Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 25
Vilja
dauða-
dóm yfír
Sharif
SAKSÓKNARAR í Pakistan
hvöttu í gær dómara við dóm-
stól í borginni Karachi til að
dæma
Nawaz
Sharif,
fyrrverandi
forsætis-
ráðherra
Pakistans,
annaðhvort
til dauða
eða í lífstíð-
arfangelsi.
Sérlegur
hryðjuverkadómstóll í Kar-
achi hefur undanfarið fjallað
um mál Sharifs en honum er
gefið að sök að hafa ætlað að
ráða Pervez Musharaff hers-
höfðingja af dögum, skömmu
áður en sá síðarnefndi rændi
völdum í landinu á síðasta ári.
Málflutningur í máli Shar-
ifs tafðist í síðustu viku vegna
morðs á einum verjenda
Sharifs, Iqbal Raad, sem
skotinn var til bana í Karachi
í síðustu viku. Búist er við að
verjendur Sharifs hefji loka-
málsvörn á föstudag, degi áð-
ur en von er á Bill Clinton
Bandaríkjaforseta í heimsókn
til Pakistans.
Bond hætti
að aka á
BMW
BRESKIR verkalýðsleiðtogar
og þingmenn hvöttu í gær
Breta til að sniðganga fram-
leiðsluvörur þýsku bifreiða-
verksmiðjanna BMW vegna
sölunnar á bresku Rover-bíla-
verksmiðjunum. Formaður
einna samtaka starfsmanna í
breskum bílaiðnaði, Ken
Jackson, hvatti framleiðendur
James Bond-kvikmyndanna
til að hætta að láta Bond aka
um á BMW-glæsibifreiðum.
„007 er alþjóðlegt tákn fyrir
breska ættjarðarást og það er
óviðunandi áð hann haldi
áfram að aka þessum bifreið-
um.“ Jackson hvatti jafnframt
breska BMW-eigendur að
selja þá og kaupa í staðinn
Rover-bifreiðir.
Segist ekki
vera hættu-
legur
MARC Dutroux, hinn ill-
ræmdi belgíski barnaníðing-
ur, mætti fyrir rétt í Belgíu í
gær vegna tilraunar sinnar til
að sleppa úr klóm réttvísinn-
ar árið 1998. Dutroux tókst
þá að ná skammbyssu af lög-
regluþjóni og komast undan á
stolnum bíl áður en lögregla
náði að hafa hendur í hári
hans þremur tímum síðar.
Enn hefur ekki verið réttað
yfir Dutroux vegna nauðgana
hans og morða á börnum en
hann gæti átt yfir höfði sér
allt að tíu ára fangelsi vegna
flóttatilraunarinnar einnar.
Ekki er búist við að réttar-
höld vegna grimmdarverka
hans á börnum hefjist fyrr en
á næsta ári. Dutroux sagði
við réttarhaldið í gær að hann
væri ekki hættulegur maður.
Nawaz Sharif
Sjálfsvíg eða silikon
Ósló. Morgunblaðið.
MÖRG dæmi eru um, að ungar
stúlkur í Ósló hafi hótað að svipta
sig lífi í því skyni að fá foreldra
sína til að borga fyrir svokölluð
silikonbrjóst. Er vitað um slíkar
silkonaðgerðir hjá stúlkum allt
niður í 17 ára aldur.
Tískudraumurinn er sá, að
stúlkur séu grannvaxnar en samt
með myndarleg brjóst. Til að upp-
fylla hann ganga sumar svo langt
að heimta silikonpúða í brjóstin
eða grípa til örþrifaráða ella. Hafa
margir foreldrar snúið sér til sam-
taka þeirra, aðallega kvenna, sem
hafa skaðast af silikoni, og beðið
þau um hjálp við koma vitinu fyrir
stúlkurnar. „Sumir foreldrar þora
ekki annað en láta þetta eftir
stúlkunum en síðasta tilraun
þeirra til að koma í veg fyrir það
er að biðja okkur að uppfræða og
kannski hræða stúlkurnar með
sannleikanum um það, sem þær
eiga á hættu,“ sagði Gerd Helene
Hansen, formaður fyrrnefndra
samtaka.
Hansen segist hafa rætt við
stúlkur, sem gengist hafi undir að-
gerð, og hafi margar kvartað um
verki hér og þar. Þær hafi samt
ekki viljað losa sig við silikonið af
ótta við, að þá gengju þær ekki
eins í augun á strákunum.
Nýr forseti
kjörinn í Senegal
FRAMBJÓÐANDI stjómarand-
stöðunnar í Senegal, Abdoulaye
Wade, vann sigur í forsetakosn-
ingum þar í landi sem fram fóru á
sunnudag. Með sigrinum er endi
bundinn á 40 ára valdaferil Sósíal-
istaflokks Senegals. Fráfarandi
forseti, Abdou Diouf, sem gegnt
hefur embætti í 19 ár, viðurkenndi
ósigur og óskaði Wade til ham-
ingju með sigurinn.
Stjórnmálaástand hefur verið
afar stöðugt í Senegal undanfarna
áratugi, sem er annað en hægt er
að segja um mörg önnur ríki
Afríku. Wade hefur lengi gagn-
rýnt valdhafa í landinu fyrir spill-
ingu og sagði eftir að sigur hans
var orðinn ljós að hann hygðist
gera breytingar á stjórnmálakerfi
landsins. Yfir níu milljónir manna
búa í Senegal. Efnahagslíf er
einkum byggt á fiskveiðum og
jarðrækt en landið er einnig eitt
vinsælasta ferðamannalandið í
Vestur-Afríku.
n
Nýr stciður fyrir
notaðo bflo
Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins meó notaða bíla af öllum stærðum og gerð-
um. Bílaland er í nýja B&L-húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg)
.......... og þú gengur inn frá Fosshálsi
BMW 525 IX
ÉÉPJraHn Nýskr. 12.1994, árgeró 1995,
2500 cc, 4 dyra, sjálfskiptur,^^^^^^^
Bp vínrauóur, ekinn 67 þ.
Wr Fjórhjóladrif, álfelpur
IWlæmMstm] og
Land Rover Discovery Windsor V8
Nýskr. 09.1998, 4000 cc,
5 dyra, sjálfskiptur,
dökkgrænn, ekinn 20 þ. / mmm
T<ange Rover Base 2.5 DT
Nýskr. 08.1996, árgeró
1997, 2500 cc diesel, 5
dyra, 5 gíra, vínrauður,
ekinn 52 þ.
Veró 3.590 þ,
Verd 2.190 þ,
Veró 2.980 þ,
Jeep Grand Cherokee Laredo 4.0
Nýskr. 03.1997, 4000 cc,
5 gíra, sjálfskiptur,
dökkgrænn, ekinn 33 þ.'
Renault Laguna Nevada RT
Nýskr. 11.1997, árgerö 1998,
2000 cc, 5 dyra, sjálfskiptur,
grár, ekinn 71 þ.
Toyota Hilux D/Cab 2.5 diesel
Nýskr. 10.1989, árgerð 1990,
x 2500 cc, 4 dyra, 5 gíra,
Ijósgrár, ekinn 235 þ.
38" breyting og
dekk, loft-
læsingar o.fl.
Verá 2.990 þ
Renault Laguna RT 2.0
Nýskr. 04.1997, 2000 cc,
^ 5 dyra, sjálftkiptur,
vínrauður,
^HBfek^7j?kinn 67 þ.
Verd 1.150 þ,
Verd 1.520 þ,
Chervolet Silverado Pickup 5.7
Nýskr. 1989, 5700 cc, 2 dyra,
sjálfskiptur, vfnrauður,
ekinn 176 þ. /
Hyundai Elantra Wagon Glsi
Nýskr. 08.1997, 1600 cc,
5 dyra, sjálftkiptur, silfurgráji
ekinn 41 þ.
7 Stjörnu bíll.
Verd 1.390 þ
Renault Clio VSK
Nýskr. 05.1997, 1400 cc,
3 dyra, 5 gíra, hvítur,
sa*' ekinn 56 þ.
Verd 750 þ
VWColfCL
Nýskr. 09.1996, árgerð
1997, 1400 cc, 5 dyra,
5 gíra, dökkgrænn, _A
ekinn 63 þ.
Mitsubishi Pajero V6
Nýskr. 08.1989, árgerð
1990, 3000 cc, 5 dyra,
sjálfekiptur, blár, A
ekinn 178 þ.
Verd 890 þ,
Veró 930 þ
Verd 980 þ.
®F BMW325 IX Touring
PRýskr. 07.1988, 2500 cc,
5 dyra, 5 gíra, svartur,
ekinn 144 þ. Fjórhjóladrif,
álfelgur, leður,
topplúga o.fl.
Daihatsu Terios SX 1.3
Nýskr. 03.1998, 1300 cc, 5 dyra,
5 gíra, Ijósgrænn, ekinn 33 þ.
Verd 1.190 þ.
notaóir bílar