Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 13
FRÉTTIR
Leiðtogi mannréttindasamtaka á Indlandi á prestastefnu
Biskup með ákall
fyrir indversk börn
SERA Martin, leiðtogi mannrétt-
indasamtakanna Soeial Action
Movement á Indlandi, er væntan-
legur hingað til lands í lok júní og
mun þá ávarpa árlega presta-
stefnu. Einnig verður hann meðal
nokkurra erlendra gesta á kristni-
tökuhátíð á Þingvöllum. Biskup
íslands hefur hvatt til þess að ís-
lendingar leggi fram skerf til að
leysa úr ánauð börn í Indlandi og
hafa áðurnefnd mannréttindasam-
tök unnið mikið á því sviði.
Hjálparstarf kirkjunnar hefur
um árabil stutt starf Social Action
Movement (SAM) og kostað börn
til náms með tilstyrk íslenskra
fósturforeldra. Jónas Þórisson,
framkvæmdastjóri Hjálparstarfs
kirkjunnar, segir að SAM hafi
einnig unnið mikið að mannrétt-
indamálum lægst settu stéttanna í
Indlandi, einkum svonefndra
dalíta, og segir hann að í hind-
úisma séu stéttir flokkaðar mjög
stíft og þær lægst settu njóti lít-
illa réttinda.
Karl Sigurbjörnsson, biskup
íslands, hefur hvatt til þess að
Islendingar leggi fram skerf til
að leysa börn úr ánauð en meðal
dalíta láta foreldrar þau mörg
hver vinna fyrir skuldum heimil-
anna. Mætti gera þetta til að
minnast með þakklæti þess sem
íslendingar njóta.
Skólaganga útilokuð
vegna þrælavinnu
Jónas Þórisson segir skóla-
göngu því útilokaða og þannig
lendi börnin í vítahring sem
þeim sé nánast útilokað að
brjótast út úr nema með aðstoð.
Fjölskyldurnar séu bundnar af
þrælavinnu og börnin líka því
allir verði að taka þátt í að afla
heimilinu tekna. Jónas segir
sem dæmi að með fimm þúsund
króna framlagi sé unnt að leysa
hluta skuldaánauðar margra
fjölskyldna, losa börnin undan
vinnuþrælkun og þar með koma
þeim í skóla. Hann segir að séra
Martin og SAM geri sér sér-
stakt far um að leysa málin til
frambúðar og að hver fjölskylda
taki einnig á sig ábyrgð og á
þann veg reynt að tryggja að
þær komist út úr umræddum
vítahring. Er einnig lögð
áhersla á að fjölskyldurnar taki
þannig upp baráttu fyrir mann-
réttindum sínum. Jónas segir
miklar undirtektir þegar hafa
orðið við hvatningu biskups.
Leiðangursmenn voru fluttir á jeppum upp á jökul en þeir munu ganga frá Kverkfjöllum suður yfir jökulinn.
Stefna á Grímsvötn í dag
ÁTTA manna alþjóðlegur hópur, sem hyggst ganga á
skíðum yfír Vatnajökul frá Kverkfjöllum til Hvanna-
dalshnjúks, stefnir á að komast inn í Grímsvötn í dag,
þriðjudag. Fallegt veður var í gærkvöldi er þeir höfðu
samband við tengiliði sína í Reykjavík en talsvert frost.
Iiópurinn samanstendur af fslendingum, Banda-
ríkjamönnum og Taívanbúa, en tilgangur ferðarinnar
er m.a. að búa til sjónvarpsefni sem dreift verður í
Bandaríkjunum og á Islandi. Allir leiðangursmenn eru
við góða heilsu og bera sig vel.
Rukkaður
fyrir símtal
í 0 sekúndur
EINN viðskiptavinur Landssímans,
sem notað hefur GSM-símaþjónustu
erlendis, fékk nýlega símareikning
þar sem hann er m.a. rukkaður fyr-
ir símtöl sem stóðu í 0,00 sekúndur
samkvæmt sundurliðun símareikn-
ings en hringt var frá Danmörku og
Noregi. Fyrir símtal sem stóð yfir í
0 sekúndur var hann rukkaður um
tæpar 3 krónur og fyrir símtöl sem
stóðu yfir í 3 sekúndur voru rukk-
aðar tæpar 22 krónur. Alls voru
þetta 10 símtöl.
Viðkomandi viðskiptavinur var
jafnframt ósáttur við að þurfa að
greiða fullt gjald fyrir gagnasend-
ingu í gegnum GSM-síma þegar
sambandið slitnar ítrekað. Þetta er
ekki í fyrsta skipti sem þessi við-
skiptavinur lendir í slíku máli því
síðastliðið haust fékk hann reikning
sem hann taldi að væri óheyrilega
hár. Við nánari athugun kom í ljós
að villur voru í reikningnum og
fékkst þá hluti af upphæðinni nið-
urfelldur.
Ólafur Stephensen, talsmaður
Landssímans, segir að ævinlega
geti komið upp einhverjar villur við
tilfærslu á milli reikningakerfa er-
lendu símafélaganna og Landssím-
ans, vegna GSM-símtala á milli
landa.
„Það er nú bara farið yfir það í
hveiju tilfelli. Þegar síðan þykir
sýnt að þetta séu tæknilegar villur
fá menn niðurfellingu. En það koma
gjarnan einn til tveir svona reikn-
ingar á mánuði þar sem eitthvað
hefur brugðist í gjaldheimtunni."
Hann segir Landssímann vera
með sjálfvirkt leiðréttingakerfi sem
virki að því leytinu til að finna
reikninga sem eru óeðlilega háir en
það sé erfitt að fylgjast með öllum
þeim fjölda af lágum upphæðum
sem færðar eru inn á símareikn-
inga.
Varðandi innheimtu fyrir símtöl
eða gagnaflutninga þegar samband-
ið slitnar, segir Ólafur að erfitt sé
að segja til um það hvort að símtal
hafi verið stutt eða hvort það hafi
slitnað. „Menn geta verið á ferðinni
þar sem er einfaldlega bara vont
samband, inni á milli húsa eða á
jaðri sendisvæðisins og þá getur
alltaf slitnað.“
Atkvæðagreiðsla um samning
Flðabandalags og SA
Um 15 þúsund kjör-
seðlar sendir út
FÉLAGSMENN aðildarfélaga
Flóabandalagsins fá senda kjör-
seðla í pósti í dag eða næstu daga
vegna atkvæðagreiðslu um nýgerð-
an kjarasamning Flóabandalagsins
og SA. Alls munu sendir út ríflega
15.000 kjörseðlar til félagsmanna á
höfuðborgarsvæðinu og á Suður-
nesjum.
Halldór Björnsson, formaður
Eflingar, segir að heilmikið verk
sé að standa að svo umfangsmikilli
atkvæðagreiðslu. „Þetta er gríðar-
legt magn seðla og svo hefur mikil
vinna verið lögð i gögnin sem
fylgja þeim,“ sagði Halldór og
kvaðst mjög bjartsýnn á að samn-
ingurinn yrði staðfestur í atkvæða-
greiðslunni. „Nú sér fólk samning-
inn og getur kynnt sér hann til
hlítar," sagði Halldór.
Síðasti kjördagur er 31. mars
nk. og er gert ráð fyrir að talið
verði 1. apríl nk.
Eldur í báti á Ólafsvík
ELDUR kviknaði í bátnum Guð-
rúnu HF-172 á Ólafsvík út frá raf-
magnslögnum í vélaiTÚmi um
klukkan hálfellefu í gærkvöld.
Báturinn sem er trilla úr plasti
var bundinn við bryggju þegar
eldurinn kom upp. Menn sem
staddir voru á bryggjunni slökktu
eldinn með handslökkvitæki mjög
fljótt eftir að hann kviknaði. Smá-
vægilegar skemmdir urðu á bátn-
um.
Viðræður um kaup
ríkisins á Orkubúi
Vestfjarða að hefjast
VIÐRÆÐUR hefjast fljótlega milli
stjórnvalda og sveitarfélaganna á
Vestfjörðum um hugsanleg kaup
Rafmagnsveitu ríkisins á hlut sveit-
arfélaganna í Orkubúi Vestfjarða.
Bókfært eigið fé Orkubúsins er
rúmir fjórir milljarðar, en í skýrslu
sem Kaupþing hefur gert er komist
að þeirri niðurstöðu að raunverð sé
heldur lægra.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði að umræða um hugsan-
leg kaup ríkisins á hlut sveitarfélag-
anna í Orkubúi Vestfjarða væri
tilkomin vegna erfiðrar fjárhags-
stöðu sveitarfélaganna á Vestfjörð-
um. Sveitarfélögin ættu flest við
mjög alvarlegan vanda að stríða.
Staða Vesturbyggðar væri mjög al-
varleg og ísafjörður og Bolungar-
vík stæðu einnig frammi fyrir mikl-
um fjárhagsvanda.
140 félagslegrar íbúðir
í eigu sveitarfélaganna
Páll sagði að ástæður þessa
vanda væru ýmsar. Fólki hefði
fækkað á Vestfjörðum. Mörg sveit-
arfélög hefðu orðið fyrir áföllum í
atvinnumálum sem hefðu leitt til
þess að skuldir hefðu fallið á sveit-
arsjóðina. Þá ætti félagslega hús-
næðiskerfið mikinn þátt í því hvern-
ig komið væri fjárhag sveitarfé-
laganna. Sveitarfélögin á Vest-
fjörðum hefðu orðið að innleysa 140
íbúðir á reiknuðu verði í samræmi
við lagaskyldu. Útistandandi skuld-
ir sveitarfélaganna vegna þessa
væru um 1,8 milljarðar króna. Tek-
ist hefði að breyta nokkrum þessara
íbúða í leiguíbúðir, en nú stæðu um
70 íbúðir í eigu sveitarfélaganna á
Vestfjörðum auðar.
Páll sagði að vandi sveitarfélag-
anna vegna félagslegs húsnæðis
væri til sérstakrar skoðunar í félags-
málaráðuneytinu, en það væri þó
Ijóst að ef ríkið keypti hlut sveitarfé-
laganna í Orkubúi Vestfjarða myndu
möguleikar þeirra til að standa í
skilum á lánum sem hvíldu á félags-
legu íbúðunum batna verulega.
Hann sagði að í sumum sveitarfélög-
um væru lán sem hvíldu á íbúðunum
í vanskilum. Það ætti þó ekki við um
Bolungarvík þar sem öll lán væru í
skilum þrátt fyrir að sveitarfélagið
ætti margar félagslegar íbúðir.
Sveitarfélögin eiga 60% í Orku-
búinu og bókfært verðmæti fyrir-
tækisins er rúmir fjórir milljarðar.
Páll sagði að Kaupþing hefði metið
verðmæti þess heldur lægra en
bókfært verð. í skýrslu Kaupþings
er bent á að hugsanlega þyrfti að
taka tillit til íbúaþróunar við verð-
mætamatið. Jafnframt er bent á að
verðskrá Orkubúsins sé 10-12%
lægri en verðskrá RARIK. Auk
þess er uppbygging verðskrárinnar
ekki sú sama og hjá RARIK.
Páll sagði að RARIK hefði tak-
markað svigrúm til að kaupa Orku-
bú Vestfjarða, en ekki væri útilokað
að ríkissjóður kæmi með einhverj-
um hætti inn í málið ef af kaupun-
um yrði.
Samstaða um að selja
hlut Vesturbyggða
Páll sagði að það lægi fyrir að
samstaða væri innan bæjarstjórn-
ar Vesturbyggðar um að selja hlut
sveitarfélagsins í Vesturbyggð, en
menn væru hins vegar ekki ein-
róma í afstöðu sinni í öðrum sveit-
arfélögum. Hann sagðist telja að
ekki væri útilokað að fara þá leið
að Vesturbyggð seldi, en önnur
sveitarfélög ekki. Hann sagði að ef
Vesturbyggð seldi sinn hlut yrði
hlutur ríkisins í Orkubúinu 48,8%.
Sveitarfélögin færu því áfram með
meirihluta.
Páll sagði að bréfaskipti hefðu átt
sér stað milli stjórnvalda og Vest-
firðinga um þessi mál, en nú væri
beðið eftir að Vestfirðingar til-
nefndu menn í viðræðunefnd. Að
því búnu myndu formlegar viðræð-
ur um kaup ríkisins á Orkubúinu
hefjast.