Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 37
Hvað um Evrópu-
sambandið?
Vikuveísla ð
Kanarí
ÞAÐ virðist velkjast
fyrir íslendingum
hvaða afstöðu þeir eigi
taka til ESB. Þjóðin
hefur lengi notið þess
að búa afskekkt og
sloppið við flestar þær
skelfingar sem yfir álf-
una hafa dunið. ESB á
hinn bóginn er skilget-
ið afkvæmi evrópskra
styrjalda og hefur það
markmið að tryggja
frið með stjórnmála-
samruna, en litið er á
efnahagssamvinnu sem
tæki til þess að færa
löndin saman. Þessi
stefnumörkun er ekki aðeins fram-
andi fyrir Islendinga heldur einnig
ónauðsynleg þar sem sjálfstæði
landsins er tryggt með vamarsamn-
ingi við Bandaríkin. En á móti kem-
ur að ESB býður upp á margvísleg
efnahagsleg tækifæri sem Islending-
um er ekki hleypt að nema þeir taki á
sig pólitískar byrðar bandalagsins.
Hins vegar getur verið að tíminn
vinni með landsmönnum og sam-
bandið lagist að óskum þeirra um
leið og það mun þenjast til austurs.
Hornsteinn ESB
Heimsstyrjaldirnar tvær mótuðu
sérstök tengsl á milli Þýskalands og
Frakklands. Segja má að báðar þjóð-
ir hafi lotið í lægra haldi þar sem
Frakkar voru beygðir áður en bresk-
bandarískur herafli frelsaði þá. Þessi
tvöfaldi ósigur skapaði nýjan sam-
starfsgrundvöll sem varð upphafið
að ESB. Þjóðverjar voru fljótir að
endurreisa efnahagslífið eftir ósigur
nasista en þá fýsti einnig að verða
aftur viðurkennd þjóð í gegnum
Evrópusamvinnu. Frakkar hins veg-
ar sóttust eftir þvi að tryggja
vináttutengsl við Þjóðverja, styrkja
sig efnahagslega og hafa áhrif á
Evrópu. Myntbandalag Evrópu er
einnig afurð þessara fransk-þýsku
tengsla, en Mitterrand Frakklands-
forseti gerði það að kröfu fyrir sam-
einingu Þýskalands að þýska markið
yrði gefið eftir og því breytt í
Evrópugjaldmiðil. Sambandið hefur
frá upphafi haft tilhneigingu til mið-
stýringar að franskri forskrift en
fjárhagur þess hefur verið borinn
uppi af þýskum skattgreiðendum.
Innganga Breta árið 1973 hefur þó
orðið til þess að ýta á móti hinum
fransk-þýska öxli í mörgum málum.
Einangrunarhyggj a
Sem efnahagsbandalag er ESB
mikil framför frá þeim aðstæðum
sem ríktu árið 1950, en ef litið er
lengra aftur er samanburður ekki
með öllu hagstæður. Fyrir árið 1914
var Evrópa einn markaður og eitt
myntsvæði þar sem allir evrópskir
gjaldmiðlar, þar með talin íslenska
krónan, voru með fast verðmæti í
gulli. En í þann tíma var álfan einnig
opin og alþjóðasinnuð og þar gátu öll
lönd heimsins selt vaming sinn án
hindrana. Myntsamstarf þess tíma
snerist um gull og var stjórnað af
Bretum og náði til 89% heimsbúa.
Hið frjálsa skipulag var þó veikt fyr-
ir pólitískum hræringum og var
traðkað niður á vígvöllum ófriðarins
mikla 1914-1918. Sú Evrópa sem vér
höfum nú sameinaða í
ESB hefur á sér yfir-
bragð lokaðs klúbbs
þar sem tregðu og tor-
tryggni gætir gagnvart
viðskiptum við önnur
lönd.
Hvað um ísland?
Island hefur komið
sér í nokkuð góða að-
stöðu gagnvart ESB.
Samningurinn um
EES opnaffi ýmsar
gættir fyrir Islendinga,
s.s. um aðgang að rann-
sóknar- og menntunar-
starfi Evrópu, og jafn-
framt voru tollar lækkaðir en ekki
afnumdir. Reyndar er erfitt að finna
aðra ástæðu fyrir núverandi tollum,
s.s. um innflutning hrossa, en að
ESB vilji hafa eitthvað til þess að
selja íslendingum í aðildarsamning-
um. En nú hafa margir nýir mögu-
leikar opnast með evrópsku mynt-
svæði. Ef evran yrði landsgjaldmiðill
myndu vextir lækka hér innanlands
og varanleg lausn fengist á þrálátum
verðóstöðugleika sem hefur verið
Akkilesarhæll íslendinga. Evran
myndi því bæta lífskjör og auka fjár-
festingar, en hún stendur aðeins
ESB-ríkjum til boða og þar stendur
hnífimnn í kúnni.
Innganga í ESB myndi auka áhrif
íslendinga á Evrópu, þótt áhrifin
hljóti alltaf að takmarkast af smæð
landsins. Aftur á móti er vafasamt
hversu mikinn metnað eða nauðsyn
landsmenn hafa í þeim efnum þar
sem landið liggur milli tveggja
heimsálfa og hefur ekki efni á
Evrópu-einangrunarhyggju að hætti
ESB. Hið versta er þó að bein aðild
mun setja meginland Evrópu í kenn-
arasæti yfir Islendingum og margar
þær lexíur sem þeim verður gert að
læra eru rangar, jafnvel þótt lands-
menn fengju að stunda sinn sjávar-
útveg í friði. í heild tekið er ESB
landsvæði þar sem hagvöxtur er
hægur, atvinnuleysi 10-20% og
skattar og reglugerðir standa í vegi
framfara. Flestir óháðir hagfræðing-
ar telja efnahagsumbætur nauðsyn-
legar, en samt virðast evrópskir
stjórnmálamenn staðráðnir í því að
hafa höft og miðstýringu sem opin-
bera stefnu bandalagsins. Þess
vegna er auðveldara að sjá galla en
gagn af þeim stjórnmálasamruna
sem ESB boðar fyrir íslendinga.
Breytingar?
Eftir fall kommúnismans og átök í
fyrrum Júgóslavíu hefur ESB orðið
fyrir miklum þrýstingi að koma til
móts ríkin sem liggja fyrir austan og
sunnan. Reyndar hafa vonir um aðild
styrkt lýðræði og mannréttindi í
þessum ríkjum, en ef þau eru innlim-
uð verður að slaka á inntökuskilyrð-
um jafnframt því sem stjórnkerfi
ESB þarf gagngera endurskoðun.
Að öðrum kosti væri hægt að skapa
einhvers konar aukaaðild í anda
EES eða fá þau til myntsamvinnu.
Hvaða leið sem er valin er ljóst að
hinni fransk-þýsku skilgreiningu á
sambandinu verður hnikað um leið
og ríkjum fjölgar og efnahagsmál
vega þyngra. Fyrir íslendinga er
þetta bæði til góðs og ills. Líkur auk-
Ásgeir Jónsson
Bylting
¥
Fjölnota byggingaplatan
sem allir hafa beðið eftir!
VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, ioft og gólf.
VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin,
höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi.
VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn.
VIR0C byggingaplatan er platan sem
verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint.
Staðalstærð: t200x3000xt2 mm.
Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm.
Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm
Vlroc utanhússklæðning
PP
&co
Leitlð upplýslnga
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100
Sem stendur, segir Ás-
geir Jónsson, virðist
það því ekki óskynsöm
stefna að bíða.
ast á því að landsmenn geti gengið til
efnahagssamvinnu við ESB án þess
að taka þátt í pólitískum samruna.
Hins vegar ef landsmenn æskja eftir
fullri aðild mun víkkun sambandsins
skammta þeim minni pólitísk áhrif
innan þess.
Að bíða og sjá
Hins vegar er til önnur Evrópu-
sýn. Ef óöryggi eykst í Evrópu, t.d.
vegna ótta við ofríki Rússa gagnvart
fyrri sovétlýðveldum, geta sameigin-
leg vamarmál verið notuð sem nýtt
tæki til þess að færa ESB saman
sem eitt ríki. Með því yrðu pólitískar
forsendur fyrir inngöngu íslands
gerðar enn erfiðari, en vegna land-
fræðilegrar legu hlýtur Island að
reiða sig á Bandaríkin í varnarmál-
um. Sem stendur virðist það því ekki
óskynsöm stefna að bíða og sjá hvort
Evrópa muni ekki opna sig efna-
hagslega án pólitískra skilyrða. Hins
vegar er full aðild nokkuð sem ís-
lendingar ættu ekki að útiloka og
skoða vandlega á hverjum tíma með
köldum ograunsæjum hætti.
Höfundur er hagfræðingur.
9. apríl
frá kr. 29-955
með Heimsferðum
i
Nú getur þú tryggt þér vikuveislu til
Kanarí á hreint frábærum kjörum hinn 9.
aprrl, en þá bjóðum við einstakt tilboð í
sólina til þessa vinsælasta áfangastaðar ís-
lendinga. I aprfl er um 28 stiga hiti á Kanarí, einstakar aðstæður og
þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Þú bókar
núna og tryggir þér sæti og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í
þig og tilkynnum þér á hvaða gististað þú gistir.
Vikuferð
Verð frá kr. 29.955
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flug,
gisting, skattar.
Verð frá kr 39.990
M.v. 2 í stúdíó/íbúð með sköttum,
9. apnl í 1 viku.
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Aðeins 28
sæti í boði
Heilsubótardrykkur
Auktu tífsorkuna!
Þú kaupir einn pakka en
fœrd 4 af þessum frábœra
fœdubótardrykk
medan birgdir endast
Nýtt kortatímabil
Á ÓTRÚLEGU
TILBOÐSVERÐI í
VERSLUNUM LYFJU
fyrireinn
Kauptu
einn en
fáðu 4
a>ns.
Rannsóknir hafa sýnt
fram á mjög
áhugaverðar
niðurstöður fyrir
notendur
fæðubótarefnisins
PROLOGIC
Einstök samsetning
prótína, vítamína og
steinefna.
Það er vit í PROLOGIC
LYFJA
Lyfá lágmarksverði!
Lágmúla, Reykjavik - Hamraborg, Kópavogi
Setbergi - Hafnarfirði