Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Von er á íslenskri reglugerð um nýfæði Bretland Engar reglur til um nýfæði hér á landi A síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á framleiðslu matvæla. Elín Guðmundsdóttir segir að nýfæði (Novel foods) sé samheiti yfír matvæli og inni- haldsefni matvæla sem ekki hafa áður verið á boðstólum á Vesturlöndum NÚ ERU til aðferðir sem menn hefðu ekki getað látið sig dreyma um í upphafi 20. aldar, t.d. að erfðabreyta plöntum og dýrum, búa til hitaeiningasnauða fitu með því að hengja fitusýrur á sykrusameindir, nota háþrýstitækni og geislun til að rotverja matvæli og svo mætti lengi telja. Einnig flyst mikið af framandi matvælum til Vesturlanda frá öðr- um heimshlutum. Reglurnar samræmdar Nýfæði getur verið matvæli sem framleidd eru með nýjum aðferðum, t.d. erfðabreytt matvæli og matvæli sem Vesturlandabúar hafa ekki áð- ur neytt, svo sem telauf eða ávextir sem eru okkur framandi en eru vel þekktir í öðrum heimshlutum. Lengi vel giitu mismunandi reglur um slík matvæli í Evrópu en árið ACEROLA nafurai vifaminC lOOmg chewabíe : lOOtobtels AMERKAN HEALTH Einstaklega bragðgott C-vítamín fyrir börn og fullorðna Apóíökið SmAretorflí * Apótökið Spönginni Apótekið Kringiunni * Apólekíó Smiðjuvegi Apótekið Suðurstrónti * Apótekiö iðufeiií Ápótekið Hegksup Skeilunm Apötokið Hfigkaop Akuroyri Hafnerfjafðaf Apótek Apðtekið Nýksupuni Mcísleiisbæ 1997 voru þær samræmdar með reglugerð Evrópusambandsins um nýfæði. Samkvæmt reglugerðinni þarf að sækja um leyfi til fyrstu markaðs- setningar og dreifingar á nýfæði. Opinberar matvælastofnanir og/eða heilbrigðisyfn’völd meta umsóknina m.t.t. hvort nýfæðið sé samsvarandi einhveiju sem þegar er á markaði. Ef svo er ekki er kannað hvort það kunni að vera skaðlegt heilsu manna. Segja má að nýfæði sé að- eins stig í lengra ferli matvæla og innihaldsefna því þegar búið er að veita leyfi fyrir markaðssetningu á nýfæði eru viðkomandi matvæli ekki lengur nýfæði, þ.e.a.s. ekki þarf að sækja tvisvar um leyfi til mark- aðssetningar á sömu vöru. I aldanna rás hefur reynslan skorið úr um hvaða matvæli er óhætt að borða og hver ekki, en með breyttum viðhorfum til þáttar mat- aræðis í heilsufari manna þykir eðli- legt að skoða ný og nýstárleg mat- væli áður en þau koma á markað í fyrsta sinn. Nýfæðið hefur því sér- stöðu meðal matvæla því aldrei áður hafa ný matvæli verið metin á þenn- an hátt áður en þau eru sett á markað. LGG, guarana og grænt te Margar umsóknir um nýfæði liggja nú fyrir hjá Evrópusamband- inu, en umsóknarferlið tekur langan tíma þar sem sérfræðingar í öllum aðildarríkjum fá að skoða umsókn- imar og segja álit sitt á þeim. Nokk- ur dæmi um matvæli og innihalds- efni matvæla sem hafa verið markaðssett sem nýfæði í Evrópu- Buxna- dagar Nú standa yfir árlegir buxna- dagar hjá Vinnufatabúðinni sem standa fram á mánudag í næstu viku. I fréttatilkynn- ingu frá versluninni kemur fram að þar er m.a. hægt að fá strets-flauelsbuxur í fimm lit- um á 4.900 krónur og galla- buxur á 2.900 krónur. Margskipt plastgler með þröngum punkti, eða SELECTTVE ? Frá 22.900 með umgjörð Frá 25.900 með umgjörð HVERT ER ÞITT VAL ? Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL Hafnarfirði 565-5970 Glæsibæ 588-5970 ________________Gæði í öndvegi______________ www.sjonarholl.is ÁVALLT ÓDÝR ekki bara stundum Þjónusta bankanna léleg og alltof dýr Morgunblaðið/Sverrir Nokkur dæmi um matvæli og innihaldsefni matvæla sem hafa verið markaðs- sett sem nýfæði í Evrópu- ríkjum eru Lactobaciilus GG eða LGG, guarana og grænt te. ríkjum eru Lactobacillus GG, guar- ana, grænt te, ostar sem framleiddir eru með ensímum úr erfðabreyttum öi-verum og tómatsósa úr erfða- breyttum tómötum. Eina dæmið um umsókn sem hefur verið hafnað hjá Evrópusambandinu er notkun sætuefnisins Stevia í matvæli. Erfðabreytt matvæli Blöndun erfðaefnis með hefð- bundnum kynbótum hefur löngum tíðkast í landbúnaði og húsdýrarækt og þar með matvælaframleiðslu. Slík erfðablöndun þykir sjálfsögð og eðlileg og matvæli sem framleidd eru úr kynbættum afurðum teljast ekki erfðabreytt. En blöndun erfða- efnis með aðferðum hefðbundinna kynbóta getur aðeins átt sér stað innan tegunda. Með erfðatækni er hins vegar hægt að færa erfðaefni milli óskyldra tegunda og erfða- breytingamar eru markvissar, þ.e. hægt er að flytja inn í lífveru aðeins þann eiginleika sem sóst er eftir. Erfðabreytt matvæli sem koma á markað í fyrsta sinn eru nýfæði og sækja þarf um leyfi til markaðssetn- ingar á þeim eins og öðru nýfæði. Samkvæmt reglugerð Evrópu- sambandsins um nýfæði skal meta hvort matvælin geta verið skaðleg fyrir neytendur áður en markaðs- setning er leyfð. Merkingar á erfða- breyttum matvælum í Evrópusambandsríkjum þykir það sjálfsagður réttur neytenda að fá að velja hvað þeir kaupa og því eru ákvæði um merkingar á erfða- breyttum matvælum í nýfæðis- reglugerð Evrópusambandsins. Samkvæmt tillögum að íslenskum reglum á að merkja allar afurðir úr erfðabreyttum sojabaunum og maís nema ef erfðabreytti þátturinn er minna en 1% af innihaldsefnum og ef hann er kominn í matvælin vegna þess að hráefnin hafa mengast af samskonar hefðbundnum hráefn- um, t.d. í sílóum við flutninga eða við ræktun úti á ökrum. Önnur erfða- breytt matvæli munu verða merkt á sama hátt. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að erfðabreytt matvæli geti verið skaðleg og merk- ingamar eru ekki varnaðarmerk- ingar heldur fyrst og fremst upp- lýsingar fyrir neytendur í samræmi við þá grundvallarstefnu að neyt- endur eigi að velja sjálfir hvað þeir viija borða. A íslandi eru enn engar reglur um nýfæði og merkingar á erfða- breyttum matvælum en nú liggja fyrir drög að reglugerð um nýfæði og eru þau byggð á reglum Evrópu- sambandsins. Elín Guðmundsdóttir ermatvæla- fræðingur hjd Hollustuvernd rikisins London. Morgunblaðið. ÞJÓNUSTA brezkra banka við einstaklinga og smáfyrirtæki er alltof léleg og alltof dýr og lætur nærri að þeir hafi hreinlega tekið 3-5 milljarða punda af þessum við- skiptavinum sínum á síðasta ári. Þetta er m.a. það, sem lesa má úr skýrslu Don Cruickshank, sem Gordon Brown fjármálaráðherra fól að gera úttekt á starfsemi bank- anna. Cruickshank segir bankana vera of stóra, of fáa og of sjálfráða og nauðsynlegt sé að koma ein- hverjum böndum á starfsemi þeirra. Sem dæmi um lélega þjónustu bankanna nefnir Cruickshank að það taki þrjá daga að koma ávísun gegn um bankakerfið og hrað- bankagjöldin, sem verið hafa mjög í umræðunni að undanförnu, segir hann bara vera toppinn á ísjakan- um. Cruickshank hefur sett kostn- að bankanna af hraðbankafærslum við 30 pensa hámark, en þeir hyggj- ast taka pund fyrir vikið. Þessar fyrirætlanir bankanna hafa vakið hörð viðbrögð stjórnvalda og al- mennings. Tim Sweeney, talsmaður bank- anna, sagði í sjónvarpsviðtali í gær, að bankarnir störfuðu innan þess ramma, sem þeim væri sniðinn. Hann sagðist telja bankakerfið veita góða þjónustu gegn viðeig- andi gjaldi, en sjálfsagt væri að bankar létu viðskiptavini greiða fyrir þá þjónustu sem þeir fengju. Hann kvaðst setja spurningamerki við töluna 3-5 milljarða punda, sem fjölmiðlar vitnuðu til skýrslu Cru- ickshank með, en um leið var tíund- að, að þrír stærstu bankar Bret- lands græddu meira hver um sig, en þrjár stærstu matvöruverzlana- keðjurnar til samans. Búizt er við að Gordon Brown fjármálaráðherra muni í fjárlagar- æðu sinni á þingi í dag koma inn á skýrslu Don Cruickshank um bank- ana og mæla fyrir einhveijum að- gerðum í tilefni hennar. Hann er til dæmis talinn munu leggja til að samkeppniseftirlitinu verði falið að taka bankana tafarlaust til skoðun- ar og að sett verði löggjöf um sér- stakt eftirlit með starfsemi þeirra. Umferðarráð og markaðsgæsludeild Löggildingarstofu Vara við notkun hlífa á öryggisbelti fyrir börn UMFERÐARRÁÐ og markaðs- gæsludeild Löggildingarstofu viija koma eftirfarandi á framfæri: „Hérlendis hafa verið til sölu hlíf- ar á öryggisbelti fyrir böm, en þeim er ætlað að koma í veg fyrir að ör- yggisbelti liggi óþægilega á hálsi og maga bams. Um er að ræða 2 gerðir af hlífum, hlífar ætlaðar fyrir örygg- isbelti bamabílstóla og hlífar fyrir venjuleg öryggisbelti í bifreiðum. Er varað eindregið við notkun hlífa fyrir venjuleg öryggisbelti og mælst til að þeir sem keypt hafa slíkan búnað hætti notkun hans. Rannsóknir umferðaröryggisstofn- ana VTI í Svíþjóð og NHTSA í Bandaríkjunum hafa sýnt að slíkur búnaður hefur þau áhrif að öryggis- beltið veitir ekki tilætlað öryggi í árekstri. Búnaðurinn veitir ekki ein- ungis falska öryggiskennd heldur getur hann verið varasamur. Hlífin læsir öryggisbeltinu og kemur í veg fyrir að öryggisbeltið dragist saman eins og því er ætlað að gera við átak. Við árekstur dregur hlífin skáband beltisins upp á maga bamsins, sem Hlífar með öryggisbeltum í bif- reiðum á alls ekki að nota. getur valdið innvortis meiðslum. Mikilvægt er að öryggisbelti liggi á læmm bams en ekki maga. Telji foiráðamenn bama að öryggisbelti liggi óþægilega á hálsi eða maga Ekki er gerð athugasemd við notkun hlífa sem þessarar þeg- ar böm sitja í bamabflstólum. bams er orsökin líklega sú að barnið er ekki orðið nægilega stórt til þess að nota eingöngu öryggisbelti og ætti því að sitja á bílpúða eða í barnabílstól. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.