Morgunblaðið - 16.12.1987, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987
Hefurðu reynl nýju
200 ASA Gullfilmuna?
Nýi vegurinn er um 3 kílómetra langur. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Nýr vegur milli Hofs og Malaráss
HnappavöUum, öræfum.
LOKIÐ er við gerð nýs 3 kíló-
metra vegar frá Hofi i Öræfum
austur fyrir Malarás.
Þetta er hluti af stærra verki sem
boðið var út í haust. Verktaki er
Jónas Sigurbergsson á Höfn og hefur
10-15 manna flokkur unnið að vega-
gerðinni.
Þess er vænst að nýi vegurinn
verði snjóléttari og víst er að bílstjór-
ar flutningabíla fagna því að losna
við gömlu brekkuna þar sem í hana
settist oft snjór og hálka.
— Sigurður
Vantar þig ekki stundum eitthvað til að bæta í jólapakkann,
til að gera hann enn veglegri? Ársmappa Pósts og síma
með íslenskum frímerkjum er bæði óvenjuleg og vönduð gjöf.
Hún er eigulegur gripur og vel til þess fallin að vekja áhuga
á söfnun hjá ungu kynslóðinni. Mundu eftir ársmöppunni
nú fýrir jólin. Hún kostar aðeins 590 krónur,
ódýrari gjöf er því vandfundin.
■\r4n
BARBARA --
vRartland
Ástog hamingja
Skáldsaga
eftir Barböru
Cartland
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá,
Hafnarfirði, hefur gefið út bók-
ina Ást og hamingja eftir
Barböru Cartland og er það
fjórtánda bókin, sem Skuggsjá
gefur út eftir Cartland.
í kynningu útgefanda segir um
söguþráðinn: „Aðeins tvær persón-
ur bjargast í land, þegar skipið
brotnar í klettunum við strönd Ferr-
ara, ævintýrmaðurinn Sir Harvey
Drake og hin fagra Paolina Mans-
fíeld. Þau voru bæði á leið til
Feneyja og faðir Paolinu fórst með
skipinu. Sir Hravey Drake stingur
upp á því við hana, að hún ferðist
með honum sem systir hans áfram
til Feneyja. Þar segist hann auð-
veldlega munu geta fundið ríkan
eiginmann handa henni og um leið
ætlar hann að tryggja sína eigin
framtíð. Paolina fellst á hugmynd-
ina og framundan er ævintýrlegt
og viðburðaríkt ferðalag."
Ást og hamingja er 176 blaðsíð-
ur. Bókin var sett og prentuð í
Prentbergi og bundin í Bókfelli.
Sigurður Steinsson þýddi bókina.
OTDK
HUÓMAR
BETUR
iSi