Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 23 ÚRVERINU * ^ * Atta skipverjum Ofeigs VE sagt upp Segja 11,4 millj- ónir króna vanta 1 uppgjörið ÁTTA skipveijum á togskipinu Ofeigi VE frá Vestmannaeyjum hef- ur verið sagt upp störfum eftir að þeir létu í ljós óánægju sína með þátt- töku í kvótakaupum útgerðarinnar. Telja þeir sig eiga ki-öfur á hendur út- gerðinni upp á 11,4 milljónir króna fyrir 5 mánaða tímabil á síðasta ári og hafa veitt FFSÍ umboð til að fá fram leiðréttingu á vangreiddum launum hjá útgerðarfélagi skipsins. Skipverjamir fóru fram á að Verð- lagsstofa skiptaverðs skoðaði mis- ræmi á uppgjöri skipverja og upplýs- ingar um raunverulegt aflaverðmæti á tímabilinu júlí til nóvember á síð- asta ári, með tilliti til þátttöku sjó- mannanna í kvótakaupum. Vilja skip- verjarnir fá leiðréttingu á uppgjörinu en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leiddi rannsókn Verðlags- stofu í ljós að um 817 þúsund M-ónur vantaði á hreinan hásetahlut á tíma- bilinu sem skipverjamir segja hafa verið varið til kaupa á kvóta. Saman- lagt vantaði um 11,4 milljónir í upp- gjöri til skipverjanna á tímabilinu eft- h- því sem Morgunblaðið kemst næst. Átta sMpverjar á Ofeigi VE fengu uppsagnarbréf frá útgerðinni á laug- ardag en þrír úr áhöfn sMpsins standa utan við deilurnar, allt yfir- menn. Þorsteinn Viktorsson, útgerð- arstjóri Stíganda ehf. sem gerir út Ófeig VE, vildi ekki tjá sig um málið í gær. SMpveijamir hafa vísað máli sínu til Farmanna- og fisMmannasam- bands íslands og segir Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri FFSÍ, að sambandið muni nú viða að sér upp- lýsingum varðandi málið og í fram- haldinu yrði farið með það eins og hvert annað innheimtumál. Morgunblaðið/Albert Kemp Guðrún Ingólfsdóttir, ekkja Ásgríms Halldórssonar útgerðarmanns, gefur nýju skipi Þingeyjar ehf. nafn. Nýju skipi Þing- eyjar gefið nafn TOG- og nótaveiðiskipinu Ásgrími Halldórssyni SF var formlega gefið nafn í síðustu viku þegar skipið var afhent nýjum eigendum í Peterhead í Skotlandi. Það var Guðrún Ingólfsdóttir, ekkja Ás- gríms Halldórssonar útgerðar- manns á Hornafirði, sem gaf skip- inu nafn. Ásgrímur Halldórsson SF verð- ur gerður út af útgerðarfélaginu Þingey ehf., sem er í eigu Skinn- eyjar-Þinganess hf. á Höfn í Hornafirði og SR-mjöls hf. Skipið hét áður Lunar Bow og er smíðað árið 1996. Það er 50 metra langt og 12 metra breitt og ber um 1.000 tonna afla í sjókælitönkum. Það er með 4.100 hestafla aðalvél og nýt- ist því vel til flottrollsveiða. Að sögn Aðalsteins Ingólfsson- ar, framkvæmdastjóra Skinneyjar- Þinganess hf. er áhöfn skipsins komin til Skotlands og er ætlunin að halda þegar á kolmunnaveiðar norður af Irlandi en þar hafa ís- lensk kolmunnaskip fengið góðan afla að undanförnu. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Þegar loðnan er á litlu svæði er oft þröngt á þingi við veiðarnar. Stormur og stórsjór flýtir fyrir hrygningu MARGIR loðnubátar voru út af Mal- arrifi á Snæfellsnesi í gær eftir að hafa verið í höfn um helgina vegna veðurs, en veiðin gekk ekki vel því bátamir voru á litlum bletti og loðn- an var erfið viðureignar. Að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræð- ings hjá Hafrannsóknastofnun, bendir margt til þess að uppistaðan sé búin að hrygna og stormur og stórsjór, eins og verið hefur að und- anförnu, flýti fyrir hrygningunni. „Það er svartur karl,“ sagði Sveinn Isaksson, sMpstjóri á Víkingi AK, um veiðina í gær og vísaði til þess að hængurinn verður svartur og stamur þegar hrygningu er lokið. Eftir á að veiða um 80.000 tonn af út- gefnum kvóta og segir Sveinn að það styttist í vertíðarlok nema ganga eða göngur komi að vestan. „Ef við fáum almennilegt veður geta verið ein- hverjir dagar eftir,“ segir hann um gönguna sem veiðst hefur úr. Almennt talað er hrygningadauði hjá loðnu mjög hár, en þriggja og fjögurra ára loðna er uppistaðan í veiðinni. Hjálmar segir að hrygn- ingadauðinn sé alger hjá eldri ár- ganginum, það er fjögurra ára fisk- inum, en í yngri árganginum virðist sem hængurinn drepist nánast allur en eitthvað lifi af hrygnunni, þótt enginn viti fyiir víst hvað mikið. í þessu sambandi bendir hann á að fyrir nokkrum árum hafi hann gert rannsókn á þessu og á grundvelli fyrirliggjandi sýna hafi hann komist að þeirri niðurstöðu, að hugsanlega væri helmingur fjögurra ára hrygn- unnar að hrygna í annað sinn. „En ég hugsa að þetta sé of hátt hlutfall og þegar verið er að velta fyrir sér veið- iráðgjöf er almennt reiknað með því að hér og í Barentshafinu drepist loðnan öll við hrygningu. Trúlega lif- ir eitthvert brot og það er næstum örugglega allt hrygna.“ Yill skattleggja norskan sjávarútveg SJÁVARÚTVEGINN á að skatt- leggja með líkum hætti og olíuiðnað- inn. Það mun koma í veg fyrir, að arðurinn af auðlindinni hverfi allur út úr norsku efnahagslífi. Hefur norska blaðið Dagcns Næringsliv þetta eftir Rögnvaldi Hannessyni, prófessor við Verslunarháskólann í Björgvin. Fyrir viku varð ljóst, að hollenska eldisfyrirtæMð Nutreco mun líMega kaupa eitt af stærstu laxeldisfyrir- tækjum í heimi, Hydro Seafood. Hef- ur þeim tíðindum verið illa teMð í Noregi þar sem menn vilja ekM sjá á eftir fyrirtæMnu í hendur útlendinga en Rögnvaldur segir, að í sjálfu sér sé ekkert athugavert við það. Hann varar hins vegar við því, að unnt sé að flytja allan arðinn af þessu fyrir- tæM og öðrum í sjávarútvegi beint út úr landinu. Fyrir það eigi stjórn- málamenn að girða með því að skatt- leggja sjávarútveginn með sama hætti og olíuiðnaðinn. Grunnrentan „I eldisiðnaðinum sMpta leyfin miklu máli en þegar eldisfyrirtæM er selt útlendingum, hverfa verðmæti þeirra úr landi ásamt tekjunum. Það þarf með öðrum orðum einhverja að- ferð við að innheimta grunnrentuna,“ segir Rögnvaldur. Grunnrenta er hagfræðilegt hug- tak, sem á við um takmarkaðar nátt- úruauðlindir eins og vatnsafl, fisk og olíu. Grunnrentan er það hagræði eða sá arður, sem menn hafa að að- ganginum að auðlindinni. í olíuiðnað- inum er grunnrentan sá munur, sem er á olíuverðinu og öllum tilkostnaði, og hún er skattlögð og er ein af und- irstöðunum undir hinum fræga olíu- sjóði.1 Engin gullnáma Rögnvaldur segir, að í stað sér- stakrar skattlagningar mætti bjóða út leyfin í 10 eða 20 ár í senn. Hann leggur þó áherslu á, að sjávarútveg- urinn sé ekM nein gullnáma á borð við olíuiðnaðinn, sérstaklega ekki fiskveiðarnar, sem ráðist af fisk- gengdinni hverju sinni. í eldinu séu þó möguleikamir meiri en það líði þó íyrir vemdaraðgerðir Evrópusam- bandsins. Svo lengi sem Norðmenn standi utan þess muni útflutningur Norðmanna á eldisfisM, einkum laxi, verða takmarkaður. Ótakmörkuð ánægja! Innifalinn gæðabíll, ótakmarkaður akstur og vsk. Pað er ódýrt og einfalt að leigja bíl hjá HERTZ. Pú hringir eða kemur og fyrr en varir bíður þín ný úrvalsbifreið í þeim stærðarflokki sem þú óskar. Hertz býður mikið úrval Toyota bifreiða. Sími: 5050 600 - Fax: 5050 650 - Netfang: fihertz@icelandair.is ICCkANDAIN . Car Rental Afgreiðslustaðir: Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Egilsstaðir, Höfn, N estmannaeyjar og á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.