Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 Á Alþjóðlegu vatnsráð- stefnunni sem nú MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ pltfguwWirlrili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LENGING SKÓLAÁRS SAMFÉLAGSLEGAR ástæður lágu á bak við stutt skólaár hér á landi. Þörf var á vinnuframlagi barna og unglinga í sveitum landsins, þau þurftu helst að vera komin úr skólan- um í sauðburðinum og helst máttu þau ekki fara aftur fyrr en að loknum réttum á haustin. Þetta er liðin tíð. Nú á dögum eru börn ekki álitin vinnuafl auk þess sem bændasamfélagið hefur vikið fyrir nútímalegu borgarsamfélagi. Forsendur fyr- ir hinu stutta skólaári hafa því brostið og tími kominn til að laga það að breyttri samfélagsskipan. Samkvæmt því sem fram kom í viðtali við Ursúlu Ingvars- dóttur hagfræðing hér í blaðinu á sunnudag myndi lenging skólaárs ekki aðeins leysa vanda sem löng sumarfrí skóla- barna skapa útivinnandi foreldrum heldur myndi það einnig skila efnahagslegum ábata upp á 3,1 til 4,8 milljarða króna. Mikilvægast er þó að breytingin myndi bæta menntun ís- lenskra barna og gera hana sambærilega við það sem gerist og gengur í samkeppnislöndum okkar. Island er á meðal þeirra landa í Evrópu sem hafa hvað styst skólaár og fæstar kennslustundir. Fyrir vikið eru íslensk skólabörn að meðal- tali tveimur árum lengur að ljúka stúdentsprófi en börn í öðrum Evrópulöndum. Við íslendingar setjum okkur háleit markmið um þátttöku í hinu alþjóðlega þekkingarsamfélagi þar sem samkeppnishæfni grundvallast á háu menntunarstigi þjóða. í því ljósi er umhugsunarvert að kennslustundum í ís- lenskum grunnskólum hefur lítið fjölgað á síðustu fjörutíu árum og hreinlega fækkað á eldri aldursstigum. íslenzka skólakerfið þarf að sjálfsögðu að fylgjast með þeim öru breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar og umhverfi og hefur raunar gert það á margan veg. í við- amikilli úttekt sem gerð var á íslenska menntakerfinu á veg- um OECD árið 1986 var skólastefna íslendinga gagnrýnd og mælt með að skólaárið yrði lengt til jafns við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tillagan fékk ekki hljómgrunn á sínum tíma. I meistaraprófsritgerð sinni í hagfræði frá Háskóla Is- lands leggur Ursúla til að skólaár í grunnskólum verði lengt um fjórar vikur, úr 170 kennsludögum á ári í 190 en meðal- talið í ESB-löndum er 189. Með þessu myndi skapast aukið svigrúm til kennslu á grunnskólastigi, að sögn Ursúlu, og yrði það nýtt með því að færa hluta af námsefni fram- haldsskólans niður í efstu bekki grunnskólans. Skólaárið í framhaldsskóla yrði áfram jafnlangt og það er nú en námsár- um yrði fækkað úr fjórum árum í þrjú. Nemendur lykju þá stúdentsprófi við 19 ára aldur sem einnig er nær því sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þessi sjónarmið eru mikilsvert framlag til þeirrar umræðu, sem stöðugt þarf að fara fram um skólamál okkar. ÚRSLITIN Á TAÍVAN ÞRÁTT fyrir hótanir kínverskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna á Taívan varð niðurstaða þeirra sú að Chen Shui-ban, sem hefur verið stuðningsmaður sjálfstæðis Taí- van, bar sigur úr býtum. Chen, sem var fulltrúi Lýðræðislega framfaraflokksins, fékk um 39% fylgi. Niðurstaða kosninganna er ekki síst merkileg í ljósi þess að með sigri Chens hefur verið bundinn endi á fimm áratuga stjórn Kuomintang, flokks þjóðernissinna, er farið hefur með völd á eyjunni allt frá því að Chiang Kai-shek og stuðningsmenn hans flúðu þangað árið 1949. Frambjóðandi Kuomintang, varaforset- inn Lien Chan, hlaut einungis 22,9% atkvæða. Með þessu má segja að Taívan hafi endanlega tekið skrefið yf- ir í hóp lýðræðisríkja. Fyrstu áratugir stjórnar Kuomintang ein- kenndust af harðstjórn þar sem lítið var skeytt um skoðanafrelsi eða rétt íbúanna til að láta vilja sinn í ljós í frjálsum kosningum. Á því varð breyting á síðasta áratug og nú er hinum gamla valdaflokki hefur verið vikið úr stjórn landsins í frjálsum kosn- ingum hefur lýðræðið fest sig í sessi með rækilegum hætti. Jafnframt er greinilegt að hótanir Kínverja um valdbeitingu og ofbeldi, en þeim var ekki síst ætlað að fæla kjósendur í burtu frá framboði Chens, hafa haft þveröfug áhrif. Éflaust hafa kín- verskir kommúnistar ekki einungis haft varann á sér vegna fyrri yfirlýsinga Chens um sjálfstæði Taívan. Kjósendur á Taívan hafa gert það sem kínverskir ráðamenn óttast að gerist leyfi þeir kínversku þjóðinni að láta vilja sinn í ljós. Snúið baki við hinum gamla stjórnarflokki. Fyrstu viðbrögð Kínverja og hins nýkjörna forseta Taívan benda til að bæði ríkin muni reyna að koma í veg fyrir að sú spenna er myndaðist í kringum kosningarnar haldi áfram að magnast. Miklu skiptir að sú verði raunin. Chen hefur að undan- förnu dregið verulega í land hvað varðar sjálfstæði Taívan, væntanlega til að sefa Kínverja. Stjórnvöld í Peking verða jafn- framt að gera sér grein fyrir því að hin endanlega ákvörðun um framtíð Taívan hlýtur að vera í höndum íbúa eyjunnar og að hót- anir og yfirgangur séu hugsanlega ekki skynsamlegasta leiðin til að ýta undir vilja þeirra til sameiningar við meginland Kína. stendur yfír í Haag er rætt um vatnsbúskap heimsins út frá ýmsum hliðum. Stríðsátök eru talin vofa yfír í Mið- austurlöndum og jafn- vel víðar ef ekki verður gripið til viðeigandi ráðstafana. Hrönn Marinósdóttir fylgdist með gangi mála og ræddi við Vigdísi Finn- bogadóttur sem telur ekki rétt að einkavæða vatnsþjónustu. AP Frá flóðasvæðunum í Mósambík. Skólabörn hreinsa aur af fótum í flóðvatni á vegi nærri Maputo, höfuðborg lands- ins. Þúsundir Mósambíkbúa standa frammi fyrir hungursneyð nema akrar þorni nægjanlega til að hægt sé að sá í þá. Fjallað um vatnsbúskap heimsins á Alþjóðlegu vatnsráðstefnunni í Haag Stríð um vatn vofír yfír Miðausturlöndum Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti íslands, og Mikhaíl Gorbatsjev, fv. Sovét- leiðtogi, á fundi þeirra á Bessastöðum árið 1986. Það stríðir gegn sið- vitund að selja vatn STRÍÐ um vatn er yfirvofandi í Miðausturlöndum, ef ekki verður gripið í taumana sem fyrst, að mati Míkhaíls Gor- batsjovs, fyrrverandi forseta Sovét- ríkjanna, sem talaði á fundi um vatn og fullveldi á vatnsráðstefnunni í gær. Einnig segir hann ástand vatnsmála í Afríku vera slæmt og telur að koma verði á samningum ríkja í milli, einkum í suðurhluta álf- unnar, um aðgang að sameiginlegum vatnsauðlindum. Vararáðherra félagsmála í Mósam- bík, Henry Cossa, ávarpaði einnig ráðstefnugesti á fundi um vatn í ám, og fór fram á hundrað milljónir Bandaríkjadala í fjárstuðning, til þess að koma í veg fyrir að flóðin sem þar hafa staðið yfir, muni end- urtaka sig. „Við þurfum á hjálp sér- fræðinga að halda til þess að byggja upp flóðavarnir og stíflur svo ástand- ið endurtaki sig ekki,“ sagði vara- ráðherrann á blaðamannafundi. Jap- anska ríkisstjómin hefur nú þegar lofað stuðningi við Mósambík og mun á morgun lýsa yfír í hverju hann er fólginn. Alþjóðlega vatnsráðstefnan sem nú stendur yfir í Haag er sú stærsta sem haldin hefur verið um vatnsbú- skap heimsins en þar eru saman- komnir um 3.500 manns til þess ræða saman á yfir 80 fundum um yf- irvofandi vatnskreppu í heiminum. Talið er að um einn milljarður manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni og nærri þrjár milljónir búi ekki við viðunandi hreinlæti. Alþjóð- lega vatnsnefndin, undir forystu varabankastjóra Alþjóðabankans, dr. Ismails Serageldins, hefur lagt fram tillögur um leiðir til úrbóta sem fel- ast m.a. í að selja vatn á kostnaðar- verði og einkavæðingu vatnsþjón- ustu. Búist er við því að tillögurnar verði samþykktar á alþjóðlegri ráð- herraráðstefnu með þátttöku ráð- herra frá yfir 120 löndum sem hefst á morgun í Haag. Gamalt vatn á nýjum belgjum Ýmis umhverfisverndarsamtök, meðal annars World Wildlife Fund, hafa gagnrýnt tillögur vatnsnefndar- innar, einkum þær er lúta að einka- væðingu vatnsþjónustu og hvetja ráðherrana til að samþykkja þær ekki. Umhverfisverndarsamtökin segja ennfremur að úttekt vatns- nefndarinnar um yfirvofandi vatn- skreppu, sé gamalt vatn á nýjum belgjum. Ekkert nýtt komi þar fram sem ekki hefur verið rætt áður á al- þjóðavettvangi. Tillögurnar þjóni einungis hagsmunum ráðamanna en SAMSTAÐA ríkir á vatnsráðstefn- unni í Haag um að siðfræði á heimsvísu sé nauðsynleg ef koma eigi vatnsbúskap heimsins til bjargar. Vigdís Finnbogadottir sit- ur ráðstefnuna, en hún er forseti COMEST-heimsráðsins um siðferði í vísindum og tækni. Ráðið starfar á vegum UNESCO, menningar og vísindastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Um hclgina var kynnt vilja- yfirlýsing COMEST-heimsráðsins um að koma á alþjóðlegu sam- starfsneti, RENEW, þar sem unnt verði að nálgast upplýsingar um ástand vatns og vatnsframkvæmdir í öllum löndum. Ekki rétt að einkavæða nema í einstaka tilfellum „Við litum til háskólanna sem aðseturs en ætlunin er að frá mið- stöðvum samstarfsnetsins verði upplýsingar einatt opnar. Að okk- ar mati hefur mikið skort á að upplýsingar hafi verið nægilega gagnsæjar. Mikilvægt er í sam- bandi við siðferðilega framkomu að allt sé gagnsætt eins og vatnið sjálft," sagði Vigdís í samtali við Morgunblaðið. Vigdís telur tillögur alþjóðavatnsnefndarinnar um einkavæðingu vatnsþjónustu ekki vera siðferðilega forsvaranlegar nema í einstaka tilfellum. Hún tek- ur undir tillögur alþjóðlegrar þing- nefndar yfir tuttugu landa, sem kynntar voru á vatnsráðstefnunni, um að koma á samningi allra þjóð- þinga um vatn fyrir alla, fyrir árið 2025. Nefndin starfar undir for- ystu Mario Soares, fyrrverandi for- seta Portúgals. „Þar er fast kveðið á um að einkavæðing vatnsþjónustu sé ekki lausnin. Það stríðir gegn siðvitund að selja vatn,“ segir Vigdís, „vatn getur aldrci lotið markaðslögmál- um og ég sé ekki hvernig örfátæk- ar þjóðir geta staðið undir slíku. Illa horfir ef einkavæðing nær fram að ganga. Ég veit til þess að vatnsauðlindir hafa verið keyptar upp þannig að lítið sem ekkert er eftir fyrir heimamenn. Þörfin fyrir vatn er svo mikil að það getur orðið tilefni til landvinn- inga. Menn seilast eftir yfirráðum og þegar svo er komið er alltaf styrjaldarhætta." lítið sé hugað að umhverfinu og fá- tækum í vatnsþróuðum ríkjum. Að- eins um 1% af ferskvatni heimsins þurrfi til að tryggja nægilegt fersk- vatn handa öllum. Áhersla sé fremur lögð á áveitugerð og byggingu stíflna sem gefi ekkert af sér. Indverski rit- höfundurinn, Arundhati Roy, sagði á blaðamannafundi að ráðstefnan væri ekki til neins þar sem ekki væri rætt um það sem máli skipti. Þar er hún að vísa til byggingar stórra stíflna á Indlandi sem gert hafa það að verk- um að um 40 milljónir manna hafa þurft að yfírgefa heimili sín. Ef til- lögur Alþjóðlegu vatnsnefndarinnar ná fram að ganga mun það auka enn á eymdina," sagði hún ennfremur. Vatn eldfimara en dínamít Míkhaíl Gorbatsjov, sem er einn stofnenda og formaður alþjóðlegu umhverfisverndarsamtakanna „Græna krossins“ segir yfirvofandi vatnskreppu ekki nægilega mikill gaumur gefinn á alþjóðavettvangi. Vatnsskortur muni leiða til stríðs- átaka í Miðausturlöndum og Suður- Afríku ef ekki verði komið á al- þjóðlegu samkomulagi milli ríkja, að mati Gorbachevs. Sameinuðu þjóð- irnar og önnur óháð félagasamtök eigi að hafa forgöngu um að koma á samningum milli ríkja sem eiga sam- eiginlegar vatnsauðlindir. „Vatn er eldfimara en dínamít í sumum heimshlutum,“ sagði Míkhaíl Gorbatsjov við fréttamenn í gær á Alþjóðlegu vatnsráðstefnunni. Gor- batsjov er nýkominn frá Miðaustur- löndum þar sem hann átti fund með leiðtogum Jórdaníu, ísraels og Pal- estínu. Hann hefur það eftir Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, að ef ekk- ert verður aðhafst muni vatnsskort- ur leiða til stríðsátaka eftir um 10 ár, sem geti haft verri afleiðingar en fyrri átök milli ríkjanna. Deilur hafa staðið milli landanna þriggja í nokk- ur ár um aðgang að vatni m.a. úr Jórdan. Gorbatsjov, sem einnig er heiðurs- meðlimur í Alþjóðlegu vatnsnefnd- inni, gagnrýnir viljayfirlýsingu sem til stendur að verði samþykkt á ráð- herraráðstefnunni sem hefst á morg- un um hvernig koma eigi vatnsbú- skap heimsins í rétt horf á 21. öld. Að mati Gorbatsjov er ekki nægilega sterkt að orði kveðið í yfirlýsingunni, ekki er talað um að gera nægilegar ráðstafanir í þeim löndum þar sem hætta á stríðsrekstri er fyrir hendi vegna vatnsskorts og baráttu um vatnsauðlindir. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 39 Rússneskur stjórnmálasérfræðingur á fundi SVS og Varðbergs Eng'inn vafí á sigri Pútíns í forsetakosningunum FORSETAKOSNINGAR fara fram í Rússlandi á sunnu- dag. Þótt margir menn séu í framboði er fastlega búizt við að Vladimír Pútín, sem tók við sem forsætisráðherra í fyrrasumar og var settur forseti er Borís Jeltsín sagði óvænt af sér um áramót, verði kosinn til að stjórna landinu næstu fjögur ár. „Þetta er leiðinleg kosningabar- átta,“ segir Níkonov, sem er einn kunnasti stjórnmálasérfræðingur Rússa. „Það leikur enginn vafi á sigri Pútíns. Það lítur út fyrir að hann nái jafnvel hreinum meirihluta í fyrri um- ferð kosninganna.“ Níkonov segir að Pútín þykist ekki reka neina eiginlega kosningabai’áttu. Hann sé bara sem settur forseti og forsætisráðherra að heimsækja hina og þessa borgina og halda ríkisstjórnarfundi. „En hann er stanzlaust í sjónvarpinu.“ Keppinautarnir leggi heldur ekki hart að sér í kosningabaráttunni, bæði vegna skorts á vilja til að eyða miklum peningum í hana og vegna skorts á von um að eiga nokkurn möguleika. Kosningabaráttan sé því ekki spennandi, ólíkt því sem var fyrir síð- ustu kosningar árið 1996, þegar Jelts- ín barðist fyrir endurkjöri gegn sterk- um mótframbjóðendum. Nýtt andlit valdsins Níkonov segir vinsældir Pútíns ekki sízt stafa af því að hann sé álitinn and- stæða Jeltsíns að mörgu leyti. „Undir það síðasta var Jeltsín álitinn sjúkur, óskilvirkur og tvístígandi, en Pútín er hins vegar álitinn ungur, fullur orku, snjall og maður framkvæmda. Að mínu áliti útskýrir þetta velgengni Pú- tíns að mestu. Auk þess er Pútín nýtt andlit valds- ins. Það er mikilvægt við núverandi aðstæður. Hann er semsagt ekki álit- inn vera eitt af þessum gömlu and- litum, sem að dómi almenningsálitsins hafa leitt niðurlægingu yfir landið og rústað efnahag þess,“ segir Níkonov. En eru gömlu andlitin ekki á bak við Pútín? „Það eru nokkur gömul andlit á bak við hann, en nokkur eru ný,“ segir Níkonov. Hann segir Pútín hafa sótt nýja menn til starfa í Kreml, aðallega frá Sankti Pétursborg, þar sem hann var áður aðstoðarborgarstjóri, og fyrrverandi samstarfsmenn í FSB, leyniþjónustu Rússlands, arftaka so- vézku leyniþjónustunnar KGB. „Þetta eru allt einstaklingar sem voru með öllu óþekktir," segir hann. „Um gömlu andlitin má segja að þau þeirra sem bezt voru þekkt séu ekki í framlínunni lengur. Þau hafa dreifzt út um aftari raðir ráðgjafahópsins í Kreml.“ Nú hefur því hins vegar verið haldið fram, að sami hópur og margir álitu hafa of mikil áhrif á síðustu embættis- árum Jeltsíns, haldi þessum áhrifum eftir sem áður. Um þetta segir Níkon- ov, að ekki beri að leggja of mikinn trúnað á það sem skrifað er um rúss- nesk stjómmál í vestrænum fjölmið- lum. „Jafnvel Rússar átta sig ekki nógu vel á því hvað er að gerast í Rússlandi; það segir sig því sjálft að vestrænir fjölmiðlar gera það enn síður,“ segir hann. Þó verði ekki framhjá því litið, að ýmsar klíkur ■^““■“““ eru við lýði sem hafa áhrif. Slíkar klík- ur finnist í öllum löndum. Níkonov segir aðalgagnrýnina sem að undan- förnu hafi mátt lesa í vestrænum fjölmiðlum aðallega snúast um, að gamla „Fjölskyldan", innsti hringur ráðgjafa Jeltsíns, hafi enn afgerandi áhrif á landstjórnina. Svo sé alls ekki. „Síðustu misserin sem Jeltsín var við völd var „fjölskyldan" eini tengilið- urinn milli Jeltsíns, sem oftast var ekki í Kreml, og umheimsins. Hún stjórnaði því landinu í krafti einokun- ar á því hver fengi aðgang að forsetan- um. Þetta var aðeins mögulegt á með- an forsetinn hafði ekki heilsu til að gegna starfi sínu sem skyldi. Pútín er allt öðruvísi. Hann hefur alla tauma í eigin hendi. Að hluta til er það rétt að Pútín hefur alla tauma í eigin hendi Á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs sl. laugardag hélt Vjatsjeslav Níkonov, forstöðumaður Polity-stofnunarinn- ar í Moskvu, erindi um rússnesk stjórnmál. Auðunn Arnórsson hlýddi á erindið og tók Níkonov tali. sama fólkið sé í kringum hann í Kreml, en það stýrir því enginn hver nær sam- bandi við Pútín. Klíkurnar sem stóðu að baki Jeltsín hafa vafalaust áfram sín áhrif, en þau áhrif eru án efa mun minni núna en þau voru fyrir nokkrum mán- uðum,“ segir Níkonov. Þeim sem eiga sína hagsmuni undir forseta- kosningunum er það hins vegar áhyggjuefni, að hin litla spenna í kosningabar- áttunni geti leitt til þess að kjörsókn verði lítil. Verði hún minni en 50% verða kosningarnar ógildar. Samkvæmt rússneskum kosningalögum er það meira að segja svo, að ógildist kosningarnar mega þeir sem buðu sig fram ekki vera aftur í framboði. Níkonov segir skoðanakannanir benda til þess að kjörsókn verði nægi- leg. ,Auk þess verður örugglega séð til þess,“ segir hann, „ef hún verður 49% að hún teljist samt hafa verið 51%. Það eru vissar leiðir til þess.“ Þessi hætta er því ekki mikil að hans mati. „En menn eru meðvitaðir um þessa hættu og því er mikil auglýs- ingaherferð í gangi til að hvetja fólk til að fara á kjörstað. Ég á því frekar von á að kjörsóknin verði nær 60%.“ T sj etsj niuátökin þýðingarlítil fyrir kosningarnar Hann segir að Tsjetsjníustríðið hafi í raun engin áhrif á kosningabarátt- una. „Aðeins málefni sem gi-undvall- arágreiningur er um hafa áhrif á kosn- ingarnar. Málefni sem víðtæk samstaða er um gera það ekki. Stuðn- ingur við Tsjetsjníu-aðgerðirnar er mjög viðtækur og enginn frambjóð- andi hefur sagzt vilja beita sér gegn hernaðinum þar.“ Að auki álíti sam- kvæmt skoðanakönnunum aðeins 16% kjósenda málefni Tsjetsjníu vera brýnan innanríkisvanda. „Um stríðið sjálft er hins vegar það að segja að viðbúið er að það haldi áfram til lengri tíma. Jafnvel í 200 ár,“ segir hann. Fyrir skemmstu hélt sérstök send- inefnd Evrópuráðsins, sem Lára Mar- grét Ragnarsdóttir alþingismaður átti sæti í, í vettvangsheimsókn til Tsjetjsníu. Hvaða áhrif telur Níkonov slíkar heimsóknir hafa? Hann segir engan vafa á því að Pútín vilji sýna í verki að Rússland undir sinni stjórn sé opið fyrir góðu samstarfi við evrópskar stofnanir á borð við Evrópuráðið og Evrópusam- bandið (ESB). Hann sé ekki að reyna að notfæra sér heimsóknir á borð við þessa í kosningabaráttunni. „Hann hefði vafalaust kosið frekar að þessi nefnd kæmi alls ekki til Rússlands, því það er nokkuð ljóst að skýrsla nefnd- arinnar verður Rússlandi ekkert sér- staklega hagstæð. Og á fundi Evrópu- ráðsþingsins í apríl mun þetta mál vafalaust verða tekið fyrir aftur,“ seg- ir Níkonov. „Síðast voru greidd at- kvæði um hvort reka ætti Rússland úr ráðinu og það má búast við því að slík tillaga verði borin upp á ný.“ Almennt megi segja að Rússar líti svo á, að Evrópuráðið hafi ekki svo mikla þýðingu. Það snúist ekki um peninga, erlendar skuldir og vopnaeft- Morgunblaðið/Kristínn Vjatsjeslav Níkonov, forstöðumaður Polity- stofnunarinnar í Moskvu. irlit, svo dæmi séu nefnd - það snúist um mannréttindi. „Sem slíkt er Evrópuráðið mikilvæg stofnun, og ég held reyndar að það séu meiri hags- munir í því fólgnir fyrir ráðið að Rússland sé með í því frekar en að það sé þvingað til að vera utan þess, undir kringumstæðum eins og þessum," segir Níkonov. Ummæli Pútíns um hugsanlega NATO-aðild furðuleg Alþjóðlega athygli vakti fyrir skömmu, að Pútín lét svo ummælt, að ekki væri útilokað að Rússland sækti um aðild að NATO. Hver telur Níkon- ov að sé tilgangur slíkra ummæla? „Mér þykir þetta satt að segja í hæsta máta undarlegur málflutning- ur,“ segir hann. Hann hafi að vísu bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar, en þær neikvæðu séu augljóslega veigameiri. Góðu fréttirnar séu þær að Pútín lítur ekki á NATO sem óvin. Neikvæða hliðin frá bæjardyrum Rússlands séð sé þessi: „Sæki Rúss- land um aðild að NATO er það í fyrsta lagi ekki í aðstöðu til að mótmæla inm göngu annarra ríkja í bandalagið. í öðru lagi er aðild Rússlands einfald- lega óraunhæf að minnsta kosti næstu 100 árin. Það er því ljóst að sækti Rússland um yrði það óhjákvæmilega fyrir einni niðurlægingunni enn með því að vera meinuð innganga. í þriðja lagi eru svo yfirlýsingar um hugsan- lega NATO-aðild Rússlands mjög vafasöm skilaboð til Kínverja. Það þarf ekki að spyrja að því hvað þeim fyndist um að fá NATO upp að sínum landamær- um,“ segir Níkonov, og minnir á að Pútín hafi látið þessi orð falla sem svar við spurningu fréttamanns og þau beri ekki að oftúlka. NATO situr uppi með Kosovo- vandann En hvað um mögulega aðild Rúss- lands að ESB, eins og rússneskir stjórnmálamenn hafa einnig minnst á? „Slíkt væri jafnvel enn óraunhæfara," segir Níkonov. „Aðild að ESB felur miklu fleira í sér en NATO-aðild. Auk þess sem spumingin um hvar enda- mörk Evrópu eru kemur óhjákvæmi- lega upp, þótt Rússland sé vafalaust evrópskara land en til að mynda Tyrkland," segir hann. Almennt segir hann þó stækkun Evrópusambandsins til austurs vera jákvæða fyiir Rússa. ESB sé stærsti viðskiptavinur þeirra, 42% utanríkis- verzlunar landsins sé við ESB-ríkin. „Það má líka vekja athygli á því, að mörg fyrirtæki í Eystrasaltslöndun- um eru í eigu Rússa, og því mun rúss- neskt efnahagslíf tengjast ESB mjög sterkum böndum með ESB-aðild Eystrasaltslandanna," segir Níkonov. Aðspurður um tengsl Rússlands yf- ir Atlantshafið segir Níkonov að sam- band Rússlands og Bandaríkjanna sé „sennilega betra eins og er en það hef- ur verið árum saman“. Það líti út fyrir að í Washington hafi ráðamenn verið hinir fegnustu þegar þeir fréttu af af- sögn Jeltsíns, þar sem hann var of óút- reiknanlegur að þeirra dómi. í síðustu heimsóknum Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, til Moskvu, hafi hún lýst yfir trausti á Pútín og virðingu hans fjTÍr lýðræð- inu. Bill Clinton hafi einnig í ræðum látið mjög jákvæð orð falla um Pútín. Horfur í tvíhliða samskiptum Rúss- lands og Bandaríkjanna séu því góðar. „Því er þó ekki að leyna, að ágrein- ingsefnin eru nokkur," segir hann. Þau helztu séu þessi: Fullgilding ABM-sáttmálans um takmörkun gagneldflaugavígbúnaðar, deilur um samskipti við íran og Kína, um sam- starf á sviði eldflaugatækni og að sjálfsögðu sé ágreiningurinn vegna stækkunar NATO óbreyttur. Um Kosovo segir Níkonov að sá vandi sem þar er við að stríða varði ekki lengur Rússland. „ Nú er þetta alfarið vandi NATO,“ segir hann. „Afleiðingarnar voru fyrirsjáanleg- ar. Framtíð Kosovo er „Stór-Álbanía“, ríki bókstafstrúaðra múslima, stjórn- að af alþjóðlegum glæpahringjum. Þetta er afleiðing þeirrar stefnu sem NATO hefur fylgt í þessum heims- hluta,“ segir Níkonov. Dóttursonur Molotovs Að lokum var Níkonov spurður út í fjölskyldusögu sína, en hann er dótt- ursonur Vjatsjeslavs Molotovs, sem var utanríkisráðherra Sovétríkjanna mestan hluta Stalín-tímans, og er skírður í höfuðið á afa sínum. „Afi minn var mjög góður afi,“ segir Níkonov. „Hann lifði til 96 ára aldurs, lézt þegar ég var þrítugur, svo ég hafði nógan tíma til að eiga við hann skoðanaskipti, sem voru mjög upp- byggileg og lærdómsrík." Níkonov segir stjórnmál hafa verið rædd yfir eldhúsborðinu heima hjá sér eins lengi og hann man eftir sér. I þær umræður hafi Stalín heldur ekki vantað: „Sam- - band afa míns við Stalín var svolítið snúið. Hann var vissulega næstæðsti maðurinn í stjórn Stalíns, en samband þeirra var ekki vinsamlegra en svo, að undir lok valdatíma Stalíns var amma mín, eiginkona afa, í fangelsi, þar sem henni var haldið árum saman. Það munaði líka litlu að Molotov yrði sjálf- ur fórnarlamb „hreinsunar" Stalíns. Það var líka þess vegna sem afi varð ekki arftaki Stalíns." Samt megi segja að Molotov hafi alla sína tíð verið trúfastur stalínisti. Ástæða þess var að sögn Níkonovs sú að eftir að Krústsjov tók við völdum var afa hans útskúfað. „Ég ólst því upp við að tilheyra fjölskyldu manns sem var stimplaður „óvin- ur þjóðarinnar“. Þetta þýddi meðal annars það að enginn úr fjölskykh unni fékk að ferðast. í " sögutímum í skóla þurfti ég alltaf að svara spurningum um allar þær skyssur sem afa mínum urðu á sem stjórnmálamanni,“ segir hann. Níkonov er doktor í sögu Vestur- landa frá háskólanum í Moskvu, en feril sinn sem stjórnmálasérfræðingur hóf hann árið 1988 sem ræðuritari hjá miðstjóm sovézka kommúnista- flokksins, á dögum glasnost-stefnu Mikhaíls Gorbatsjovs. Árið 1991 hóf' hann störf fýrir embætti forseta Rúss- lands. Hann var þingmaður í dúmunni frá 1994-1996 og m.a. formaður undir- nefndar þingsins í öryggis- og varnar- málum. Níkonov hefur verið forstöðu- maður Polity-stofnunarinnar, sem er ráðgjafarfyrirtæki sem hann stofnaði sjálfur, frá 1993 og skrifað fræðibæk-* ur og fjölda greina í fjölmiðla. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.