Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Stjarnan sem ekki var til Hvað viturn við í raun urn fræga fólkið sem frá ergreint í slúðurdálkum Jjölmiðlanna? Erþað í raun og veru til? Kannski ekki -þvíþað sem við okkur blasir er eilíft yfirborð. Það þykja víst engin nýmæli að popp- stjarna sé búin til úr engu á teikniborði hugmyndafræðinga. Slíkt gerist reglulega úti í hinum stóra heimi og oft með um- talsverðum árangri! Hins vegar er sjaldgæft að fall stjörnunnar sé skipulagt um leið á sama teikni- borði. Fáheyrðast af öllu hlýtur þó að vera að hvort tveggja sé fram- kvæmt í auglýsingaskyni fyrir fataframleiðanda, án nokkurra tenginga við poppheiminn sjálfan. Auglýsingateymi ítalska tísku- framleiðandans Diesel tók sig ný- lega til og útfærði með berum höndum ris og hnig poppstjörnu sem aldrei var til. Hin meinta stjarna var Joanna Zychowicz; rokksöngkona með pólskt ríkis- t/inunot fanS sem stát" * ItWIUKP aði ekki aðeins af gullslegnu hári og kú- Eftir Sigur- björgu Þrastardóttur rekahatti heldur einnig af heimasíðu, aðdáendaklúbbi og skrautlegum ferli í einkalífinu, án þess að eiga sér nokkra stoð í veruleikanum. Andlit Jóhönnu var fengið að láni hjá lítt þekktri bandarískri fyrirsætu, Charity Hair, en fyrir- sætunum fjölgaði reyndar þegar á leið þar sem útbúa þurfti myndir af Jóhönnu við mýmörg tækifæri, svo sem á tískuvikunni í New York og við afhendingu bresku tónlistarverðlaunanna. Alls staðar birtist Jóhanna umvafin lífvörðum og aðdáendum, nema þegar ljós- myndarar úr „leyni“ smelltu af henni myndum úti í kjörbúð eða niðri á strönd, rétt eins og tíðkast er alvörustjömur eiga í hlut. Öllu var til tjaldað til þess að gera ímynd Jóhönnu sem sterk- asta og Diesel-teyminu tókst meira að segja að fá útgáfufyrir- tækið EMI til þess að gefa út fyrir sig smáskífu í nafni stjörnunnar. Lagið var „Dirty country girl“ - sungið af sænskri kórstúlku. Að öðru leyti fór lítið fyrir tón- listarhæfileikum Jóhönnu. Hún kom aldrei fram á tónleikum en svo vikum skipti héngu þó uppi áberandi veggspjöld í helstu borg- um Ítalíu og víðar þar sem tón- leikaferðalag stjörnunnar var auglýst. Engar upplýsingar um miðasölu voru letraðar á vegg- spjöldin, utan veffangið www.joannafanclub.com sem vís- aði á opinberan stjörnuvef kúrekastúlkunnar í boði Diesel. Leikfléttan miðaðist sem sé öll við að kynna nýjustu tískulínuna frá Diesel, án þess þó að það kæmi fram í fyrri hluta herferðarinnar. Jóhanna var að vísu klædd Diesel- fötum á öllum myndum, jafnt á heimasíðunni sem veggspjöldun- um, en merkið kom ekki beinlínis fram fyrr en í auglýsingabækl- ingnum sem dreift var í alls 35 löndum á síðari stigum herferðar- innar. Gg það var einmitt í bæklingn- um sem snilld hugmyndarinnar reis hvað hæst, en hann var prent- aður í líki slúðurblaðs sem bar heitið It’s real! Útlit blaðsins var í anda þekktra götublaða og fyrir- sagnimar eftir því: Lostafíkn Jó- hönnu, Fór Jóhanna í lýtaaðgerð? o.s.frv. Blaðið bar út miskunnar- lausar slúðursögur um skapgerð- arbresti Jóhönnu, andlitslyfting- ar, bijóstastækkanir og brokkgengt samband við kær- astann Rick. Á vefútgáfu blaðsins voru einnig birt einkaviðtöl við ættingja stjömunnar og jafnvel auglýst eftir gömlum skólafélög- um sem upplýst gætu nánar um skuggalega fortíð stjömunnar. Fall hennar var gert að for- síðuefni. Allt hljómar þetta kunn- uglega úr veröld slúðurblaðanna, en með bæklingnum gerði Diesel einmitt tvennt; hæddist að stjömudýrkun samtímans og nýtti hana um leið í auglýsingaskyni. Sagan af stjörnunni Jóhönnu er merkileg fyrir ýmsar sakir og vek- ur ekki síst til umhugsunar um áhrif ímynda í fjölmiðlaveröld samtímans. Joanna Zychowicz var til á Netinu og á veggspjöldum og það nægði til þess að skapa henni stað í huga fjölda fólks. Sumir hugsuðu sér að kaupa miða á tón- leikana hennar, aðrir rökræddu hvernig hún málaði sig um augun. Fólk sá hana á myndum og heyrði talað um hana og þess vegna þurfti Diesel-teymið hvorki að út- búa fyrir hana fæðingarvottorð né önnur skilríki. Nænnynd í fjölm- iðlum er nafnskírteini samtímans. Eða er það ekki annars? Hvað vitum við til dæmis í raun um fræga og fína fólkið sem frá er greint í slúðurdálkum fjölmiðl- anna? Er það í raun og veru til? Kannski ekki - því það sem við okkur blasir er eilíft yfirborð, ásýnd og ímyndir. Líkt og mynd- irnar af Jóhönnu. Og það er ekki nóg með að allir brosi jafnbreitt, heldur er sjálft einkalíf fólksins stílfært og látið passa inn í slagorðakenndar fyrir- sagnir: Stormasamt samband, Tóm hamingja, Skilin í bili, Pipar- sveinn á ný... Fæst af þessu fólki hittum við nokkru sinni í eigin persónu og aðeins í fáum tilfellum heyrast við það persónuleg viðtöl. Allt hitt eru tilreiddar frásagnir, orðrómur, uppstillingar, ýkjur. Og líkamarnir eru ekki einu sinni ekta þótt okkur lánist að líta þá með berum augum. Allt er fyllt sílikoni, nefin steypt í sama mót, hárið litað, neglurnar yfirdekktar og húðin strekkt. Ef ekki vill bet- ur til eru myndirnar af þessu hé- gómlega fólki meira að segja lag- aðar í tölvum fyrir birtingu í blöðum eða sjónvarpi - eða því heyrir maður í það minnsta fleygt... En að heyra einhverju fleygt er ekki það sama og að sannreyna. Þetta vita auglýsingasérfræðingar Diesel-manna best og því var það engin tilviljun að bæklingurinn, sá er hermdi eftir lágmenningu götu- blaðanna, bar titilinn It’s real! I orðunum felst nefnilega skemmti- leg ádeila á þá fjölmiðla sem þykj- ast hafa einkarétt á sannleikanum, og ekki síður á þá sem búa til sinn eigin sannleika. Hvorum tveggja tekst nefnilega stundum að magna upp eins konar múgsefjun sem endar með því að neytendurnir gleyma muninum á sýnd og reynd. Sýndarveruleiki fjölmiðlanna er innbyrtur sem æðsti sannlejkur og ímyndin verður inntak. Á slík- um stundum væri hollt fyrir les- endur blaðanna, jafnt dagblaða sem slúðurblaða, að hafa í huga það sem drengurinn söng um árið: Allt sem þú lest er lygi! Hægt að vita en vilja ekki vita? ÞAD er ömurlegt að hlusta á forystufólk í þjóðfélaginu þegar það kemur fram á opinber- um vettvangi og þykist vita en veit ekki og veð- ur því reykinn. Best kemur þetta fram í sambandi við spilliefnið áfengi sem er svo eitr- að að ekki má hella því niður, utan mannslíka- mans, nema af sér- hæfðu fólki með sér- stök leyfi upp á vasann. Tvískinnungurinn og hræsnin eru oft yfir- gengileg. Auka skal að- gengi að áfengi, telja það í sama flokki og mjólk og önnur nauðsynleg matvæli. Það er boð- skapurinn sem á að flytja börnunum um leið og þau sleppa pela. Áfengið og mjólkin skulu vera hlið við hlið bæði í matvörubúðinni og ísskápn- um. Hófdrykkjualkóhólisminn á allt- af nóg af fólki á sínum spena. Lygar í 70 ár Ég er búinn að hlusta á þennan málflutning í 70 ár. Það er alltaf sama tuggan. Aukið frelsi leysir all- an vandann, segir þetta fólk. Alltaf hefur verið slakað á. Og allt sem gert hefur verið í þeim efnum hefur byggst á lygi. Ein lygin hefur tekið við af annarri. Og fólk brynjar sig gegn sannleikanum. Það vill ekkert vita. Á Alþingi er spurt um bflapen- inga, laxveiðferðir ofl. í þeim dúr. En það er ekki spurt um hvað margir séu andlega og líkamlega sjúkir vegna áfengisneyslu, hvað margir séu fatlaðir, hvað margir hafa látist, hve mörg börn og ung- menni verða að þola of- beldi og umkomuleysi, hve margir lenda í af- brotum, hve mörg heimili lenda í upp- lausn ofl. vegna áfeng- isneyslunnar. Þetta er allt í lagi af því spilli- efnið áfengi er löglegt. Best er að vita bara ekki af þessu. Hvað varðar fólk um náung- ann? Hann er ekki einnar gæsar virði a.m.k. ef hún er Eyja- bakkagæs. Lifir á styrkjum Það er mikill hagnaðm- af við- skiptum með áfengi. Hins vegar byggist hann á því að kostnaðurinn, sem er miklu meiri, er að mestu bor- inn uppi af einstaklingum, öðrum at- vinnugreinum, sveitarfélögum og ríkissjóði. Um þennan kostnað er lít- ið spurt á Alþingi. Stefna Alþingis í áfengismálum mótar þennan kostn- að. Lítill vafi er t.d. á því að koma áfenga bjórsins hefur aukið kostnað í þjóðfélaginu. Fytirmyndarland hófdi-ykkjualkóhólismans, Dan- mörk, þar sem frelsið er mest í dreifingu og sölu áfengis, er í mikl- um vanda út af aukinni drykkju barna og unglinga. Það sýnir vel að boðendur frelsis í áfengismálum stjórnast af röddum lyginnar í þess- um málum. Nauðsynlegt að skrá kostnaðinn Fyrir um áratug var reynt að skrá tekjur og gjöld í þjóðfélaginu vegna Áfengi Full ástæða er til þess, segir Páll V. Daníels- son, að láta þá sem neyta, versla með og framleiða áfengi greiða allan afleiddan kostnað. áfengisviðskipta og -neyslu. Það vai' gert af Háskóla íslands fyrir atbeina Landssambandsins gegn áfengisböl- inu og með stuðningi þáverandi fjár- málaráðheira, Olafs Ragnai's Grímssonar forseta Islands. I þess- ari vinnslu kom fram hvað upplýs- ingar um kostnaðinn voru ófull- komnar og nánast engar í sumum stórum málaflokkum. Með því að reikna alla skatta í greininni til tekna, þar með almennan skatt eins og söluskatt, stóðu hlutirnir í járn- um. Síðan hefur ástandið í áfengis- málunum versnað mjög en skýrslu- gerð ætti að hafa batnað, svo að þeir alþingismenn sem vilja vita ættu að óska eftir því að gerð sé ný úttekt og hætta að reka áfengisstefnu út frá mottóinu „ég held, ég tel og ég álít“, heldur að manna sig upp í að leita sannleikans. Þá er full ástæða til þess að láta þá sem neyta, versla með og framleiða áfengi greiða allan afleiddan kostnað sem áfengisvið- skiptin valda í þjóðfélaginu. Það hlýtur að vera krafa markaðsaflanna og ætti því ekki að valda ágreiningi. Höfundur er viðskiptafræðingur. Páll V. Daníelsson Þýsk stjórnvöld auka fjár- stuðning við Goethe-Zentrum UNDANFARIN misseri hefur miðlun þýskrar menningar á Islandi nokkuð verið til umræðu í íslenskum fjölmiðlum. Hófst sú umræða haustið og veturinn 1997-98 eftii' að tilkynnt hafði verið um lokun níu Goethe- stofnana í ýmsum lönd- um, þar á meðal Goet- he-stofnunarinnar í Reykjavík. Ymsir aðil- ar hérlendis litu til þýsku þingkosning- anna haustið 1998 og töldu að við væntanleg stjórnarskipti yrðu ákvarðanir fyrri stjórnar um niður- skurð og lokanir endurskoðaðar. Stjórnarskiptin urðu en ákvarðanir fyrri stjórnar stóðu. Við öðru var vart að búast því fljótlega varð ljóst að hin nýja stjórn Þýskalands taldi nauðsynlegt að grípa til róttæks sparnaðar í ríkisútgjöldum. í sept- ember sl. tilkynnti svo Goethe-stofn- unin í Munchen að loka yrði 11 Goet- he-stofnunum til viðbótar frá og með 1. janúar árið 2000 auk þess sem tveimur stofnunum verður lokað að hluta til. Á næstu tveimur árum mun Goethe-stofnun sennilega þurfa að loka á enn fleiri stöðum til þess að framfylgja sparnaðarkröfum þýsku ríkisstjórnarinnar. Tilkynnt var um lokanirnar 11 eftir fund stjórnar Goethe-stofnunar með Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, en fyrir þann fund hafði jafnvel verið rætt um að 18 stofnunum yrði lokað. Stofnun hollvinafélags Eftir lokun stofnunarinnar hér var stofnað hollvinafélag, sem vildi leita leiða til að halda áfram miðlun þýskrar menningar hér á landi, og í júní 1998 tókust samningar við Goethe-stofnun í Munchen um fjárf- ramlag og náið sam- starf. Þar með hafði verið fundinn farvegur fyrir áframhaldandi miðlun þýskrar menn- ingar hérlendis þótt í nokkuð breyttri mynd væri. Þann 16. október 1998 var þýska menn- ingarmiðstöðin Goet- he-Zentrum svo opnuð að viðstöddum menntamálaráðherra, þýska sendiherranum á íslandi, forseta Goet- he-stofnunar í Munchen auk fjölda annarra góðra gesta. Bókakostur og aðrar eigur Goethe-stofnunar í Reykjavík voru fengnar að láni og Goethe- Zentrum varð fullgildur aðili að hinu alþjóðlega neti Goethe-stofnunar í Múnchen sem tryggir Goethe- Zentrum aðgang að alls konar menningarviðburðum og marghátt- aða fyrirgreiðslu af öðrum toga. Aukinn fjárstuðningur I lok september sl. var haldinn samráðsfundur um þýsk-íslensk menningartengsl og var það stjórn hollvinafélagsins mikið ánægjuefni þegar dr. Hans-Bodo Bertram, skrifstofustjóri menningardeildar þýska utanríkisráðuneytisins, til- kynnti að þýsk stjórnvöld myndu auka framlag sitt til Goethe-Zentr- um í Reykjavík um 50 þúsund mörk á þessu ári sem þýðir að framlag þeirra mun þá nema 150 þúsund mörkum. Vettvangur þýskrar menningarmiðlunar Það er stjórn hollvinafélagsins vitanlega gleðiefni að geta rennt styrkari stoðum undir starfsemi Goethe-Zentrum og geta áfram boð- ið upp á fjölbreytta menningarvið- Hollvinafélag Með rekstri Goethe- Zentrum, segir Oddný G. Sverrisdóttir, vill hollvinafélagið efla -------------------7-- menningartengsl Is- lands og Þýskalands. burði. Stjórn félagsins er þeirrar skoðunar að fjölmargt í þýsku menningar-, atvinnu- og þjóðlífi eigi erindi til okkar hér á Islandi. Með rekstri Goethe-Zentrum vill hollvinafélagið ella menningar- tengsl Islands og Þýskalands og miðla því sem efst er á baugi í þýsku samfélagi hverju sinni. I fyrsta skipti á íslandi er nú boðið upp á stöðluð þýskupróf Goethe-stofnunar sem njóta alþjóðlegrar viðurkenn- ingar. Með því að taka ákveðin próf af því tagi hér heima þurfa þeir, sem ætla að stunda nám við þýska há- skóla, ekki lengur að taka svokallað DSH-próf ytra en það er inntökup- róf í málinu sem oft hefur reynst ís- lenskum námsmönnum þrándur í götu. Um þessar mundir eru tæp tvö ár liðin frá stofnun hollvinafélags þýska menningarsetursins. Á þeim tíma hafa fjölmargir gengið til liðs við hollvinafélagið og margir sótt viðburði á vegum Goethe-Zentrum. Það er okkur aðstandendum Goethe-Zentrum hvatning til þess að halda áfram á sömu braut og efla tengsl Islands og Þýskalands enn frekar. Höfundur er formaður Hollvina- félags þýska menningarsetursins Goethe-Zentrum og dóscnt íþýsku við Híiskóla Islands. Oddný G. Sverrisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.