Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 39 Stjórnendur kóranna, þær Margrét Pálmadóttir, og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, líta yfir efnisskrána. Kórar frá Flensborg og MS syngja saman SAMEIGINLEGIR jólatónleikar kórs Flensborgarskóla og kórs Menntaskólans við Sund verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 17. desember kl. 20:30, og í Bústaðakirkju föstu- daginn 18. desember kl. 20:30. A efnisskránni verða jólalög og ýmis kirkjuleg kórverk sem kórarn- ir flytja ýmist saman eða hvor fyrir sig. Einnig munu félagar úr kómum leika á hljóðfæri. Stjórnendur kó- ranna eru þær Margrét Pálmadóttir fyrir kór Flensborgarskóla og Þóra Fríða Sæmundsdóttir fyrir kór Menntaskólans við Sund. Þetta er í fyrsta sinn sem kórarn- ir syngja saman, en þeir hafa æft sameiginlega fyrir jólatónleikana að undanfömu. Að sögn Margrétar kviknaði hugmyndin að þessu sam- starfí í ferð kórs Flensborgarskóla á kóramót í Sviss og Austurríki í sumar, en hún sagðist vona að auk- ið samstarf' yrði milli kóra fram- haldsskólanna í framtíðinni, jafnvel þannig að þeir kæmu allir saman á kóramót. Hún sagði að nemendur beggja skólanna hefðu sýnt þessu framtaki mikinn áhuga, og því teldi hún víst að grundvöllur væri fyrir slíku samstarfi. Nemendur úr Flensborgarskóla og Menntaskólanum við Sund á æfingu fyrir jólatónleika sem kórar skólanna halda í sameiningu á fimmtudags- og föstudagskvöld. Bók með sögum íslenskra kvenna MÁL OG menning hefur gefið út bókina Sögur íslenskra kvenna 1879-1960. Þetta er ein hinna svokölluðu stórbóka, en Mál og menning gaf út í fyrra stórbók með verkum Þórbergs Þórðarsonar og aðra nú nýverið með verkum Astrid Lindgren. I Sögum íslenskra kvenna eru prentaðar sex heilar skáldsögur: Gestir eftir Kristínu Sigfúsdóttur, Huldir harmar eftir Henríettu frá Flatey, Arfur eftir Ragnheiði Jóns- dóttur, Eitt er það landið eftir Halldóru B. Björnsson, Systurnar frá Grænadal eftir Maríu Jóhanns- dóttur og Frostnótt í maí eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur og auk þess yfír 20 smásögur. Soffía Auð- ur Birgisdóttir sá um útgáfuna og ritar eftirmála um sagnaskáldskáp kvenna sem jafnframt eru drög að kvennabókmenntasögu tímabilsins. Aftast er skrá yfir ritverk höfunda S bókinni. Sögur íslenskra kvenna 1879- 1960 er 980 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. Málverk á hlífðarkápu er eftir Þóru Sigurðar- dóttur, en Teikn sá um hönnun. Rikisspítalar reka sjö dagheimili á höfuðborgar- svæðinu. Á þessum dagheimilum er rými fyrir 251 barn á aldrin- um 1-9 ára (miðað við fulla viðveru). Dagheimili Ríkis- spítalanna eru opin alla virka dagafrá kl. 07:15-19:00 ogá laugardögum frá kl. 07:15-16:00. Við bjóðum starfsfólki okkar fullt starf eða hlutastarf allt eftir óskum hvers og eins. Starfi hjá Ríkisspítölum fylgja ýmis hlunnindi, svo sem ódýrt fæði á vinnustað, mikið atvinnuöryggi, öflugur lífeyrissjóður og launahækk- andi námskeið. Við hvetjum þig til að hafa samband og kynna þér upp- eldisstarf á dagheimilum Ríkisspítala. Nánari upplýsingar geíur dagvistunaríulltrúi Unnur Stefánsdóttir í síma 29000- 641. SUNNUHLÍÐ Á Sunnuhlíð v/Klepps- spítala vantar fóstru til starfa á deild barna 1-3 ára og 3-5 ára. Upplýsingar gefur Sigríður Knútsdóttir forstöðumaður í síma 38160 eða í heimasíma 23926. STUBBASEL Stubbasel er við Kópa- vogshæli og þar vantar fóstru í fúllt starf frá næstu áramót- um á deild barna 2-6 ára. Einnig vantar fóstru í hálft starf fyrir hádegi. Upplýsingar gefúr Katrín S. Einarsdóttir forstöðumað- ur í síma 44024. SUNNUHVOLL Sunnuhvoll er á Vífilsstöð- um. Þar vantar okkur fóstru eða starfsmann í hálft starf. Vinnutími er frá kl. 15-19. Upplýsingar gefúr for- stöðumaður Oddný Gests- dóttir í síma 42800. SÓLHLÍÐ Á dagheimilið Sólhlíð v/Engihlíð vantar fóstrur til starfa sem fyrst á deild barna 2-4 ára og 4-6 ára. Einnig vantar starfsmenn á sömu deildir. Hlutastörf koma til greina. Upplýsingar gefur Elísabet Auðunsdóttir forstöðumaður í síma 29000-591 eða heima- síma 612125. SÓLBAKKI Fóstru og starfsmann vantar á dagheimilið Sól- bakka v/Vatnsmýrarveg. Upplýsingar gefúr Helga Guðjónsdóttir forstöðumað- ur í síma 22725 eða í heima- síma 641151. MÁNAHLÍÐ Skóladagheimilið Mána- hlíð er nýtt heimili í Engihiíð 9. Þar vantar okkur fóstru, þroskaþjálfa eða fólk með aðra uppeldisfræðilega menntun ffá 1. jan. n.k. Upplýsingar gefúr for- stöðumaður Guðrún Bjarna- dóttir í síma 29358 eða í heimasíma 14149- ...ýmist í fullt starf eöa lilutastarf RÍKISSPÍTALAR essemm/slA 19.07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.