Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
68. TBL. 88. ARG.
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ferð páfa um söguslóðir Biblíunnar
Segir brýnt að
halda friðarvið-
ræðum áfram
Amman, Dhaka. AP, AFP, Reuters.
JÓHANNESI Páli II páfa var vel
fagnað við komu hans til Amman,
höfuðborgar Jórdaníu, í gær en
borgin var fyrsti áfangastaður páfa á
ferð hans um söguslóðir Biblíunnar.
Fjórar jórdanskar herþotur fylgdu
flugvél páfa inn til lendingar á flug-
vellinum í Amman þar sem tekið var
á móti honum með viðhöfn. Öflugur
hervörður var á flugvellinum og var
hleypt af 21 fallbyssuskoti í virðing-
arskyni við páfa. Hann er sagður
hafa verið fölur en gekk óstuddur úr
flugvélinni og mælti styrkri röddu til
viðstaddra.
Páfi gerði friðarviðræður þjóða í
Mið-Austm-löndum að umtalsefni við
komuna til Jórdaníu og sagði að frið;
arumleitanir yrðu að halda áfram. „í
þessum hluta heimsins blasa mörg
aðkallandi verkefni við. Stuðla verð-
ur að auknu réttlæti fyrir hópa og
þjóðir. Leysa verður vandamálin
með hagsmuni allra að leiðarljósi til
að skapa skilyrði fyrir varanlegan
frið,“ sagði páfi.
Abdullah, konungur Jórdaníu,
ávarpaði páfa og sagði að heimsókn
hans færði vonir um bjartari framtíð
á svæðinu. „Vonir fyrir Palestínu-
menn, sem þrá réttlæti og stöðug-
leika. Fyrirheit fyrir ísraela um ör-
yggi og viðurkenningu. Fyrirheit
fyrir Líbana um bættan hag. Og von
fyrir Sýrlendinga um að stríðsátök
heyri senn sögunni til,“ sagði Jórd-
aníukonungur.
I Israel er gríðarlegur viðbúnaður
í tengslum við heimsókn páfa og hef-
ur öryggisgæsla aldrei verið meiri í
tengslum við heimsókn erlends gests
til landsins. Páfi hefur sagst binda
vonir við að heimsókn sín verði til að
bæta sambúð trúarhópa en talið er
að bæði gyðingar og Palestínumenn
hyggist nota sér heimsóknina til að
auglýsa hagsmuni sína. Hugsanlegt
er að heimsóknin hafi pólitískar
aukaverkanir þótt páfi hafi sagt að
hann sé eingöngu kominn til landsins
helga í trúarlegum tilgangi.
Clinton hittir Assad
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, tilkynnti í gær að hann ætlaði
að hitta Hafez al-Assad Sýrlands-
forseta að máli á sunnudaginn kemur
til að ræða framhald fríðarviðræðna
ísraela og Sýrlendinga. „Ég vil ekki
vekja með mönnum óraunhæfar
væntingar en ég tel að það sé rétt að
reyna að örva viðræðurnar svo
Jóhannes Páll páfi stendur á fjallinu Nebó, vestan við Amman. I Biblfunni segir að Móses hafi fyrst horft yfir
fyrirheitna Iandið frá fjallinu. Páfi hyggst ferðast um söguslóðir Biblíunnar á næstu dögum.
markmiðið um frið geti náðst,“ sagði
Clinton við fréttamenn í Bangladesh
í gær, þar sem hann er nú á ferðalagi.
Starfsmenn Hvíta hússins sögðu
að fundurinn yrði haldinn í Genf í
Sviss þar sem Bandaríkjaforseti
mun hafa viðdvöl á leið sinni heim frá
Suðaustur-Asíu.
Tveir mánuðir eru nú liðnir síðan
slitnaði upp úr friðai-viðræðum ísra-
ela og Sýrlendinga vegna deilna um
skilyrði hugsanlegs friðarsamnings.
Þjóðaröryggisráðgjafi Banda-
ríkjaforseta, Sandy Berger, sagði í
gær að vonlaust væri að reyna að
koma viðræðum í gang að nýju án
þess að Clinton hitti Assad sjálfan að
máli. Sýrlandsforseti er sagður
heilsuveill og er það meðal annars
talin vera ástæða þess að hann sendi
utanríkisráðheiTa sinn, Farouq al-
Shara, til viðræðna við Ehud Barak,
forsætisráðherra ísraels, í desember
í stað þess að fara sjálfur.
Kínverjar hafna
skilyrði Chens
fyrir viðræðum
Taipei. Reuters, AFP.
CHEN Shui-bian, sigurvegari for-
setakosninganna á Taívan á laugar-
dag, bauðst í gær til að hefja friðar-
viðræður við kínversk stjórnvöld en
Jiang Zemin, forseti Kina, gaf til
kynna að skilyrði Chens fyrir við-
ræðunum væru óaðgengileg.
Chen áréttaði að líta yrði á samn-
ingaviðræðurnar um bætt samskipti
Kína og Taívans sem viðræður
Anfínn Kallsberg, lögmaður Færeyinga
Danir „ætla að
hræða Færeyinga“
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„Það er greinilegt að þeir ætla að
hræða Færeyinga." Þetta er skýring
Anfinns Kallsbergs, lögmanns Fær-
eyinga, á afstöðu Pouls Nyrups Ras-
mussens, forsætisráðherra Dana, á
fundi hans með samninganefnd fær-
eysku heimastjórnarinnar á föstu-
daginn var í Kaupmannahöfn. A
fundinum kom Nyrup óvænt fram
með þá hörðu afstöðu að ekki kæmi
til greina að Færeyingar fengju
nema þriggja til fjögurra ára aðlög:
unartíma ef þeir kysu sjálfstæði. í
dag hyggst færeyska landstjórnin
birta opinberlega þær tillögur sem
hún lagði fyrir dönsku ríkisstjórnina.
Verður það gert á blaðamannafundi í
Kaupmannahöfn.
í samtali við Morgunblaðið segir
Kallsberg að viðbrögð dönsku
stjórnarinnar sýni glögglega að
henni sé meira í mun að halda Fær-
eyingum í danska ríkjasambandinu
en hún viiji vera láta.
Ummæli Nyrups hleypa
hörku í samningana
„Tilgangurinn með fundinum á
föstudaginn var sá að við legðum
fram uppkast okkar að sáttmála, líkt
Anfínn
Kallsberg
og danska stjórn-
in hafði farið fram
á við okkur,“
sagði Kallsberg.
„Síðan var ætlun-
in að ræða frekari
framvindu samn-
ingaviðræðn-
anna. Það varð
reyndar úr á end-
anum, en ekki
fyrr en Nyrup
hafði komið með mjög harðneskjuleg
ummæli um að sjálfstæði þýddi að-
lögunartíma upp á aðeins fjögur ár.“
Þetta byggir Nyrup á útreikning-
um danska fjármálaráðuneytisins,
sem sýna að tillögur Færeyinga gera
ráð fyrir aðlögunartíma upp á 50-80
ár. „Það er algjörlega úr lausu lofti
gripið að við séum að tala um aðlög-
unartíma upp á fimmtíu ár eða
meira. Sá tími sem við höfum í huga
eru 10-12 ár. En það er ljóst að þetta
upphlaup Nyrups hefur hleypt
hörku í samningaviðræðurnar.“
Um ástæður þessa misskilnings
segir Kallsberg að ummæli Nyrups
verði að skilja í samhengi við stjórn-
málastrauma í Danmörku. „Það er
ljóst að danska stjórnin vill mjög
gjarnan halda Færeyjum í ríkjasam-
bandinu. Danir tala helst um að Fær-
eyjar séu þeim dýrar, svo ég skil ekki
af hveiju þeir vilja halda okkur í stað
þess að gefa okkur tækifæri til að
vinda efnahagslega ofan af samband-
inu með heppilegum hætti.“
Af hálfu dönsku stjórnarinnar hef-
ur verið látið í veðri vaka að með til-
lögum sínum séu Færeyingar að
smeygja sér undan því að greiða lán
sín upp á 4,4 milljarða danskra króna,
um 44 milljarða íslenskra. Kallsberg
hafnai’ því algjörlega að landstjórnin
hafi slíkt í huga. „Við viljum einfald-
lega hæfilegan aðlögunartíma, sem
gefur okkur tækifæri til að laga okk-
ur að breyttum aðstæðum."
Ábyrgðina heim
Kallsberg segir að færeyska land-
stjórnin geri ráð fyrir að koma muni
til málamiðlana. „Það sem er þó
nauðsynlegt að halda fast við er hin
þjóðréttarlega staða Færeyinga.
Það er óviðunandi að Færeyingar
beri ekki sjálfir ábyrgð á gerðum
sínum heldur sé ábyrgðin í Kaup-
mannahöfn.“
Merkel til
forystu í
CDU
STJÓRN Kristilega demókrata-
flokksins (CDU) í Þýskalandi sam-
þykkti einróma í gær að tilnefna
Angelu Merkel í embætti flokksfor-
manns á þingi flokksins í næsta
mánuði. Hún verður þá ein í fram-
boði og ljóst er því að hún verður
kjörin næsti formaður flokksins og
fyrsta konan sem fer fyrir öðrum af
stóru flokkunum í Þýskalandi.
■ Tákn tímamóta/26
tveggja jafnrétthárra ríkja. Hann
sagði að Taívanar myndu ekki fallast
á þá afstöðu Kínveija að aðeins væri
til „eitt Kina“ og Taívan væri enn
hérað í Kína.
Kínverska ríkisútvarpið hafði eftir
Jiang að hann væri fús til að hefja
viðræður við Chen að því tilskildu að
hann féllist á forsendu Kínverja fyrir
viðræðunum.
Chen kvaðst vilja ræða þá afstöðu
Kínverja að aðeins væri til „eitt
Kína“ en bætti við að viðræðumar
gætu ekki byggst á henni.
Chen lagði til að efnt yrði til samn-
ingaviðræðna um að slakað yrði á
áratugagömlu banni Taívana við
beinum viðskiptum, flutningum og
fjárfestingum milli Kína og Taívans.
Hann kvaðst einnig vilja gera friðar-
samning við Kínverja til að draga úr
„spennu og fjandskap“ í samskiptum
Kína og Taívans.
Viðbrögð Kínverja sögð
„yfirveguð“
Chen hefur aðhyllst sjálfstæði
Taívans og kínversk stjórnvöld vör-
uðu við því fyrir kosningarnar að
Kínverjar kynnu að beita hervaldi ef
sjálfstæðissinni yrði kjörinn næsti
forseti eyjunnar. Viðbrögð Kínverja
við sigri Chens hafa hins vegar verið
varfærnisleg.
Sandy Berger, þjóðaröryggisráð-
gjafi Bandaríkjaforseta, hvatti Kín-
verja og Taívana til að hefja friðar-
viðræður sem fyrst. Hann sagði að
yfirlýsingar Chens eftir kosningarn-
ar væru til marks um að hann vildi
sættir og viðbrögð Kínverja við sigri
hans væru „yfirveguð".
„Ég tel því að nú sé tímabært að
grípa það tækifæri sem hefur gefist
til að hefja viðræður milli stjórn-
valda í Taípei og Peking," bætti
Berger við.
■ Ómögulegir frambjódendur/24
MORGUNBLAÐK) 21. MARS 2000
690900 090000