Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Stuðningsmenn þjóðernissinna kenna Lee Teng-hui, fráfarandi forseta, um kosningaósigurinn
Skýringin
sögð ómögu-
legir fram-
bjóðendur
AP
Oflug löggæsla var um höfuðstöðvar Koumintangs í Taipei í gær og var vatnsbyssum beint gegn mótmælend-
um. Þeir kenna Lee Teng-hui, fráfarandi forseta, um kosningaósigurinn á laugardag.
Taipei. Reuters, AP, AFP.
MIKLAR mótmælaaðgerðir hafa
verið í Taipei, höfuðborg Taívans,
síðustu daga vegna ósigurs Kuom-
intangs, flokks kínverskra þjóð-
ernissinna, í forsetakosningunum
sl. laugardag. Er þess krafist, að
Lee Teng-hui, fráfarandi forseti,
segi strax af sér formennsku í
flokknum en hann hefur lýst yfir
að hann muni láta af henni í sept-
ember.
Stuðningsmenn Kuomintangs
kenna Lee um hinn niðurlægjandi
ósigur á laugardag, en segja má,
að með honum hafi lokið fimm ára-
tuga stjórn þjóðernissinna á Taív-
an. Raunar hafa þeir enn meiri-
hluta á þingi, 54% þingsæta, en
óttast er, að sumir þingmannanna
muni hlaupast undan merkjum og
ganga til liðs við stjórnarandstöð-
una.
Ásakanir um
spillingu og svik
„Lee Teng-hui er glæpamaður,"
sagði einn mótmælendanna fyrir
framan höfuðstöðvar þjóðernis-
sinna í Taípei í gær en ásakanir
um spillingu og tengsl ráðandi
manna við glæpaflokka áttu sinn
þátt í ósigrinum. „Lee Teng-hui
sveik flokkinn og þjóðina" var eitt
slagorðið í mótmælunum, en það
vísar til ásakana um að hann hafi
kastað hagsmunum flokksins fyrir
róða í því skyni að koma í veg fyrir
að pólitískur keppinautur hans,
James Soong, gæti hreppt forseta-
embættið. Soong var áður hægri
hönd Lees í Kuomintang en sagði
sig úr flokknum eftir að upp úr
slitnaði milli þeirra til að geta boð-
ið sig fram í forsetakosningunum.
Varð hann í öðru sæti á eftir Chen
Shui-bian, frambjóðanda Lýðræð-
islega framfaraflokksins, en Lien
Chan, frambjóðandi þjóðernis-
sinna, varð síðastur.
Margir stuðningsmenn þjóðern-
issinna eða Kuomintangs segja nú,
að Lee hafi aðeins stutt Lien Chan
í orði en unnið að því á bak við
tjöldin að tryggja sigur Chens,
sem hann hafi litið á sem skoðana-
bróður sinn að mörgu leyti.
Ungt fólk tók til fótanna
Aðrir, til dæmis ýmsir stjórn-
málafræðingar, vísa þessu á bug
og segja að ein meginskýringin á
ósigri þjóðernissinna hafi verið sú,
að Lien Chan hafi verið ómöguleg-
ur frambjóðandi. Hann hafí alveg
skort það alþýðlega aðdráttarafl,
sem hinir tveir frambjóðendurnir
höfðu og auk þess haft við hlið sér
svipbrigðalausan tæknikrata, Vinc-
ent Siew, sem varaforsetaefni.
Ungt fólk hafi beinlínis tekið til
fótanna þegar þeir tveir birtust.
Þá er það einnig nefnt, að brott-
hlaup Soong úr flokknum hafi
lamað flokksvélina. Hún hafi
aldrei fengið áreiðanlegar fréttir
af stöðunni í kosningabaráttunni
og lítið fé hafi runnið úr risa-
vöxnum flokkssjóðunum til kjós-
enda. Á Taívan er það alsiða að
kaupa atkvæði með fé eða öðrum
gjöfum og talið er, að Kuom-
intang hafi haft til ráðstöfunar
1.460 milljarða ísl. kr. í þessum
tilgangi. Er það fé að mestu
komið frá atvinnulífinu í landinu.
Chen vill ræða við
Pekingstj órnina
Búist er við miklum átökum
innan Kuomintangs á næstunni
og sumir taka svo djúpt í árinni
að segja, að verði ekki verulegar
umbætur innan flokksins muni
hann „springa eins og blaðra“.
Það boðar til dæmis ekkert gott
fyrir hann að James Soong hefur
ákveðið að stofna sérstakan flokk.
Chen Shui-bian, væntanlegur
forseti Taívans, kvaðst í gær
reiðubúinn að leita sátta, sam-
starfs og friðar við stjórnina í Pek-
ing en orðalag yfirlýsingarinnar
þótti þó ekki líklegt til að falla kín-
versku stjórninni í geð.
„Svo lengi sem komið er fram
við okkur sem jafningja, getum við
rætt um allt milli himins og jarð-
ar,“ sagði Chen. Jiang Zemin, for-
seti Kína, sagði í sínum fyrstu um-
mælum um kosningarnar á Taívan,
að Chen gæti komið til Kína „eða
við farið til Taívans". Hann lagði
hins vegar áherslu á, að af viðræð-
um gæti því aðeins orðið, að Taív-
anar viðurkenndu, að Taívan væri
óaðskiljanlegur hluti af Kína. Chen
og Lee, fráfarandi forseti Taívans
hafa báðir vísað þeirri kröfu á bug.
Yfirlýsing Chens er þvi ekki talin
boða nein sérstök tíðindi og fyrst
og fremst litið á hana sem nauð-
synlegt, pólitískt skref hjá verð-
andi forseta.
Bugast af spennunni
Kosningar á Taívan eru mikið
alvörumál hjá mörgu fólki og geð-
læknar í landinu hafa haft í nógu
að snúast að undanförnu. Fyrir
kjördag fylltust allar stofnanir af
fólki sem lét bugast vegna spenn-
unnar, en nú hefur það verið sent
heim og í staðinn komið fólk sem
getur ekki sætt sig við úrslitin.
Hsieh Min-hung, geðlæknir á
sjúkrahúsi í Taípei, sagði að helstu
einkennin væru ákafur höfuðverk-
ur, svimi og lystarleysi og gæti
þetta ástand leitt til þess að sumir
styttu sér aldur ef ekkert væri að
gert.
Hræðileg aðkoma eftir fjöldasjálfsvíg félaga sértrúarsafnaðar í afskekktum bæ 1 Uganda
Allt að sexhundruð
manns fórust í bruna
Kampala, Kanungu. AP, AFP, Reuters, Dauy Telegraph.
TALIÐ er að a.m.k. 500 manns
hafí látist þegar sértrúarsöfnuður-
inn Endurreisn boðorðanna tíu
kveikti í kirkju sinni í nágrenni
þorpsins Kanungu í Úganda á
föstudag. „Þetta kunna að reynast
allt að 600 manns,“ var haft eftir
Asumani Mugenyi, talsmanni lög-
reglunnar, sem sagði aðkomuna
hafa verið hræðilega.
Að sögn lögreglu bendir flest til
að um fjöldasjálfsvíg hafi verið að
ræða. Safnaðarmeðlimir hafi kveikt
í kirkju sinn eftir að hafa byrgt dyr
og glugga. Fleiri lík hafa þó fundist
í saurgryfjum í nágrenni kirkjunn-
ar, að því er haft var eftir Richard
Opira, yfirmanni heilbrigðiseftirlits
í héraðinu og hefur sá fundur ýtt
undir grunsemdir um að ekki hafi
allir meðlimir safnaðarins mætt
dauða sínum af fúsum og frjálsum
vilja.
Lögregla rannsakar til að mynda
lát allra undir 18 ára aldri eins og
um morð sé að r-æða, en a.m.k. ell-
efu böm voru meðal hinna látnu.
Ekki er talið að unnt verði að stað-
festa að fullu tölu látinna vegna
mikils öskumagns í rústum kirkj-
unnar, en vitað er að fjórir lög-
reglumenn tilheyrðu söfnuðinum.
,Áður en safnaðarmeðlimir
íklæddust hvítum, grænum og
svörtum kuflum sínum seldu þeir
margir hverjir eða eyðilögðu eigur
Grunur leikur á
að sumir safnað-
armeðlima hafi
verið myrtir
sínar, í þeirri trú að þeir væru á
leið til himnaríkis,“ sagði Mugenyi
og kvað suma hafa kvatt ættingja
sína og sagt Maríu mey myndu
birtast sér á dauðastundinni. Söfn-
uðurinn trúði því að heimsendir
væri yfirvofandi og er talið að Jos-
eph Kibweteere, einn leiðtoga safn-
aðarins, hafi spáð heimsendi 31.
desember á síðasta ári, en síðan
breytt því í 31. desember á þessu
ári þegar spádómurinn rættist
ekki. í síðustu viku sagði Kibwet-
eere síðan safnaðarmeðlimum að
undirbúa himnadvöl sína og greindi
hann konu sinni bréflega frá vænt-
anlegum endalokum safnaðarins.
Byggl á samræðum
Mariu meyjar og Jesú
Lítið er vitað um Endurreisn
boðorðanna tíu annað en að trúar-
kenningar safnaðarins byggðu á
kaþólskri trú. Að sögn lögreglu
voru helstu leiðtogar hans þau
Cledonia Mwerinde, fyrrum gleði-
kona, sem reisti bækistöðvar safn-
aðarins á búgarði látins föður síns,
og Joseph Kibweteere, sem áður
var kaþólskur prestur og stjórn-
málamaður í einum stjórnarand-
stöðuflokkanna, auk þeirra Domin-
ic Dataribabo Joseph Kasapurari
og John Kamagare - kaþólskra
presta sem misst höfðu hempuna.
Það var í kjölfar þess að Kibwet-
eere „varð vitni að“ samræðum
Maríu meyjar og Jesú árið 1987 að
hann stofnaði söfnuðinn, en sam-
ræðurnar tók hann upp á segul-
bandsspólu sem mótaði grundvöll-
inn að trú safnaðarins. „Það má
heyra konurödd á spólunni sem
segir heiminn vera að líða undir
lok því fólk fylgi ekki boðorðunum
tíu,“ sagði systir Stella Maris,
kaþólsk nunna sem býr í nágrenni
Kanungu. Safnaðarmeðlimir lifðu
því í samræmi við boðorðin tíu og
tjáðu sig með látbragði, nema við
bænaathafnir og söng.
Virtist vera löghlýðið fólk
Talið er að rúmlega 400 manns
hafi gengið til liðs við söfnuðinn,
sem að sögn íbúa Kanungu virtist
vera löghlýðið fólk sem aldrei var
til vandræða. Söfnuðurinn stofnaði
sinn eigin skóla fyrir börn safnað-
armeðlima, en dagblöð í Úganda
segja honum hafa verið lokað 1998
vegna barnaþrælkunar.
Ibúar Kanungu eru þó alls ekki
fullvissir um að allir safnaðarmeð-
Reuters
Verkamaður brýtur niður hluta veggjar á bænahúsinu í hinum af-
skekkta bæ Kanungu í Úganda, þar sem hundruð meðlima dómsdags-
safnaðar brenndu sig inni siðastliðinn föstudag.
limir hafi verið meðvitaðir um ör-
lög sín. Florence, búðareigandi í
Kanungu, segir fáa hafa vitað
hvert stefndi. „Allan tímann höfðu
þeir líkt [bænahúsinu] við örkina
hans Nóa. Þetta væri örkin þeirra
og þangað myndu þeir halda þegar
hörmungarnar skyllu á.“ Rutemba
Didas sagði safnaðarmeðlimi hafa
safnast saman í kirkjunni á föstu-
dag vegna vígsluathafnar og lög-
reglumaður sem ekki vildi láta
nafns síns getið kvað ástæðu til að
telja að Kibweteere hefði lokkað
safnaðarmeðlimi inn í kirkjuna og
síðan kveikt í.
Það er eigi að síður mat lögreglu
að leiðtogar safnaðarins hafi verið í
hópi þeirra sem brunnu inni, en áð-
ur höfðu verið uppi getgátur um að
þeir hefðu flúið land og til Kibwet-
eere átti að hafa sést í Nairobi í
Kenýa, að sögn ríkisrekna dag-
blaðsins Sunday Vison. Brunninn
prestakragi á einu líkanna og frá-
sagnir íbúa Kanungu þykja hins
vegar benda til hins gagnstæða,
þótt erfitt sé að staðfesta slíkar
fregnir.
I kjölfar brunans mun ríkis-
stjórn Úganda, að sögn Amama
Mbabazi utanríkisráðherra, endur-
skoða reglugerðir varðandi trúar-
söfnuði í landinu en þeir eru fjöl-
margir. Reynist síðan sannað að
safnaðarmeðlimir hafi sjálfir svipt
sig lífi er hér um að ræða annað
stærsta fjöldasjálfsvíg sem vitað er
um, en árið 1978 sviptu 914 með-
limir sértrúarsafnaðar í Jonestown
sig lífi þegar þeir drukku ávaxta-
safa blandaðan blásýru.