Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 65 BRÉF TIL BLAÐSINS Verður fjör í V estur-Landeyjum? Frá Vigfúsi Andréssyni. FIMMTUDAGINN 16. mars sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Enn er fjör í Vestur- Landeyjum" eftir Kristínu Ki-istins- dóttur, til heimilis í Krummahólum 10 í Reykjavík. Þar sem nafn mitt er nefnt í þess- ari grein langar mig til að svara henni, þrátt fyrir að gegnum árin hafi mér þótt flest bullið úr þessum herbúðum ekki svaravert, en svo má brýna deigt járn að bíti. Mig rennir í grun að höfundur, Kristín, hafi fengið húsið Njálsgerði í Vestur-Landeyjum til leigu ásamt sambýlismanni þegar í nauðir rak hjá þeim annars staðar. Hvort leigan hefur verið greidd í peningum hing- að til, skal ósagt látið, e.t.v. má finna staðfestingu þess í hreppsreikning- um V-Landeyja frá þehTÍ tíð. Höfundur, Kristín, telur að ég hafi verið eins konar upplýsingafulltrúi framsóknarmanna í V-Landeyjum þegai’ ég gerði mér það til dægra- styttingar að fá mér sæti á áheyr- endapöllum Héraðsdóms Suðm’- lands þegar réttað var í máli Eggerts Haukdals hinn 8. mars sl. Þó ég telji það vart mér til niðrunar að vera talinn þetta af konu í Breið- holtinu, þá er það nú svo að öllum er frjálst að fá sér sæti og hlýða á mál- flutning í dómssölum landsins, nema annað sé ákveðið af dómnum. Þyki höfundi, Kristínu í Breiðholtinu, það miður og mér til niðrunar að hafa verið þarna er það hennar mál og kannski beinast þessi spjót eingöngu að dómnum að hafa ekki lokað rétt- arhald. Eggert Haukdal heilsaði mér framan við réttarsalinn og gladdist mjög að ég skyldi fylgja sér á svo góðum degi. Eitthvað ber í milli sýn- ist mér. Eg hef ekki lagt það í vana minn að spyrja Eggert Haukdal eða hans fylgdai’Iið um leyfi hvað ég segi eða geri eða við hvern ég tala né hvað ég legg á minnið hvorki í réttar- höldum né annars staðar. Getsakir Fellum þessa laga- breytingatillögu Valdimar Leó Friðriksson Frá Valdimar Leó Fiiðríkssyni: ÁGÆTU SFR-félagar og aðrir til- heyrendur. Senn líður að aðalfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR). Þar mun laganefnd leggja fram nokkrar til- lögur að breyt- ingum. Fyrir ut- an hefðbundnar lagfæringar í nú- tímalegt form er ein tillaga sem stingur í hjartað. Verði hún sam- þykkt mun félag- ið færast aftur tU fortíðar þegar stjórnarmenn gátu setið til eilífðar og lögðu jafnvel mesta vinnu í að hafa sætið sem þægilegast. Lagt er til að eftirfar- andi hluti 9. greinar falli út.: „Engum er heimilt að sitja sam- fellt í stjóm lengur en þrjú kjörtíma- bil. Ekki má sami maður gegna störf- um formanns lengur en þrjú kjör- tímabil samfellt." Hvað myndi þessi breyting þýða. Jú stjórnarmenn og formaður geta setið til eilífðar. Ég er hræddur um að það sljóvgi þá í þeirri baráttu að laga laun okkar lægst launuðu. Hver er ástæðan fyrir því að þessi lagagrein var sett inn í upphafi? Fyr- ir um tíu árum var gerð bylting í fé- laginu. Þaulsetinni stjórn og for- manni (í 22 ár) var steypt. Greinin var síðan sett inn til að varna langri stjórnarsetu. En núna finnst hluta af byltingarforingjunum svo gaman að þeir vilja fá að sitja lengi. Ekki veit ég af hverju þeim er svo skemmt. Kannski það séu bitlingar. Sparaóufugþiisundir Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo . þeir verða sem nýir Jvar@vortex.is Er það tilviljun að varaformaður SFR er jafnframt formaður uppstill- ingarnefndar og formaður laga- nefndar? Að vísu hefur mér borist til eyrna að formaður laganefndar ætli að tala á móti þessum breytingum eftir að hún hefur talað með þeim ... Það er einkennilegt að á sama tíma og margir hafa áhuga á að kom- ast í stjórn, skuli laganefnd koma fram með ofangreinda tillögu. Ég ætla rétt að vona að SFR-félagar sjái sér fært að mæta á aðalfundinn 25. mars og fella þessa lagabreytinga- tillögu. Ágætu SFR-félagar. Tökum þátt í stjórnarkjörinu, mætum síðan á að- alfundinn og „afgreiðum“ tillöguna. Verum vakandi. VALDIMAR LEÓ FRIÐRIKSSON, stuðningsfulltrúi og í framboði til stjórnar SFR. Þvottavélar fyrir vélahluti Tilboð í mars Tákó sf. sími 564 1819 Námskeið til árangurs *Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt m ■ a jk m M"% m Brian Tracy * Naðu arangri og Phoemx eru trábær námskeið ísjálfsrækt og markmiðasetningu sem læra þér lykilinn að þinni eigin velgengi í líli og starii Engin kennsla í sölu- eða samskiptatækni lekur Iram ðrangri heiðarlegrar, manneskju með hátt, heilbrigt sjáltsmat. Næsta námskeið „Náðu árangri" hefst miðvikudaginn 22. mars kl. 18 á Hótel Loftleiðum. Næsta „Phoenix" námskeið hefst laugardaginn 25. mars kl. 14 á Hótel Loftleiðum. d www.markmid4un.is - markmidlun@markmidlun.is S. 896 5407 MARKmidte Uppl. og skráning um mig frá höfundi, Kristínu í Breið- holtinu, um fjölmiðlatengsl mín fyrir hönd annarra eru ekki svaraverð. Mér hefur sýnst gegnum árin að málin í V-Landeyjum hafi auglýst sig sjálf og það rækilega. Það sem stendur í grein höfundar, Kristínar úr Breiðholtinu, um aðra er fyrir neðan allar hellur og sver sig í ætt annarra skrifa úr sömu herbúð- um gegnum árin og hægt hvenær sem er að draga fram í dagsljósið og bera saman og láta dæma um. Eini munurinn er sá að þá fannst skrif- andi fólk, að ætla má, innan hrepps og þurfti ekki á Breiðhyltingi að halda. Kannski fyndust sömu fingra- förin á þeim öllum, hver veit. Ekki getur höfundur, Kristín úr Breiðholtinu, talað skýrt um skyld- menni fimm kærenda og greint frá því með hvaða hætti Eggert Hauk- dal fékk sýslumann og skattstjóra til að bjarga þessu skyldmenni, eða frá hverju. Þá hefði verið fróðlegt hefði það komið fram í greininni, hvernig þessi hundruð þúsunda voru bók- haldsfærð af þáverandi starfsmanni hreppsins sem er sambýliskona Eggerts. I grein höfundar, Kristínar úr Breiðholtinu, kemur undarlega mik- ið fram sem ég hef ekki séð né heyrt nema í réttarsal hinn 8. mars sl. er skyldi nú vera í almannatengslum hennar? Kannski ætti dómurinn að láta liggja frammi gestabók svo kór- rétt væri farið með gestanauð á þeim bænum. Langar yrðu greinarnar, ef skrif- aðar yrðu, um gesti Hæstaréttar í Vatneyrai-málinu. Vafalaust vekur það marga til umhugsunar um mál- efni og skriffmna V-Landeyja, orð höfundar, Kristínai- úr Breiðholtinu, um sálfræðilegai’ afleiðingar eineltis. Það er stundum undarlegt þetta með manngæskuna, farsældina og friðinn. Sínum augum lítur hver á silfrið. VIGFÚS ANDRÉSSON, Berjanesi, Austur-Eyjafjöllum, Hvolsvelli. BIG IS BEAUTIFUL Pýðir stærri stærðir fyrir glæsilegar dömur RCWELLS SÍMI 5 88 44 22 Glœsilegur galla- og jogging- Wf sérverslun FOtOPryðÍ Álfheimum 74 Giœsibœ, stmi 553 2347. Topptiiboð T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Teg. Rhondo Stærðir 21-36 Litir: Græn/blá - Bleik/fjólublá - Bleik/rauð áður 3^95,- Nú 1.995,- PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.