Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ
- ^68 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
I ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sóiðiS kl. 20.00
KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht
( kvöld þri. 21/3, uppselt, aukasýning lau. 1/4, síðasta sýning.
» LANDKRABBINN — Ragnar Arnalds
2. sýn. mið. 22/3 uppseit, 3. sýn. fim. 23/3 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 30/3 örfá
sæti laus, 5. sýn. fös. 31/3 nokkur sæti laus.
KOMDU NÆR — Patrick Marber
9. sýn. fös. 24/3 uppselt, 10. sýn. mið. 29/3, nokkur sæti laus. Sýningin er hvorki
við hæfi barna né viðkvæmra.
GULLNA HLIÐIÐ — Davíð Stefánsson
Lau. 25/3 kl. 15.00 og kl. 20.00 örfá sæti laus, næstsíðasta sýning, aukasýn. þri.
28/3, síðasta sýning.
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson.
Sun. 26/3 kl. 14 uppselt, sun. 2/4 kl. 14 örfá sæti laus, sun. 9/4 kl. 14 örfá sæti
laus, sun. 16/4 kl. 14 nokkur sæti laus og kl. 17.
ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmítt
Sun. 26/3 örfá sæti iaus. Takmarkaður sýningafjöldi.
Litla sóiðiS kt. 20.30:
HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Fös. 24/3 örfá sæti laus, sun. 26/3, fös. 31/3, lau. 1/4.
SmiSaóerkstœSiS kt. 20.00:
VÉR MORÐINGJAR — Guðmundur Kamban
Fös. 24/3 örfá sæti laus, lau. 25/3, fös. 31/3, sun. 2/4.
Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18,
miðvikud.—sunnud. kl. 13—20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. thorev@theatre.is.
fös. 24/3 kl. 20.30 örfá sæti laus
lau. 1/4 kl. 20.30 örfá sæti laus
fös. 7/4 kl. 20.30
fös. 14/4 kl. 20.30
mið. 19/4 kl. 20.30
n Grtarr
fAfí EINU
VI NÖRD
Uppþitari: Pétúr Sigfússon
fau. 2p/3 kl. 21 örfá sæti laus
'f fös. 31/4 kl. 21
lau. 8/4 kl. 21 '■ SL:
Allra siðustu sýningar
1
MIÐASALA í S. 552 3000
Miðasala er opin virka daga 10-18, frá kl. 14
lau./sun. og fram að sýningu sýningardaga.
Athugið — ósóttar pantanir seldar
þremur dögum fyrir sýningu
Draumasmiðjan ehf.
Eg sé............
Eftir Margréti Pétursdóttur
Frumsýning sun 26.03 kl. 17 uppselt
2. sýn fös 31.03 kl. 10.30 uppselt
3. sýn sun 02.04 kl. 14 örfá sæti laus
4. sýn sun 09.04 kl. 14 laus sæti
Sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm
Miðap. í síma 562 5060 og 511 2511
SJEIK.SPÍR
EINS OG jHAIMN
LEGGIJR SIG
mið 22/3 kl. 20 aukasýning
lau 25/3 kl. 20 6. kortasýning UPPSELT
lau 25/3 kl. 23 aukasýn. örfá sæti laus
sun 26/3 kl. 20
STJÖRNUR Á
MORGUNHIMNI
fös 24/3 kl. 20 UPPSELT
lau 1/4 kl. 23. örfá sæti laus
LEIKIR: HÁDEGISLEIKHÚS
mið 22/3 kl. 12 nokkur sæti laus
lau 25/3 kl. 12
Tónlist úr
kvikmyndum
23. mars kl. 20
25. mars kl. 16
Hljómsveitarstjóri og einleikari:
Lalo Schifrin
Flutt er úrval af tónlist úr kvikmyndum á
borð við Star Wars, Mission: Impossible,
Gone With the Wind og 2001: A Space
Odyssey.
6. aprfl:
Beethoven: Sinfónía nr. 8
Bruckner: Sinfónía nr. 7
Hljómsveitarstjóri: Ole Kristian Ruud
Miöasala kl. 9-17 virka daga Háskólabíó v/Hagatorg Simi 562 2255
www.sinfonia.is SINFÓNÍAN
SALKA
ásta rsa g a
eftir Halldór Laxness
Fös. 24/3 kl. 20 laus sæti
Lau. 25/3 kl. 20 örfá sæti laus
Síðustu sýningar
Vortónleikar
auglýstir síðar
FÓLK í FRÉTTUM
Ein fyrsta mynd Walsh sem sló í gegn var What Price
Glory? Hann er lengst til hægri við tökurnar ásamt
stjörnunum, Dolores Del Rio og Victor McLaglen.
RAOUL
Einn fjölrnargra leikara sem ótakamyndasmiðurinn
Walsh hjálpaði á frægðarferlinum, var Robert
Mitchum. Hér í Pursued (’47), ásamt Theresu Wright.
WALSH
UPPVAXTARÁR Raouls Walsh
(1887-1980), voru ævintýraleg líkt
og myndir hans margar. Sleit
barnsskónum undir lok 19. aldar á
götum hinnar vaxandi stórborgar,
New York, stakk af á táningsaldri
og flúði á vit víðáttanna miklu sem
enn voru mikið til ónumdar í fjar-
Iægum ríkjum. Gerðist kúasmali í
Texas og Mexíkó, grafari og lækn-
aritari í Montana, tamdi ótemjur
fyrir riddaraliðið og fékk fyrsta
forsmekkinn af skemmtanabrans-
anum sem liðsmaður Ku Klux Klan
í leikritinu The Klansman, þar sem
hann geystist um sviðið á hesti með
eldkrossinn á lofti. Það var sjö ár-
um áður en verkið varð D. W. Griff-
ith innblástur að Fæðingu þjóðar -
The Birth Ofthe Nation (1914).
Walsh var orðlagt glæsimenni og
afburðahestamaður og átti ekki í
vandræðum með að fá hlutverk í
kvikmyndum er hann sneri loks
aftur til heimaborgarinnar, liðlega
tvítugur. Varð strax mikill unnandi
Griffíths, sem réð hann í þjónustu
sína og tók Walsh með sér til Kalif-
orníu 1911.
Walsh var því einn af frumkvöðl-
unum í kvikmyndaiðnaðinum, þar
sem hann vann hverskyns störf fyr-
ir Griffith og fyrirtæki hans, Bio-
graph, uns hann fékk að leikstýra
The Life Of Generai Villa (1914),
tók m.a. atriði með sjálfum upp-
reisnarforingjanum mexíkóska í
mikilli glæfraferð og notaði þau í
myndinni. Sjálfur lék hann Villa á
yngri árum og síðar á árinu, John
Wilkes Booth, leikarann sem komst
á blöð sögunnar sem morðingi
Abrahams Lincolns - í Fæðingu
þjóðar. Leikstjórnin átti sterkari ít-
ök í Walsh en leiklistin og hann-
réðst til hins vaxandi Fox kvik-
myndavers 1915.
Fyrsta myndin hjá Fox var Re-
genaration, sem er jafnframt ein
fyrsta gangster-mynd sögunnar.
Fylgdi henni eftir með Carmen
(1915), þar sem sjálf Theda Bara,
frægasta þokkagyðja annars og
þriðja áratugarins, fór með titil-
hlutverkið. Næstu árin fóru eink-
um í gerð vestra, sem jafnan voru
ofarlega á blaði hjá leikstjóranum.
Árið 1924 var hann orðinn vel
þekktur og reyndur leikstjóri, en
myndin sem kom honum á toppinn
var klassikin The Thief Of Bagdad
(1924). Þessi vel gerða og líflega
ævintýramynd braut blað í kvik-
myndasögunni og setti Walsh á
bekk með virtustu, hugmyndarík-
ustu og afkastamestu leikstjórum
Hollywood næstu fjóra áratugina.
Við tóku nokkur ár hjá Paramount,
þar sem hann stýrði nokkrum af
gyðjum samtímans, einsog Polu
Negri og Gretu Nissen. Aftur lá
leiðin til Fox, þar sem til varð ann-
að snilldarverk, What Price Giory?
(1927). Árið 1929 gerði Waish The
Cock-Eyed World, nýja útgáfu
myndarinnar með tali, en John
Ford endurgerði hinsvegar What
Price Giory? árið 1952.
Velgengni þeirrar ágætu mynd-
ar heillaði Gloriu Swanson, sem þá
var skærasta stjarna kvikmynd-
anna. Fékk því ráðið að Walsh leik-
stýrði henni í Sadie Thompson
(1927) og sannfærði Walsh í leið-
inni um að hann væri einmitt rétti
maðurinn til að fara með aðal-
hlutverkið á móti sér. Strangar vel-
sæmisreglur Hayes-stofnunarinnar
mæltu svo fyrir að kvikmyndakoss-
ar máttu ekki standa lengur en í 3
sekúndur á þessum tíma. Þau
bættu sér það upp á milli upp-
takanna í frægu ástarævintýri, en
Swanson var gift kona. Hún vann
Óskarsverðlaunin fyrir frammi-
stöðu sína á tökustað.
Walsh missti augað við gerð
næstu myndar, In Old Arizona
(1929), fyrstu talmynd hans sem
leikari/leiksljóri. Þverrandi sjón á
heilbrigða auganu varð til þess að
ljúka hálfrar aldar löngum leik-
stjórnarferli mannsins árið 1964.
Næsti vestri hjá Fox var The Big
Trail (1930), rándýr stórmynd,
gerð með nýrri 70 mm tækni, kall-
aðri Grandeur, en brást gjörsam-
lega við miðasöluna og er minnis-
stæðust fyrir að verða ekki myndin
sem gerði John Wayne að stjörnu.
Gengi hennar varð til þess að hag-
ur Walsh fór minnkandi hjá Fox og
vann hann næstu árin við allskyns
myndir fyrir hina og þessa og
árangurinn eftir því. Þáttaskil urðu
hjá leikstjóranum er hann gekk til
liðs við Warner, þar sem hann fékk
betra efni og snjöll tök hans á leik-
urum komu strax í Ijós í They Drive
By Night (1939), þar sem Ida Lup-
ino og Humphrey Bogart standa
sig eftirminnilega vel. Sagan end-
urtók sig í High Sierra sama ár og
þau komust í hóp aðalstjarna kvik-
myndaversins. Strawberry Blonde
(1941) gerði hinsvegar kraftaverk
fyrir feril ungrar Ieikkonu, Ritu
Hayworth að nafni. Pursued (1947)
var einn magnaðasti sálfræðivestri
fímmta áratugarins og gaf Robert
Mitchum eitt fyrsta tækifærið til að
sýna hvað í honum bjó.
Samt sem áður eru Warner-ár
Walsh minnisstæðust fyrir safaríkt
samstarf hans og Errolls Flynns og
James Cagneys. Walsh varð eftir-
lætisleikstjóri stórstjörnunnar
Flynns, saman unnu þeir m.a. að
They Died With Their Boots On
(1941), Gentleman Jim (1942) og
Objective Burma (1945). Upp-
haflega kom Walsh til Warner í því
skyni að leikstýra annarri stór-
stjörnu kvikmyndaversins, James
Cagney, í The Roaring Twenties
(1939). Cagney krafðist þess að
Walsh leikstýrði sér einnig í White
Heat (1949), sem varð síðasta, um-
talsverða gangster-mynd Cagneys,
og árangurinn tilheyrir kvik-
myndasögunni. Af öðrum stórvirkj-
um Walsh má gjarnan nefna The
Horn Blows at Midnight (1945),
Captain Horatiio Hornblower
(1945), Sascatchewan (1954) og
The Naked and the Dead (1958).
Á sjötta áratugnum sneri Walsh
aftur til 20th Century Fox, þar sem
hann vann einkum að stríðsmynd-
um og vestrum. The Tall Men
(1955) var best þriggja mynda með
Clark Gable, biblíumyndin Esther
and the King (1960), með Joan Coll-
ins, var öllu lítilmótlegri. Árið 1963
hélt hann aftur til Warners, til að
gera sína síðustu mynd, vestrann
Distant Trumpet, með vælukjóan-
um Troy Donahue. Þá voru rösk 50
ár liðin frá því Walsh Iauk þeirri
fyrstu, hálfrar aldar sómaferill var
allur.
Sígild myndbönd
WHITE HEAT 1949 - ★★★★
Besta og frægasta gangstermynd James Cagney (og
allra tíma?), sem slær öll fyrri met sem Cody Jarrett,
snargeggjaður óbótamaður og morðingi með móður
sína á heilanum. Margaret Wycherly er einnig í bana-
formi sem kerlingarskepnan og Virgina Mayo lætur að
sér kveða sem ótrygg eiginkona ómennisins. Váleg
mynd um óvenju fyrirlitlegt illþýði og endar í frægasta
atriði gangstermyndasögunnar þegar Jarrett öskrar
ofanaf tanki sem augnablikum síðar springur í loft upp:
„Made it Ma. Top of the worldl.
OBJECTIVE BURMA 1945 ★★★★
Fræg mynd um árás fallhlífarherdeildar Bandaríkja-
manna á ratsjárstöð Japana í Burma á tímum seinna
stríðs. Löng og ströng, áhrifarík mynd með Errol
Flynn fremstan í flokki undir öruggri handleiðslu
Walsh. Árásin tekst en undanhaldið er hrikaleg hörm-
ungarsaga. Þeir eru til sem telja hana bestu stríðs-
mynd allra tíma, þó ekki Bretar. Minnstu munaði að
milliríkjadeila kviknaði útaf henni, þar sem handrits-
höfundarnir gleymdu að geta frammistöðu Breta í
Burma á stríðsárunum. Þar sem þeir börðust einsog
hetjur og misstu mikinn fjölda hermanna. Hrikaleg
mynd krydduð magnaðri tónlist Franz Waxmann og
kvikmyndatöku James Wong Howe.
THEY DRIVE BY NIGHT 1938 ★★★1/2
George Raft og Humphrey Bogart leika bræður,
vörbílstjóra sem standa andspænis ógnum vegarins og
morðákæru. Fáséð eftirlæti, ein af þessum fínu s/h
Warnermyndum sem komu kvikmyndaverinu á kortið.
Frábær texti og örugg stjórn Walsh á leikurunum, ekki
síst Idu Lupino, sem fer á kostum sem femme fatale,
eiginkona og morðingi eiganda fyrirtækisins sem
bræðurnir aka fyrir. Raft skyggir á Bogie, sem varð
ekki stórstjarna fyrr en í næstu mynd, Möltufálkanum.
Sæbjörn Valdimarsson