Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MINNINGAR GUÐBJORG SIGRÍÐUR PETERSEN + Guðbjörg Sigrið- ur Petersen fæddist á Ökrum á Seltjarnarnesi 29. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 12. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Stefanía E. Guð- mundsdóttir Hansen frá Hellissandi (1900-1986) og Ul- rich Hansen, blaða- maður á Vísi ættað- ur frá Bergen í Noregi (1902-1938). Systkini: Adolf bryti, f. 1922 og Ulrich sjómaður, f. 1925 en þeir létust báðir árið 1972; Asta, hús- móðir, f. 1930. Guðbjörg giftist Emil Hans Petersen (1928) byggingameist- ara á gamlársdag 1952. Börn þeirra eru:l) Ásdís, kynningar- stjóri. Barn: Guðbjörg Sigríður. 2) Adolf Hólm, kennari, kvæntur Ásdísi Ósk Jóelsdóttur. Börn: Hörður, Emil Hjörvar, Víðir Smári og Bryndís Freyja. 3) Stefán, kennari. Kona hans er Erla Gígja Garð- arsdóttir. 4) Hólm- frfður, skólasafns- fræðingur. Hún er gift Atla Sturlusyni. Börn: Hans Emil og Bryndís Freyja. Guðbjörg gekk í Austurbæjarskóla og Ingimarsskóla. Hún hóf síðan nám í Myndlista- og hand- íðaskólanum áður en hún fór til New York þar sem hún dvaldi hjá systur sinni og starfaði m.a. við skrifstofustörf á árunum 1951- 1952. Eftir að hún giftist helgaði hún sig alfarið húsmóðurhlut- verkinu að undanteknum einum vetri er hún starfaði við sölu ull- arvara í Álafossversluninni. Guðbjörg verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langar til að kveðja mömmu mína með kvæði eftir Pétur Sig- urðsson úr bókinni: „Til móður minnar.“ Með þökk fyrir allt. Kvæðið heitir „Mamma“. Hún vaknar snemma, á fætur fer og flýtir sér til að hjálpa mér. Með kossi vekur hún mamma mig, og mikið leggur hún oft á sig, þvi allan daginn hún annast þarf sitt endalausa og mikla starf. Ef eitthvað smávegis amar mér, þá alltaf tekur hún mig að sér. Hún vefur klútinn að kinnum mér og kyssir mig, þegar út eg fer, og þegar kaldur svo kem eg inn, mér köldum býður hún faðminn sinn. Já, elsku mamma, hún er svo góð, og oft hún kennir mér falleg ljóð um litla fugla og lömbin smá, um ljúfu börnin, sem drottinn á um fögru blómin og fjallaskraut, um fossa, læki og berjalaut. Hún kann svo mikið, og alit það er svo ógnar skemmtilegt, þykir mér. Eg gleymi mörgu, hún man það allt, og mamma sér, þegar úti er kalt; hún fmnur hlýjustu fótin mín og fárast aldrei um sporin sín. Gróðrarstöðin ™ f micm Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 Jiiiiiiiiiiiiiin H H H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 ^xxirxi iirnxrxx£ 0g þegar svefninn mig sigra fer, þá situr mamma um stund hjá mér og les mér fegurstu ljóðin sín, eg læri kvöldbæna versin mín. í kringum okkur er kyrrt og rótt, með kossi býður hún góða nótt. Og þannig barnið hún svæfir sitt og signir blítt yfir rúmið mitt. Guð blessi þig. Þín dóttir, Hólmfríður. Hversu margir myndu sækja um starf sem auglýst væri á þennan GARÐH EIMAR BLÓMABÚÐ • STEKKJARBAKKA 6 SÍMJ 540 3320 új UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfajarstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir HáhjM Baldur Bóbó | Sverrir Olsen Einarsson wm. M Frederiksen útfararstjóri. JP útfararstjóri. wS Æw útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is hátt: „Kona óskast í nokkra áratugi til þess að þvo þvotta, útbúa heitan mat tvisvar á dag, sjá um fjármál, menntamál, prjónaskap, sauma- skap, uppeldi fjögurra barna og að- stoð við sölu fasteigna?“ Þessa stöðu valdi móðir mín þegar hún gekk að eiga föður minn á gamlárs- dag árið 1952. Á hverjum morgni var gengið til verka með sama áhuganum og dugnaðinum. Alltaf var jafn gaman að setja ýsuna í pottinn á virkum dögum og lamba- kjötið í ofninn á sunnudögum. Allt- af var jafn gaman að fá vinkonurn- ar í morgunkaffi og hlæja dátt og lengi í eldhúskróknum. Alltaf var jafn gaman að fylgjast með því hvernig nýju prjónamynstrin kæmu út. Alltaf var jafn gaman að sauma fatnað upp úr gömlum flík- um. Alltaf var jafn gaman að halda afmælisboð. Alltaf var jafn gaman að spá í bolla fyrir vinkonur og vini barnanna. Félagslífið var á heimil- inu. Þessir svokölluðu fjórir veggir heimilisins voru hennar líf og yndi, Sogavegur 72 var hennar heimur. Þangað flutti hún sem frumbyggi með föður mínum í desember árið 1954. Bandið í þeirra hjónabandi var sterkt. Þau höfðu gaman að því að ferðast bæði innanlands og utan. Síðustu áratugi fóru þau nær ár- lega á uppáhaldsstaðinn sinn, Kan- aríeyjar. Vegabréfið var endurnýj- að hinn 12. mars í fyrra. Ferðin var ekki farin vegna veikinda. En 12. mars síðastliðinn lagði hún af stað, ferðbúin eftir erfið veikindi. Sjúk- dómurinn MND fór að segja til sín fyrir tæpum þremur árum. Allt í einu gat hún ekki lengur talað. Allt í einu gat hún ekki lengur hlegið. Af öllu því sem þessum sjúkdómi fylgdi þótti henni verst að geta ekki tjáð sig almennilega við ástvini sína og barnabörn. En henni tókst að halda reisn sinni og standa á eigin fótum til síðustu stundar. Með hjálp eiginmanns, sem lagði allt í sölurnar fyrir hana og vakti yfir henni dag og nótt tókst að teygja lopann eins og hægt var. Eftir tæp- lega þriggja vikna sjúkrahúsvist langaði hana mest að sjá heimili sitt aftur, komast heim. Það tókst daginn áður en hún dó. Yndisleg eftirmiðdagsstund, sem seint mun gleymast. Ollu því fagfólki sem hún kynntist á ýmsum tímabilum í sjúk- dómsstríði sínu skulu færðar bestu þakkir fyrir þeirra skerf í að gera henni lífið léttara. Sjálf á ég henni mikið að þakka, ekki síst fyrir að vera dóttur minni sem önnur móð- ir. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Ásdís. Mig langar til þess að kveðja ömmu mína í hinsta sinn með sálm- inum sem hún kenndi mér: Astarfaðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Þýð. Stgr. Thorst.) Þú kenndir mér svo margt sem ég mun aldrei gleyma og ég á eftir að sakna þín meir en orð fá lýst. Takk fyrir allt og ég veit að við sjá- umst seinna. Þín nafna, Guðbjörg Sigríður Petersen. Hlátur, blíðlyndi, ákveðni, glæsi- leiki og reisn. Þetta er sú mynd sem ég hef í huga mér af Guðbjörgu Sigríði. Eg þakka henni alla góðvild í minn garð og fjölskyldu minnar í gegnum árin. Guð blessi minningu Guðbjargar Sigríðar. Jónína Kárdal. í Davíðssálmum standa þessar ljóðlínur: Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. Þessi orð úr Davíðssálminum gefa okkur huggun og kraft, en um- fram allt öryggi. Þau taka burt alla óvissu, sem að okkur þyrmir, þegar líf okkar tekur breytingum. Drott- inn stendur staðfastlega við hlið okkar, hvað sem á dynur. Hann er vörður í lífi okkar, bæði í blíðu og stríðu. Það er dýrmætt að fá slíkt fyrirheit, þegar okkur finnst lífið hafa verið svipt allri sinni dýpt og allri sinni gleði. Það er dýrmætt að fá lifandi orð frá Guði, sem elskar okkur, þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum og sorginni. Það er dýrmætara en orð fá lýst að finna að það er tilgangur með lífinu öllu, þegar okkur finnst lífið hafa verið svipt tilgangi sínum við missi góðr- ar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, systur, frænku og vinkonu, sem gaf lífinu það innihald, sem er meira virði en önnur verðmæti lífs- ins. Þegar sorgin sækir okkur heim er gott að geta hafið augu sín til fjallanna og spurt Guð hvaðan okk- ur berst hjálp. Því að um leið og við berum upp þá spurningu finnum við svarið frá Guði. Hjálp okkar kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Við finnum það einmitt aldrei eins sterkt og þegar við stöndum máttvana frammi fyrir andstæðum lífs og dauða, andstæð- um þeim, sem skilja að þær víddir tilverunnar, sem við skiljum og þær, sem við skiljum ekki. Sú vídd tilverunnar, sem við nú stöndum frammi fyrir og skiljum aldrei til hlítar er dauðinn, þessi óafturkall- anlega staðreynd, sem blasir við okkur svo miskunnarlaust, en samt sem áður svo sönn. Líf vinkonu minnar Baukýar eða Guðbjargar Sigríðar eins og hún hét fullu nafni var gott og sérlega fagurt. Hún var einstaklega vel af Guði gerð, hún var falleg og svo glæsileg að eftir var tekið. Hún var mjög vel greind og skemmtileg, orðheppin og frábærlega fljót að svara fyrir sig. Bauký var ákaflega viljasterk, sjálfstæð og andlega sterk. Hún var rólynd og bjartsýn, traust og raungóð og einstaklega góð manneskja. Hún var öguð í framkomu, mjög minnug, reglusöm og hafði gaman af því að fá til sín gesti. Hún vildi ævinlega hafa allt fínt í kringum sig. Hún var allt í senn sönn heimsdama og hefðar- dama sem hafði víðan sjóndeildar- hring. Hún hafði ferðast vítt og breitt um heiminn ásamt eigin- manni sínum og fjölskyldu. Við Bauký höfum þekkst frá unga aldri, því mæður okkar voru vinkonur. Vinskapur okkar hófst þó ekki af þroska og alvöru fyrr en við vorum báðar giftar og búnar að byggja okkur hús í nágrenni hvor annarrar í smáíbúðahverfinu. Við áttum báð- ar börn á líkum aldri og þau léku sér saman eða gættu hvort annars. Við bökuðum oft saman bæði fyrir jól og fyrir önnur hátíðleg tæki- færi. Mér er mjög í fersku minni afmælisdagur hennar Baukýar síð- asta sumar. Þetta var einstaklega fallegur sumardagur. Bauký tók á móti mér af sama hlýleik og alltaf, hún var svo höfðingleg og naut þess að hafa gesti sína hjá sér. Mjög kært samband skapaðist milli hennar og elsta barnabarns hennar Guðbjargar Sigríðar. Hún er horfin okkur hún Bauký og við sjáum hana ekki framar, en um leið er okkur gefið þetta und- ursamlega fyrirheit, um að hún lifi hjá Guði í hans kærleiksríka faðmi og í raun og veru geti ekkert að- skilið hana frá okkur ef við lifum í samfélagi því, sem Jesús Kristur bauð okkur að lifa, - lífi í trú á sig. Megi algóður Guð opna hjörtu Em- ils eiginmanns hennar, Ásdísar, Adólfs, Stefáns, Hólmfríðar, tengdabarna, barnabarna og Guðbjargar Sigríðar fyrir þeim fagnaðarboðskap, sem kemur eins og ljúf hönd inní sorgina og sökn- uðinn. Megi algóður Guð gefa okk- ur kjark og kraft til að hefja augu okkar til fjallanna og sjá að frá Drottni frelsara okkar berst okkur sú hjálp, sem við þurfum á að halda. Því Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Þín vinkona, Sesselja (Sella). Elsku Bauký systir. Eg minnist þess er mér var sagt að á hafi úti stæði klettur settur ótal litbrigðum geislandi af . fegurð hefði að geyma ótal leyndardóma um lífið. Straumþungi hafsins ágangur sjávarbrimsins hvínandi stormar styrktu hann einungis í sessi. Ylur sólarljóssins mjúk hafgolan tregafullt mánaskinið hjúpuðu hann töfrum. Mér var einnig sagt að menn leituðu þar náða á erfiðum stundum jafnt sem á tímum friðar og gleði. Reynsla hans og hlýja veitti mönnum styrk. Glaðværð hans og birta færði mönnum ró. Seigla hans og þróttur gæfi mönnum von. (Höf: Anna María Jónsdóttir.) Elsku Bauký systir, hugur minn segir þannig minnist ég þín. Þín, Ásta. Erfiðri sjúkdómsbaráttu Bauký- ar frænku er lokið. Stórglæsileg og góð kona er gengin á vit Guðs. Nú þegar komið er að kveðjustundu vil ég þakka þér fyrir alla umhyggju og ræktarsemi sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni alla tíð, sér- staklega þegar foreldrar mínir og systkini bjuggu erlendis til margra ára. Þær eru ógleymanlegar stund- irnar í eldhúsinu á Sogaveginum, það var alltaf mikið hlegið og marg- ar uppákomurnar, þú hafðir alveg sérstaklega smitandi hlátur og snerir þér í hálfhring þegar hlátur- inn náði hámarki. Þú varst börnum mínum Vilhelm og Katrínu besta ömmusystir og lést allt eftir þeim þegar á Sogaveginn var komið. Þú sýndir þeim mikla upphefð, talaðir alltaf til þeirra sem þau væru full- orðið fólk þó þau næðu ekki upp að borðröndinni. Þú skildir svo vel hvað það er börnum mikilvægt að taka þeim strax sem fullorðnum. Allar afmælisgjafir frá þér voru líka valdar svo sérstaklega fyrir viðkomandi. Lífsstarf þitt snerist um fjölskylduna þína og vini. Því miður eru breyttir tímar og ílestar húsmæður eru útivinnandi og upp- eldisstarfið hefur færst allt of mikið yfir á skóla, tölvur eða sjónvarpið. Elsku Bauký mín, þú varst aldrei í vafa um hvað var mikilvægast fyr- ir fjölskyldu þína. Þú varst alltaf til staðar og hafðir tíma fyrir alla sem til þín komu. Þú varst mjög falleg kona og hafðir mjög tignarlega framkomu sem tekið var eftir alls staðar þar sem þú komst. Þín verð- ur sárt saknað. Ég var stolt af því að eiga þig sem móðursystur mína. Ég votta Emil, Ásdísi, Adolf, Stef- áni, Hólmfríði og fjölskyldum, mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll og varðveiti. Þín frænka, Ásta Denise og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.