Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 15 AKUREYRI Alþjóðlegt mót í Olafsfírði ALÞJÓÐLEGT mót í snjókrossi verður haldið í Ólafsfirði dagana 6. og 7. maí næstkomandi. Að móts- haldinu standa Vélsleðaklúbbur Ólafsfj arðar, Kappaksturklúbbur Akureyrar og athafnafólk úr Ólafs- firði og Eyjafjarðarsvæðinu. Um skeið hefur verið unnið í samstarfi við WSA í Bandaríkjun- um að undirbúningi heimsmeist- aramóts í snjókrossi í Ólafsfirði þessa sömu helgi, en sýnt þykir nú að undirbúningstími vegna svo Bítlakvöld í Deiglimni BÍTLAKVÖLD verður í Deiglunni í Kaupvangsstræti á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. mars, og hefst dagskráin kl. 20.30. Hún samanstendur að miklu leyti af tónlistaratriðum og eru flytjendur m.a. Fjóla Karlsdóttir, Heiðrún Helga Bjarnadóttir, Kristbjörg Lilja Bjarnadóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Guðrún Dís EmOsdóttir. Björn Vigfússon menntaskólakennari verður einnig með stutt innlegg og Arnrún Halla Arnórsdóttir les ljóð. Aðgangur er ókeypis. viðamikils viðburðar er ekki næg- ur. Mótinu var því frestað um eitt ár en líklegt er að Ólafsfjarðarmót- ið verði þá eitt af þremur í heims- mótaröð, auk íslands verður þá keppt í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Vegna mikils áhuga margra er- lendra keppenda á að taka þátt í snjókrosskeppni á íslandi á þessu keppnistímabili var ákveðið að efna til alþjóðlegrar keppni í Ólafsfirði áðurnefnda daga í vor. Búist er við keppendum frá Rússlandi, Norður- löndum og jafnvel frá Bandaríkjun- um, auk þess sem stór hópur inn- lendra keppenda mun taka þátt. Um tveggja mánaða skeið hefur beðið afgreiðslu í dómsmálaráðu- neytinu umsókn Mótorsportssam- bands Islands, sem er nýstofnað samband um mótahald í vélsleða-, vélsleða-, og kartbílaakstri um leyfí til keppnishalds í þessum greinum. Ljóst er að töf á af- greiðslu þessarar umsóknar hafði mikil áhrif á fyrirætlanir um heimsmeistaramótið í Ólafsfirði í vor en þess er vænst að lausn fáist á deilum um keppnismál hið fyrsta til að það undirbúningsstarf sem þegar hefur verið lagt í vegna heimsmeistaramótsins nýtist fyrir alþjóðlega snjókrossmótið í Ólafs- fírði. Fjórar kindur skotnar EyjaQarðarsveit. BÆNDURNIR Ármann Ólafsson í Litla-Garði og Sigurður Ólafsson á Árbakka fóru nýlega ásamt tveimur öðrum mönnum á vélsleðum fram á Djúpadal til fjárleitar. Grunur lék á að ennþá væri eitthvað fé á dalnum. Ármann sagði að þeir hefðu fundið 22 kindur og komið 17 til byggða en 5 urðu eftir, tvö lömb og þrjár ær. Daginn eftir var farinn annar leið- angur og náðist þá annað lambið en hitt og þrjár ær voru þannig stað- sett að ómögulegt var að ná til þeirra nema að leggja sig í lífshættu. Að sögn Armanns var færið afar slæmt, miklir svellbunkar og hart hjarn sem gerði mönnum afar erfítt Eignatjón í um- ferðaróhöppum ÞRJU óhöpp urðu í umdæmi lög- reglunnar á Akureyri á sunnudag. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón. Fyrsta óhappið varð á sunnudags- morgun en þar hafði bíll farið út af veginum skammt frá Engimýri í Öxnadal. Ekki urðu slys á fólki en töluvert tjón á bílnum. Beiðni um að- stoð lögreglu var afturkölluð, en fólk sem ók hjá á jeppa aðstoðaði við að draga bílinn upp á veg. Síðdegis var bíl ekið út af veginum við Þelamörk með þeim afleiðingum að hann valt. Bílstjóri og farþegar voru í öryggisbeltum og sluppu án meiðsla. Bíllinn var dreginn af vett- vangi mikið skemmdur. Undir kvöld var svo tilkynnt um óhapp á Sval- barðsstrandarvegi en þar hafði bíl- stjóri misst stjórn á bíl sínum þegar hann lenti í mishæðóttum snjó á veg- inum, Bíllinn lenti utan vegar og valt, enginn meiddist en að sögn lög- reglu voru allir í öryggisbeltum. fyrir, og lenti Sigurður í því að velta sínum sleða tvívegis og marðist við það á fæti. Þar sem engan veginn var hægt að ná til fjárins var fengin góð skytta frá Akureyri og banaði hann kindunum þar sem þær voru á litlum klettasyllum í fjallinu. Að- gerðin sem var óhjákvæmileg og vissulega neyðai-úrræði tókst vel og drápust allar kindurnar í fyrsta skoti og féllu niður marga tugi metra. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Slökkviliðsmenn ræða við starfsmenn Rækjuvinnslu Sainherja eftir að eldur kom upp í pökkunarstöð fyrirtækisins á laugardag. Rækjuvinnsla Samherja á Akureyri Talsvert Ijón í eldi TALSVERT tjón varð þegar eldur kom upp í Rækjuvinnslu Samherja á Akureyri um hádegi á laugardag. Snarræði starfsmanna sem þar voru að vinna kom í veg fyrir að tjón varð ekki meira, að sögn Aðal- steins Helgasonar framkvæmda- stjóra. Eldurinn kom upp í pökkunar- stöð rækjuvinnslunnar en þar höfðu iðnaðarmenn verið að störf- um, m.a. við að logsjóða. „Það var mikill reykur þegar við komum en ekki mikill eldur og gekk greiðlega að slökkva hann. Við reykræstum svo húsið og það urðu þarna nokkr- ar skemmdir af völdum sóts og reyks,“ sagði Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri í Slökkvilið Akureyrar. Tveir menn voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri með snert af reykeitrun, en þeir fengu að fara heim eftir að- hlynningu. Að sögn Birgis er lík- legt að glóð úr logsuðutæki hafi náð að komast í einangrun. Aðalsteinn sagði að um þessar mundir væri verið að pakka rækju á neytendamarkað í Bretlandi en aðalsölutíminn er fyrir jól og páska. Hann sagði að sennilega tæki um tvær vikur að koma hús- næði pökkunarstöðvarinnar í samt horf og væri nú unnið að því að leysa málið, en allt kapp yrði lagt á að viðskiptavinir í Bretlandi fengju sína rækju fyrir páskana. Fyrsta fjölbýlishúsið tengt við Netið s Ibúar við Keilusíðu 4 ríða á vaðið NETT ehf. hefur nú nýlega lokið við að tengja fyrsta fjölbýlishúsið á Akureyri við Netið og er notuð 512kb leigulína. Það voru íbúar í fjölbýlishúsinu við Keilusíðu 4 á Ákureyri sem riðu á vaðið og í fyrstu eru 7 íbúðir tengdar en öllum ibúum hússins býðst að tengjast Netinu með þessum hætti. Hagræðing af fasttengingu Fram kemur á heimasíðu Nett að fasttenging með leigulínu hafi verulegt hagræði í för með sér við notkun Netsins og tölvupústs. Jafnframt getur þetta þýtt veru- legan sparnað í för með sér, sér- staklega fyrir þá sem nota Netið mikið. f stað þess að hver og einn þurfi að tengjast um mótald og kostnaður bætist við símreikning- inn, eru notendur í stöðugu sam- bandi og borga fast áskriftar- gjald. Upphæð áskriftargjaldsins veltur nokkuð á því hversu marg- ar íbúðir tengjast en áætlað er að gjaldið nemi svipaðri upphæð og áskrift að Stöð 2. Fram kemur í frétt um málið að fyrirtæki og stofnanir á Akur- eyri séu sem óðast að taka í notk- un stórar tengingar og eru Akur- eyrarbær og Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri nefnd í því sambandi. I Fjárfestar athugið Til sölu húsnæði DNG á Lónsbakka. Um er að ræða 747,7 fm iðnaóar- og skrifstofuhúsnæði á einni hæð. Húsnæðið selst með leigusamningi til í sjö ára. ALlar frekari uppLýsingar eru veittar á fasteignasölunni Byggó. Opið virka daga frá kL. 9-17. Símar 462 1744 og 462 1820. Fax 462 7746. FASTEHiMSALAN RYGIiÐ .. 4f, Hádegisveröarfundur á Fosshótel KEA Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 12:00 - 13:30 Hlutabréfa- markaðurinn - þróun og mikilvægi • Reynsla fyrirtækjanna og efhahagslífsins af hlutabréfamarkaðnum • Hvaða breytingar eru æskilegar á hlutabréfamarkaðnum? FRAMSÖGUMENN: ____________________ Bjami Amannsson, forstjóri FBA Þorsteinn Már Baldvinsson, frkvstj. Samherja Fundargjald (hádegisveröur innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er aö tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eöa bréfasíma 568 6564 eöa meö tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS 4 ...fljúfðufrekar Bókaðu í síma 570 3030 03 4(0 7000 Fax 570 3001 * websalesó>airiceland.is 'www.flu3feia3.is FLUGFELAG ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.