Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 55
+ Sveinn Guð-
mundsson var
fæddur í Reykjavík
25. september 1933.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Eir 2.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Dag-
finnsson, sjómaður, f.
í Reykjavík 11. júní
1893, d. 6. nóvember
1977 og Jóna Ólafía
Jónsdóttir, húsfrú, f.
í Reykjavík 7. októ-
ber 1891, d. 10. júlí
1977.
Eftirlifandi eiginkona Sveins er
Ólafía Nongkran Guðmundsson.
Sonur hennar og sonarsonur búa í
Thailandi ásamt foreldrum henn-
Hann Svenni besti frændi er far-
inn. Ég sakna hans, hann hefur allt-
af verið hluti af mínu lífi, ég hef upp-
lifað margt skemmtilegt með
honum, stundum fyndið og stundum
erfitt. Svenni var einn af þessu fólki
sem maður finnur í hjartanu að eru
forréttindi að kynnast og umgang-
ast.
Mamma hlær að því enn þá þegar
ég pissaði niður bakið á Svenna sem
smábarn.
Ég vildi alltaf vera á háhesti hjá
honum því ég er dauðans lofthrædd
og þótti hann örugglega vera pass-
lega hár. Þessi brandari hjá mömmu
fannst mér alltaf fara í taugarnar á
honum og bunan hefur áreiðanlega
ekki verið það sem þessum snyrti-
pinna fannst helst vanta við jakka-
fötin, en ég man að hann hafði mig
oft á háhesti eftir sem áður.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
vissi að þarna fór maður sem átti
alla mína ást og virðingu, maður
sem ég gæti alltaf stólað á. Maður
sem lifði lífinu af fullum krafti og lét
finna fyrir sér. Ekki það að hann
hafi verið gallalaus. Til dæmis voru
oft heilmikil læti í honum, hann fór
hratt og talaði svakalega hátt. Hann
átti það líka til í seinni tíð að sofna í
stól þegar ég vildi spjalla. Svo var
hann alltaf að koma í heimsókn og
stoppaði lengi við. Ég var ánægð
með það og kvartaði við mömmu ef
hann kom ekki. En þegar ég varð
eldri pirraði það mig samt stöku
sinnum hvað hann kom oft. Sérstak-
lega gat það verið ergilegt rétt eftir
að ég byrjaði að búa.
Þegar hann svo versnaði til heils-
unnar og heimsóknum hans fækkaði
saknaði ég þeirra mikið.
Svenni var besti frændi minn sem
bjargaði mér þegar ég eyðilagði
nýjan stofuskáp í partíi heima hjá
vinkonu minni á unglingsárunum.
Vinur minn stóð fyrir framan skáp-
inn og var að stríða mér eitthvað og
ég ýtti við honum þannig að hann
hrundi af öllum sínum þunga á
skápinn og braut eina hurðina.
Eg bar mig vel í partíinu og
kenndi öllum öðrum um, en flúði af
vettvangi og hljóp heim eins fljótt
og ég gat. Ég var ekki fyrr komin
inn en ég fór að hágráta. Svenni og
fleiri gestir sátu heima í eldhúsi með
mömmu og pabba og þau voru öll
sammála um að mér væri nær að
vera ekki alltaf með þessi læti.
Nema Svenni, hann bjargaði mér.
Hann sótti skáphurðina, fór með
hana í vinnuna og fékk vin sinn þar
til að smíða nýja og lita hana í ná-
kvæmlega réttum lit. Ég veit að
hann fékk bágt fyrir. En ég gat aft-
ur borið mig vel og mátti áfram
koma í heimsókn til Bríetar vin-
konu.
Það var líka Svenni sem sá til
þess að ég kann yfirleitt að fara með
hluti eins og gólftuskur og hreinsi-
efni, að ég fékkst til að fara í sunnu-
dagaskólann og það var Svenni sem
fór með mig alla leið úr Árbænum út
á Seltjarnarnes bara til að kaupa
gospillu á hverjum sunnudegi öll
þau ár sem gospillur voru seldar í
sjoppum.
Éftir að ég fullorðnaðist hafði ég
oft áhyggjur af því að Svenni væri
einn.
ar og systkinum en
systir hennar Sús-
anna, býr á Islandi
og á hún tvo syni.
Systur Sveins: Sal-
vör Guðmundsdótt-
ir, f. 1918 í Reykja-
vík. Hennar maki
var Jón Jónsson, d. í
Reykjavík 1982.
Þeirra börn eru fjög-
ur. Þóra Guðmun-
dsdóttir, f. 1921, d.
1923. Halldóra Guð-
mundsdóttir, f. 1928.
Hennar maki er
Borgþór Jónsson, f.
1928. Þeirra börn eru fjögur.
Utför Sveins fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Ég vissi að hann átti fullt af vin-
um og mýgrút af kunningjum auk
fjölskyldunnar en farmst að hann
yrði að eiga konu. Ég varð alltaf
mjög spennt ef hann heimsótti ein-
hverja vinkonu eða talaði um konur
sem ég þekkti ekki. Ég vonaðist til
að hann gæti fengið allt það sem
okkur flestum þykir svo sjálfsagt.
En bæði var það nú að hann var
vandlátur og eins að ekki hvaða
kona sem er gat litið fram hjá þeirri
staðreynd að hann var ekki hár í
loftinu. Þær sáu ekki greyin að hann
var stórmenni með enn stærra
hjarta sem ef til vill olli því að allt of
lengi var hann einn.
Einhvern tíma þegar ég var að
ónáða hann með þessu sagði hann
mér að eitt sinn hefði komið til sín
maður sem vildi að hann kvæntist
dóttur sinni sem var líka lítil. Hann
sagði mér með púkabros í augunum
að hann hefði snúið uppá sig og
sagst ekkert ætla að eiga einhverja
konu bara vegna þess að hún væri
smávaxin. Hann beið þangað til
hann fann Mem og hún var trúlega
það besta sem kom fyrir Svenna.
Mem mín, ég er stolt af því að
þekkja þig og vona að þú vitir
hversu mikils við í fjölskyldunni
metum þig fyrir það hversu vel þú
reyndist honum Svenna og hvað það
var gott að sjá hve mikið þú gladdir
hann með því einu að vera til.
Svenni minn, eins og allir krakk-
arnir í fjölskyldunni gat ég ekki
beðið eftir því að verða jafn stór og
þú og ekki var gleðin minni yfir að
vera komin í sömu skóstærð og þú.
En ég veit það núna, elsku besti
frændi, að ég á langt í land með að
passa í skóna þína.
Dóra Isleifsdóttir.
Mínar æskuminningar um
Svenna, besta frænda eins og hann
kallaði sig, eru minningar um mann
sem lifði lífinu til fulls þrátt fyrir
sínar líkamlegu takmarkanir. Éfa-
laust hefur Svenni átt sínar erfiðu
stundir en lét ekki mikið á því bera.
Hann átti marga góða vini, var á
fullu í KFUM, í fótbolta með strák-
unum, þjótandi um á hjóli í og úr
vinnu, hljóp yfirleitt, gekk sjaldan.
Svenni var einna fyrstur úr fjöl-
skyldunni til að ferðast til útlanda,
fór meðal annars til Rómar „að hitta
páfann", kom heim með borð sem
spilaði lag og fleiri gersemar. Þetta
þótti okkur frændsystkinunum á
Týsgötunni mjög spennandi.
Ekki minnist ég þess að okkur
krökkunum hafi nokkurn tíma fund-
ist Svenni eitthvað öðruvísi en aðrir
en öllum þótti okkur mikið til þess
koma að verða jafnstór og hann.
Svenni tók aldrei nærri sér þó börn
töluðu af hreinskilni um stærð hans.
Honum þótti vænt um börn og sótt-
ist eftir að vera með þeim.
Þegar ég síðan fullorðnaðist og
eignaðist mína eigin fjölskyldu var
Svenni tíður gestur og tók mikinn
þátt í okkar lífi. Hann var góður vin-
ur stelpnanna okkar og naut þess að
fylgjast með þeim vaxa úr grasi.
Svenna og ísleifi varð ágætlega vel
til vina. Þeir fóru oft saman að veiða
og ósjaldan var rökrætt við eldhús-
borðið og ekki endilega hávaðalaust.
Síðustu árin voru Svenna erfið og
var sárt að fylgjast með því. Mem
(Ólafía) gerði þó allt sem hún gat til
þess að gera honum lífið bærilegra
og þökkum við henni það. Ég og
fjölskylda mín þökkum Svenna sam-
fylgdina og munum geyma hann í
minningunni.
Hvíl í friði, besti frændi.
Arndís.
Jæja, Svenni minn, jarðvistinni er
lokið og framhaldið tekið við, hvert
svo sem það nú er. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum þó
segja megi að það sé fremur fátæk-
legt.
Mig langar að hverfa aftur til
gamla tímans þegar við vorum að al-
ast upp á Týsgötunni. Þú varst tölu-
vert eldri en ég en samt eitthvað svo
nálægur í tímanum. Það var alltaf
stutt í galsann og þú með þína léttu
lund og mikla lífskraft settir sterka
liti á hversdaginn á Týsgötunni. Það
fór aldrei á milli mála þegar þú
varst á ferðinni. Þrátt fyrir þann
kross sem þú barst, að vera áber-
andi líkamlega fatlaður, þá heyrðist
þú aldrei kvarta og einhvernveginn
tók maður ekkert eftir fötluninni
nema að þér væri veist hennar
vegna og gat þá verið stutt í reiðina
fyrir þína hönd. Það pirraði mig
mest þegar fólk hélt að samhliða
líkamlegu fötluninni væri einhver
andleg vanhæfni, það var óþolandi.
Þetta allt gerði það að verkum að þú
gafst mér mikið, bara með því að
vera þú sjálfur.
Þú tókst á þig ákveðnar skyldur
gagnvart okkur þessum yngri, þetta
var jú meira og minna eins og einn
systkinahópur, þrátt fyrir að við
værum í raun þrjár fjölskyldur, þú
og foreldrar þínir, afi minn og amma
og síðan systur þínar tvær, hvor
með sinn maka og börn. Gagnvart
okkur systrabörnum þínum varstu
meira eins og eldri bróðir. Þú sást
um að kynna okkur fyrir KFUM og
KFUK og vai-st fremstur í flokki í
kirkjuferðum í Fríkirkjuna á að-
fangadag. Síðar kom svo Skógurinn
þar sem þú varst gjarnan hrókur
alls fagnaðar, fullur af lífskrafti og
orku. Margir urðu hissa þegar þú
plataðir þá í fótbolta eða malaðir þá
í borðtennis og enginn blés morgun-
lúðurinn eins og þú, það voru góðir
tímar. Ég minnisst líka samkoma á
Amtmannsstígnum og sérstaklega
er mér minnisstæð einlægnin sem
hljómaði frá þér í söngnum sem þú
hafðir svo mikla ánægju af. Eins
varstu óragur við að taka þátt í leik-
þáttum og ýmsu glensi sem tekið
var upp á í KFUM. Einu sinni fórstu
meira að segja með mig inn til séra
Friðriks og kynntir mig fyrir hon-
um. Einnig var það þitt verk að sjá
um að allir fengju áritaða Biblíu á
fermingardaginn.
Þegar fram liðu stundir breyttust
áherslurnar, þú eignaðist bfl og
ferðaðist töluvert og oft fórstu einn í
ferðalög og þá gjarnan með veiði-
stöng í farteskinu.
Lengst af starfaðir þú hjá sama
vinnuveitanda og oft komstu í morg-
unkaffi til mín á leiðinni í bankann
eða Tollinn, var þá ýmislegt spjall-
að. Aldrei heyrði ég þig kvarta yfir
hlutskipti þínu og mér verður gjarn-
an hugsað til þín þegar ég heyri fólk
kvarta yfir einhverju lítilvægi sem
því finnst erfitt í lífinu. Líkamlega
tók þér að hraka fremur hratt eftir
að þér var gert að ljúka störfum eft-
ir breytingar hjá fyrirtækinu og
breytti þá litlu tæpra 40 ára trú-
mennska í starfi.
Þú varst mjög barnelskur og
börnin hændust mjög að þér. Þér
varð ekki barna auðið sjálfum, en
giftist konu sem reyndist þér betri
en enginn eins og sagt er og votta ég
og fjölskylda mín Mem okkar inni-
legustu samúð á þessum erfiða tíma.
Minningarnar eru margar þegar
litið er yfir farinn veg, fjölskyldu-
boð, spilakvöld, fermingar, afmæli,
ferðalög og bara venjulegar heim-
sóknir, Týsgatan, Hraunbærinn,
Óðinsvé og fleira og fleira.
Ég veit að þegar ég set punktinn
aftan við þessa fátæklegu kveðju þá
verður samt margt ósagt sem mun
koma upp í hugann þegar frá líður.
Það verður svo að vera. Eftir stend-
ur að það eru verðmæti sem ekki
verða frá mér tekin að hafa fengið
að vera samvistum við þig í jarð-
lífinu, alast upp með þér og eiga þig
að.
Ég trúi því að hjá almættinu sé
skipað til borðs eftir því hvernig
menn hafa hagað lífi sínu og því hef-
ur beðið þín sæti við háborðið á
þeim bæ, þegar þú varst þangað
kallaður.
Vertu blessaður, Svenni minn.
Megi Guð ávallt geyma þig.
Guðmundur Borgþórsson.
Örfá orð til minningar um góðan
vin og félaga til margra ára, Svein
Guðmundsson. Þessi minningarbrot
tengjast starfi og leik innan KFUM
ogK.
Eg kynntist Sveini, eða Svenna,
eins og hann var alltaf kallaður í
vinahópi sem ungur maður í
KFUM. Sveinn var frábrugðinn
öðrum að því leyti, að hann hafði
ekki náð fullum vexti, en það kom
hvorki fram í vinahópi né í félags-
starfi að hann liði fyrir það. Ég tel
að það hafi verið mikil gæfa fyrir
hann að hafa kynnst KFUM og að
hafa tekið þátt í starfinu þar til
margra ára.
Þar var Sveinn ötull starfsmaður
og félagi. Hann var trúfastur og fús
til þeirra verka sem hann treysti sér
til að vinna, hvort sem var í drengja-
starfi, útgáfustarfsemi eða öðru sem
til féll.
Ótaldar ferðir voru farnar í
vinnuflokka í Vatnaskóg og Vindás-
hlíð og alltaf tók hann þátt í hverju
því verki sem til féll.
Sveinn var mjög glaðlegur og gat
verið hrókur alls fagnaðar.
Hann naut sín vel í knattspyrnu
og var oft aðdáunarvert að sjá hve
leikinn hann var með boltann.
Það var mikið átak hjá Sveini
þegar hann dreif sig að taka bflpróf,
en það gaf honum mikið og naut
hann þess að ferðast sjálfur á eigin
vegum. Hann gat átt það til að
skreppa norður til Akureyrar,
dagstund eða helgi, til að hitta
kunningja, enda á eigin bfl og öllum
óháður.
Til margra ára var farið í sumar-
ferðir í áætlunarbifreið sem Skógar-
menn KFUM áttu og var Sveinn þar
með í flestum ferðum. Margar voru
eftirminnilegar og er ein þeirra sér-
staklega minnisstæð, þegar farið
var vestur að Hvallátrum í Rauða-
sandshreppi. Þetta var, að talið var,
í fyrsta skipti sem svo stór bifreið
ók út á Bjargtanga. Ákveðið var að
ganga út á bjarg undir góðri leið-
sögn heimamanns. Þetta reyndist
ofraun manni sem ekki hafði fullan
þrótt í fótum og varð niðurstaðan sú
að nokkrir ferðafélagar urðu að
bera Svein frá Geldingsskorardal út
að vita.
Lítill félagsskapur varð til meðal
nokkurra KFUM félaga utan um
skíðaskála á Hellisheiði, sem nefnd-
ist Éljagangsskálinn. Sveinn varð
félagi þar og féll hann vel inn í þann
hóp, þrátt fyrir að skíðaiðkun hans
væri ekki mikil. Sérstaklega eru
minnisstæðar árshátíðir þar sem
hann lék á als oddi og var með leik-
atriði.
Við, þessir gömlu skíðafélagar,
héldum upp á 50 ára afmæli hópsins
haustið 1998 og var það okkur mikil
ánægja að Sveinn sá sér fært að
mæta, þrátt fyrir að hann væri í
hjólastól og augljóst var að hann var
farinn að missa þrek, en hann var þá
orðinn vistmaður á Reykjalundi.
Við minnumst Sveins með þakk-
læti fyrir allar samverustundirnar í
gegnum árin og munum geyma þær
minningar í hjarta okkar.
Ég vil, f.h. okkar skíðafélaga,
votta eiginkonu Sveins, systrum og
öllum nákomnum ættingjum okkar
dýpstu samúð og biðja þeim bless-
unar Guðs.
Narfi.
Andlát Sveins Guðmundssonar
kom okkur ekki á óvart sem höfum
vitað af heilsubilun hans síðustu ár-
in. Þakklátur er ég fyrir að hafa hitt
Svein í Vatnaskógi í karlaflokki síð-
astliðið haust. Vinur Svenna, Albert
Bergsteinsson, gerði honum kleift
að skreppa þangað dagstund.
Svenni gat þá ekki tjáð sig í orðum
SVEINN
GUÐMUNDSSON
en augljóst var af ljómandi andlitinu
og björtu brosinu að það var honum
afar dýrmætt að hafa fengið tæki-
færi til að sjá Skóginn einu sinni
enn. Þaðan átti hann margar, góðar
minningar, allt frá æskudögum.
Ófá-ar voru ferðir hans þangað og
oftar en ekki var hann þá sjálfur ak-
andi og aðrir fengu að fljóta með
honum. Vatnaskógur var Svenna
kær og meðan kraftar leyfðu, lét
hann sér annt um starfið þar,
stjórnun þess og uppbyggingu.
Sveinn Guðmundsson var sannur
KFUM-maður og tók mikinn, virk-
an þátt í starfi félagsins meðan að-
stæð-ur hans leyfðu. Við störfuðum
saman í samstarfsnefnd UD KFUM
og vorum ásamt Steinari Þórðar-
syni í kynningarnefnd þegar minnst
var 50 ára afmælis Skógarmanna
KFUM í Vatnaskógi sumarið 1979
en aldrei hafa fleiri komið í Vatna-
skóg um eina helgi en einmitt þá.
Fyrsta minning mín um Svenna
heitinn er af fundi YD KFUM að
Amtmannsstíg. Hann var gestur
fundarins og lét allan stráka-
skarann syngja Út um mela og móa"
með viðeigandi leikrænum tilburð-
um. Þann söng hef ég síðan sungið
ótal sinnum en engan séð ná jafn
mikilli stemmningu og Svenni gerði.
Þannig gat hann verið hrókur alls
fagnaðar - en á hinn bóginn líka al-
varlegur þegar það átti við og alltaf
ábyrgur gagnvart öllu því sem að
honum sneri. Ungur tók hann til sín
kall Jesú Krists til eftirfylgdar. Með
lífi sínu, viðmóti og þátttöku í kristi-
legu starfi miðlaði hann blessun til
annarra. Orð Guðs bar ávöxt í
hjarta hans og aðrir nutu góðs af
því. Nú hefur hann sjálfur reynt
vonina rætast, öðlast sigursveiginn,
gengið til hins eilífa fagnaðar í
himneskri dýrð Guðs þar sem allir
eru heilir og sælir. Blessuð sé minn-
ing góðs drengs, Sveins Guðmunds-
sonar.
Ólafur Júhannsson, for-
maður KFUM í Reykjavik.
Kveðja frá KFUM í Reykjavík
Kær vinur og félagi í KFUM til
áratuga, Sveinn Guðmundsson, er
látinn. Sveinn var að eðlisfari glað-
legur persónuleiki og kátur karl
þótt hann þyrfti að glíma við marg-
vísleg vandamál þess að vera dverg-
ur.
Um áratugaskeið litaði hann og
lífgaði upp á fundi, mót og samverur
KFUM og var gjarnan hrókur alls
fagnaðar enda studd í góðlátlega
stríðni og glens.
Þótt heilsu Sveins hafi hrakað
verulega hin síðari ár var hann ekki
seinn á sér að kinka kolli þegar fé-
lagi okkar Albert Bergsteinsson
kom við hjá honum í september
1999 og bauðst til að taka hann með
á veislukvöld í karlaflokki uppi í
Vatnaskógi. Frá þeim stað átti
Sveinn góðar minningar og þangað
leitaði hugurinn oft, það veit ég.
Brosið var á sínum stað þótt hann
væri í hjólastól, farinn að kröftum
vegna erfiðra veikinda sem höfðu
sett mark sitt á hann.
Nú undir lokin deildu þeir
KFUM-bræðurnir herbergi á
hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar-
vogi, Steinar Þórðarson og Sveinn.
Þremur klukkustundum eftir andlát
Sveins hringdi vinur minn, Steinar, í
mig og tilkynnti mér andlátið.
Greinilegt var að um einlægan vina-
missi var að ræða og víst er að þeir
félagar hafa haft öryggi hvor af öðr-
um og gott samfélag.
Við í KFUM minnumst Sveins
með gleði og þakklæti. Hann auð-
gaði líf okkar með gleði sinni og
hlátri. Hann var trúfastur félags-
maður í KFUM til margra ára og
var bæði skemmtilegur og eftir-
minnilegur samferðamaður.
Við felum líf Sveins í náðarfaðm
frelsarans Jesú Krists. Þar vitum
við að hann má öruggur hvíla. Hjá
honum sem græðir og lífgar. Hjá
honum sem einn getur frelsað
manninn gefið líf um eilífð.
Aðstandendum og vinum vottum
við einlæga samúð og biðjum bless-
unar Guðs um ókomna tíma.
Sigurbjörn Þorkelsson,
framkvæmdastjóri
KFUM og KFUK í Rvík.