Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Nú er tækifærið...
til að eignast ekta pels
r\ArI iwíoi IIÁr' r\rt Irllilrlriir CaiSaaa
m
|ýl Öðruvísi Ijós og klukkur Slðir leðurfrakkar
'§M'ÍW Handunnir dúkar og rúmteppi
Sófasett og þrjú borð á
aðeins kr. 157.000__________
Viðskiptanetið Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545
Sigurstjama
Vorvörurnar streyma inn
Jakki
kr. 7.900
Verðdæmi:
Jakkar
Pils
Buxur
Bolir
frá kr. 4.900
frá kr. 2.900
frá kr. 1.690
frá kr. 1.500
Kvartbuxur kr. 2.500
Alltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
m SPAfHSiáéUK PÍYKlAViUUa BE tiÁ&PEHNtS
Verðtryggð skuldabréf
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
1. flokkur 2000,
á Verðbréfaþing Islands.
Verðbréfaþing hefur ákveðið að taka skuldabréf Spari-
sjóðs Reykjavíkur og nágrennis, 1. flokk 2000, á skrá
þingsins. Bréfin verða skráð mánudaginn, 27. mars nk.
Skuldabréfin greiðast í einu lagi 1. febrúar 2007, bera
6,00% fasta vexti og eru bundin vísitölu neysluverðs.
Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá Kaupþingi hf.
og Spron. Hjá Kaupþingi hf. er einnig hægt að nálgast
þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni.
KAUPÞING HF
Ármúla 13A, 108 Reykjavík
Sími 515-1500, fax 515-1509
Árið 2000
Ve I d u
^eit i n of a k ú s
mánaðarins
og þú gætir unnið kvöidverð fyrir tvo!
Sendist til:
Morgunblaðsins, merkt "Veitingahús mánaðarins", Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Veitingahús mánaðarins er:
-k
Nafn:
Kennitala:
Sími:
Heimilisfanq:
Umsögn:
Einnig hægt að velja á icelandic-chefs.is Gildir út árið 2000. Skilist fyrir 1. hvers mánaðar.
VÍSA
k REVKJAV
% A.l. IHD
f K
visa.is lcelandic-chefs.is
reykjavik2000.is
Veður og færð á Netinu v11}mbl.is
/KLLTAf= G/TTH\SA£) A/ÝT7
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Morgunblaðið/Kristinn
Á skíðum í Oddskarði.
Opið bréf til
stj órnarmeðlima
Oryrkjabanda-
lagsins
SEM meðlimur í Öryrkja-
bandalaginu, lýsi ég megnri
óánægju.
Eg held því fram að for-
maður og áður varaformað-
ur bandalagsins hafi með
kjafthætti sinum valdið.því
að afkoma mín er verri en
hún þyrfti að vera.
A seinni hluta síðasta
Kjörtímabils lýsti heilbrigð-
isráðherra því yfir að tekju-
tenging vegna tekna maka
yrði afnumin í skrefum og
tók fyrsta skrefið í því máli.
Eg verð að segja að það var
tekjuauki sem okkur hjónin
munaði verulega um.
Sama dag missir þáver-
andi varaformaður stjórn á
sér í fjölmiðlum og for-
dæmir ráðherra með þeim
orðaforða sem honum er
einum lagið.
Ráðherra hefur ekki tek-
ið fleiri skref og lái henni
það hver sem vill.
Mér finnst það ömurlegt
að heyra forsætisráðherra
hella sér yfir málflutning
formannsins og hafa rétt
fyrir sér í þokkabót. Og að
stjórnarmeðlimir leggi
blessun sína yfir kjafthátt
formannsins finnst mér
forkastanlegt. Ég sem hélt
að stjórain stefndi að bætt-
um kjörum okkar öryrkja.
Snorri Hansson
kt. 260944-2749.
Enski boltinn
á skjánum
ÉG var að velta því fyiár
mér hvort það vær löglegt
að Stöð 2 sýndi leiki á laug-
ai-dögum í enska boltanum
á Stöð 2, en á sama tíma er
enginn leikur á Sýn. Sýnar-
áskrifendur hafa kvartað
yfir þessu og vilja að leikur-
inn sé sýndur á sama tíma á
Sýn. Þetta minnir talsvert
á einokun vegna þess, að
þeir sem fylgjast með
enska boltanum neyðast til
að hafa Stöð 2 líka.
Ingi St. A.
Kveikjum kertaljós
KÆRU landar, þið sem
voruð í Kaupmannahöfn á
stríðsárunum 1939-1945. í
dag, 21. mars, eru 55 ár síð-
an 86 skólabörn og 13 full-
orðnir misstu lífið í
sprengjuárás Englendinga
á Shell-húsið. Heil gata var
einnig lögð í rúst. Kveikjum
kertaljós í kvöld í minningu
barnanna og þeirra sem
fórust þennan dag.
Með kærri kveðju.
Sigríður Johnsen.
Bflaspítalinn
í Hafnarfirði
og Fjarðarkaup
ÉG lenti í vandræðum með
bílinn minn og var búinn að
hafa samband við fullt af
verkstæðum, en það var
alls staðar fullt. Mér var
bent á að hafa samband við
Bflaspítalann í Hafnarfirði,
en þeir væru sérfræðingar í
Audi. Ég mætti með bflinn
minn kl. 8 um morguninn
og hann var tilbúinn kl. 11.
Þeir gerðu meira við en
beðið var um. Þegar ég
fékk reikninginn var hann
miklu lægri en ég hafði
ímyndað mér. Mig iangar
að senda þeim mínar bestu
þakkir og ég mun koma til
þeirra aftur.
Einnig langar mig að
senda þakkir til verslunar-
innar Fjarðarkaup í Hafn-
arfirði. Ég bý efst í Breið-
holti en fer allar helgar að
versla þar. Ég verð léttur í
lund þegar ég kem þarna,
því þarna er þægilegt and-
rúmsloft og einstaklega
broshýrt starsfólk og ég fæ
allt sem mig vantar.
Hafliði Helgason.
Forseti vor
og virðing
MÉR finnst í meira lagi
óviðeigandi hvað skemmti-
kraftar hafa leyft sér und-
anfarið. Forseti okkar og
vinkona hans eru skotspón-
ar þessa fólks á mjög óvið-
eigandi hátt. Eigum við að
apa eftir Bandaríkjamönn-
um hvernig þeir hafa rakk-
að niður í svaðið forseta
sína lifandi og dauða? Við
auglýsum okkur sem
menningarþjóð. Þetta er
ekki sæmandi að láta slíka
vansæmd viðgangast. For-
seti okkar er okkur alls
staðar til sóma og þjóðinni
ber að virða hann og emb-
ættið.
Stefanía Pálsdóttir.
Innheimta áskriftar
HOLBERG hafði samband
við Veivakanda og vildi lýsa
yfir óánægju sinni með
nýja rukkunarkerfið hjá
Morgunblaðinu. Það eru
ekki allir með greiðslukort
eða debet-kort. Finnst hon-
um gamla kerfið miklu
betra. Einnig finnst honum
óviðeigandi að segja konur
og menn, þegar við getum
notað orðin karlmenn og
kvenfólk.
Tapað/fundid
LítiII blár
poki týndist
LÍTILL blár poki, merktur
snyrtivöruversluninni
Libra, týndist við Hring-
braut 29 í Hafnarfirði eða
við Jófríðarstaðaveg 10 í
Hafnarfirði laugardag-
skvöldið 11. mars sl. I pok-
anum var gullhringur, Win-
ston sígarettur, kort merkt
Þórunn og fleira. Allt dýr-
mætar gjafir. Skilvís finn-
andi er vinsamlega beðinn
að hafa samband við Þóru í
síma 555-2908 eða 697-
7470. Fundarlaun.
Bfllykill í óskilum
BÍLLYKILL með fjarstýr-
ingu (þjófavörn) fannst fyr-
ir framan veitingastaðinn
Lækjarbrekku nýlega.
Upplýsingar gefur Arnar í
síma 562-9119.
Gleraugu í óskilum
GLERAUGU fundust í Ár-
múla miðvikudaginn 15.
mars sl. Upplýsingar í síma
557-6177.
Dýrahald
Orðsending
til kattaeigenda
ÞEIR kattaeigendur sem
tapað hafa kisum sínum eru
beðnir að hafa samband við
Kattholt. Starfsmenn
Reykjavíkurborgar hafa
fangað ketti í Artúnsholti
og Grafarvogi. Enn eru
margir kettir ósóttir og
vilja þeir komast heim.
Víkveiji skrifar...
ÓTT Víkverji hafi ekki lent í al-
varlegum hremmingum í óveð-
urshryðjunum undanfarnar vikur
var hann feginn að komast í stutt frí
til útlanda, þó ekki væri nema til
Kaupmannahafnar, og vonaðist til
að fá þar forsmekk af vorinu. Því
var nú ekki aldeilis að heilsa. Það
var frekar kalt í ríki Dana og einn
morguninn var snjór á götum borg-
arinnar. Það mun vera fremur sjald-
gæft að snjó festi þar, hvað þá í
margar klukkustundir. Víkverji sá
þá mjög eftir því að hafa skilið eftir
heima þykku vetrarúlpuna, ullar-
húfuna og vettlingana en þetta eru
öryggistæki sem hann skilur helst
ekki við sig allan veturinn.
Tré og annar gróður var farinn að
taka vel við sér í Kaupmannahöfn og
sáust litskrúðug blóm stinga krón-
um sínum upp úr þunnu snjólagi. Og
viti menn, snjóruðningar mynduð-
ust meðfram götunum, þótt ekki sé
hægt að líkja þeim við ruðningana í
Breiðholti síðustu vikur eða skafl-
ana á Norður- og Austurlandi.
xxx
EKKI voru Danir þó að tala um
veðrið þessa daga, eins og ís-
lendinga er siður. Atkvæðagreiðslan
um evruna í haust var ofarlega á
baugi svo og vandamál vegna inn-
flytjenda.
xxx
SEM kunnugt er hefur verið mik-
ill munur á vöruverði á íslandi
og í nágrannalöndunum, ekki síst
matvörum. Af óvísindalegum athug-
unum í búðum og samtölum við
Dani má ráða að heldur hafi dregið
úr þessum mun og er það vel. Vík-
verji keypti sér soðna og reykta
skinku til að taka með heim. Hún
kostaði 500 krónur kílóið á tilboðs-
verði í góðum stórmarkaði sem er
með slátrun á eigin vegum. Það er
áreiðanlega ekki nema brot af verði
góðrar skinku hér á landi. Víkverji
tók eftir því að í sömu verslun kost-
uðu 6 flöskur af Tuborg-bjór tæpar
300 krónur. Rétt er að taka fram að
hér er tilgreint verð á heilli kippu en
ekki einni flösku! Það er svo sem
ekki sanngjarnt að taka þessar
vörutegundir út úr og bera saman
verð á milli landanna því Víkverji
vissi fyrirfram að hann gæti fengið
þær á góðu verði þarna úti. Munur-
inn er líklega mun minni á flestum
öðrum vörum.
XXX
ÝLEGA var tekin í notkun
glæsileg sundhöll í nýrri
íþróttamiðstöð, Vandkulturhuset í
DGI byen á Vesturbrú í Kaup-
mannahöfn. Víkverji brá sér þang-
að. Með í för var Dani sem kemur til
íslands einu sinni eða tvisvar á ári
og fer þá helst á hverjum degi í sund
í Reykjavík. Hann hafði ekki farið í
nýju sundhöllina í Kaupmannahöfn
en hlakkaði mjög til þess að sýna
vinum sínum frá Islandi þessa róm-
uðu aðstöðu. Hann varð hins vegar
fyrir miklum vonbrigðum og hafði á
orði að þangað færi hann aldrei aft-
ur. Húsið er vissulega stórt og
glæsilegt en sundhöllin er illa hönn-
uð. Búningsaðstaða er þröng, of fáar
sturtur og engir rekkar til að geyma
handklæðin. Laugin er hringlaug,
aðeins tvær brautir og erfitt að
komast áfram fyrir hægsyndu fólki
og fólki sem þvælist fyrir. Umferð-
arreglurnar vantar. Mikil og góð
aðstaða er fyrir börnin en sá galli er
á gjöf Njarðar að eini heiti, eða rétt-
ara sagt volgi, potturinn í húsinu er
í miðjum skarkalanum, auk þess
sem aldrei er hægt að komast í hann
vegna stöðugrar hreinsunar. Loks
má geta þess að aðgangur að dýrð-
inni kostaði 400 krónur og er því
hægt að fara tvisvar sinnum í mun
betri sundlaugar í Reykjavík fyrir
eitt skipti á Vesturbrú.
XXX
Keflavíkurflugvöllur
komst á dögunum á blað á
hálfkæringssíðu Anders Lund Mad-
sen í Extra bladet. Völlurinn fékk
eina stjörnu með þeim ummælum að
hægt væri að gera hlutina á einfald-
an hátt: Tvær malbikaðar rákir og
fríhöfn með ullarpeysum. Kastrup
ætti að skoða þetta fyrirbæri og
læra af. Keflavíkurvöllur fékk ekki
eins margar stjörnur og David Lett-
erman eða A1 Gore, en var þó rétt-
um megin í lífinu. Það getur þó verið
að grínistinn hafi haft rangar for-
sendur fyrir umfjöllun sinni, að
minnsta kosti var birt mynd af
gömlu flugstöðinni, þeirri sem löngu
er aflögð.