Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 59
MINNINGAR
GUÐFINNA SIGRIÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Guðfínna Sigríð-
ur Jónsdóttir
fæddist á Stokkseyri
17. desember 1920.
Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 4.
mars síðastiiðinn og
fór útför hennar
fram frá Akureyrar-
kirkju 13. mars.
Nú þegar amma
Sigga hefur kvatt
þennan heim er vert
að minnast þess sem
hún veitti okkur
ömmu- og langömmubörnunum og
þeim öðrum sem hana þekktu.
Víst má vera að margir hafl átt
auðveldara lífshlaup
en amma Sigga. Ekki
er þó ætlunin að rekja
raunir hennar hér
enda væri slíkt ekki í
anda hennar. Eitt
helsta einkenni ömmu
var gleði og ánægja
með lífið og ekki man
ég eftir því að hafa
nokkru sinni heyrt
ömmu kvarta þótt án
efa hafi hún oft haft
meira tilefni til þess
en aðrir.
Margir mættu taka
sér ömmu til fyrir-
myndar hvað þetta varðar þar sem
hún var dæmi um það að hamingja
byggist ekki á veraldlegum auði.
Amma Sigga var sterk kona,
bæði andlega og líkamlega, því
ekki einungis lagði hún okkur
bræður í „sjómann" langt fram
undir fermingu, heldur virtist afar
fátt hagga henni.
Æskuminningar okkar tengja
ömmu við fyrrnefndar „sjómanns-
glímur“, ólsen-ólsen, hundasúru-
þúfuna í Löngumýrinni og ýmsar
sögur ömmu og frásagnir.
Minningarnar eru margar og
mismunandi og mun hver sá sem
þekkti ömmu Siggu geyma minn-
ingar um hana í huga sér og varð-
veita þær um ókomin ár. Guð blessi
ömmu Siggu.
Fyrir hönd ömmu- og lang-
ömmubarnanna frá Laufási,
Jón Helgi Pétursson.
OMAR
ELVARSSON
+ Ómar Elvarsson
fæddist 9. janúar
1976. Hann lést 6.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
16. mars.
Kæri Ómar. Maður
trúir því varla enn að
vinur sé fallinn frá, en
maður verður að sætta
sig við hörmulegar
staðreyndir, að ungur
maður eins og þú hafir
kvatt þessa jarðvist
svona hraustur og ung-
ur að aldri eins og þú varst, en það er
greinilegt að það veit enginn sína
ævi fyrr en öll er.
Ég hef verið að rifja upp þá gömlu
góðu stundir sem við eyddum saman
og eru nær endalausar minningar
tengdar skemmtilegum uppákomum
sem þú áttir þátt í að móta. Allar þær
góðu minningar eins og innlendar og
erlendar skemmtireisur, fjallgöngu-
ferðir eða fallhlífastökk sitja alltaf í
minningunni og munu aldrei hverfa
þaðan.
En þar sem maður er gjörsamlega
orðlaus yfir svona fréttum eins og
maður heyrði að kveldi 6. mars þá
kemur maður ekki upp mörgum orð-
um til að kveðja þig vinur, en látum
þetta vera mína hinstu kveðju til þín.
Þinn vinur og frændi,
Elías.
Það' er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd að Ómar sé dáinn. Þessi
lífsglaði, myndarlegi og hávaxni
drengur frá Suðureyri varð að lúta í
lægra haldi fyrir skæðum sjúkdómi
sem á sér engin landamæri. Það er
ótrúlegt þegar ungt og heilbrigt fólk
er tekið burtu frá fjölskyldu sinni og
ástvinum í blóma lífsins. Ómar var
aðeins 24 ára gamall og átti allt lífið
framundan. Skyndilega dregur fyrir
sólu og við öll, sem þekktum Ómar,
fengum þá hörmulegu fregn sl. haust
að Omar hefði greinst með krabba-
mein. Hann barðist fyrir lífi sínu og
brosti í gegnum tárin á hverjum degi
og vildi helst halda áfram lífinu eins
og ekkert hefði í skorist. Ómar var
bjartsýnn og vildi enga vorkunn.
Formáli minn-
ingargreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Hann ræddi við vini
sína um veikindi sín og
hélt áfram að umgang-
ast sinn dygga vinahóp
þartilyfirlauk.
Ég kynntist Ómari
fyrir alvöru fyrir sjö ár-
um þegar við beittum
saman á Suðureyri. Þó
svo 10 ár hafi verið á
milli okkar þá skipti
það engu. Súgfirðingar
eru og standa alltaf
saman, óháð aldri og
kyni. Þetta mottó okk-
ur Súgfirðinga þekkti
Ómar vel og hann var
duglegur að halda sambandi við vini
sína. A fermingaraldri var Ómar
minnstur í sínum árgangi. Fáeinum
árum síðan lengdist drengurinn til
muna og átti fáa sentímetra í tvo
metrana. Hann var hávaxinn og fjall-
myndarlegur og það geislaði af hon-
um í hvívetna. Iþróttir áttu hug hans
allan og hann var góður í körfu og
fótbolta. Hann var fjörugur og gerði
mörg prakkarastrik á unglingsárun-
um með Ella, Ómari og Njalla. Við
vorum lengi saman í góðum vinahópi
á Suðureyri og gerðum margt
skemmtilegt. Fyrir utan allar
skemmtanirnar var farið í fjaUaferð-
ir á sumrin, vélsleðaferðir á veturna
og út á sjó þegar færi gafst eða í fót-
bolta á fögrum sumarkvöldum fyrir
vestan. Það var alltaf eitthvað að
gerast hjá okkur öllum og vina-
tengslin voru órjúfanleg. Stelpumar
fengu allar inngöngu í vinahópinn og
þær kveðja Ómar með miklum sökn-
uði eins og við strákamir gerum all-
ir. Það kemur enginn í staðinn fyrir
Ómar. Það var bara til einn Ómar og
nú er búið að taka hann frá okkur.
En eftir sitja fallegar og skemmti-
legar minningar um þennan góða
dreng sem vildi engum illt. Við
strákarnir og stelpumar komum til
með að minnast Ómars á góðri
kvöldstund og sýnum ótal myndir frá
einstökum ferðum og uppákomum
þar sem Ómar var og lék á als oddi
og gladdist með öllum vinum sínum.
Hann var með stóran faðm og var
duglegur að faðma okkur. Hann var
alltaf stærstur og stóð uppúr hópn-
um. Það mun hann gera áfram og við
hittum hann síðar á lífsleiðinni þegar
okkar tími kemur.
Ég kveð þig, elsku vinur, með
miklum söknuði og það særir mitt
hjarta djúpt að þú skulir ekki lengur
vera hér hjá okkur. Við vorum góðir
vinir og áttum góða tíma. Þannig
ætla ég að minnast þín, sem glaðlegs
drengs, sem var aldrei spar á bros og
faðmlög. Þannig varstu og þannig lif-
ir þú í minningunni. Ég þakka þér
fyrir allar stundimar á liðnum árum
og ég veit að ég skrifa fyrir hönd
allra vina þinna sem voru í þessum
einstaka hópi á Suðureyri og þeir
koma til með að fylgja þér alla leið
eins og sönnum Súgfirðingum sæmir.
Elsku Dóra, Ebbi, Haukur og
Hallgerður, ég votta ykkur innilega
samúð mína og vona að Guð styrid
ykkur öll í.þessari miklu sorg. Ómar
var vel gefinn drengur og þið megið
vera stolt af honum. Elsku Hallgerð-
ur ég vona að þú finnir styrk við frá-
fall bróður þíns, þið voru alltaf sem
eitt og mjög náin systkini. Hann gat
ekki fengið betri ást og alúð en frá
ykkur fjölskyldunni. Blessuð sé
minning hans.
Róbert Schmidt.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN KARLSDÓTTIR,
Hnappvöllum, Öræfum,
andaðist á Skjólgarði, Höfn, laugardaginn
18. mars.
Hún verður jarðsungin frá Hofskirkju laugar-
daginn 25. mars kl. 14.00.
Sigurður Gunnarsson,
Gunnþóra Gunnarsdóttir og börn,
Ásdís Gunnarsdóttir og fjölskylda.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls og út-
farar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VIGDÍSAR PÓRÐARDÓTTUR,
Sjafnargötu 2.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar G-2 á
Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun.
Guðrún Guðmunda Sæmundsdóttir, Þorsteinn Bjarnason,
Ólafur Þórður Sæmundsson, Jónína Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg föðursystir okkar og vinkona,
HELGA THORBERG
kaupkona,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku-
daginn 22. mars kl. 15.00.
Gyða Thorberg,
Kristín Thorberg,
Helga Thorberg,
Aldís Sigurðardóttir.
Við þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför foreldra okkar,
VILHJÁLMS EINARS EINARSSONAR og
JÓRUNNAR INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Laugarbökkum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kumbaravogi fyrir elskulega umönnun.
Gunnlaugur Briem Vilhjálmsson, Ásgerður Jónsdóttir,
Sverrir Vilhjálmsson,
Hulda Vilhjálmsdóttir, Eggert Vigfússon,
Ása Vilhjálmsdóttir,
Margrét Sigríður Pálsdóttir
og aðrir afkomendur.
+
Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæru
eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
VALGERÐAR EYJÓLFSDÓTTUR
sjúkraliða,
Kaplaskjólsvegi 61,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeild-
ar Víðiness fyrir frábæra aðhlynningu.
Jón E. Guðmundsson,
Eyjólfur G. Jónsson, Inga Jóna Sigurðardóttir,
Sigurlaug Jónsdóttir, Helgi Sævar Helgason,
Marta Jónsdóttir, Guðmundur A. Grétarsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför elsku
sonar okkar, bróður og barnabarns,
ÓMARS ELVARSSONAR,
Þverbrekku 4,
Kópavogi.
Elvar Jón Friðbertsson, Steindóra Andreasen,
Haukur Elvarsson,
Hallgerður Jóna Elvarsdóttir,
Berint Andreasen, Halgerð Andreasen
og aðrir ástvinir hins látna.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð í dag, þriðjudaginn 21. mars,
vegna útfarar INGA R. HELGASONAR hrl.
Lagastoð ehf.,
Lágmúla 7,
108 Reykjavík.
Lokað
Vegna jarðarfarar INGA R. HELGASONAR verður Krabbameins-
félagið, Skógarhlíð 8, lokað frá kl. 14.30 í dag, þriðjudaginn
21. mars.
Almenn símaþjónusta vegna minningarkorta er í síma 540 1990.
Krabbameinsfélagið.