þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt útreikningum ráðuneytisins nema nýir skatt- ar ríkisstjórnarinnar nettó rúmum 5 milljörðum króna miðað við álagningu á næsta ári, eða sem svari 24,2% af áætlaðri landsfram- leiðslu næsta árs. Heildartekjur ríkissjóðs vegna þessara skatta eru áætlaðar 25,5% af landsframleiðslu næsta árs. > Fréttatilkynning fjármálaráðu- neytisins fer hér á eftir í heild: 1. Undanfama daga hefur farið ýmsum sögum af stórfelldum skatta- álögum á landsmenn. í byijun síðustu viku voru nefndar tölur í kringum 1 milljarð, en í vikulokin voru nýjar skattaálögur farnar að nálgast 10 milljarða króna í fréttum og jafnvel ekki séð fyrir endann á þeim ennþá. Það er ekki nema von, að almennir skattgreiðendur eigi erfítt með að átta sig á staðreyndum þessa máls. 2. Hins vegar er mjög mikilvægt, að almenningur fái sem gleggsta mynd af þeim viðamiklu skattkerfis- brejrtingum, sem ætlunin er að hrinda í framkvæmd nú um áramót- in. Hér að neðan er reynt að varpa nokkru ljósi á málið með því að gera grein fyrir helstu skattbreytingum, sem orðið hafa í tíð þessarar ríkis- stjómar. Jafnframt er í fylgiskjali sýnd nákvæmari lýsing á einstökum atriðum. í fyrsta lagi má nefna efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar í júlí, en þær fólust í aukinni tekjuöflun til þess að draga úr hallarekstri ríkis- sjóðs og þensluáhrifum hans hér innanlands. Þannig var söluskatts- stofninn víkkaður með fækkun undanþága, meðal annars á ýmsum matvælum, tölvum og sérfræðiþjón- ustu. Þá var einnig lagt sérstakt gjald á bifreiðir og erlendar lántök- ur, auk þess sem kjamfóðurgjald og ríkisábyrgðargjald voru hækkuð. Með þessum fyrstu aðgerðum var talið, að brúttótekjur ríkissjóðs myndu aukast um 3.700 m.kr. mið- að við heilt ár og verðlag 1988. Til þess að draga úr áhrifum þess- ara aðgerða á afkomu lífeyrisþega og tekjulágra barnaflölskyldna var ellilífeyrir hækkaður sérstaklega um 320 m.kr. og barnabótaaukinn, sem rennur til tekjulágra fjölskyldna, um 240 m.kr. Nettótekjuöflun í ríkissjóð með þessum fyrstu aðgerðum nam þannig 3.140 m.kr. I öðru lagi var í október gripið til frekari aðgerða til þess að hamla gegn þenslu með hækkun a innflutn- ingsgjaldi af bifreiðum og áfengis- og tóbaksverði. Þessar ráðstafanir má meta til 600 m.kr. tekjuöflunar miðað við heilt ár. I þriðja lagi voru boðaðar ýmsar breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, sem nú er til umræðu á Alþingi. Hér má nefna hækkun tekjuskatta á fyrirtæki, víkkun á launaskatt- stofni og söluskattstofni, arðgreiðslu ríkisfyrirtækja o.fl. Samtals hafa þessar aðgerðir verið metnar til 1.400 m.kr. á næsta ári. í fjórða lagfi má nefna sérstak- lega þá kerfísbreytingu í tolla- og söluskattsmálum, sem skýrt var frá í byijun desember. Þessi breyting gerir ráð fyrir algjörri uppstokkun á aðflutningsgjöldum bæði með stór- felldri tollalækkun og fækkun smærri gjalda. Auk þess er sölu- skattsundanþágum enn fækkað og jafnframt ákveðið að taka upp virðis- aukaskatt í ársbyijun 1989. Með þessari kerfisbreytingu auk- ast brúttótekjur af söluskatti um tæplega 4.900 m.kr., en á móti Iækka tekjur af tollum og eldri vöru- gjöldum um 2.800 m.kr. Mismunin- um, 2.050 m.kr. er varið til: m.kr. a) Aukinna niðurgreiðslna 1.250 b) Sérstakrar hækkunar á ellillfeyri 280 cj Sérstakrar hækkunar á bamabótum 320 d) Endurgreiðslu á kjamfóðurgjaldi 200 2.050 3. Inn í þessa skattaumræðu hafa ennfremur dregist tvö atriði til við- bótar, sem valdið hafa misskilningi. Þar er annars vegar um að ræða venjulega endurskoðun á tekjuáætl- un ríkissjóðs á þessum árstíma. ÞeSsi endurskoðun endurspeglar fyrst og fremst áhrif meiri innheimtu tekna á árinu 1987 á áætlunina fyrir næsta ár, en er alls ekki vísbending um aukna skattheimtu. Þessi áhrif hafa verið lauslega metin til um 600 m.kr. á næsta ári. Hins vegar hefur verið talið, að með því aukna átaki í skattaeftirliti, sem stefnt er að á næsta ári, megi búast við betri skattskilum, einkum í söluskatti. Þess vegna er í tekju- áætlun áætlað, að þetta gæti skilað allt að 400 m.kr. á næsta ári. Þessi áætlun er vitaskuld óviss, en engu að síður talin fyllilega réttlætanleg. Það er aftur á móti fráleitt að taka þessa tölu sem dæmi um auknar skattaálögur. Miklu frekar er hún dæmi um réttlátara skattkerfi. 4. Hér að framan hefur verið drep- ið á helstu atriðin í tekjuöflun ríkissjóðs á næsta ári. Til þess að fá heildarmynd af skattlagningu ríkissjóðs er eðlilegast að skoða tekj- urnar í hlutfalli við landsframleiðslu. Þetta er gert í meðfylgjandi töflu, þar sem raunar eru sýnd tvö hlut- föll, bæði fyrir skatttekjur og heild- artekjur, þ.e. að meðtöldum vaxtatekjum og arðgreiðslum. Skatthlutfallið er þó nærtækari viðmiðun í þessu samhengi og eins og taflan sýnir hefur það breyst tals- vert á undanförnum árum. Hæst fór skatthlutfallið árið 1982, en lægst árin 1985—1987. Það er engin tilvilj- un, að skatthlutfallið skuli vera með lægsta móti bæði í fyrra og á þessu ári, þar sem hallarekstur ríkissjóðs hefur verið mikill þessi tvö ár. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir hallalausum ríkisbúskap og til þess að ná því markmiði hækkar skatthlutfallið á nýjan leik. Það er þó samkvæmt þessum áætlunum Sérstakar tekjuöflunaraðgerðir í ríkissjóð á árinu 1988 M.kr. Verðlag ársins 1988 Fjárlajja- Júlí Október frunivarp Desember Alls 1. Víkkun BÖlunkatUstofns 2.500 — 600 4.880 7.980 2. Tollkerfisbreytin#ar - - 100 -2.830 -2.730 3. Bifreiðaakattar 650 300 — _ 950 4. Skattar á atvinnurekstur — — 600 _ 600 — tekjuskattar — — 150 — _ — launaskattur — — 400 — — — vcrktakagjald — — 50 _ _ 5. Ýmsirtekjustofnar 550 300 100 — 950 — erlendar lántökur 250 — _ _ _ — ríkisábyrgðargjald 100 — — _ _ — kjamfóðurgjald 200 — — ■ — _ — ardyr ríkisfyrirtækja — — 100 _ — — ÁTVR — 300 — — — 1.-6. Brúttótekjuöflun .3.700 600 1.400 2.050 7.750 6. Sérntök hækkun bamabóta -240 _ _ -320 -560 7. Sérsttfk hækkun ellilífeyris -320 — _ -280 -600 8. Auknar niðurffreiðslur — — — -1.250 -1.250 9. EndurgTeiðsIa kjarnfóðurskatts - - — -200 -200 6.-9. Sérstakar hliðarráðstafanir -560 - - -2.050 -2.610 10. Nettótekjuöflun í ríkissjóð til þess að ná hallalausum rekstri árið 1988 3.140 600 1.400 0 5.140 lægra en til dæmis árið 1982 og svipað og árin 1979 og 1981. Heildart. Skattt. 1979 26,0 24,2 1980 24,8 23,4 1981 25,6 24,2 1982 26,3 24,5 1983 24,8 22,1 1984 25,1 22,5 1985 24,1 21,7 1986 23,9 21,9 19.87 áætlun 23,3 21,9 1988 spá (25,5) (24,2) 5. Þegar hlutfallstölur fyrir næsta ár eru skoðáðar er rétt að hafa í huga, að á þessari stundu ríkir óvissa um fjárhæð landsframleiðslunnar á næsta ári, þar sem ekki liggur fyrir endurskoðuð þjóðhagsspá. Á hinn bóginn má telja líklegt, að þær töl- ur, sem miðað var við í Þjóðhags- áætlun í október, muni breytast og þá til hækkunar. Það á raunar við um tölur fyrir bæði árin 1987 og 1988 og stafar meðal annars af meiri veltubreytingum hér innan- lands en áður var áætlað. Þetta kemur bæði fram í auknum tekjum ríkissjóðs á þessu ári og eins meiri viðskiptahalla. Þegar af þessari ástæðu er senni- legt, að fjárhæð landsframleiðslunn- ar fyrir næsta ár muni fremur hækka en lækka. Auk þess er nán- ast sjálfgefíð, að landsframleiðslan hækki einnig vegna þeirra breyt- inga, sem nú er gert ráð fyrir að verði á tekju- og gjaldahlið fjárlag- anna í meðförum Álþingis. Enda er þar beinlínis aukið við bæði fjárfest- ingar- og samneysluútgjöld ríkis- sjóðs, auk þess sem neyslutilfærslur hækka. Af þessum ástæðum er ekki raunhæft að styðjast við óbreyttar tölur um landsframleiðslu frá því í haust. Við útreikning hlutfallstaln- anna hér að framan hefur því verið reynt að taka tillit til þessara áhrifa. 6. Niðurstaðan af þessum vanga- veltum er því sú, að nýir skattar þessarar ríkisstjómar nemi um það bil 5 milljörðum króna, nettó, miðað við álagningu á næsta ári. Þessir skattar fara til þess að eyða halla- rekstri ríkissjóðs og þar með halda aftur af verðbólgu, viðskiptahalla og erlendum lántökum. Þetta er kjarni málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.