Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 57
MINNINGAR
+ Margrét P. Ein-
arsdóttir fæddist
að Þórustöðum í
Bitrufirði á Strönd-
um 2. júní 1909. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 10. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Einar Ólafsson,
bóndi að Þórustöðum
í Bitrufirði, og kona
hans, Ingunn Helga
Gísladóttir húsfreyja.
Systkini Margrétar
voru: Ólafur Einars-
son bóndi, látinn,
Kristjana Einarsdótt-
ir húsfreyja, látin og eftirlifandi
systir er Guðrún Þ. Einarsdóttir
húsfrú.
Margrét giftist í október 1935
Eyþóri Ámasyni, f. 18.4. 1892, d.
24.10.1970, sjómanni, verkamanni
og siðast næturverði við Lands-
banka íslands. Foreldrar hans:
Árni Jónsson, bóndi í Pétursey í
Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu,
og Þómnn Sigurðar-
dóttir.
Börn Margrétar
og Eyþórs: 1) Birgir
Eyþórsson, f. 18.10.
1935, bifreiðastjóri í
Kópavogi, kvæntur
Þóru Sigurjónsdótt-
ur og eiga þau fjögur
börn: Siguijón, Ey-
þór, Guðlaug og
Birgir. 2) Þórarinn
Eyþórsson, f. 23.3.
1937, bankamaður i
Reykjavík, kvæntur
Sigríði Eiríksdóttur
og eiga þau þrjú
böm: Björg, Erna og
Hrefna. 3) Steinþór Eyþórsson, f.
6.8. 1948, veggfóðrarameistari í
Garðabæ, kvæntur Eiríku Hara-
ldsdóttur og eiga þau þijú börn:
Margrét, Þórarinn og Eiríkur.
Langömmuböm hennar era nú átj-
án og langalangömmubömin þrjú.
Útfor Margrétar fer fram í Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
fyrir þig hvenær ég myndi eignast
barn og þú varðst nú heldur betur
glöð þegar þú fréttir að ég væri
ófrísk. Eg man þegar ég skírði Stein-
þór hvað þú varst ánægð með nafnið
og hversu veik sem þú varst, lifnaði
alltaf yfir þér þegar ég kom með
Steinþór Örn í heimsókn til þín.
Þú hefur verið hjá okkur á jólun-
um eins lengi og ég man eftir, ég get
ekki einu sinni hugsað um það hvað
næstu jól eiga eftir að verða tómleg
án þín. En ég þakka þér fyrir það að
þó þú hafir verið orðin mikið veik þá
fékk ég samt að hafa þig hjá mér á
síðustu jólunum þínum.
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt
Æ virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku amma mín, takk fyrir að
hafa verið til, takk fyrir að gefa mér
allar þessar yndislegu stundir sem
við áttum saman og takk fyrir að
leyfa mér að eiga allar þessar góðu
minningar um þig. Góður guð geymi
ömmu mína og afa og láti þeim líða
vel saman þar sem þau em núna.
Þín nafna
Margrét.
MARGRÉT P.
EINARSDÓTTIR
Elsku besta amma mín. Ég veit að
nú líður þér vel, nú ert þú loksins
búin að hitta afa aftur og búin að fá
þá hvfld og frið sem þú áttir skilið.
Samt finnst mér mjög erfitt og skrít-
ið að hugsa til þess að amma sem
alltaf var á sínum stað er þar ekki
lengur. Ég get þó huggað mig við
það að minningarnar um þig eru
ennþá á sínum stað og verða alltaf - í
hjarta mínu. Og veit ég get alltaf leit-
að í þær því þar ert þú.
Ég var mikið hjá þér þegar ég var
lítil og við nöfnurnar höfum brallað
mikið saman í gegnum árin. Það var
oft sem ég tók strætó - leið fimm til
ömmu og ég man eftir því að þú sett-
ir alltaf stóla bak við rúmið þitt svo
við gætum sofið saman í rúminu
þínu. Við fengum okkur alltaf göngu-
túr út í Guðmundarbúð og oftar en
ekki var komið við hjá Gunnu systur
og Gústa. Einnig áttum við það til að
baka saman vínarbrauð eða ástar-
punga því það var nú einu sinni þín
sérgrein. Éinu á ég aldrei eftir að
gleyma. En það var þegar þú varst
að fara inn á Hrafnistu og ég fór með
pabba og Bigga frænda til að tala við
forstöðukonuna, þegar við löbbuðum
eftir ganginum hver heldur þú að
hafi setið þar í mestu makindum,
enginn önnur en þú amma. Þér datt
allt í einu í hug að líta á aðstæður ein-
mitt á sama tíma og við vorum þama.
Ég man að við fengum öll algjört
hláturskast því á þessu áttum við
ekki von. Amma, þú hefur alltaf ver-
ið svo mikill prakkari í þér.
Eftir að ég fékk bflprófið þótti
okkur alltaf svo gaman að fara niður
í bæ, kíkja í lífstykkjabúðina og fá
okkur ís. Ég man eftir því að þú
varst oft hrædd hjá mér í bflnum og
ég get ekki annað en brosað þegar ég
hugsa um okkur tvær skröltandi í
litla bflnum mínum. Það var alltaf
svo mikil kyrrð í kringum þig og gott
var að sitja með þér í litla herberginu
þínu á Hrafnistu og prjóna. Ég er
viss um að sumir hafi stundum ekki
vitað hvor okkar væri í rauninni á
Hrafnistu.
Það var mikið umhugsunarefni
SIGURÞÓRA
SIGURÞÓRSDÓTTIR
Elsku amma.
Mig langar til að kveðja þig með
vögguvísunni sem þú söngst svo oft
fyrir mig þegar ég var lítil.
Þær minningar eru mér svo kær-
ar:
Rokkamir eru þagnaðir
og rökkrið orðið hljótt.
Signdu þig nú, bamið mitt,
og sofnaðu fljótt,
Því bráðum kemur heldimm
hávetramótt.
Signdu þig og láttu aftur
litlu augun þín,
svo vetrarmyrkrið geti ekki
villtþérsýn.
Lullu lullu bía,
litla bamið mitt!
Bráðum kemur dagurinn
með blessað ljósið sitt.
Kemurdagurinn
með birtu og stundarfrið;
þáskalmammasyngja
um sólskinið.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku amma, ég veit að þér líður
vel núna, þessi síðasti svefn var þér
kærkominn. Guð geymi þig
Þín sonardóttir,
Guðlaug Birgisdóttir.
fertugsafmælinu þínu
sem ég fæddist en leiðir
okkar lágu ekki saman
fyrr en ég var að nálg-
ast tíu ára aldurinn, þá
kom ég í sveitina til þín
og Astþórs og dvaldi
þar eitt eða tvö sumur
og fyrir það vil ég þakka
ykkur báðum, því það
var yndislegur tími.
Ég sakna þín meira
en nokkurn grunar,
elsku Þóra mín, og ég
veit að þú hefur það
gott þar sem þú dvelur
úna. í lokin langar mig að segja: Til
amingju með daginn.
Þín
Rósa María.
+ Sigurþóra Sigur-
þórsdóttir fædd-
ist á Rauðafelli III í
Austur-Eyjafjöllum
21.'uiars 1940. Hún
lést á heimili sinu á
Rauðafelli I 18. febr-
úar síðastliðinn og
fór útför hennar fram
frá Eyvindarhóla-
kirkju 27. febrúar.
Elsku Þóra mín. í
dag, 21. mars, hefðir þú
orðið 60 ára ef þú værir
enn hér hjá okkur en
þess í stað fbgnum við stórafmæii
okkar hvor á sínum staðnum. Þú
sextugsaftnælinu þínu og ég tvítugs-
afmælinu mínu. Því það var einmitt á
LEGSTEINAR
í rúmgóðum sýningarsölum okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla,
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
ÍS S.HELGAS0N HF
I STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
Elsku amma okkar, nú ert þú búin
að fá hvfldina sem þú varst farin að
þrá. Við hefðum viljað þekkja þig
þegar þú varst yngri, en þökkum fyr-
ir þann tíma sem við höfðum með
þér. Að fá tækifæri til að fara með
þér á níræðisaldri heim til æsku-
stöðva þinna þar sem þú sagðir okk-
ur frá sveitinni þinni geymum við í
minningu okkar um þig.
Megir þú hvfla í friði og Guð vaka
yfir þér.
Hrefna og Erna.
Blómastofa
Fríðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, sími 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
+
Elskulegur sonur okkar, faðir, vinur og afi,
STURLA EINARSSON
húsgagna- og húsasmíðameistari,
Klyfjaseli 2,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
18. mars.
Útförin auglýst síðar.
Unnur D. Haraldsdóttir,
Einar Sturluson, Arnhildur Reynis,
Guðlaug J. Sturludóttir, Áki Jóhannsson,
Einar Sturluson,
Atli Sturluson, Hólmfríður B. Petersen,
Sigurjón Ernir Sturluson,
Guðmann Geir Sturluson,
Bára M. Eiríksdóttir
og barnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁSA BJÖRNSDÓTTIR,
Krummahólum 8,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 17. mars.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
27. mars kl. 13.30.
Guðrún Pálsdóttir, Guðbjörn Jensson,
Björn M. Pálsson, Kristjana Karlsdóttir,
Stella Pálsdóttir, Sigmundur Hermundsson,
Alda Pálsdóttir, Ólafur Atlason,
Hólmar Á. Pálsson, Gunnhildur Ágústsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabamabamabarn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÖRN INGÓLFSSON
prentsmiðjustjórí,
Merkurgötu 9a,
Hafnarfirði,
lést föstudaginn 17. mars.
Hallgerður Jónsdóttir,
Jón Arnarson,
Ingólfur Arnarson, Friðrikka Sigfúsdóttir,
Anna Vala Arnardóttir, Sigurjón Friðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍSABET SÓLVEIG HARÐARDÓTTIR,
Stórholti 28,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn
17. mars.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
24. mars kl. 13.30.
Elfa Björk Sigurjónsdóttir,
Jóhanna Friðbjörg Sigurjónsdóttir, Magnús Gunnarsson,
Katrín María Andrésdóttir, Rúnar Gíslason,
Matthías Rúnarsson,
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR SIGURÐUR ÓLAFSSON
rafmagnsverkfræðingur,
Háaleitisbraut 111,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 18. mars
sl., verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstu-
daginn 24. mars kl. 13.30.
Hjördís Unnur Guðiaugsdóttir,
Kristín Sverrisdóttir, Steinar Harðarson,
Sverrir Jóhann Sverrisson, Inga Rut Hlöðversdóttir,
Pia Rakel Sverrisdóttir,
Guðlaugur Erlingsson, Jarþrúður Ólafsdóttir,
Helga Erlingsdóttir, Kristmundur Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabarn.