Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ
52 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000_
MÍNNÍNGÁR
INGIR.
HELGASON
anlands sem utan, sem við áttum með
þeim hjónum á liðnum árum.
Inga minnumst við með þakklæti
ogvirðingu.
Ólafur B. Thors.
í dag verður borinn til moldar Ingi
R. Helgason hæstaréttarlögmaður
sem andaðist í Reykjavík hinn 10.
þessa mánaðar, 75 ára að aldri. Hann
var um mjög langt skeið áhrifaríkur
forystumaður í stjómmálahreyfingu
íslenskra sósíalista og fáum stórmál-
**um ráðið tO lykta þar á bæ án þess að
hann væri með í gerðum.
Ingi fæddist í Vestmannaeyjum 29.
júlí 1924, sonur hjónanna Helga Guð-
mundssonar og Eyrúnar Helgadóttur
(fullt nafn hennar var Einarína
Eyrún). Þau Helgi og Eyrún voru
bæði af Suðumesjum, hann frá Þor-
kötlustöðum í Grindavík en hún frá
Kvíavöllum, hjáleigu í landi Kirkju-
bóls á Miðnesi sem var höfuðból í hin-
um foma Rosmhvalaneshreppi. Að
þeim Helga og Eyrúnu stóðu ættir
dugmikds almúgafólks á Suðumesj-
um og úr lágsveitum austan fjaUs. Bú-
skap sinn hófu þau í Reykjavík um
1910 og þar fæddust elstu bömin þrjú
sem upp komust en um 1920 fluttust
^►þau tO Vestmannaeyja og áttu þar
heima í húsinu Ásnesi þegar Ingi
fæddist sumarið 1924. Það hús stend-
ur enn á sama stað með yngri við-
byggingu og er númer sjö við Skóla-
veg. Arið 1925 eða 1926 fluttist
fjölskyldan í annað hús í Vestmanna-
eyjum sem þá hét Heiðarbýli og
stendur líka á sínum gamla stað en er
nú númer sex við Brekastíg. Frá
Heiðarbýlinu í Eyjum átti Ingi sínar
elstu minningar og þó að hann færi
alfarinn úr Eyjunum sex ára gamall
■^oru þessar bemskuslóðir honum
Kærar og á síðustu árum gaf hann sér
stundum tíma til að staldra þar við í
paradís náttúmnnar og naut þá líka
gleði við að skoða hið myndarlega
byggðasafn Eyjamanna.
Haustið 1930 yflrgáfu þau Helgi og
Eyrún Heiðarbýlið og fluttust með
allt sitt tíl Reykjavíkur. Ingi fylgdi þá
foreldrum sínum og með í for vom
líka systur hans, tvíburamir Fjóla og
Hulda, aðeins fárra vikna að aldri.
Þama var fátækt fólk á ferð og nú
fóm í hönd erflðir tímar því segja má
að heimskreppan mikla hafi lagt sinn
ógnarhramm yfír landið í sama mund
og fólkið frá Heiðarbýlinu bar pjönk-
ur sínar frá borði við höfnina í
Reykjavflí. I Vestmannaeyjum hafði
"^jölskyldufaðirinn sótt sjó og unnið
verkamannavinnu en í skattskrám
Reykjavíkur frá ámnum 1933-1937
er hann jafnan sagður vera verka-
maður. Skamman tíma bjuggu þau á
Klapparstíg 42 en vom árið 1931
komin í litla íbúð á Hverfísgötu 100 B
og þaðan í frá átti Ingi þar heima öO
sín uppvaxtarár. Hinn 30. mars árið
1937 missti hann föður sinn sem and-
aðist úr berklum 55 ára gamall. Þá
var Ingi tólf ára drengur og tvíbur-
arnir sex ára. Eyrúnu móður þeirra
tókst þó með hjálp eldri barnanna að
halda heimflmu saman en hart varð
hún að leggja að sér, ein af mörgum
alþýðuhetjum þeirra tíma.
Mótunarár Inga R. Helgasonar
•»vora kreppuárin og ár heimsstyij-
aldarinnar síðari. Hann þekkti fá-
tæktina af eigin raun, örbirgð alþýðu-
heimilanna í atvinnuleysi kreppu-
áranna, og fór ungur að leggja við
hlustir er gunnreifir menn ræddu
nauðsyn þess að steypa auðvaldinu og
sjóða réttlætissverð úr hlekkjum
hinna fátæku. Bam að aldri sá hann
kommúnistana bera rauða fána sína
um götur bæjarins og heyrði þá
syngja fullum hálsi „Fram þjáðir
menn í þúsund löndum sem þekkið
skortsins glímutök... Við bárum fjötra
<>^n br.átt nú hljótum að byggja réttlátt
.™jjóðfélag.“ Og hann, fátæki drengur-
inn frá Heiðarbýlinu í Eyjum, sonur
ekkjunnar á Hverflsgötu 100 B, - gat
hann látið sinn hlut eftir liggja? í
ungu brjósti kviknar vonin um nýjan
himin og nýja jörð og löngunin tíl að
verða að manni sem geti orðið öreig-
um heimsins að liði í baráttunni fyrir
l^éttlátu þjóðfélagi.
Þegar Ingi missti foður sinn átti
Kommúnistaflokkur Islands engan
fulltrúa á Alþrngi og hafði aldrei átt
en fáum mánuðum síðar, í alþingis-
kosningunum 20. júní 1937, fékk
flokkurinn þijá menn kjöma. Tvo í
Reykjavík og einn í Vestmannaeyj-
um. An efa hefur Ingi fylgst vel með
þessum kosningum þó að hann væri
aðeins tæplega þrettán ára en hvort
hann var þá þegar pólitískt virkur
veit ég ekki. Á árunum 1938-1941 var
hann nemandi í Gagnfræðaskólanum
í Reykjavík (Ingimarsskólanum).
POtur einn úr Verkamannabústöðun-
um við ÁsvaOagötu, fæddur 1927, sá
hann á þeim árum og taldi sig muna
löngu seinna að veturinn 1939-1940
hefði Ingi enn gengið um Skugga-
hverfið klæddur einkennisbúningi
kreppuáranna, jakkalaus í peysu og á
gúmmískóm. Þetta vitni var Guð-
mundur J. Guðmundsson, síðar for-
maður Dagsbrúnar. Hann heyrði líka
frá því sagt þann sama vetur að Ingi
væri kommúnisti og gæti orðið hæst-
ur á öllum prófum í skólanum ef hann
bara vildi. Vorið 1941 tók sonur ekkj-
unnar á Hverfisgötu 100 B inntöku-
próf inn í 3. bekk í Menntaskólanum í
Reykjavík. Hann stóðst það með
prýði og sat í skólanum næstu fjóra
vetur. Snemma á skólaárum Inga
barst honum orðsending frá konu
sem ekki vildi láta nafns síns getið en
bauðst til að styrkja hann til náms
með reglubundnum peningagreiðsl-
um. Ekki veit ég hversu há upphæð
þetta var en hitt sagði hann mér sjálf-
ur að þessa óvænta stuðnings hefði
hann notið í allmörg ár án þess að
hafa hugmynd um hvaða kvenmaður
lagði honum tO umræddan styrk. Síð-
ar á ævinni fékk hann þó fulla vitn-
eskju um það og skal þess getið hér að
þetta var „borgaraleg" kona og í eng-
um tengslum við stjómmálahreyf-
ingu sósíalista. Vera má að einhver
góðvOjaður hafi bent henni á þennan
efnOega févana námsmann en hitt
getur líka verið að hún hafi bara séð
hann á götu og Utist svona vel á pOt-
inn. Umskiptunum sem hér urðu á
unglingsárum Inga þarf ekki að lýsa
en fyrir ungan mann sem lét sig varða
um örlög heimsins var úthtið ekki
bjart þegar Hitler hafði lagt undir sig
nær allt meginland Evrópu og herir
nazismans virtust óstöðvandi. Þeim
mun heitari varð fógnuðurinn þegar
rauði herinn sneri að lokum vöm í
sókn við borgina Stalingrad á Volgu-
bökkum undir lok ársins 1942. Um
Stalingrad, borgina sem Windston
Churchill kallaði þá „ás forlaganna"
börðust nær fjórar mUljónir her-
manna í fimm mánuði og segja má að
úrslit heimsstyijaldarinnar síðari hafi
ráðist þar. Þá var Ingi átján ára. Þau
tryggðabönd sem tengdu menn sam-
an á þvflíkum tímum voru líkleg til að
halda býsna lengi. Hér heima varð ár-
ið 1942 hið mflda sigurár verkalýðs-
hreyfíngarinnar og Sósíalistaflokks-
ins en þann flokk hafði Komm-
únistaflokkurinn tekið þátt í að
mynda árið 1938. Við haustkosning-
arnar í október árið 1942 fékk flokk-
urinn nær 20% atkvæða yfir allt land-
ið og meira en 30% greiddra atkvæða
í Reykjavík. Hvflík áhrif stórviðburð-
ir þessa árs, bæði hér heima og er-
lendis, hljóta að hafa haft á Inga R.
Helgason þarf ekki að færa í orð en
þeirra sterku áhrifa bar hann merki
alla tíð. Við sem síðar tókum út okkar
þroska og áttum fáar eða engar póli-
tískar minningai' frá árinu 1942 stóð-
um því í öðrum sporum en hann þegar
stundir liðu fram.
Ýmsir telja nú að Sósíalistaflokkur-
inn, sem Ingi gekk ungur til liðs við,
hafi ekki verið annað en útibú frá sov-
éska Kommúnistaflokknum. Slík
kenning á þó ekki við gOd rök að
styðjast því að þrátt fyrir erlend áhrif
stóðu flestir helstu forystumenn
flokksins traustum fótum í íslenskum
veruleika og voru hér sem fiskar í
vatni meðal alþýðunnar. Sú lýsing á
ekki síst við um formann flokksins í
nær 30 ár, Einar Olgeirsson, en hon-
um gerðist Ingi mjög handgenginn á
ungum aldri og slitnuðu aldrei þær
tryggðir sem þá voru bundnar þeirra
í mOli. Sósíalistaflokkurinn var ekki
lítil fjarstýrð klíka þegar gengi hans
var mest heldur fjöldahreyfíng meðal
íslenskrar alþýðu eins og atkvæðatöl-
umar sem hér voru nefndar sýna.
Formaður flokksins naut lengi fá-
dæma hylli. T0 marks um það má
nefna að þegar Einar varð fimmtugur
árið 1952 fékk hann hátt á þriðja þús-
und heOlaóskaskeyti sem líklega er
Islandsmet og um hann voru þá skrif-
aðar 30 lofgreinar sem ætla má að líka
sé einsdæmi á voru landi af ekki
stærra tOefni. En lýðhyllin varir oft
skamma stund og tímans fúgl flýgur
hratt. Á efstu árum Einars munu að-
eins tvær manneskjur úr gamla
flokknum hafa rækt við hann vináttu.
Annað þessara tryggðatrölla var Ingi
sem að lokum talaði einn yfir moldum
síns gamla meistara.
Um öldina miðja var Ingi R. Helga-
son tvímælalaust álitlegasta leiðtoga-
efnið í röðum ungra sósíalista, enda
hafði hann tO að bera nær afla kosti
sem góðan stjómmálaforingja mega
piýða. Veturinn 1949 -1950 var hann
kvaddur til að skipa fjórða sæti á
framboðslista flokksins við bæjar-
stjómarkosningar í Reykjavík, þá 25
ára laganemi. Hann náði kjöri og list-
inn fékk 26,5% af greiddum atkvæð-
um. í bæjarstjóminni sat Ingi í átta
ár. Forseti Æskulýðsfylkingarinnar -
Sambands ungra sósíalista var hann
frá 1950 tíl 1953 og framkvæmda-
stjóri Sósíalistaflokksins frá 1956 tO
1962. I alþingiskosningum haustið
1959 og sumarið 1963 skipaði hann
efsta sætið á framboðslista Alþýðu-
bandalagsms í Vesturlandskjördæmi
og hafði áður farið tvisvar sinnum í
framboð í Borgarijarðarsýslu þar
sem Akranes var höfuðvígið. Eftir
fertugt fór Ingi hins vegar aldrei í
framboð en einn helsti áhrifamaður
flokksins var hann allt til ársins 1981
er hann tók við opinberu forstjóraem-
bætti.
Ingi R. Helgason ólst upp við lítinn
veraldarauð en á honum var aldrei
neinn kotungsbragur. I skapgerð
hans var hjálpsemin við náungann
einn ríkasti þátturinn. Þess nutu
margir. Hann umgekkst alla sem
jafningja og hafði góða nærveru. Var
frábær verkmaður þegar mikið lá við
og lagði þá stundum nótt við dag.
Flestum öðram gleggri við lausn flók-
inna vandamála og sá alltaf úrræði.
Kunni vel að stýra liði, sætta sjónar-
mið og vekja góðan starfsanda. Sjálf-
ur jafnan glaður og reifur á ytra borði
og óvílinn í hverri raun. Hann var
slyngur málaíylgjumaður og snjall í
kappræðum. Fyrirmannlegur á velli
og bar með sér reisn í fasi. Fullgfldur
hvar sem var allt fí'á æskudögum og
við hvem sem var að eiga, innanlands
sem utan, en lítOlátur og laus við
hroka. Unnandi fagurra Osta og
menningarlega sinnaður.
Hér verður ekki svarað spurning-
unni um það hvers vegna blómaskeiði
Inga í íslenskum stjómmálum lauk
svo löngu fyrr en flestir höfðu vænst
og hvers vegna hann varð hvorki ráð-
herra né flokksformaður. Vera má að
tryggð hans við hina eldri forystu-
menn íslenskra sósíaOsta og við
æskuhugsjónimar sem skutu djúpum
rótum við orrastugný á árinu 1942
hafí ráðið þar nokkru um og orðið
honum Þrándur í götu þegar vindar
tóku að blása úr öðram áttum.
Á þann sem hér krotar orð á blað
hafði Ingi R. Helgason umtalsverð
áhrif í æsku. Ég hef á öðram stað, í
ÞjóðvOjanum 29. júO 1984, sagt frá
okkai- fyrstu kynnum sem urðu
snemma á árinu 1952. Við leiðarlok
votta ég honum virðingu mína og
minnist bróðurlegs samstarfs og vin-
áttu í gamla daga þegar við héldum
báðir að hægt væri að bjarga mann-
kyninu. Eiginkonu Inga, bömum
hans og öðram vandamönnum færi ég
hugheilar samúðarkveðjur á sorgar-
stund.
Kjartan Ólafsson.
Það var nokkur eftirvænting hjá
starfsmönnum Branabótafélagsins
um hásumar árið 1981. Spurst hafði,
að skipaður hefði verið nýr forstjóri
félagsins, Ingi R. Helgason hæsta-
réttarlögmaður. Fáir þekktu til hms
nýskipaða forstjóra nema af afspum
og var því eðlOegt að nokkur umræða
um hann ætti sér stað meðal starfs-
manna, en umræðan einkenndist þó
að mestu af sögusögnum og ýmsum
athugasemdum úr skrifum dagblaða
á þessum tíma.
Og íyrsti starfsdagur Inga R. hjá
Brunabótafélaginu hófst. Hann sjálfur
lýsti upphafi dagsins þannig:
„Á sólbjörtum sumardegi, hinn 1. jú-
01981, setti ég snemma dags óskrifaða
dagbók niður í tösku mína á Laugavegi
31 og gekk eins og leið liggur inn
Laugaveginn að húsinu nr. 103 og sett>
ist þar í stól forstjóra Brunabótafélags
íslands að skipan ráðherra.
Ég man ekki gjörla hvað ég hugs-
aði á leiðinni inn eftir. I huga mér velti
sér tilhlökkun, forvitni og svolítfll
kvíði. Ég horfði á allt fólkið, sem gekk
um Laugaveginn þennan morgun
eins og alla aðra morgna og hafði ekki
hugmynd um þau vistaskipti, sem
spor mín þennan dag Om Laugaveg-
inn vora að marka í lífshlaupi mínu.
Með þessum skrefum var ný
epóka, tímabO, að hefjast í mínu lífi og
hinar tvær, pólitfldn og lögfræðin,
sem raunar alltaf vora á vissan hátt
tvinnaðar saman, vora að líða hjá og
nýr veraleiki og verkefni vora að
fjúka í fang mér.
Hinum megin við kvíðann bærðust
hugrenningar, sem nálguðust heit-
strengingar um að standa sig í hinu
nýja starfi og að láta ekki pólitíkina
og lögfræðistörfin elta sig í þennan
stól.“
Hugrenningar, sem nálguðust heit-
strengingar gengu eftir. Frá því að
Ingi R. tók við stjómartaumum í
Branabót var félagið í fyrirrúmi.
Ferðalög um landið tfl þess að kynn-
ast mönnum og málefnum. Sveitar-
stjórnir vora heimsóttar, svo og um-
boðsmenn. Stærstu viðskiptamenn
einnig heimsóttir og stóráhættur
skoðaðar. Vátryggingarstarfsemin
var endurskoðuð og efld og endur-
tryggingarsambönd styrkt.
Leitað vai- eriendis að nýjum
markaðshugmyndum. I kjölfarið
komu samsettar tryggingar íyrir
landbúnað, verslun, iðnað, svo og sér-
stakar sveitarstjómartryggingar.
Stofnað var líftryggingafélag , B.I.-
Líftrygging. Nýjungar á öllum svið-
um. Það var eins og Ingi væri fæddur
inn í þann ungmennafélagsanda, sem
var undirstöðuafl félagsins. Starfi
hans fylgdi hagsæld og farsæld.
Árið 1989 varð sögulegt að mörgu
leyti og tími þáttaskila. Sameimngin í
Vátryggingafélag Islands h.f. með
Samvinnutryggingum var sögulegur
atburður og síðar sameining líftrygg-
ingarstofna Andvöku og B.I Líf í
Líftryggingafélag íslands h.f. Ingi R.
var óragur að breyta hefðum og fara
nýjai' leiðir. Hann tefldi þó ekki á
tvær hættur með glannaskap heldur
þvert á móti var hann gæddur eðlis-
lægri agaðri hugsun og þekkingu á
rökum möguleikanna með styrk í
menntun sinni, lífsreynslu og þroska.
Ingi nefndi þessa framkvæmd gjam-
an skólabókardæmi um hagræðingu.
Frá stofnun Vátryggingafélags ís-
lands h.f. og Líftryggingafélags ís-
lands h.f., var Ingi R. Helgason starf-
andi stjómarformaðui' auk
forstjórastarfs við Branabótafélag ís-
lands og síðar Eignarhaldsfélagsins
Branabótafélag íslands. Öll sín störf í
þágu félaganna rækti Ingi R. af stakri
alúð, virðingu og reisn.
Samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES-samningurinn) var
samþykktur 1992 og tók formlega
gildi 1. janúar 1994. Eins og kunnugt
er gerir samningurinn m.a. ráð fyrir,
að allir neytendur sitji við sama borð
og ekki era leyfðar takmarkanir á
frelsi þeirra til viðskipta. Þetta sjón-
armið snerti Branabótafélag íslands,
sem starfaði samkvæmt sérlögum.
Málið tengdist branatryggingum fa-
steigna, svo og samningum sveitarfé-
laganna, ábyrgð þeirra og tengslum
við félagið. Áður en komist var að
endanlegri niðurstöðu varðandi laga-
breytingar, sem snertu Branabótafé-
lagið, áttu sér stað miklar umræður
og skoðanaskipti mflli forsvarsmanna
félagsins og stjórnvalda. Ráðherra-
skipuð nefnd fékk það hlutverk að
semja frumvarp að nýjum lögum fyrir
félagið og varð frumvarpið að lögum
28. apríl 1994. Ingi R. Helgason, for-
stjóri, tók virkan þátt í þessu vanda-
sama máli og var einn nefndarmanna.
Með nýjum lögum var Branabótafé-
lagi Islands breytt í eignarhaldsfélag
og sveitarfélögunum afhent félagið til
stjómunarlegrar- og fjárhagslegrar
ábyrgðar, svo og skipan fulltrúaráðs
aðOdarsveitarfélaganna, sem kýs
stjórn félagsins.
Fundur var haldinn í stjóm Bruna-
bótafélags íslands 6. maí 1994. Eftir
að formaður hafði sett fund, lýsti
hann sérstakri ánægju með tflefni
fundarins, sem fyrst og fremst væri
haldinn til að fagna nýlega samþykkt-
um lögum um Eignarhaldsfelagið
Branabótafélag íslands. Lagði for-
maður tO, að fundarmenn sýndu for-
stjóra félagsms sérstakt þakklæti
vegna ómetanlegs framlags við undir-
búning og framgang málsins undan-
fama mánuði. Klöppuðu viðstaddir
vel og lengi Inga R. Helgasyni lof í
lófa fyrir frammistöðu hans, þraut-
seigju og lagni frá upphafi tfl lokaaf-
greiðslu málsins, eins og segir í fund-
argerð.
Við starfslok Inga R. Helgasonar
þ. 1. október 1996 sagði hann:
„Eftir rúmlega 15 ár er ég staðinn
upp úr þessum stól og komið er enn á
ný að miklum tímamótum í mínu lífi.
Það er oft á slíkum tímamótum, að
spurt er, hvemig hefur til tekist ?“
Við starfsmenn og samstarfsmenn
Inga R. Helgasonar á vegferð hans,
sem hófst að morgni 1. júlí 1981 upp
Laugaveginn, þökkum samleiðina.
Ingi var ekki bara forstjóri okkar,
hann varð góður vinur starfsmanna
sinna og bar hag þeirra fyrir brjósti.
Við kveðjum hann af virðingu og
þakklæti. Spumingunni um það
hvemig hafi tO tekist, viljum við ein-
faldlega svara:
Ingi R. Helgason, þetta tókst vel.
Fyrir hönd stjómar Eignarhalds-
félagsins Brunabótafélag Islands era
hér færðar fram þakkir fyrir störf
Inga R. Helgasonar að hag og eflingu
félagsins.
Innilegar samúðarkveðjur færam
við Rögnu og fjölskyldunni.
Blessuð sé minning Inga R. Helga-
sonar, þess mæta manns.
Hilmar Pálsson, forstjóri
Eignarhaldsfélagsins
Brunabótafélag Islands.
Við Ingi fæddumst sama áiið í
Vestmannaeyjum, en leiðir okkar
lágu ekki saman fyrr en í Reykjavík á
stríðsáranum. Við fóram á námskeið
hjá Einari Magnússyni, menntaskóla-
kennara og reyndum síðan við inn-
tökupróf við Menntaskólann í
Reykjavík, en það gekk ekki. Á þessu
tímabili lásum við saman mörg náms-
verkefnin. Mig minnir að Ingi hafi þá
farið í Ingimarsskólann, en ég fór í
Agústarskólann, og skildi leiðir um
sinn. Haustið 1942 hittumst við aftur,
þegar við settumst báðir í stærð-
fræðideild Menntaskólans í Reykja-
vík.
Á þessum áram heimsóttum við
heimili hvor annars. Mér eru minnis-
stæðar móðirin Eyrún og tvíbura-
systumar Fjóla og Hulda. I minning-
unni er Eyrún hljóðlát en skapföst
kona og litlu systurnar ljúfar hnátur,
sem dáðu stóra bróðurinn, sem þá
þegar virtist hafa tekið á sínar herðar
hlutverk forsvarsmanns fjölskyld-
unnar. Þannig mótaðist skapgerð
Inga, að minni hyggju, honum varð
tamt að taka ábyrgð og framkvæma.
Ingi var félagslyndur, vinsæll og
ákafur vinstrimaður, sem hneigðist
snemma tfl forystu í ýmsum málum
og félagasamtökum, bæði á hinu póli-
tíska og menningarlega sviði.
Hann átti snemma við alvarlegan
sjúkdóm að stríða og varð því að fara
varlega, heflsunnar vegna. Það var
því alveg furðulegt hversu mörgu
hann kom í verk og þrekið virtist óbil-
andi. Þegar ýmsar persónulegar
raunir sóttu að honum að auki varð
mér eitt sinn að spurn, hvernig hann
gæti ráðið við þetta allt saman og
hann svaraði, að þetta væri stundum
anzi þreytandi. Þetta er það næsta,
sem ég heyrði Inga kvarta undan
hlutskipti sínu. Seinni ár ævinnai' lifði
Ingi góðu lífi með seinni konu sinni,
Rögnu M. Þorsteins.
Með Inga er genginn góður maður
og traustur og góður félagi.
Innilegustu kveðjur saknaðar og
samúðar fylgja hér með tfl Rögnu og
fjölskyldu frá mér og konu minni og
stúdentum 1945 frá Menntaskólanum
í Reylq'avík.
Borgþór H. Jónsson.
Þeir sem nú era að kveðja og ná
meðalaldri hafa lifað mesta breyt-