Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biskup skrifar prestum vegna erfíðra mála í þjóðkirkjunni Prestar geri föst- una að bænatíma BISKUP íslands, Karl Sigurbjöms- son, sendi í síðustu viku öllum prest- um landsins bréf „vegna þeirra erf- iðu mála sem uppi hafa verið varðandi samskipti presta og sókn- arbarna“, eins og segir í bréfinu. Hvetur hann til þess í niðurlagi bréfsins að prestar geri föstuna að bænatíma „er við biðjum hvert fyrir öðru“ og hvetur þá til að biðja saman fyrir kirkjunni. Biskup kveðst harma þau marg- víslegu tildrög sem að baki bréfinu eru og segir það þyngra en tárum taki að þurfa að taka stjómsýslu- ákvarðanir sem leiði til brotthvarfs presta af vettvangi eða tilflutnings í starfi. „Það var mér mikil raun. En hjá því varð ekki komist. í öllum til- vikum er um mál að ræða sem hafa verið uppi um lengri tíma og valdið margvíslegum usla. Það varð ekki umflúið að taka á þeim. Ég bið þig að minnast þeirra sem hlut eiga að máli í bænum þínum,“ segir biskup. Minnt er á að prestur sé þjónn og hirðir safnaðar og sé tiltrú og virðing safnaðarins ekki fyrir hendi verði presturinn óstarfhæfur og söfnuður- inn sömuleiðis. Prestar séu þjónar Krists, opnir fyrir þörfum fólks, sorg og þrá og gæddir virðingu gagnvart öðm fólki. Þá segir biskup orðið embætti stórt og hátíðlegt. „Oft er sem menn álíti það virki eða skans til að verjast bak við. Nei. Frummerk- ing orðsins er þjónusta. Það er af sömu rót og orðið ambátt, þjónusta, en ekki tignarstaða. Það er dýrmætt að embætti, staða prestsins skuli lögvarin, eins og annarra starfs- manna. En ef sú vörn stendur safn- aðarlífi, helgihaldi, fræðslu og þjón- ustu kirkjunnar fyrir þrifum þá er illt í efni.“ Þá kemur fram í bréfi biskups að unnið sé að smíði leiðbeininga á Biskupsstofu um hvemig tekið skuli á samskiptamálum og erfiðleikum í sóknum. Segir þar að sjálfstæð kirkja verði að setja sér skýrar vinnureglur og siðareglur í þessum málum og hagsmunir prests og safn- aðar fari saman. Stjórn Prestafélagsins ályktar um mál sóknarprestsins í Holti Uni tilmælum frá biskupi STJÓRN Prestafélags íslands hefur lagt tO við Gunnar Bjömsson, sókn- arprest í Holti í Önundarfirði, að hann uni áminningu biskups Islands og hlíti þeim tilmælum sem biskup hefur lagt fyrir hann. Séra Gunnar vísaði málum sínum til stéttarfélags síns, Prestafélagsins, í framhaldi af þeitri ákvörðun bisk- ups að hann skyldi fluttur til í starfi, áminningu hans og tilmælum um að hann bæði sóknarböm og samstarfs- menn afsökunar. Hefur séra Gunnar þegar afhent biskupi afsökunai-- beiðni sem hann hefur tekið gilda. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður Prestafélagsins, sagði stjórnina hafa fjallað um mál séra Gunnars á fundi í gær og var áður- greind ályktun þar samþykkt. Þar segir einnig: „Ennfremur leggur stjórn PI áherslu á að lögvarinn rétt- m- prestsins, sem skipaðs opinbers starfsmanns, sé virtur, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins, nr. 70/1996, 36. gr. Jafnframt bendir stjórn PÍ á nauðsyn þess að skýrar reglur séu fyrir hendi svo hægt sé að taka á ágreiningsmálum sem upp geta komið.“ Akvörðun biskups var á þá leið að hann skyldi flytjast frá Holti eigi síð- ar en um næstu fardaga og sinna ýmsum verkefnum í stöðu héraðs- prests sem tengjast myndi Reykja- víkurprófastsdæmi eystra. Flugsam- göngur ganga brösulega FLUGSAMGÖNGUR hafa gengið nokkuð brösulega síðustu þrjá daga, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Islands og Islandsflugi. Flugfélag Islands hefur ekkert flogið til Vestmannaeyja síðustu tvo daga og þá hefur flug til Grænlands legið niðri frá því á föstudaginn. Hjá íslandsflugi var hins vegar flogið tvisvar til Eyja á sunnudag- inn og í gær var flogið þangað allt þar til seinnipart dags, er flugi var aflýst vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstjórn Reykjavíkurflugvallar hefur utanlandsflug hins vegar gengið vel. Allir helstu vegir færir Hjá Vegagerðinni bárust þær upplýsingar að færð á landinu hefði Flugfarþegar á Reykjavíkurflugvelli bíða eftir flugi. Morgunblaðið/Kristinn verið góð síðustu tvo daga og allir helstu vegir færir. Það væri einna helst á suðvesturhominu, sem færðin hefði verið slæm vegna mik- illar ofankomu. Rekja hefur mátt nokkra smáárekstra til færðarinn- ar, en að sögn lögreglunnar í Reykjavfk hefur umferð að öðru Ieyti gengið stóráfallalaust. Kynna nýj- an sauðfjár- samning LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ og Bændasamtök Islands halda um þessar mundir 20 fundi með bænd- um víðs vegar um landið til að kynna nýgerðan samning um sauðfjárfram- Ieiðsluna. Fyi'sti fundurinn var haldinn síð- astliðinn sunnudag. í dag verða haldnir fimm fundir, í Hótel Borgar- nesi, í Breiðabliki á Snæfellsnesi, Vogalandi í Reykhólasveit, Félags- heimilinu á Blönduósi og Miðgarði í Skagafirði. Fundað verður áfram en fundaferðinni lýkur 27. mars. I kjölfar kynningarfundanna fer fram atkvæðagreiðsla um samning- inn meðal sauðfjárbænda. Hún fer þannig framað félagsmenn í Bænda- samtökum Islands sem standa að búrekstri með að minnsta kosti 50 kindur á fóðrum fá sendan í pósti at- kvæðaseðil sem þeir síðan endur- senda til Bændasamtaka íslands. Um er að ræða liðlega 2.500 bændur. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsl- unni ljúki fyrir miðan apríl. Talsmenn Herjólfs, Baldurs, Sæfara og Sævars bregðast við gagnrýni í úttekt Unnið að úrbót- um í öryggismál- um skipanna TALSMENN þeirra aðila sem reka ferjurnar Heijólf, Baldur, Sæfara og Sævar segja allir að verið sé að vinna að úrbótum á flestum þeim atriðum sem gagnrýnd voru í úttekt starfs- mannahóps á björgunar- og öryggis- málum ferjanna og kynnt voru á fundi samgönguráðherra í síðustu viku. Þau atriði sem orka tvímælis í úttektinni eru á hinn bóginn til frek- ari skoðunar. Talsmenn Sæfara og Sævars segja til að mynda að út- tektaraðilar hafi gert athugasemdir við atriði sem ekki þurfi að uppfylla í smærri ferjum samkvæmt gildandi reglum um björgunar- og öryggis- mál og þá segjast þeir ekki skilja að fullu aðrar athugasemdir úttektar- manna. I stuttu máli kom fram í úttektinni að áhafnir skipanna væru ekki nógu vel þjálfaðar í viðbrögðum á neyðar- stundu en í Sæfara og Sævari þótti viðhaldi öryggisbúnaðar auk þess áfátt svo dæmi séu nefnd. Þijú skip- anna eru í eigu ríkisins en Hríseyjar- hreppi var á sínum tíma falið að sjá um rekstur Sævars og er hann nú auk þess eigandi skipsins. Magnús Jónasson framkvæmda- stjóri Herjólfs hf. sem rekur Herjólf segir að þær athugasemdir sem gerðar voru um öryggis- og björgun- arbúnað skipsins í úttektinni hafi ekki komið á óvart, til að mynda hafi verið vitað að farþegar sem ekki væru í sjónvarpssal færu á mis við upplýsingar um björgunarbúnað á kynningarmyndbandi. Segir hann ekki ólíklegt að úr þessu verði bætt með útgáfu kynningarbæklings sem dreift yrði um skipið. Einnig segir hann að auðveldlega megi bæta það atriði sem gagnrýnt hefur verið að farþegar hafi um tíma verið skildir einir eftir á þilfari á neyðarstundu. Slíkt megi bæta með einfaldri skipu- lagsbreytingu. Ekki sáttir við úttektina Guðmundur Lárusson fram- kvæmdastjóri Breiðafjarðarferjunn- ar Baldurs hf. sem rekur feijuna Baldur virðist í samtali við Morgun- blaðið ekki vera fullkomlega sáttur við umrædda úttekt. Hann segir til að mynda að við æfinguna - eldur um borð - hafi eina forskriftin að eldin- um verið að hann hefði komið upp í geymslu ú bflaþilfari skipsins. Engin fyrirmæli hafi verið um það hvernig eldurinn hagaði sér og af þeim sök- um hafi verið erfitt að bregðast við honum. Þá segir Guðmundur að við æfingu á neyðarástandi hafi áhöfnin farið eftir tilsettum verklagsreglum og því sé ekkert út á áhöfnina að setja heldur fremur út á verklags- reglurnar sjálfar, en þær séu settar samkvæmt ákveðnum öryggisstöðl- um. Guðmundur tekur fram að vissu- lega hafi komið fram atriði í úttekt- inni sem betur mættu fara, til að mynda það að illa heyrðist í öryggis- kynningarmyndbandinu ■ í sjónvarp- inu en bendir þó á að skipið hafi hing- að til komist í _ gegnum eftirlit Siglingastofnunar íslands sem fram- kvæmt er einu sinni á ári. Pétur Bolli Jóhannesson, sveitar- stjóri Hríseyjarhrepps, segir ástæð- ur þess að ferjan Sævar hafi ekki komið betur út í úttektinni marg- þættar. Bendir hann til að mynda á að rekstraraðilar Sævars hafi verið á milli vita í öryggismálum ferjunnar lengi vel því gert hafi verið ráð fyrir nýrri ferju á síðasta ári. „Þess vegna vorum við ekki á verði í öryggismál- um á Sævari," segir hann og bendir á að öllum öryggismálum sé fullnægt í nýju feijunni en von er á henni í júní nk. Ekkert innra eftirlit Um það að þjálfun áhafnar hafi verið ábótavant segir Pétur Bolli að ríkisvaldið eigi einnig að koma að þeim málum. „Ríkisvaldið verður náttúrulega einnig að koma að slík- um málum. Það þurfa að vera reglur um það hvenær á að senda áhafnir á námskeið og hvenær ekki,“ segir hann. Aðspurður segir hann að ekk- ert innra eftirlit sé haft í skipinu, eins og krafist er af útgerðum Herjólfs og Baldurs, enda hafi Vegagerðin ekki farið fram á það þegar hreppurinn tók við skipinu. Pétur Bolli bendir á að skipið hafi þó farið einu sinni á ári í slipp og björgunarbátarnir í árlega skoðun en að öðru leyti hafi ekki ver- ið gerðar ki-öfur um eftirlit með ör- yggis- og björgunarmálum skipsins að því er hann best viti. Flutningamiðstöð Norðurlands, sem er í eigu Samskipa, rekur ferj- una Sæfara sem siglir til Hríseyjar og Grímseyjar. Kristján Ólafsson yf- irmaður skiparekstrardeildai- Sam- skipa segir að þegar hafi verið hafist handa við að bregðast við ýmsum þeim athugasemdum sem gerðar voru á björgunar- og öryggismálum í úttektinni, en tekur þó fram að margt sé óljóst, að hans mati, í niður- stöðu úttektarhópsins. Af þeim sök- um sé beðið eftir nánari útskýring- um frá Siglingastofnun íslands. Til að mynda segist hann ekki vita með vissu hvað úttektarhópurinn á við þegar hann segir að viðbrögð áhafn- ar hafi verið mjög óörugg og fálm- kennd á neyðarstundu og að við- brögð hennar hafi ekki verið í samræmi við áætlaðar aðgerðir. Þá segist hann ekki vita til þess að smærri skip á borð við Sæfara þurfi, samkvæmt reglugerðum, að bjóða farþegum upp á kynningu á meðferð og staðsetningu björgunar- og ör- yggisbúnaðar. Ki-istján segist því ekki vilja tjá sig að öðru leyti um út- tektina fyrr en nánari útskýringar á henni liggi fyrir frá Siglingastofnun Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.