Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Enn um
jtannleysi
Islendinga
FRÁ ÞVÍ grein mín
um gei’vitannasmíði
birtist í Morgunblað-
inu hafa allnokkrir
haft samband við mig
einkum varðandi tvö
atriði sem ég nefndi í
greininni. Er mér
bæði ljúft og skylt að
svara, og kemur mér
skemmtilega á óvart
sá áhugi sem fólk sýn-
ir þessu málefni.
Röntgen-
myndataka
Fyrst hafa menn
spurt sig um tilgang
þess að taka röntgen-
myndir af tannlausum einstakling-
um. Það kann að hljóma einkenni-
lega, en góðar og gildar ástæður
eru fyrir því. Þó svo munnhol virð-
ist tannlaust og slímhúð heilbrigð,
geta leynst tannbrot, belgmein
ýmiss konar og fleira sjúklegt í
kjálkabeininu án þess að á yfir-
borði sjáist. Einnig er mjög mikil-
vægt að meta kjálkabein með tilliti
til tannplanta, en þeir eru bylting
fyrir tannlausa einstaklinga. Þar
er einnig nauðsynlegt að meta
legu taugarinnar (n. mandibular-
is). Er það nú svo að stundum
duga ekki þær röntgenmyndir sem
teknar eru á tannlæknastofu, held-
ur er sjúklingi vísað í sneiðmynda-
töku til að fá enn betri sýn. Eg vil
ítreka nauðsyn þess að tannlausir
einstaklingar fái vitneskju um
tannplanta, en þeir hafa oft gert
gæfumuninn fyrir þá sem eiga erf-
itt með að nota gervitennur. Með
tannplöntum skapast sá möguleiki
að festa gervitennur niður með
sérstökum festingum, í stað þess
að gervitennurnar liggi lausar á
slímhúð einstaklingsins.
Máttakan
mikilvæga
Annað atriði sem menn fýsir að
vita meira um er máttakan sjálf. I
fyrri grein minni vildi ég ekki
þreyta lesendur með lýsingum af
síðari máttökunni, en greinilegt er
að margir vilja vita meira. Mun ég
reyna að vera stuttorð og einfalda
málið eins og hægt er, en vil ég þó
taka fram að máttaka fyrir gervi-
tönnum er síður en svo einfalt mál.
Raunar tel ég að máttakan sé mik-
ilvægasta en jafnframt það erfið-
asta skref sem í gervitannasmíð-
inni er stigið. Máttaka fyrir
gervitönnum fer í stórum dráttum
fram á eftirfarandi hátt: Fyrst er
tekið svokallað primert mát, eða
fyrsta mát. Þá er verksmiðjufra-
mleidd mátskeið fyllt af mátefni
(kvoðu), sem gefur hæfilega mikið
eftir. Primer máttöku er ágætlega
lýst í skýringum með frumvarpi
iðnaðarráðherra. Eftir þessa mát-
töku, er gifsi steypt í mátið og lát-
ið harðna. Þá hefur myndast af-
steypa sem sýnir grófa mynd af
tannlausa svæði sjúklingsins. Þá
er sérsmíðuð mátskeið sem notuð
er í seinni máttökuna. Mátskeiðin
er aðeins notuð einu sinni, fyrir
viðkomandi einstakling. Þegar
búið er að ganga úr skugga um að
mátskeiðin passi, eru brúnirnar
mótaðar. Það er gert með ýmsum
efnum, en algengast mun vera að
nota svokallað compound. Kann ég
ekki íslenskt orð yfir efni þetta og
biðst ég afsökunar á því. Efni
þetta er hitað og lagt á mátskeið-
ina. Mátskeiðin er því næst sett í
munn og sjúklingur beðinn að gera
ákveðnar hreyfingar. Þannig fæst
mjög nákvæm eftirmynd hvers
vöðvahóps fyrir sig. Aðeins er sett
lítið í einu á afmörkuðu svæði. Það
ákvarðast m.a. af vöðvum munn-
holsins og er gert eftir fyrirfram
ákveðnum reglum. Sem dæmi má
nefna að móta þarf
sérstaklega svæði
vegna vararhafts. Sé
það ekki gert, munu
gervitennurnar alltaf
hreyfast með varar-
haftinu. Þannig er
hvert svæðið tekið á
fætur öðru og brún-
irnar mótaðar þannig
að nýju tennurnar
sitji sem best og
hreyfist sem minnst.
Þegar búið er að móta
allar brúnir gómsins,
er að lokum tekið mát
í mátskeiðina með
mátefni sem er mun
nákvæmara en það
sem notað er í fyrri máttökunni.
Gómurinn er svo smíðaður á af-
steypuna sem búin er til eftir því
máti. Sé máttakan ekki gerð á
þennan hátt, passa gervitennurnar
ekki einstaklingnum. Gervitennur,
sem ekki eru smíðaðar samkvæmt
Tannlækningar
Vona ég heitt og inni-
lega að þingmenn þessir
verði aldrei tannlausir
og þurfi því ekki að ótt-
ast þau örlög að hljóta
gervitennur, segir
Kristín Heimisdóttir,
sem smíðaðar eru sam-
kvæmt frumvarpi því
sem nú liggur frammi
fyrir hinu háa Alþingi.
þessari forskrift, hreyfast og velt-
ast í hvert sinn sem einstakling-
urinn gerir hina minnstu hreyf-
ingu með vöðvum munnhols. Það á
við um kyngingu, bros, tal og
margt, margt fleira. Setjið ykkur í
spor einstaklings sem ekki getur
hlegið, brosað, borðað, talað og svo
framvegis án þess að hafa sífellt
áhyggjur (og ekki alltaf að ástæðu-
lausu) af því að tennurnar hrein-
lega detti úr munninum.
Þekkingarskortur
eða hvað?
Hljóta lesendur að sjá að nauð-
synlegt er að búa yfir góðri þekk-
ingu á líffærafræði, meinafræði,
lífeðlisfræði og fleiri grunnfögum
tannlæknisfræðinnar til að fram-
kvæma slíka máttöku svo vel til
takist. Formfræði tanna mun þó
ekki koma að gagni við máttökuna,
þó gagnlegt grunnfag sé. Seinni
máttakan er forsenda þess að vel
til takist. Aldrei hef ég séð vel
lukkaðar gervitennur sem eru
smíðaðar eftir primer máti. Þær
gervitennur eru oftast nær geymd-
ar ofan í skúffu hjá viðkomandi
einstaklingum og ónothæfar með
öllu. Því er leitt til þess að hugsa
að ákveðnir þingmenn skuli telja
það nægilegt að taka eitt mát til
að smíða nothæfar gervitennur.
Hlýtur þar að vera um vanþekk-
ingu að ræða, því ekki getur verið
að viðkomandi séu það illviljaðir í
garð tannlauss fólks, að vilja því
slíkan gjörning. Vona ég heitt og
innilega að þingmenn þessir verði
aldrei tannlausir og þurfi því ekki
að óttast þau örlög að hljóta gervi-
tennur sem smíðaðar eru sam-
kvæmt frumvarpi því sem nú ligg-
ur frammi fyrir hinu háa Alþingi.
Reyndar óska ég engum svo ills.
Höfundur er Umnlæknir.
Kristín
Heimisdóttir
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 43
Annar í búðir og hinn á fjöll...
Mercedes Bens E-240, Elegance,
árg. 1998. Ekinn 26 þús. Blásvart sanseraður, leðurinnréttingar,
topplúga, 17" felgur, Zenon Ijós, MB-GSM, rafdrifin sæti, 10 diska
CD-magasín og margt fleira. Einstaklega vel búinn bíll í sérflokki.
Verð 4.450.000. Tilboð 3.990.000.
Jeep Cherokee Grand Limited 4.0
árg. 1993. 36" DC dekk, CB, GPS,
leðurinnrétting, loftdæla,
læstur að framan og aftan,
loftkútur og margt fleira. Gullfallegur — .
og skemmtilegur fjallabíll. 'úT**
Verð 2.490.000. Bildshofða 12,
sími 567 3131 - fax 587 0889
Yfir 100 snjósleðar á söluskrá
A miðjii
iclancbrn
íslenskra
stjórnmála
Fjöbkytda
Afví
AKUREyRI - 22.mars
Fiðlarirm, Akureyri, kl. 20.30
• HalldórÁsgrímsson
• Ingibjörg Pólmadóttir
• Póll Pétursson
HAFNARFJORÐUR - 23. mars
Hraunholt, Dalshrauni 15,
Hafnarfirði, kl. 20.30
• Siv FriSleifsdóttir
• Ingibjörg Pólmadóttir
• Hjólmar Árnason
• Kristinn H. Gunnarsson
HORNAFJÖRÐUR - 28. mars
Hátel Höfn, Hornafirði, kl. 20.30
• Valgerður Sverrisdóttir
• Ingibjörg Pólmadóttir
• Siv Friðleifsdóttir
• Jónína Bjartmarz
AKRANES- 30. mars
Opnirfundir
þingmanna
Framsóknarflokksins
HÓLMAVÍK- 13. apríl
Salur verkalýðsfélaganna
Akranesi, kl. 20.30
• HalldórÁsgrímsson
• Ingibjörg Pólmadóttir
• Jón Kristjónsson
GRINDAVÍK - 6. opríl
Sjómannastofan Vör,
Grindavík, kl. 20.30
• Hjólmar Arnason
• Valgerður Sverrisdóttir
• Olafur Örn Haraldsson
HUSAVÍK - 6. apríl
Hótel Húsavík, Húsavík, kl. 20.30
• Kristinn H. Gunnarsson,
• jón Kristjónsson
• ísólfur Gylfi Pdlmason
• Jónína Bjartmarz
CaféRiis, Hótmavík, kl. 20.30
• Kristinn H. Gunnarsson
• Pdll Pétursson
• Guðni Ágústsson
• isólfur Gylfi Pólmason
AUSTUR-HÉRAÐ - 13. apríl
Hótel Hérað,£gilsstöðum,
kl. 20.30
• Valgerður Sverrisdóttir
• Jón Kristjdnsson
• HjólmarÁrnason
• OlafurÖrn Haraldsson
FRAMS0KNARFL0KKURINN
Með fólk í fyrirrúmi