Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 27 Reuters Þýskir andstæðingar einræktunartilrauna klæðast hér gervi klónuðu kindarinnar Dollýar til að mótmæla leyfisveitingum til slíkra tilrauna. Bresk yfirvöld hafa nú veitt tryggingafélögum umdeilda heimild til að standa að leit að hættulegum sjúkdómsgenum. Breska stjórnin samþykkir takmarkað- ar erfðarannsóknir tryggingafélaga SAMVINNUSJÖÐS ÍSLANDS HF. Dagskrá Aðalfundur Samvinnusjóðs 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 17. grein samþykkta félagsins 2. Breytingar á samþykktum félagsins 3. Samþykki aðalfundar á samruna- áætlun Samvinnusjóðs (slands hf. og Fjárvangs hf. 4. Heimild til að kaupa eigin hlutabréf og taka að veði 5. Önnur mál, löglega upp borin íslands hf. verður haldinn mánudaginn 27. mars 2000 kl. 15:00 á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. Stjórn Samvinnusjóðs Islands hf. Gögn sem lögð verða fyrir fundinn liggja frammi á skrifstofu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík, frá og með 20. mars nk. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Leyfa leit að hættulegum sjúkdómsgenum Gagnrýnendur vara við myndun erfðafræðilegrar lágstéttar London. The Daiiy Telegraph. BRESKA stjórnin hefur samþykkt að leyfa tryggingafélögum að kanna að takmörkuðu leyti hvort hætta sé á, að væntanlegur tryggingataki sé lík- legur til að fá alvarlegan erfðasjúk- dóm. Það fólk, sem fær þann dóm, verður þá að greiða hærri iðgjöld en aðrir af sjúkra-, líf- og ferðatrygging- um. Hingað til hefur verið bannað að kanna erfðir manna með þetta fyrir augum af ótta við, að þá væri verið að búa til ákveðinn hóp, sem enga tiygg- ingu gæti fengið. Að loknum viðræð- um milli fulltrúa stjómvalda og tryggingafélaganna í síðustu viku var þó ákveðið að leyfa nokkrar rann- sóknir, sem tryggingafélögin geta nýtt sér. Þeim verður t.d. leyft að kanna hvort líklegt sé, að tryggingar- taki fái Huntingtons-súkdóm síðar á ævinm en hann lýsir sér í ósjálfráðum hreyfingum og minnistapi. Utangarðsmenn? Talsmenn neytenda og ýmissa borgarasamtaka segja, að vegna þessa sé hætta á, að sumt fólk lendi utangarðs í samfélaginu og eigi ekki kost á neinni tryggingavemd. Á það bendir meðal annars Anna Bradley, formaður breska neytendaráðsins, og dr. Evan Harris, einn þingmanna frjálslyndra demókrata, segir, að erfðarannsóknir eigi aðeins að gera í læknisfræðilegu skyni. „Með því að leyfa tryggingafélög- unum þessar rannsóknii', jafnvel að- eins leit að einni erfðaeind, er verið að búa til erfðafræðilega lágstétt. Al- menningur mun snúast gegn þessu og ég vona, að enginn gangist undir rannsókn af þessu tagi umyrðalaust," sagði dr. Harris. Ottuðust eftirlitslausar rannsóknir Breska heilbrigðisráðuneytið hefur skipað nefnd til að fylgjast með og stjóma erfðarannsóknum trygginga- félaganna í leit þeirra að hættulegum sjúkdómum. Verður nefndin að sam- þykkja rannsóknaraðferðimar og hvaða rannsóknastofur verða fyrir valinu. Það, sem réð mestu um þessa ákvörðun, var, að ráðgjafar stjóm- valda kváðust óttast, að yrðu rann- sóknimar ekki leyfðar að takmörk- uðu leyti og undir eftirliti, myndu tryggingafélögin gangast fyrir sínum eigin rannsóknum án afskipta ann- arra. Mun verða byrjað á þessu í sept- ember nk. þegar sjö rannsóknir verða bornar undir samþykki stjómvalda. Sjúkdómssagan nú þegar inni í matinu Talsmenn tryggingafélaganna telja, að eftir fimm ár verði rannsókn- ir af þessu tagi orðnar almennar og gætu þá m.a. náð til erfðasjúkdóma eins og brjóstakrabbameins, Alz- heimerssjúkdóms, sigðkornablóð- leysis og fleiri. Benda þeir á, að nú þegar sé könnuð sjúkrasaga trygg- ingartaka og fjölskyldna þeirra og ið- gjöldin við það miðuð. Einstaklingur í fjölskyldu, sem glímt hefur við erfða- sjúkdóma, þarf alla jafna að greiða há iðgjöld en komi í ljós við rannsókn, að hann eigi ekki á hættu að fá tiltekinn sjúkdóm, þá munu iðgjöldin lækka í samræmi við það. Með rannsóknun- um sé því í raun verið að firra margan manninn háum iðgjöldum. Samkváemt nýju reglunum geta tryggingafélögin ekki neytt neinn til að gangast undir erfðarannsókn en þau geta farið fram á það við þá, sem koma úr fjölskyldum með ákveðna sjúkrasögu. Þau mega líka forvitnast um hvort viðkomandi hafi áður geng- ist undir rannsókn og krafist þess að fá að sjá niðurstöðumar. Allt að fímmföld venjuleg iðgjöid Iðgjöld eru nú miðuð við áhættu og sem dæmi má nefna, að reykingafólk og þeir, sem lengi hafa þjáðst af ein- hveijum sjúkdómi, borga hærri ið- gjöld en aðrir. Komi í ljós, að miklar líkur séu á, að einhver fái hættulegan sjúkdóm, er viðbúið, að hann verði að greiða allt að fimmföld venjuleg ið- gjöld. Nú þurfa um 4% þeirra, sem sækja um líftryggingu, að greiða frá 50% og upp í fimmföld iðgjöld og um 1% er hafnað vegna þess, að áhættan þykir of mikil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.