Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 69 FOLKI FRETTUM I i ERLENDAR Frumskógar- dísir frá írlandi í HLJÓMSVEITINNI B-Witched eru fjórar stelpur sem heita Linds- ay Armaou, tvíburasysturnar Keavy og Edele Lynch og Sinead O’Carroll. Þær koma allar frá Dublin á írlandi og má þess geta að Shane, úr Boyzone, er bróðir tvíburanna og hvatti vinkonumar, sem flestar höfðu lært á hljóðfæri frá þvi þær vom litlar, til að stofna hljómsveit. Þær fóm þá að hittast og semja lög. Fyrsta lagið sem þær gáfu út hét „C’est La Vie“ og var mjög vinsælt og mikið spilað í útvarpi. Það virðist vera svolítill munur á tónlist frá írlandi annars vegar og Bandaríkjunum eða Bretlandi hins vegar, til dæmis á undirspilinu og líka söng. í undirspilinu í flestum lögunum em írsk hljóðfæri notuð, t.d. munnharpa og fleira. Það kem- ur mjög vei fram í t.d. laginu „Jesse Hold On“. írsku stelpumar eru einhvem veginn með svolítið öðruvísi rödd eða nota hana öðm- vísi ef miðað er við aðrar stelpu- sveitir, eins og Spice Girls t.d. sem koma frá Bretlandi. Diskurinn „Awake and Breathe", sem ég ætla að fjalla hér um, inniheldur 12 lög sem em flest fjömg og hressandi. Þær skiptast á um að syngja, þannig að það er engin ein þeirra aðalsöngvari. A hulstrinu á disknum má sjá hljómsveitina úti í fmmskógi sem mér finnst eiga að vísa í nokkur lög sem em með svona framskóg- ar-undirspili og mér finnst nú þær bara passa frekar vel þarna fram- skóginum og kannski betur en til dæmis inni í húsi! Þær era bara einhvern veginn þannig, hressileg- ar og frjálslegar! Skemmtilegustu lögin finnst mér vera „Are You A Ghost?“ og „Someday". „Are you a ghost?“ er rólegt lag með flottu undirspiii og texta sem lætur manni líða vel. I textanum segir hún [sú sem syngur] þér hvernig henni líður, það er draug- ur sem hún sér alltaf. Það er líka svo frábært hvernig hún syngur það. „Someday“ er frekar fjörugt lag með góðum takti en ég get ekki sagt að þetta sé danslag. Það er líka með góðum bakröddum og viðlagi. Einnig er lagið „If It Don’t Fit“ áhugavert, það er fjöragt með góðum takti. í því lagi syngja þær allar í einu og viðlagið er mjög skemmtilegt og grípandi, einnig eru margar bakraddir, ég held að ég hefði haft aðeins minna af þeim. Leiðinlegustu lögin á disknum finnst mér vera „In Fields Where We Lay“ og „Jump Down“. „In Fields Where We Lay“ er rólegt lag en mér finnst það leiðinlegt af því að það er ekkert undirspil heldur bara bakraddir/raddir. Það er einhvern veginn svo tómlegt en það getur verið að maður sé bara vanur að hafa undirspil. „Jump Down“ er fjöragt lag en mér finnst undirspilið og takturinn vera leið- inlegur. Mér finnst undirspilið of áberandi þar. Þær eru kannski að vekja athygli á laginu með því að hafa mismunandi hljóðfæri en mér finnst ekki flott að blanda svona mörgum hljóðfæram saman á þennan hátt. Áður en ég fékk diskinn hafði ég ekki heyrt neitt lag af honum, þessi lög eru svo sem ekki mikið spiluð í útvarpi og því svolítið erf- itt að fylgjast með því sem þær era að gera. Diskurinn í heild er ágætur en lögin era frekar lík og maður ragl- ar þeim saman og stelpurnar eru eiginlega allar með alveg eins rödd og mér þætti það muna miklu ef það heyrðist hver væri að syngja. Það myndi líka gera lögin fjöl- breyttari. Það verður öragglega gaman að fylgjast með þessari hljómsveit í framtíðinni, en ég held að þær eigi samt ekki eftir að ná neinum gríðarlegum vinsældum þannig að kannski gefast þær upp, hver veit? Lögin sem þær gáfu út áður náðu einhverjum vinsældum, en það er eins og þær hafi ætlast til þess að geta gert sömu lögin aftur vinsæl. Þeir sem vilja geta kíkt á heima- síðu hljómsveitarinnar http:// www.b-witched.com/. MYNDASAGA VIKUNNAR ■ Leiðarvísir í stærri heim Understanding Comics, mynda- saga eftir Scott McCloud en hann teiknar einnig. Paradox Press gefiir út, upphaflega árið 1993 en bókin var endurútgefin 1999 sem 215 síðna kilja. ÞAÐ VITA allir hvað myndasögur era. Furðusögur af marglituðum skrípaköllum sem gera lítið annað en að menga hugsanagang barna okkar með óröklegri vitleysu og við- bjóði. Þetta virðist í það minnsta vera sú almenningssýn sem er og hefur verið ríkjandi síðastliðin hundrað ár. En batnandi mönnum er víst best að lifa og því er það fagnaðarefni að við séum að ná þeim þroska að opna augu okkar fyrir því að í heimi myndasagnanna er líklegast hægt að finna nokkur af merkilegri bók- menntaverkum síðastliðinna tut- tugu ára. Það er því við hæfi að byrja þenn- an vikulega dálk tileinkaðan van- metnustu bókmenntagrein fyrr og síðar, þ.e. myndasögum, á bók sem notar form sitt til að grafa sig inn að kjama þess í þeim tilgangi að koma áhugamönnum sem öðram til skiln- ings um undraverðan heim mynda- sagnanna. Listgrein sem sameinar rithst og myndlist, og sannar fyrir okkur að myndir tala. „Understand- ing Comics" er því í raun fræðileg myndasaga um myndasögur þar sem höfundurinn, Scott McCloud, gerir lítið úr neikvæðri umfjöllun og losar þann barnalega stimpil sem myndasögur virðast hafa á sér út úr heilabúi lesandans og opnar þannig fyrir honum nýja sýn inn í söguheim máls og mynda. Komnar af gelgjuskeiðinu Höfundurinn heldur því fram að myndasöguformið sé ættað frá myndletri Súmera en hafi hætt að þróast þegar Fönikar lögðu drög að stafrófinu. Það hafi ekki verið fyrr en í byrjun seinustu aldar sem myndasöguformið fékk aftur byr undir báða vængi og að sökum barn- æsku sinnar hafi listgreinin fengið á sig stimpil meðalmennskunnar. En á seinni hluta aldarinnar var myndasögugerð í nýjum blóma þeg- ar aldursþrep lesenda var hækkað með gáfuleg- um skriftum og athyglis- verðri sagna- gerð. Nefna má sem dæmi Pulitzer-verðlaunabókina „Maus“ eftir Art Spiegelmann, „Sandman“- seríu Neil Gaimans og „Watchmen" - eftir Alan Moore. Myndasögur dagsins í dag eru ekkert endilega við hæfi ungra barna. Það má því segja að myndasögur séu loksins komnar af gelgjuskeiðinu. Höfundurinn leggur mikla áherslu á það að sýna okkur hina ýmsu tjáningarmáta myndasagn- anna og þann galdur sem formið getur beislað í notkun þeirra. Það eina sem stendur fyrir því að þessi listgrein geti náð fullum blóma er sá innbyggði tregi okkar^- til að viðurkenna formið sem metn- ' aðarfulla listgrein. Við höfum engu að tapa í því að kynnast og skilja myndasögubókmenntir. Því sá skilningur víkkar einungis fyrir okkur heim bókmennta. Birgir Orn Steinarsson Þriðjudagar eni íí\ f McDonald's I ■ I dagar McHamborgari AÐEINS McOstborgari \ ^°Je\*s t AÐEINS Suðurlandsbraut 56 • Austurstræti 20 • Kringlan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.