Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Umhverfísmál og hlutverk frjálsra félagasamtaka UMHVERFISMÁL eru áberandi í umræðu samtímans og flest mál eru í dag afgreidd með einhvers konar, skír- skotun til umhverfis- mála. Það gerist á öllum stigum ákvarðanatöku, allt frá hversdagslegum ' ákvörðunum okkar neytenda um vöruval og heimilishald upp í ákvarðanir við háborð alþjóðlegra stofnana. En eru umhverfis- málin komin til að vera? Er áhugi okkar á um- hverfismálum nú við ár- þúsundamót hverful eins og tískan eða er upp komið við- fangsefni sem búast má við að fylgi mannkyni um ókomna framtíð? Komin til að vera Aukinn mannfjöldi á jörðinni sem gerir kröfur um sífellt bætt lífskjör era næg rök fyrir að umhverfismál - " séu og verði um ókomna framtíð við- fangsefni allra jarðarbúa. Mannkyn sem stefnir á neyslu að hætti Vestur- landa verður þungt á fóðrum og afar krefjandi á auðlindir jarðai-. Stóra spmmingin stendur um það hvemig þessi þróun megi gerast án þess að framfærslugeta og önnur gæði Móð- ur jarðar skerðist. Um þetta snúast umhverfismálin í sinni tærustu mynd og þetta er hin eiginlega merking hugtaksins „sjálf- bær þróun“. Að þessu gefnu er ástæða til að spyrja hvemig við göngum til verka við umhverfismálin. Ekki nóg með að spurt sé hvað við eigum að gera, heldur er ekki síður spurt; hver á að gera hvað? Bein þátttaka í ákvarðanatöku f lýðræðisþjóðfélagi á öll ákvarðanataka að eiga rætur sínar hjá al- menningi. Stjómvöld þiggja umboð sitt frá kjósendum og atvinnu- lífið er háð þeirri efthspum sem er að finna hjá neytendum (markaðnum). Beinasta aðkoma einstaklinga að ákvarðanatöku á einstökum sviðum er þó í gegnum hin svokölluðu frjálsu félagasamtök þar sem einstaklingar geta fundið áhugamálum sínum far- veg. Við höfum fjölda dæma um fmm- kvæði og starf frjálsra félagasamtaka sem gert hafa ómælt gagn í samfélag- inu á mjög ólíkum sviðum. Við út- reikning hagstærða er oft litið fram- hjá þessum mikilvæga þætti. íþróttastarf í landinu er dæmi um svið í þjóðlífinu sem verið hefur í höndum frjálsra félagasamtaka þótt í seinni tíð sé sú starfsemi faiin að bera æ meiri keim af fyrirtækjarekstri. Ýmiss konar líknar- og góðgerðar- Umhverfismál Umhverfismálin hafa að sönnu þörf fyrir eldhuga sem bera framtíðina fyrir brjósti, segir Björn Guðbrandur Jónsson, en ekki síður fyrir vís- indaleg vinnubrögð. starfsemi er augljóslega í góðum höndum frjálsra félagasamtaka. Eldmóður + vísindi = árangur Á sviði umhverfismála er ekki síður þörf á framlagi hinna frjálsu félaga- samtaka. í alþjóðlegri umræðu um umhverfismál gegna umhverfissam- tök veigamiklu og viðurkenndu hlut- verki. Á Río-ráðstefnunni var settur upp sérstakur vettvangur umhverfis- samtaka, hinna svokölluðu NGO (Non Governmental Organizations) og þannig lögð áhersla á mikilvægt hlutverk þeirra í umhverfismálum. Sú atorka og áhugi sem oft ein- kenna frjáls félög útiloka hins vegar ekki að ráðist sé í mál af rökvísi og ná- kvæmni. Umhverfismálin hafa að sönnu þörf fyrir eldhuga sem bera framtíðina fyrir brjósti en ekki síður fyrir vísindaleg vinnubrögð. Þar sem þetta tvennt fer saman er mest von um árangur. Á síðustu árum hefur það orðið viðtekin skoðun að atvinnu- lífinu sé best borgið í höndum einka- aðila þar sem eldmóður einkafram- taksins er virkjaður til verðmæta- sköpunar. Á sama hátt og stofnanir á vegum hins opinbera hafa verið einkavæddar er full ástæða til að skoða af alvöru möguleika á að fela frjálsum félagasamtökum í auknum mæli einstök verkefni á sviði um- hverfismála, verkefni sem hingað til hafa verið á hendi opinberra stofn- ana. Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Undanfarin þrjú ár hafa samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) starfað að uppgræðslu gróður- vana lands á suðvesturhomi landsins. I Landnámi Ingólfs búa um 190 þús. manns eða um 68 % landsmanna. Notkun ýmissa lífrænna efna til land- græðslu er homsteinn í starfi sam- takanna. Lífræn úrgangsefni falla til í stórum stfl. Þai’ er um að ræða mó- mold sem grafin er upp við ýmiss konar framkvæmdir, t.d. vega- og gatnagerð en einnig lífrænn úrgang- ur sem fellur til frá stórbúskap ýmiss konar, svína- og kjúklingabúum og frá þeim fjölda hesthúsa sem er að finna á svæðinu. GFF em samtök þar sem saman fer atorka og fagleg nálgun. Samtök- in vinna að afmörkuðum málaflokki, á afmörkuðu svæði og hafa vel skil- Björn Guðbrandur Jónsson greinda aðferðafræði sem tekur mið af hringrás efna og sjálfbærri þróun í verki. Hin h'frænu efni sem GFF not- ar við uppgræðslu hafa hingað til fall- ið hjá garði lítt notuð og víða orðið tO mengunar og óþrifnaðar. Sjálfbær þróun í verki Enginn vafi er á að notkun líf- rænna efna er einhver skilvirkasta aðferð sem völ er á við uppgræðslu á suðvesturhorni landsins. Jarðvegur á svæðinu ber keim af eldvh'kni fyiTi tíma, er því gjarna snauður af lífræn- um moldarefnum og þeim sjálfbæra eiginleikum sem slíkur jarðvegur býður gróðuníkinu. Lífræn efni era í langflestum tOfellum hagstæðari en tilbúinn áburður. Gildi þeirra felst í jarðvegsbætandi eiginleikum til langs tíma. Nauðsynlegum ábm'ðar- efnum skolar síður úr moldarkennd- um jarðvegi og þau nýtast gróðurrík- inu því margfalt betur í lengdina. Með nýtingu þessara efna er jarð- vegsmyndun á örfoka landi flýtt um tugi ára. GFF vinna að markmiðum sínum um uppgræðslu lands í nánu samráði við sveitarfélög og atvinnulífið á suð- vesturhomi landsins. Samtökin líta á sig sem málshefjanda og samhæf- ingaraðOa. Starfið snýst að miklu leyti um að vh'kja ólíka krafta víðs- vegar á svæðinu þannig að unnið sé á samhæfðan og skilvirkan hátt. Þriggja ára reynsla af staifi samtak- anna sýnir umfram allt árangur. Ár- angurinn blasir við víðs vegar um Landnám Ingólfs, á Suðurnesjum, við Ulfarsfell, i Mosfellsbæ og víðar. Starf GFF sýnir að frjáls félagasam- tök hafa mikilsverðu og vaxandi hlut- verki að gegna í umhverfismálum á Islandi. Höfundur er framkvæmdastjóri GFF. Hvað er Georg Olafsson að fara? HINN 25. nóvember 1999 var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Skeljungur hf. höfðaði gegn stjórn flutningsj öfnunarsj óðs olíuvara. I Morgun- blaðinu 16. mars 2000 er eftirfarandi haft eft- ir Georg Ólafssyni, formanni stjórnar sjóðsins, um niður- stöðuna í dómsmálinu: „Málið hefði farið fyrir héraðsdóm og dómur ekki fallið Olíuflutningar Georg Ólafsson, for- maður stjórnar flutn- ingsjöfnunarsjóðsins, segir Gestur Jónsson, ' er j afnframt forstj óri Samkeppnisstofnunar. Skeljungi í hag að mati meirihluta stjórnar..." í dómsmálinu gerði Skeljungur þessa kröfu: „Að felld verði úr gildi ákvörðun stjórnar stefnda frá 8. febrúar 1999 um að afturkalla fyrri ákvörðun stjórnarinnar frá 9. nóvember 1998 þess efnis að olíuhöfnin Krossanes við Akur- eyri yrði viðurkennd sem innflutningsbirgð- astöð á gasolíu um leið og fyrsti beini innflutn- ingur væri kominn í tanka stöðvarinnar. Þá er krafist máls- kostnaðar.“ I málinu var kveðinn upp svohljóðandi dóm- ur: „Úr gildi er felld ákvörðun stjórnar stefnda frá 8. febrúar 1999 um að afturkalla fyrri ákvörð- un stjórnarinnar frá 9. nóvember 1998 þess efnis að olíuhöfnin Krossanes við Akureyri yrði viður- kennd sem innflutningsbirgðastöð á gasolíu um leið og fyrsti beini inn- flutningur væri kominn í tanka stöðvarinnar. Stefndi greiði stefnanda kr. 350.000 í málskostnað." Georg Ólafsson, formaður stjórn- ar flutningsjöfnunarsjóðsins, er jafnframt forstjóri Samkeppnis- stofnunar. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að maður í slíkri stöðu tjái sig hlutlægt um þau mál- efni sem honum er trúað fyrir og hann gæti þess sérstaklega að halla aldrei réttu máli. Höfundur er lögmailur Skeljungs hf. %oðe1k$\&u Brúðhjón Allur borðbilnaður - Glæsileg gjaíavara - Bnlðhjönalistdr VERSLUNIN Lnugavegi 52, s. 562 4244. Ný Á ÞESSU ári er minnst stórra viðburða í lífi íslensku þjóðarinn- ar, kristnitöku og landa- fundanna í vestri. Við næstu áramót, þegar ný öld og nýtt árþúsund ganga í garð (ég byijaði að telja á 1) er rík ástæða til að líta yfir svið þjóðlífs og stjóm- mála og setja ný mið, huga að stefnumótun. Þau viðfangsefni sem fyrst koma upp era tengsl okkar við aðrar þjóðir og önnur ríki. Saga þeirra tengsla er jafn gömul búsetu í landinu og allt frá síðustu öld, þ.e. þeirri nítjándu hafa forsendur tengsla Islands við önnur ríki tekið breyting- um sem enn eru að verða. ísland var numið úr Noregi, af norskum mönnum, en ljóst er að landnemar vora víðar að, frá írlandi og líklega Skosku eyjunum og öðram Norðurlöndum. Við eram blönduð þjóð. Siglingar vora strax miklar og tengsl íslendinga við Noreg og fleiri lönd í Evrópu urðu fljótlega sterk. Is- lendingar fóra utan til lengri og skemmri dvalar með öðram þjóðum, til mennta og verslunar. Tengsl Is- lendinga við Norðurlönd og Evrópu hafa ætíð verið sterk og samskipti mikil. Samskipti ríkja Danska utanríkisþjónustan annað- ist formlega hagsmunagæslu fyrir ísland, allt þar til lýðveldi var stofnað TILB0Ð í MARS á tjöruhreinsi fyrir bíla Jákó sf. sími 5641819 Auðbrekku 23 fe________________________1 á Þingvöllum 1944. Síð- an hefur okkar eigin ut- anríkisþjónusta annast þetta mikilvæga verk- efni með ágætum. Mikl- ar breytingar hafa orð- ið, einkum í kjölfar þeirra hugmynda sem mótaðar vora eftir heimsstyrjöldina síðari í því skyni að tryggja ör- yggi og frið. Þær byggja á fjölþjóðlegu og alþjóðlegu samstarfi um alla sameiginlega hags- muni og auknum sam- skiptum ríþja og þjóða. Ekki síst er treyst á út- breiðslu þeirra hug- mynda sem leiða til friðamlja af hálfu hverrar þjóðar og hvers ríkis af eigin þörf. Þær hugmyndir, um opið lýð- ræði og markaðshagkerfi hafa sýnt og sannað hvers þær era megnugar, æ fleiri þjóðir og ríki festa í sessi lýð- Stefnumótun Þjóðkirkjan og stjórnvöld, segir Arni — Ragnar Arnason, eiga að taka höndum saman um að bæta sambandið ----7------------------ við Islendinga erlendis á nýrri öld. ræði og markaðshagkerfi sem leiðir einstaklinginn til meiri áhrifa og valds um eigin lífskjör, lífsgæði og örlög heldur en allir hugmyndasmiðir um miðstýringu hafa viljað. Þetta hefur valdið því að stjórnvöld lýðræðisríkja keppast við að tryggja öryggi og hag íbúanna sem best verður gert með friðsamlegum samskiptum við önnur ríki. Áhrif þessa á umfang utamíkis- þjónustunnar era afar mikil og era enn að birtast. Alþjóðlegum og fjöl- þjóðlegum samningum um samstarf ríþja að hvers konar viðfangsefnum viðmið Árni Ragnar Árnason hefur farið mjög fjölgandi og sameig- inlegir hagsmunh' ólíkra þjóða eru mönnum nú ljósari en nokkru sinni fyrr. Utanríkisþjónustan hefur vaxið allt frá stofnun lýðveldisins og hún mun enn vaxa á nýrri öld. íslendingar erlendis Á seinni hluta nítjándu aldai' fluttu fjölmargir Islendingar úr landi og settust að í Vesturheimi. Mikil saga er af harðri lífsbaráttu Jæirra og fyrstu kynslóðum Vestur-Islendinga, sem ekki er ætlunin að fjalla hér um. Hitt er nauðsyn að ræða, hvernig við á nýrri öld högum samskiptum okkar við þá. Afkomendur íslensku land- nemanna vestan hafs, fjölskyldur þeirra og skyldulið era fjölmennh á okkar mælikvarða. Mikil þörf er til þess og okkur mundi verða til ávinn- ings í samskiptum og viðskiptum og við að gæta æ fjölbreytilegri hags- munum okkar að skipa þessum mál- um vel. Islenskt sendiráð í Kanada var góður áfangi í þessu efni en ég tel fleira þurfa til. Islendingar eru enn að setjast að erlendis, sem best má sjá af athugun- um á því hvert straumur þeirra ligg- ur. Efla þarf samskipti við þá og tryggja stöðu íslenskrai' hugsunar og tungu með þeim og afkomendum þeirra. Þjónusta íslenskra presta við íslenska söfnuði erlendis auðveldar að koma á og rækja tengsl við heima- landið. Þótt þeir hafi flutt bmt um sinn þurfa þeir að rækja tengsl við fjölskyldur, frændur og vini hér heima og átthaga. íslenska þjóðkh'kj- an er um mai'gt sérstök og hefur sín eigin einkenni sem aðrar kirkjur bæta ekki upp þar sem hennar nýtur ekki við. Prestar frá þjóðkirkjum grannþjóða okkai' þjóna söfnuðum landsmanna erlendis. Þeim prestum virðist sköpuð sérstök réttarstaða í tengslum við utanríkisþjónustuna og koma að erindum þeirra sem til send- iráða leita. Við íslendingar, ííkið ís- land, hefur ekki fest slíka þjónustu í sessi. Héðan þjóna prestar erlendis einungis þar sem Islendingar sækja læknisþjónustu, vissulega nauðsyn- legt og viðeigandi. Þess utan þjóna ís- lenskir prestar ekki íslenskum söfn- uðum erlendis. Það eiga þjóðkirkjan og stjómvöld að taka höndum saman um að bæta á nýrri öld. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.