Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 ALDNIR HAFA ORÐIÐ Bókmenntir Sigurjón Björnsson Aldnir hafa orðið. Frásagnir og fróðleikur. 16. bindi. Erlingur Davíðsson skráði. Bókaútgáfan Skjaldborg. Akureyri. 1987. 429 blaðsíður. Ritsafnið Aldnir hafa orðið kemur nú út í sextánda sinnið og er að verða með allra lengstu rit- söfnum eða bókaflokkum hérlendis og er sjálfsagt ekki séð fyrir end- ann á því, því að alltaf fjölgar gamlingjum og alltaf verða þeir eldri og eldri og kannski líka sagna- glaðari, hver veit? í þetta sinn er og bókin með lengsta móti (sagna- gleðin?) eða á fimmta hundrað blaðsíður, um 80 blaðsíðum lengri en í fyrra. Eru þó sagnamenn jafn- margir og ætíð fyrr eða sjö talsins. Þeir sem nú segja frá eru: Stefán Valgeirsson alþingismaður frá Auðbrekku í Hörgárdal, Gerður Magnúsdóttir kennari í Reykjavík, Kjartan Ragnars frá Akureyri, lög- fræðingur í Reykjavík, Kristinn Jónasson fyrrum bóndi í Tungu í Stíflu, nú á Akureyri, Halldór Sig- urðsson frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, fyrrum kennari og skólastjóri á Eiðum, nú kunnur tré- skurðarmaður á Egilsstöðum, Þorsteinn Steingrímsson bóndi á Hóli á Sléttu og Sigriður Helgadótt- ir frá Ánastöðum í Skagafirði, nú saumakona á Akureyri. Fólk þetta er fætt á tímabilinu 1906—1923 og er því á aldrinum 64 ára til 81 árs. Að vísu vantar aldur á einum sögumanni. En segja má að allir í þessari bók séu orðnir skaplega gamlir. Fullungir voru sumir í 15. bindinu. Nokkuð eru þættirnir jafnir að lengd. Flestir eru 50—60 blaðsíður, en tveir losa þó 70 blaðsíður. Flestir eru þættir þessir prýðileg lesning, fræðandi og skemmtilegir, sumir raunar mjög svo. En eins og að líkum lætur eru þeir þó nokkuð misjafnir og verður varla við því gert í riti sem þessu. En íhugunar- vert finnst mér þó að ég sé ekki betur en gæði þáttanna standi í öfugum hlutföllum við menntun sögumannanna. Á undanförnum árum hef ég les- ið býsna margai' sjálfsævisögur, langar bæði og stuttar, þar á með- al allar þær 112 sem er að finna í þessum ritflokki. Auðvitað ber hver þeirra sinn svip eins og höfundarn- ir, en þó þykist ég vera farinn að 'sjá að fáeinar aðalgerðir frásagna eru algengar. Ein er t.a.m. sú gerð- in þar sem sögumaðurinn leitast við að láta lesandann fá ákveðna mynd af sér: Eg er . . . hógvær, alþýð- legur, duglegur, hjálpsamur, traust- ur . . . o.s.frv. Stundum er þetta laglega gert ef sögumaðurinn er greindur og smekkvís, en í öðrum Síðasta bókin um Stúlkuna á bláa hjólinu ÍSAFOLD hefur gefið út bókina Enn er skrattanum skemmt, sem er síðasta bókin af þremur um Stúlkuna á bláa hjólinu eftir Régine Deforges í þýðingu Þuríðar Baxter. Nú líður að leikslokum og sögu- hetjurnar sem við þekkjum úr Stúlkunni á bláa hjólinu og í blíðu og stríðu hafa nú tekið afstöðu. Tími reikningsskilanna er kominn. Lea hefur þroskast. Eftir að hafa horfst í augu við hörmungar stríðsins hefur hún fyllst hatri, en jafnframt öðlast. hugrekki til að halda áfram baráttunni. Þessi bók gefur hinum fyrri ekkert eftir í spennu, segir í kynningu forlagsins. Bókin er innbundin, 360 blaðsíð- ur. tilvikum getur þetta orðið gegn- særra og bamalegra. Þá kemur sú tegundin, sem er lítið annað en e.k. skýrslugerð, oft æði jarðbundin og upptalningasöm. Enn ein gerð er sú þar sem samtíð sögumanns er mjög tengd frásögninni án þess þó að varpa sögumanni í skugga. Og loks má nefna þá gerðina, þar sem lesandanum finnst að sögumanni hljóti að vera mest í mun að halda frásögninni sem lengst frá sjálfum sér og persónulegum högum sínum. Hann talar þá gjarnan um um- hverfi sitt, fólk, framfarir, atburði, náttúrufar og hvað sem verkast vill. Oft verður slík frásögn all út- dúrdúrasöm og manni finnst að sögumaður sé alltaf að reyna að láta mann gleyma hver hann er. Hann verður alltaf e.k. huldumaður. Sjálfsagt eru gerðimar miklu fleiri og birtast í mismunandi hlut- föllum. Og þessi upptalning mín hér er heldur ekki byggð á neinum vísindum. En þrátt fyrir það hygg ég að athugull lesandi hljóti að sjá að þessar tegundir sem ég hef talið upp hér að framan finnast allar í þessari bók. Við því er ekkert að segja. I sjálfu sér er ritaður æviþátt- ur spegilmynd þess sem ritar eða segir frá. Sögumaður hleypir les- anda mismunandi nálægt sér og okkur fellur misvel við menn. Það segir því lítið þó að ég segi að sum- Erlingur Davíðsson ir sögumanna hafi ergt mig með undanbrögðum sínum, aðrir glatt mig með opnu og hlýju viðmóti. Aðrir hafa annan smekk. Eitt sinn ég ritaði um þennan bókaflokk fann ég að því að flokkn- um væri ekki ritsýrt af nægilegri festu og samkvæmni. Þetta finnst mér hafa lagast mikið og skylt að geta þess. Samt hefur aðgæslan ekki alltaf verið í fullu lagi í þetta sinn. Fyrir tilviljun rakst ég á tvær vitleysur: Flatatunga er ekki talinn til Tungusveitar heldur til Kjálka (405). Og Skagfirðingurinn Jósef Jósefsson bjó ekki á Hofi í Vatns- dal, heldur á Hofí í Vesturdal. Hvorug þessara villna getur verið frá sögumanni komin. Hann veit áreiðanlega hið rétta. Og má ég svo að lokum nefna að efnisyfirlit sem ég áður hef lýst eftir er enn ókom- ið, svo að ekki sé talað um óþarfa sem nafnaskrá. > FRUMSYNIR í REWIAVÍK STÖRSÝNINGUNA ★ INGí S EIDÖALS *'(fk ¥ ★ 18. O G 19. DESEMBER. Stórkostleg skemmtidagskrá sem slegið hefurígegn íSjallanum á Akureyri. Ijómsveitir Ingimars Eydal ásamt söngv- runum Þorvaldi Halldórssyni, Erlu efánsdóttur, Helenu Eyjólfsfóttur, Grími Sigurðssyni og Ingu Eydal rifja upp lögin ísól og sumaryl — Ó hún er svo sæt — Bjór- kjallarann - í fyrsta sinn óg sá þig - Róti rauna- mœddi o.fl. o.fl. Dansarar frá Dansstúdíói Alice sýna frábæra tilburði við túlkun þessara siglldu laga. Handrit og verkstjórn: Saga Jónsdóttir. BORÐHALD HEFSTKL. 20.00 Miðasala og borðapantanir i Broadway isima 77500 og d Ferðaskrifstofu Reykjavikur isima 621490. Aðgöngumlðaverð með mat kr. 3.200,- Púrtvinslöguð krttklingasúpa Glóðarsteiki Idmbafile með rjómasofmum sveppum. spergitkóli, sykurgljádum perlu- lauk. ofnbökuðum fylltum jaröeplum og WaldorJ- salati Ferskir vinlegnir ávextir i koniaksappelsinuiikjöri. Jólagjöfin tilþín k m Allir farþegar Ferðaskrifstofu Reykjavíkur utan af landi fá flug og gistingu á verði sem enginn slær út. Komdu ibælrtn - það borgarslg. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aöalstræti 16-Síml 621490 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.