Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ A Margir kallaðir Meðan tamningamenn víða um land temja ung hross og þjálfa gæðinga fyrir landsmót- ið og önnur mót sumarsins vinna eigendur stóðhesta að tjaldabaki í að fínna afkvæmi hesta þeirra með afkvæmasýningu á lands- móti í huga. Valdimar Kristinsson fletti 1 gegnum kynbótamat Bændasamtakanna frá því í haust og skoðaði hvaða hestar ættu hugsanlega möguleika á að koma fram með afkvæmum á landsmótinu í Reykjavík. í heiðursverðlaunaflokki virðist ekki um auðugan garð að gresja hvað fjold- ann varðar. Orri frá Þúfu fær væntan- lega Sleipnisbikarinn og mun tróna einn í þeim flokki að því er best verður f ;séð. Það hefur ekki tíðkast að hestar komi tvisvar fram til heiðursverð- launa en hins vegar er ekkert sem bannar það. Sem dæmi má nefna að Kolfinnur frá Kjamholtum var sýnd- ur ’97 með afkvæmum til heiðursverð- launa á fjórðungsmóti á Kald- ármelum. Þar var um að ræða mót og umgjörð sem ekki bauð upp á sterka auglýsingu fyrir hestinn auk þess sem ætla má að í dag væri hægt að tefla fram mun sterkari hópi hrossa undan klámum en gert var ’97. Það gæti því verið skoðunarvert fyrir eigendur '•Xolfmns að skoða möguleika á af- kvæmasýningu í sumar. Um aðra hesta er vart að ræða því Þokki frá Garði og Stígandi frá Sauðárkróki hafa báðir hiotið Sleipnisbikarinn og hafa því ekkert að vinna. Stígur frá Kjartansstöðum hefur verið sýndur til heiðursverðlauna á landsmóti og þarf vart á frekari auglýsingu að halda. Vantar fleiri afkvæmi í heiðursverðlaunin Ef litið er yfir þann hóp sem sýnd- ur var til 1. verðlauna fyrir afkvæmi á landsmótinu á Melgerðismelum ’98 kemur í ljós að alla vantar þá fleiri dæmd afkvæmi á bak við sig til að eiga möguleika í heiðursverðlauna- hópinn. Sá efsti Kraflar frá Miðsitju vantar tif dætnis 18 afkvæmi til að komast í heiðursverðlaunaflokkinn og virðist ljóst að engir nýir hestar bætast í hóp þeirra hesta sem upp- fylla einkunn og fjölda afkvæma til heiðursverðlauna. En spennan snýst um þá hesta sem hugsanlega munu koma fram til 1. verðlauna miðað við stöðuna í kyn- bótamatinu eftir dóma síðasta árs virðast 19 hestar eiga möguleika á að komast á landsmót. Ef gengið er út frá því að vel sé mögulegt að tíu af- kvæmi undan einum hesti komi fram í dómum og vinni eigendur eða að- standendur hestanna heimavinnuna sína ættu allir þessir hestar að hafa raunhæfa möguleika. Með stórbættu skýrsluhaldi undanfarinna ára er nú mun auðveldara er nú að afla upp- lýsinga um hvar afkvæmi einstakra hesta er að finna og í framhaldinu í hvaða ásigkomulagi þau eru. Þeir hestar sem eru nú þegar yfir lágmörkum eru Páfi frá Kirkjubæ með 124 stig og 20 afkvæmi, Safír frá Viðvík 123/26, Sólon frá HóU 123/22, Þorri frá Þúfu 122/15, Galdur frá Laugarvatni 122/16. Andvéiri og Gustur líklegir sigurvegarar Af þeim sem ekki hafa þegar náð lágmörkum stendur Gustur frá Hóli Gustur frá Hóli er með góða stöðu í hrossaræktinni. Afkvæmi hans koma vel út og mjög líklegt er að hann muni berjast um efsta sætið f keppni stóðhesta með afkvæmum á landsmótinu í sumar. Knapi er Ragnar Ingólfsson en myndin var tekin á landsmótinu 1994 þegar Gustur stóð efstur í flokki stóðhesta sex vetra og eldri. líklega best að vígi, er með 126/14 og vantar því aðeins eitt afkvæmi í dóm til að ná mörkunum. Hæstur þeirra hesta sem vantar afkvæmi er And- vari frá Ey með 128/6 og vantar því 9 afkvæmi í dóm. Hann hefur verið eft- irsóttur og alltaf fullt hjá honum síð- an Hrossaræktarsamtök Suðurlands festu kaup á honum. Það þýðir að í hverjum árgangi ætti að vera kring- um sextíu afkvæmi og þau sem nú þegar hafa komið fram lofað góðu. Það gæti því vel hugsast að þessir tveir hestar gætu keppt öðrum frem- ur um toppsætið í þessum flokki á landsmótinu nái þeir mörkunum. Af öðrum hestum sem möguleika eiga eru Galdur frá Sauðárkróki með 115/24 vantar 6 afkvæmi, Tvistur frá Krithóli 119/27 vantar 3 afkvæmi eða þá að að hækka sig um eitt stig. Oður frá Brún er með 125/5, vantar 10 af- kvæmi, Logi frá Skarði er með 124/ 11, vantar 4 afkvæmi, Blær frá Kjamholtum 122/11, vantar 4 af- kvæmi, Mímir frá Ytra-Skörðugili 122/5, vantar 10 afkvæmi, Kjarkur frá Egilsstöðum 122/7, vantar 8 af- kvæmi, Geysir frá Gerðum 120/14, vantar 1 afkvæmi, Örvar frá Neðri Asi 120/7, vantar 8 afkvæmi, Stormur frá Stórhóli 119/8, vantar 7 afkvæmi og eitt stig, Kolfinnur frá Kvíarhóli 119/9 vantar 6 afkvæmi og eitt stig. Þá er ónefndur Kveikur frá Miðsitju sem er með 112 stig og 60 dæmd af- kvæmi og vantar því 3 stig en vitað er að nýjir eigendur hans hyggjast reyna með hann í afkvæmasýningu á landsmóti. Að tryggja hesti brautargengi Það er út af fyrir sig mikil kúnst að tryggja stóðhesti gott brautargengi í kynbótamatinu. Hér áður fyrr byggðust afkvæmadómar á einstak- lingsdómum 6 bestu afkvæma hesta sem völ var á eða 12 ef um heiðurs- verðlaun var að ræða. Þá stóð keppni stóðhestanna um það hver gæfi bestu toppana. Nú þurfa hestamir að sýna meiri breidd í afkvæmahópnum og eigendur hestanna hafa ekki eins góða stjóm á því hvaða afkvæmi fara fyrir dóm. Með góðri yfirsýn og dugnaði geta eigendur stóðhesta þó haft mikil áhrif á hvaða afkvæmi fara fyrir dóm en með því að halda öllum lakari afkvæmunum til hlés má tryggja hestunum betri útkomu í kynbótamatinu en þeir kannski í raun verðskulda. Telja verður frekar ólíklegt að slíkt sé stundað kerfis- bundið og almennt virðist kynbóta- matið hafa náð að vinna sér tiltrú hestamanna. Kynbótamatið gerir ráð fyrir að sem flest afkvæmi komi fyrir dóm og helst að öll tamin afkvæmi komi í dóm. Varðandi þá hesta sem eiga möguleika að komast með af- kvæmi inn á landsmótið er ljóst að þótt eitthvað vanti upp á er ekki sjálf- gefið að markið náist með því einu að koma tilskildum fjölda afkvæma í dóm. Standi hestarnir tæpir hvað einkunn varðar má lítið út af bera hvað gæði afkvæmanna varðai- sem í dóm koma. Afkvæmasýning stóðhesta er afar mikilvægur áfangi hjá hverjum stóð- hesti. Einstaklingsdómur hestsins verður hjóm eitt þegar hesturinn hef- ur sýnt í afkvæmum sínum hversu mikili eða lítill bógur hann er í erfð- um og það eitt skiptir máli þegar gæði kynbótagrips eru metin. Þá skiptir litlu máli hver var frammi- staða í einstaklingsdómi fyrir nokkr- umárum. Forsendur fyrir þessum vanga- veltum eru byggðar, eins og fram kemur, á útreikningum frá því í haust. Eftár er að endurreikna kyn- bótamatið vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á kynbótadóm- um og síðan verður endurreiknað að loknum héraðssýningum í sumar en síðustu sýningamar fyrir landsmót verða 19. júní. Fljótlega að þeim loknum liggur fyrir hvaða stóðhestar hafa sloppið í gegn. Akureyringar gefa frískan tón fyrir sumarið Léttismenn á Akureyri héldu mikla hátíð um helgina þar sem keppt var í tveimur styrkleikaflokkum í tölti og bama- og unglingaflokki. Þá var keppt í fljúgandi skeiði en meðal þátttakenda þar vom þýsku lands- liðsmennimir Jens Fuchtenschnied- er og Uli Reber en þeim var sérstak- lega boðið á Vetrarleika Léttis tii þátttöku í úrvalstölti á laugardags- kvöldið í nýju skautahöllinni á Akur- eyri. Mótið, sem var opið, átti að hefjast á laugardag en vegna veðurs varð að flytja til dagskrárliði og sömuleiðis varð veðrið til þess að margir þeirra er hugðust koma úr öðram byggðar- . X.lögum og taka þátt í mótinu urðu að gera sér að góðu að sitja heima. Þar á meðal vora íslandsmeistaramir í tölti, Egill Þórarinsson og Blæja frá Hólum. En stemmningin í skauta- höllinni var geysigóð meðal tæplega sjöhundrað gesta en þar á meðal voru bæjarstjórnarmenn og ýmsir úr forystu íþróttahreyfingarinnar á Ak- ureyri. Þykir líklegt að nú séu Akur- eyringar komnir á bragðið með rúma inniaðstöðu fyrir sýningahald og spurning hvort óskir um reiðhöll þar í bæ verði ekki háværari í kjölfar sýningarinnar í skautahöllinni. I töltinu í höllinni tóku þátt 16 úr- vals töltarar og knapar en auk þess vora sýndir þar þrír stóðhestar, þeir Sorti frá Akureyri, Dagfari frá Kjarnholtum og Ægir frá Móbergi. Þá komu fram á mótinu margar efni- legar kynbótahryssur. Ekki vakti síður athygli sýning Gusts frá Hóli ásamt þremur afkvæma hans sem þóttu standa vel uppi í hárinu á föð- urnum. En það var Höskuldur Jóns- son sem sýndi aðalstjörnur kvölds- ins, Sölva frá Garðshorni og Þoku frá Akureyri, sem var eitt afkvæma Gusts á sýningunni. Úrslit móta helgarinnar urðu ann- ars sem hér segir: Vetrarleikar á Akureyri Tölt-A Kristján Þorvaldsson á Snepli frá Akureyii Helga Árnadóttir á Þokka frá Ak- ureyri Þorbjörn H. Matthlasson á Vin frá Akureyri Þorsteinn Bjömsson á Drafnari frá Akureyri Birgir Arnason á Þrá frá Akureyri Tölt-B Inga S. Jónsdóttir á Þyrli frá Grand Sigríður Kr. Sverrisdóttir á Golu frá Skriðu Amar Sigfússon á Emil frá Ing- ólfshvoli Guðlaugur Arason á Gylli frá Sauðárkróki Davíð Sverrisson á Nótt frá Skriðu Tölt bama Sunna Guðmundsdóttir á Þremli frá Akureyri Elísabet Þ. Jónsdóttir á Fáki frá Akureyri Tölt unglinga Ragnhildur Haraldsdóttir á Gauta frá Akureyri Rut Sigurðardóttir á Stormi frá Krossi Þorgils Magnússon á Sóma frá Hofsstöðum Dagný B. Gunnarsdóttir á Sporði frá Hvestu Þórhallur Guðmundsson á Flugari fráÚthlíð Skeið 100 m, fljótandi start Baldvin A. Guðlaugsson á Vaski frá Vesturhlíð, 8;6 sek. Erlendur A. Oskarsson á Yiju frá Brennihóli, 8,7 sek. Þorbjörn Matthíasson á Vissu frá Brennihóli, 8,8 sek. Höskuldur Jónsson á Hákoni frá Kríthóli, 9,0 sek. 5. Uli Reber á Dumbi frá Skriðu, 9,2 sek. Stjörnutölt i skautahöliinni Höskuldur Jónsson á Sölva frá Garðshorni Stefán Friðgeirsson á Galsa frá Ytri-Skógum Björgvin Daði Sverrisson á Dimmu frá Þverá Arnar F. Grant á Loga frá Brenni- hóli Benedikt Ambjörnsson á Kóngi frá Miðgrand Opin töltkeppni í Reiðhöllinni í Víðidal Tölt 19 ára og yngri 1. Elísabet Eir, Sörla, á Val frá Litla-Bergi, 5,50/6,16 2. Rakel Róbertsdóttir, Geysi, á Pílu frá Kistufelli, 5,37/6,04 3. Hinrik Sigurðsson, Sörla, á Garra frá Grand, 5,47/6,00 4. Guðbjörg B. Snorradóttfr, Fáki, á Móbrá frá Dalsmynni, 5,33/5,83 5. Sigurður R. Sigurðsson, Fáki, á Hrefnu frá Þúfu, 5,23/5,53 Tölt áhugamanna 1. Ingólfur Jónsson, Fáki, á Vísu frá Kálfhóli, 6,13/6,67 • 2. Fríða Steinarsdóttir, Fáki, á Knerri frá Akranesi, 6,13/6,50 3. Maríanna Gunnarsdóttir, Fáki, á Hyl frá Stóra-Hofi, 5,87/6,44 4. Þórður Heiðarsson, Glaði, á Svarti frá Hofi, Vatnsdal, 5,73/6,38 5. Arna Rúnarsdóttir, Fáki, á Ná- nös frá Jaðri, Héraði, 5,57/6,07 Tölt atvinnumanna 1. Gylfi Gunnarsson, Fáki, á Gyðu frá Hólabaki, 6,47/7,20 2. ísólfur Þ. Líndal, Þyti, á Jarl- hettu frá Neðra-Ási, Skag. 6,57/7,04 3. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, á Húna frá Torfunesi, Hún. 6,47/7,00 4. Ragnar Hinriksson, Fáki, á Þór frá Litlu-Sandvík, Árn. 6,30/6,64 5. Lena Zielenski. Fáki, á Væng frá Auðsholtshjáleigu, Ám. 6,40/6,57 Lull 1. Hilda K. Garðarsdóttir á Fnyki frá Kæsustöðum 2. Róbert Petersen á Flækjufæti frá Samhliðastöðum 3. Ragnar Hinriksson á Skyndi- skeiði 4. Sigurður V. Matthíasson á Kidda frá Barka 5. Jón Þ. Steindórsson á Tweety frá Hliðarstöðum Ik, ÁSTuno NÝTT-NÝTT Ný sterk fljótandi bíótínblanda FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.