Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Kaupmenn og veitingamenn vilja „frjálsar“ franskar Fulltrúar yfir 100 verslana og veitingastaða senda landbúnaðarráðherra mótmæli vegna innflutn- ingsbanns á frönskum kartöflum SAMSTARFSRÁÐ verslunar- innar hefur sent landbúnaðar- ráðherra mótmæli vegna innflutningsbanns.á frönskum kartöfium frá flestum helstu seljendum þeirra í verslunum og veitingastöðum. Mótmælin koma fram í 77 bréfum sem fulltrúar á annað hundrað verslana og veitingastaða hafa undirritað. Innflytjendur fran- skra kartaflna stóðu fyrir því að þessum mótmælabréfum var safnað. í bréfunum kemur fram almenn óánægja með að innflutningur franskra kartaflna hafi verið stöðvaður. Verslunarmennirnir telja nauðsynlegt að hafa á boð- stólum innflutta vöru jafnt og innlenda, þannig að neytendur hafi valfrelsi, og veitingamennirn- ir eru almennt þeirrar skoðunar að innlend framleiðsla henti ekki í þeirra starfsemi. Samstarfsráð verslunarinnar telur að landbúnaðarráðherra eigi að draga innflutningsbannið til baka þegar þessi afstaða liggi fyrir. I bréfinu segir einnig: „Sam- starfsráð verslunnarinnar Ráðið álítur að hvorki kartöflubændum né eigendum kartöfluverksmiðja sé greiði gerður með því að gera til þeirra ótímabærar kröfur um gæði framleiðslunnar, sem alls ekki er unnt að uppfylla, nema með markvissu þróunarstarfi á nokkrum árum. Kartöflubændum er það varla hagsmunamál að selja vöru sem neytendur eru sífellt óánægðir með og ættu spor Græn- metisverslunar landbúnaðarins að hræða í þeim efnum.“ Meðal þeirra sem undirrita mótmælin eru Tomma-hamborg- arar, Hagkaup, Mikligarður, Kaupfélag Arnesinga og mat- reiðslumenn á Múlakaffi svo nokkur dæmi séu tekin. VEÐURHORFUR / DAG, 16.1S.87 YFIRLIT 6 hódegi í gær: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1022ja mb hæð en víöéttumikil og hægfara lægð langt suðsuðvestur ( hafi. Grunnt lægðardrag fyrir vestan land. SPÁ: Áfram suðaustlæg og s(ðar austlæg átt, víðast kaldi. Rigning eða súld um vestanvert landíð I nótt en heldur þurrara ó morgun, og 2ja—6 stiga hiti. Lítils háttar slydda og hiti nálægt frostmarki um austanvert landið. 1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA FIMMTUDAGUR OG FÖSTUDAGUR: Austlæg átt. Fremur hlýtt og rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en dólftil él og híti nálægt frostmarki á Norðausturlandi. ÍÁKN: Heiðskírt * y' Norðan, 4 vindstig: X Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. <Q|j| Léttskýjað / / / / / / / Rigning Hálfskýjað .jjH Skýjað / / / * / * / * / * Slydda / * / Alskýjað * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * - V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður vm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma Hltl veður Akureyri +2 úrkoma (gr. Raykjavfk 4 úrkoma ( grsnnd Bsrgsn 4 rigning Hslsinkl +2 snjókoma Jan Msyen +18 þokumóða Kaupmarmah. 2 þokumóða Narssarssuaq +8 hrfmþoka Nuuk +7 helðskýrt Osló 2 skýjað Stokkhólmur 1 snjókoma Þórshöfn 4 súld Algarva 17 rigning Amsterdam +2 þokumóða Aþsna 17 skýjsð Barcelona 13 skýjsð Bsrffn +2 mlstur Chicago +1 þrumuvaður Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt +0 þokumóða Glasgow +3 þoka Hamborg +6 þokumóða Laa Palmas 22 ióttskýjað London 2 súld Los Angeles 7 skýjað Lúxemborg +0 frostrigning Madríd 18 alskýjað Malaga 18 alskýjað Mallorca 18 skýjað Montreal +3 þokumóða NswYork 4 rlgnlng París 6 þoka Róm 16 skýjað Vln +3 þokumóða Washington 3 rignlng Wínnlpag +11 snjókoma Valencla 18 skýjað Morgunblaðið/Júlíus Fólksbifreiðin er mikið skemmd eftir harðan árekstur við flutninga- bifreið. Okumaðurinn meiddist á fæti. Harður árekst- ur á Kleppsvegi HARÐUR árekstur varð á Kleppsvegi í gær. Þar skullu saman stór flutningabifreið og lítil fólksbifreið og var ökumað- ur þeirrar síðarnefndu fluttur á slysadeild. Hann meiddist nokk- uð á fæti. Áreksturinn varð skömmu fyrir kl. 14. Flutningabifreiðinni var ekið vestur Klepssveg. Fólksbifreiðin kom upp Sægarða og ætlaði öku- maður að beygja þvert yfir Klepps- veginn. Hann ók þá í veg fyrir flutningabifreiðina. Við áreksturinn skemmdist fólksbifreiðin mikið og ökumaður hennar slasaðist á fæti. Kærður fyrir kynferðislega áreitni við tíu ára telpu MAÐUR á þrítugsaldri var á sunnudag kærður til rannsóknar- lögreglu rikisins fyrir að hafa sýnt tíu ára telpu kynferðislega áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum, en var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Samkvæmt kærunni komst mað- urinn inn ( íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti snemma á sunnudags- morgun og vaknaði telpan við að hann var kominn upp í rúm til henn- ar og þuklaði á henni. Telpan hljóðaði og hljóp til móður sinnar, sem var í næsta herbergi. Þegar móðirin rak manninn út sló hann til hennar, en höggið geigaði og lenti á telpunni, sem hlaut einhver meiðsli af. Nágranni heyrði ólætin, kom fram á stigagang og hélt manninum þar til lögreglan kom á staðinn. Samkvæmt frásögn mannsins var honum boðið inn í íbúðina og neitar hann öllum ásökunum. Hann hefur sem fyrr sagði verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 21. desember, en hann kærði þann úr- skurð til Hæstaréttar. Þjóðarbókhlaðan: Birgir með gagntilboð BIRGIR ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur lagt fram gagntilboð til fjármálaráð- herra um fjármögnun Þjóðar- bókhlöðunnar. Birgir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að tilboðið byggðist á þeim lögum sem í gildi væru um fjármögnun Þjóðarbókhlöðunnar, þannig að þeir fjármunir sem hefðu verið jnnheimtir nú í ár yrðu notað- ir til byggingarinnar á næsta ári. Aðspurður sagði Birgir að tilboðið krefðist ekki nauðsynlega breyting- ar á fjárlögum næsta árs, en nú eru áætlaðar 50 milljónir til Þjóðar- bókhlöðunnar. Birgir sagði að hann vildi ekki tjá sig í smáatriðum um tilboð sitt, því viðræður stæðu enn yfir milli hans og fjármálaráðherra. Hann sagðist vona að samkomulag um málið lægi fyrir áður en þriðja umræða um íjárlagafrumvarpið hæfíst á Alþingi. 10 millj. úr hús- verndunar sj óði BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu umhverfismálaráðs um að veita 10 miHjónum króna úr hús- verndunarsjóði til sjö aðila. Til endurbyggingar á Bjamaborg við Hverfísgötu er veitt 5 millj., til Freyjugötu 41, 800 þús., til Grjóta- götu 14, 500 þús., til Laufásvegs 9, 300 þús., til Miðstrætis 5, 800 þús., Skólavörðustígs 33, 800 þús. og til Vesturgötu 6,8,10 og 10A 1,8 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.